Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Side 16
16 nærmynd 12. nóvember 2010 föstudagur „Öll fjölskyldan er í sjokki og þetta er mikill harmleikur. Við trúum öll á sak- leysi hennar og við vitum að hún hefði aldrei getað svikið neinn og prettað. Það er ekki til óheiðarleiki í henni,“ segir náinn ættingi Helgu sem vill ekki koma fram undir nafni. „Ég vil ekki vera að blanda mér í þessa umræðu, þetta er svo viðkvæmt mál.“ Kurteis og ljúf stelpa Helga ólst upp á Seltjarnarnesi og eft- ir grunnskóla fór hún í Verzlunarskóla Íslands þar sem hún stundaði nám í eitt ár. Starfsmaður við skólann minnist hennar sem kurteisrar og ljúfrar stelpu sem hafi stundað námið vel. Bekkjar- systir Helgu úr Versló man eftir henni sem hressri stelpu. Henni er sérstak- lega minnisstætt að Helga var með fal- legt, sítt hár, alveg niður á bak. Hún var á málabraut og var meðal annars með Ellý Ármansdóttur og Hreiðari Má Sig- urðssyni í bekk. Hún tók þátt í félagslíf- inu í skólanum og var vinamörg. Eftir menntaskóla lá leið hennar í háskóla þar sem hún lauk BA-gráðu í fjölmiðlafræði og seinna mastersgráðu í stjórnmálafræði frá Emerson College í Boston. Hún þykir vera afburðanáms- maður og góðum gáfum gædd. Af efnaðri fjölskyldu Helga Stefáns Ingvarsdóttir er dótt- ir Ingvars J. Karlssonar læknis og at- hafnamanns og Ingigerðar Ágústu Guðmundsdóttur tannlæknis. Ingvar hefur verið umsvifamikill í íslensku við- skiptalífi og er meðal annars stjórnar- formaður heildverslunarinnar Karls K. Karlssonar og Lífsvals ehf. Faðir Ingv- ars var Karl Kristján Karlsson stórkaup- maður í Reykjavík. Faðir Ingigerðar var Guðmundur Gíslason forstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla. Ingigerður og Ingvar skildu árið 1990. Vickram „klikkaður“ Allir þeir sem DV náði tali af um mál- ið hafa sömu sögu að segja um Helgu; hún þykir sérlega yndisleg, tillitssöm og hlý manneskja. Enginn sem þekkir hana getur trúað því að hún hafi framið þann glæp sem hún er grunuð um að hafa framið. Einstaklingur sem ekki vill láta nafns síns getið segir að fjölskyldan hafi mar- goft hvatt Helgu til að fara frá Vickram og segir hann vera „klikkaðan“. Án þess að vilja fara nánar út í þau mál segja þau hann vera mjög ákveðinn ein- stakling og í þau skipti sem Helga hafi reynt að skilja við hann hafi hann kom- ið til landsins og sannfært hana um að koma aftur með sér til Bandaríkjanna. Önnur manneskja sem vill ekki tala undir nafni bendir á að Helga sé dæmigert skilnaðarbarn og að skiln- aðurinn hafi mótað hana að einhverju leyti. „Það er ekki erfitt fyrir Vickram að stjórna henni. Hann er með sterkan karakter og mjög sannfærandi.“ Sam- band þeirra hefur valdið mörgum í fjöl- skyldunni áhyggjum. Vickram Bedi, sem er af indversk- um ættum, er tölvunarfræðingur að mennt og hefur búið í Bandaríkjunum alla sína ævi. Var á Íslandi fyrir stuttu Nágrannar Helgu og Vickrams í Banda- ríkjunum lýsa þeim sem fyrirmynd- arnágrönnum sem hafi haldið sig út af fyrir sig. „Þau héldu lóðinni snyrti- legri og voru mjög vingjarnleg en við kynntumst þeim ekki náið. Þau virtust eiga marga kunningja og það var mikill gestagangur á heimili þeirra.“ Einbýlis- hús þeirra er staðsett í grónu hverfi stutt frá miðbæ Chappaqua í New York-fylki. Það er fallegt en laust við allan íburð. Nágrannarnir segja hverfið vera rólegt og gott og lítið sem ekkert er um glæpi. Edda Björgvinsdóttir leikkona er móðir æskuvinkonu Helgu og man vel eftir henni á heimili sínu. „Hún Helga var alltaf svo jákvæð og yndisleg. Allt- af að hvetja aðra áfram og ég bara trúi ekki að hún sé flækt í þennan glæp. Hún gaf alltaf frá sér svo fallega orku.“ Helga var á landinu fyrir stuttu og heimsótti þá vini og ættingja. Að sögn þeirra sem hittu hana virtist hún af- slöppuð og glöð og það var ekkert sem benti til þess að hún væri í vandræð- um. Nú bíður hennar hugsanlega 25 ára fangelsi. „Ef þessi svik áttu sé stað, þá hefur Helga ekki vitað af þeim. Ég er sannfærð um það,“ segir frænka henn- ar sem vill ekki láta nafns síns getið. „Ég elska Helgu og styð hana alla leið í þessu máli. Hún er ekki bara frænka mín heldur líka góð vinkona, ég þekki hana vel og veit að hún er saklaus.“ Tengdamóðirin grætur Blaðamaður náði tali af móður Vickrams, tengdamóður Helgu, sem kynntist henni fyrir 11 árum þegar Vickram og Helga felldu hugi sam- an. Hún segir að Helga sé með betri manneskjum sem hún hafi á ævi sinni kynnst og hrósar henni í hástert. „Helga er yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst, mjög ljúf og góð. Ég er búin að þekkja hana núna í 11 ár og ég veit að þau eru saklaus, þetta eru falskar ásak- anir.“ Hún grætur í símann og segist ekki eiga pening til að borga trygging- argjaldið til að þau losni úr gæsluvarð- haldi. Hún grátbiður um hjálp og spyr hvort íslensk stjórnvöld geti eitthvað gert fyrir þau. Mamma og pabbi Helgu svara ekki símtölum hennar. Hún seg- ist ekki geta staðið í þessu, getur ekki slakað á og segir að hún sé að fá hjarta- áfall af streitu. Það fer ekki á milli mála að fjölskyldur beggja eru harmi slegnar. Ingvar, faðir Helgu, hefur einnig tal- að máli hennar en hann sagði í samtali við Vísi að hann tryði á sakleysi henn- ar og að sannleikurinn í málinu myndi koma fram. Hann er núna ásamt Ingi- gerði í Bandaríkjunum þar sem þau vinna í máli dóttur sinnar í sameiningu. Hundruð milljóna Það var síðastliðinn mánudag sem Helga var handtekin á heimili sínu í Chappaqua. Lögreglan handtók Vickram Pedi í bíl móður sinnar en þá var hann klæddur í náttföt og reyndi að fela sig fyrir lögreglunni. Í bílnum fannst mikill farangur og svo virtist sem hann hefði ætlað að leggja á flótta. Lög- reglan hafði verið að rannsaka málið síðan í júlí og hafði rökstuddan grun um að Helga og unnusti hennar væru að undirbúa flótta til Íslands á næstu dögum. Héraðsdómur í Westchester-sýslu í New York-ríki Bandaríkjanna ákærð- in síðan Helgu og Vickram Bedi fyr- ir stórfelldan þjófnað en þeim er gefið að sök að hafa í gegnum tölvufyrirtæki Vickrams, Datalink Computer Serv- ices, haft sex til tuttugu milljónir dala, sem svarar 670 til 2.200 milljónum ís- lenskra króna, af Roger C. Davidson, samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Davidson, sem er þekktur píanóleikari og tónskáld, er sonarsonur stofnanda olíufyrirtækisins Schlumberger Ltd. Houston og sterkefnaður. Davidson leitaði til Datalinks Computer Servic- es með vírussýkta tölvu í ágúst 2004 og hafði áhyggjur af því að tónverk hans, myndir og önnur verðmæti á hörðum diski tölvunnar myndu glatast. Helgu og Vickram er gefið að sök að hafa log- ið því að Davidson að tölva hans væri sýkt af afar hættulegum vírusi og kvaðst Bedi hafa tæknina, samböndin og þekkinguna til að rekja uppruna hans. Það sem fylgdi í kjölfarið var eins og eitthvað úr Hollywood-bíómynd. Vickram Bedi mun hafa sagt fórnar- lambinu að hann hefði rakið uppruna vírussins til afskekkts þorps í Hond- úras. Bedi sagði frænda sinn, foringja í indverska hernum, hafa flogið til Hondúras í indverskri herflugvél og í njósnaför sinni haft uppi á harða diskn- um sem bar vírusinn sem fannst í tölv- unni. Þessi sami frændi hefði komist á snoðir um að Davidson væri í mikilli hættu vegna pólsks prests sem tengd- ist Opus Dei. Þeir sem hafa séð mynd- ina eða lesið bókina Da Vinci lykillinn muna kannski að morðóði munkurinn í þeirri bók tilheyrði einmitt Opus Dei- reglunni. Bedi laug því síðan að banda- ríska leyniþjónustan CIA hefði ráðið hann til að vinna fyrir sig til að stöðva pólska prestinn við að komast að bandarísku ríkisstjórninni. Á meðan á öllu þessu stóð eru þau sögð hafa rukkað Roger C. Davidson mánað- Ættingjar og vinir Helgu Ingvarsdóttur eru harmi slegnir yfir fréttum af hand- töku hennar í Bandaríkjunum og segjast fullvissir um sakleysi hennar. Mál Helgu og Vickram Bedi hefur vakið mikla at- hygli bæði hér á landi og erlendis. Mála- vextir þykja ótrúlegir og minna á sögu- flettu í Hollywood-mynd þar sem pólskir prestar í Opus dei, indverskir hermenn og tölvuvírus á hörðum diski í Hondúras koma við sögu. HAnnA ólAfsdóTTIr blaðamaður skrifar: hanna@dv.is Við trúum öll á sakleysi hennar Ég elska Helgu og styð hana alla leið í þessu máli. sönnunargögn Lögreglanmeðbrotafskjölumogpeningumsemfundustá heimiliþeirra. „Þetta er mikill harmleikur“ 3. bekkur í Verzló Helgavareittárí VerslóogvaríbekkmeðHreiðariMá SigurðssyniogEllýÁrmannsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.