Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Page 17
föstudagur 12. nóvember 2010 nærmynd 17
BLÁI HRINGURINN
ALÞJÓÐADAGUR UM SYKURSÝKI
14.NÓVEMBER
KAUPUM HRINGINN
TIL STYRKTAR
SAMTÖKUM
SYKURSJÚKRA
FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM
Helga og Obama
í Hvíta húsinu
Helga hitti Obama
á fjáröflunarfundi
demókrata.
arlega um 160.000 dali af American
Express-greiðslukorti hans og fengu
borgað aukalega fyrir að veita honum
vernd. Sumar lygarnar voru beinlínis
ófyrirleitnar, að því er virðist. Vickram
er sagður hafa sagt Davidson að faðir
Helgu hefði afneitað henni. Í kjölfar-
ið gaf Davidson þeim fjögur hundruð
milljónir króna.
Helga er núna vistuð í hámarksör-
yggisgæslufangelsi í Westchester og
veit ekkert hversu mikla athygli mál-
ið hefur fengið. Vickram hefur tjáð sig
við bandaríska fjölmiðla úr fangelsi og
heldur fram sakleysi sínu. Réttarhöld
í málinu fara fram í desember og mun
þá koma í ljós hvort Helga Ingvarsdóttir
sé saklaus leiksloppur í þessu umsvifa-
mikla svikamáli. Hvað sem málaferlin
munu leiða í ljós mun fjölskylda Helgu
aldrei snúa við henni baki.
„Þetta er mikill harmleikur“
ROgeR DaviDsOn vildi verja verðmætt safn tónverka:
„Ég er fórnar-
lamb svindlara“
Bandaríska tónskáldið Roger
Davidson sagði sig vera „fórn-
arlamb flókins lygavefs svika-
hrappa af verstu gerð“ í yfirlýs-
ingu sem hann sendi fjölmiðlum
vegna málsins. Hann sagði Helgu
Ingvarsdóttur og Vickram Bedi
hafa verið meira en tölvuviðgerð-
armenn líkt og sumir fjölmiðlar
hafi lýst þeim. „Í raun ráku þau
háþróað tölvu- og veföryggisfyrir-
tæki sem vann sér inn traust herra
Davidsons með að spinna vel út
hugsað svindl á meðan þau ving-
uðust við hann.“
„Herra Davidson er farsæll
tónlistarmaður sem varð fyrir því
að tölvan hans fékk alvarlegan vír-
us. Á tölvu hans var að finna umfangsmikið safn tónverka og listrænna
verðmæta sem hann vildi verja. Og líkt og á við um svo mörg okkar, þá er
hann ekki lærður tölvusérfræðingur.“
Í tilkynningunni segir að forgangsatriði Davidsons þessa stundina sé
að aðstoða saksóknarann í Westchester svo hinir meintu glæpamenn fái
það sem þeir verðskuldi.
„Auðvitað myndi hann vilja að sjá endurheimtur á þeim gríðarlegu
upphæðum sem stolið var frá honum. Þær upplýsingar sem birst hafa
um þær fjárhæðir í fjölmiðlum eru ónákvæmar. En eftir því sem dóms-
málið skýrist munu þær tölur koma í ljós. Þangað til óskar Davidson eftir
því að fjölmiðlar virði friðhelgi einkalífs síns og fjölskyldu sinnar á þess-
um erfiðu tímum.“
mynD ROgeRDaviDsOnmusic.net
Vickram Bedi segir að Roger David-
son hafi ekki verið plataður heldur
hafi hann gefið sér og Helgu Ingvars-
dóttur peningana sem þau eru sökuð
um að hafa svikið af honum. „Saga
Rogers er ekki sannleikanum sam-
kvæm,“ er haft eftir Bedi í dagblaðinu
The Journal News. „Hann var ekki
þvingaður af ótta eða harðræði til að
gera það sem hann gerði,“ sagði hinn
meinti svikahrappur. Bedi sagðist
hafa fengið peningana til að fara með
viðkvæmar upplýsingar sem leyndust
á tölvu tónskáldsins.
Bedi segir að Davidson hafi komið
með vírussýkta tölvu í viðgerðarþjón-
ustu sína, Datalink Computer Pro-
ducts, í ágúst árið 2004. En áhyggjur
hans voru fyrst og fremst að þau við-
kvæmu gögn sem geymd voru á hörð-
um diski tölvunnar. Meðal annars tónverk, „gríðarlegt magn af klámefni“
og síðast en ekki síst tölvupóstsamskipti milli tónskáldsins, fjölskyldu hans
og lögfræðinga þeirra. Bedi segir að fjölskyldan hafi rætt það við lögfræð-
inga að flytja hluta gríðarlegra auðæfa sinna frá Liechtenstein til Banda-
ríkjanna. En þau vildu komast hjá því að greiða skatta af peningunum í
Bandaríkjunum, Frakklandi og fleiri löndum. „Þau voru að flytja rúmlega
400 milljónir dollara. Og höfðu miklar áhyggjur af þessu því þau höfðu
ekki greitt skatta af þessum peningum í rúmlega 60 ár.“ Þessi frásögn Bedis
hefur ekki fengist staðfest hjá Davidson er sérstaklega tekið fram í umfjöll-
un LoHud.com. „Hann var hræddur um að tölvupóstarnir væru á tölvunni
og vildi vita hvort þeir væru sýktir af vírus og óttaðist að þeir kæmust á
netið. Tölvupóstarnir fjölluðu í stuttu máli um að fjölskyldan var að ræða
við lögfræðingana um þessa peninga, hvernig fjölskyldan kom þeim úr
Bandaríkjunum og hvernig þau ætluðu sér að koma þeim aftur til landsins
í formi arfs.“
vickRam BeDi segir að davidsOn Hafi ekki verið beittur þrýstingi
„hann var ekki
þvingaður“
Heildsaladóttir Helga er dóttir ingvars
j. karlssonar. Hann er nú farinn út til
bandaríkjanna að hjálpa dóttur sinni.