Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Side 14
14 fréttir 12. nóvember 2010 föstudagur
Stefnt er að því að tónlistar- og ráð-
stefnuhúsið Harpa verði tekið í notk-
un þann 4. maí árið 2011, en bygging
Hörpu hefur ekki gengið áfallalaust
fyrir sig. Efnahagshrun, eldsvoð-
ar og framleiðslugallar eru með-
al þess sem hefur sett strik í reikn-
inginn við framkvæmdina. Bygging
tónlistar- og ráðstefnuhúss var frá
upphafi mjög metnaðarfullt verk-
efni og ekkert átti að spara við fram-
kvæmdina, enda Harpa engin smá-
smíði en byggingin verður fullkláruð
28.000 fermetrar. Samkvæmt Pétri J.
Eiríkssyni, stjórnarformanni Port-
us eignarhaldsfélags Hörpu, mun
kostnaður við bygginguna nema
um 17 milljörðum króna. Hann
segir að inni í þeim kostnaði sé all-
ur frágangur, að skrifstofurými á 7.
og 8. hæð undanskildu, en frágangi
á þeim verður frestað. Þá mun frá-
gangi á nokkrum VIP-herbergjum
við útveggi hússins einnig verða
frestað um einhvern tíma. Pétur seg-
ir að kostnaður við frágang þessara
rýma sé áætlaður um 400–500 millj-
ónir króna, en óvíst er hvenær ráð-
ist verður í að klára þau. Þá mun
glerhjúpurinn sem umlykur Hörpu
kosta 3,2 milljarða króna og mun sá
kostnaður vera inni í áðurnefndum
17 milljörðum.
Á heimasíðu Austurhafnar-TR,
sem á Portus, kemur fram að þessi
upphæð eigi þó aðeins við um
kostnað við Hörpu frá því byrjað var
á verkinu aftur eftir að byggingarfé-
lagið fór í þrot. Áður var búið að setja
10 milljarða í verkefnið sem voru af-
skrifaðir. Heildarkostnaður nemur
því í raun rúmum 27 milljörðum en
ekki 17. Þá er kostnaður Reykjavík-
urborgar vegna frágangs lóðarinnar
áætlaður tæpar 290 milljónir króna á
þessu ári og því næsta.
Ríki og borg eignast Hörpu
á 35 árum
Pétur segir að tekjur Hörpu muni al-
gjörlega standa undir rekstrarkostn-
aði. „Við áætlum að rekstrarkostnað-
ur Hörpu árið 2012, sem er fyrsta heila
rekstrarárið, verði 1.503 milljónir og
að rekstrarhagnaður verði 69 milljónir.
Það er ekki gert ráð fyrir rekstrarfram-
lögum frá ríki og borg.“ Hann segir þó
að byggingarkostnaður sé alfarið fjár-
magnaður með lánum sem tekin voru
hjá íslensku bönkunum og það kem-
ur í hlut í ríkis og borgar að greiða af
þeim lánum, tæpan milljarð á ári. Á 35
árum munu ríki og borg þannig eign-
ast Hörpu. Ríkið fær 54 prósenta hlut
og borgin 46 prósenta. Í samanburði
við þennan tæpa milljarð má nefna
að niðurskurður ríkisins á heilbrigðis-
stofnunum á landsbyggðinni árið 2011
stefnir í að verða rúmir tveir milljarð-
ar króna.
Auka ljósadýrð fyrir
200 milljónir
Aðili í leikhúsbransanum, sem vill ekki
láta nafns síns getið, sagði í samtali
við DV að Harpa væri eingöngu hönn-
uð með klassískan tónlistarflutning í
huga en ekki leik- eða óperu sýningar.
Hann sagði að töluverð óánægja ríkti
í óperu- og leikhúsbransanum vegna
þessa.
Nú á seinni stigum framkvæmdar-
innar hefur þó verið ákveðið að bæta
við þann ljósabúnað sem upphaflega
var áætlaður í Hörpu. Það er einmitt
gert til að freista þess að laga húsnæð-
ið að leiklistar-, popptónlistar- og óp-
eruflutningi. Samkvæmt heimildum
DV átti að setja upp 450 ljós í Hörpu,
þar af 200 sérhönnuð fyrir tónleika
Sinfóní unnar og aðra sambærilega
tónlistarviðburði. Þá eru eftir 250 ljós
sem nýtast í aðra viðburði. Samkvæmt
heimildum DV er ætlunin að bæta um
100–150 ljósum við þann fjölda, með
kostnaðaraukningu upp á 200 milljón-
ir króna.
Má ætla að við þessar breyting-
ar muni rekstrarkostnaður Hörpu
aukast til muna. Þá herma heimildir
DV að Harpa verði best ljósum búna
hús sinnar tegundar í Evrópu. Þór-
unn Sigurðardóttir, stjórnarformaður
Ago rekstrarfélags Hörpu sem er í eigu
Portus, sagði breytingar á ljósabún-
aði nauðsynlegar en þær hefðu ekki
aukinn kostnað í för með sér, enda
væri skorið niður á öðrum stöðum.
Þá myndi búnaðurinn borga sig upp á
tveimur árum. Airwaves-tónlistarhá-
tíðin væri til að mynda bókuð í Hörpu
næsta haust.
Áætluð opnun
í september 2009
Tæp öld er síðan fyrst var farið að
tala um nauðsyn þess að byggja tón-
listarhús í Reykjavík, en segja má að
Hljómskálinn í Reykjavík, sem byggð-
ur var árið 1923, hafi verið fyrsta tón-
listarhúsið á Íslandi. Hann leysti tíma-
bundið þörf tónlistarmanna fyrir
æfingahúsnæði, en varla mikið meira
en það. Það er þó langur vegur frá
netta Hljómskálanum við Tjörnina að
íburðarmikla tónlistarhúsinu Hörpu
við höfnina.
Árið 1999 tilkynntu Reykjavíkur-
borg og ríkið að þau ætluðu í sam-
einingu að beita sér fyrir byggingu
tónlistar- og ráðstefnuhúss í miðborg
Reykjavíkur en staðsetning lá þó ekki
fyrir fyrr en ári síðar. það var svo árið
2002 að samningur milli ríkis og borg-
ar um byggingu Hörpu var formlega
undirritaður. Í framhaldi af því fór af
stað hugmyndasamkeppni og ramma-
skipulag var unnið. Þegar niðurstaða
matsvinnu, árið 2005, lá fyrir var til-
boð Portus-hópsins valið hagkvæm-
ast. Árið 2006 var svo tekin fyrsta skófl-
ustungan að Hörpu við Austurhöfn í
Reykjavík. Á þeim tíma var áætlað að
starfsemi hæfist í húsinu í september
árið 2009. Eins og flestir vita hafa þær
áætlanir ekki staðist, enda áttu eftir að
koma upp ýmsir ófyrirsjáanlegir erfið-
leikar.
Ýmis áföll
Haustið 2008, þegar framkvæmdir við
tónlistarhúsið voru vel á veg komn-
ar, hrundi allt íslenska bankakerfið og
efnahagskreppa skall á. Fljótlega eftir
það tilkynnti Portus að fyrirtækið hefði
gefist upp á verkefninu. Þá leit út fyr-
ir að framkvæmdir við tónlistarhúsið
myndu stöðvast og að ókláruð Harp-
an stæði eftir sem gapandi sár í mið-
borg Reykjavíkur sem minnisvarði um
góðæristíma. Það varð þó ekki raunin
enda mikill vilji hjá bæði ríki og borg
til að ljúka verkefninu sem fyrst. Í mars
árið 2009 eignaðist fyrirtækið Austur-
höfn-TR, sem er í eigu íslenska ríkisins
og Reykjavíkurborgar, Portus og dótt-
urfélög þess. Í framhaldi af því gekk
Austurhöfn-TR frá samkomulagi við
Íslenska aðalverktaka um verkfram-
kvæmdina alveg til loka og hjólin fóru
að snúast á ný.
Allt leit því út fyrir að framkvæmd-
ir við Hörpu gætu gengið snurðulaust
fyrir sig en sú varð ekki raunin. Síðast-
liðið sumar gerðist það tvisvar að eld-
ur braust út á byggingarsvæðinu. Sem
betur fer urðu ekki neinar skemmdir á
húsnæðinu sjálfu og litlar sem engar
tafir urðu á framkvæmdum.
Í mars komu fram ryðskemmdir í
stáleiningum glerhjúpsins á suðurhlið
Hörpu. Ríkharður Jónsson, hönnun-
arstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum,
sagði þá í samtali við DV að tiltölulega
auðvelt væri að lagfæra skemmdirnar
í stálvirkinu og að málað yrði yfir þær
áður en verkinu lyki. Þetta virðist þó
ekki hafa verið rétt metið hjá Ríkharði
því nú í haust var gefin út yfirlýsing
um að stálvirkið væri gallað og að rífa
þyrfti það og endurbyggja.
Pétur, stjórnarformaður Portus,
segir að búið hafi verið að setja allan
vegginn upp og að einungis hafi átt
eftir að glerja hann. „Það komu fram
sprungur í málmsteypunni. Það kom
í ljós að gæðaeftirliti í Kína hefur ver-
ið ábótavant þannig að framleiðend-
urnir neyddust til að rífa þetta niður og
smíða allt upp á nýtt. Þeir testuðu ekki
það sem þeir áttu að testa.“ Samkvæmt
Pétri bera Kínverjarnir bera þó allan
kostnað vegna gallans. Þrátt fyrir þetta
áfall segir Pétur að Harpa verði opnuð
4. maí næstkomandi. Hann telur ólík-
legt að suðurhliðin verði tilbúin fyrr en
í júní en það muni ekki koma að sök.
27 MILLJARÐA SKRAUTHÚS
Margt hefur gengið á við byggingu tónlist-
ar- og ráðstefnuhússins Hörpu sem vígt
verður næsta vor. Síðasta uppákoman er
galli í glerburðarvirki á suðurhlið hússins
og nauðsynlegt er að rífa það allt niður.
Glerhjúpur Hörpu kostar um 3,2 milljarða
króna en Pétur J. Eiríksson, stjórnarfor-
maður Portus, segir að kínverskir fram-
leiðendur burðarvirkisins beri allan kostn-
að af enduruppsetningu suðurveggjarins.
SólRún lilJA RAgnARSdóttiR
blaðamaður skrifar: solrun@dv.is
Það kom í ljós að gæðaeftirliti í
Kína hefur verið ábóta-
vant þannig að fram-
leiðendurnir neyddust
til að rífa þetta niður og
smíða allt upp á nýtt.
langþráður draumur Ýmislegt
hefurgengiðáviðbygginguHörpu
enloksinssérfyrirendannáþví.
1923
Hljómskálinn
íReykjavík
byggður
ogleysir
tímabundið
þörftónlist-
armannafyrir
æfingarhús-
næði.
2005 Mat-
svinnulýkur
ogtilboð
Portusertalið
hagkvæmast.
2007
Fyrsta
steypantekin
aðbyggingu
Hörpu.
október
2008 Íslensku
bankarnirhrynja
ogefnahags-
kreppaskellurá.
nóvember
2008 Portus,sem
áogbyggirHörpu,
segisthafagefist
uppáverkefninu.
1999
Íslenskaríkiðog
Reykjavíkurborg
tilkynnaaðþau
ætliísameiningu
aðbeitasér
fyrirbyggingu
tónlistar-og
ráðstefnuhússí
Reykjavík.
2002
Samningurá
milliríkisog
borgarum
byggingu
Hörpu,
formlega
undirritaður.
frá Hljómskála til Hörpu
febrúar 2009
Sameiginlegviljayfirlýs-
ingríkisogborgarum
áframhaldandibyggingu
tónlistarhússundirrituð.
júní 2010Eldur
brýstútíHörpu.
maí
2011
Tónlistar-og
ráðstefnu-
húsiðHarpa
verður
opnað.
ágúst 2010
EldurbrýstútíHörpuí
annaðsinn.Íljóskemur
aðmálmsexstrending-
arsembúiðeraðsetja
áallasuðurhliðHörpu
reynastgallaðirogþarf
aðrífaþáallaniður.
mars 2009
Austurhöfn-TR,fyrirtækií
eiguríkisinsogborgar-
innar,eignastPortusog
dótturfyrirtæki.Hjólinfara
afturaðsnúast.
20111923