Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Side 21
föstudagur 12. nóvember 2010 fréttir 21
Leitarsveitin Stakkur í Keflavík hóf leit á fyrsta degi rannsóknarinnar
og eftir nokkrar klukku stundir komu aðrir leitarflokkar víðar að. Fjörur
voru gengnar, leitað í mannlausum húsum, skipum og bátum. Kafarar
leituðu við bryggjur og hafnir voru slæddar. Þá létum við kanna allar
hugsanlegar leiðir frá landinu, bæði með skipum og flugvélum.
Margir urðu til þess að koma með ábendingar vegna hvarfs Geir-
finns og skrifuðu til mín, bæði á meðan ég vann að rannsókninni og
eins eftir að hún var ekki lengur í höndum okkar í Keflavík. Flest bréfin
voru nafnlaus og oft ódagsett. Fólk sagði frá draumum og sýnum, bæði
í svefni og vöku.
Karl eða kona, sem kallar sig „Hjálpfús“, sendi mér svohljóðandi bréf:
„Blessaður, Haukur Guðmundsson“
Ég skrifa þér þetta bréf í sambandi við Geirfinnsmálið svokallaða. En
það er best að segja það eins og skot að þetta er ágiskun, sem kom til
vegna lesturs íslenska kaflans úr bók. Árið 1974 er getið um umferð-
arslys skammt frá Innri-Njarðvík. Jeppi með tveimur mönnum lenti í
árekstri við fólksbíl og var mikið skemmdur eftir sprengingu
í bensíntanki. Mað urinn lést en hinir tveir sluppu og eftir skrifum í
bókinni ómeiddur. Þar sem mig minnir að Geirfinnur hafi unnið á gröfu
einhvers staðar í ná grenni Keflavíkur datt mér sí svona í hug hvort hann
hafi átt leið þar hjá og séð eitthvað sem átti ekki að sjást. Þetta skeði 9.
nóvember, 10 dögum áður en hann hvarf.
Nú þegar búið er að taka þrjá í gæslu datt mér í hug hvort þú myndir
athuga menn jeppans og aðstæður á slysstað. Persónulega finnst mér
þetta ekki óhugsandi án nokkurra gagna né annars og þar sem ég held
að þetta sé ekki svo erfitt í athugun fyrir þig og myndi ekki tefja þig svo
ég lét þetta fara frá mér að sjálfsögðu án ábyrgðar.
Ef þetta reynist vitleysa vona ég að þú gleymir þessu, ef ekki þá veit
ég ekki meira um þetta en áður greinir og vonast til að vera laus allra
mála. Sagt er frá slysinu á móti blaðsíðu þar sem getið er um Geirfinns-
málið.
Virðingarfyllst, Hjálpfús.“
----------
Dómurinn
Hæstiréttur kvað upp dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum 22. febrú-
ar árið 1980. Sævar Marinó Ciesielski var dæmdur í 17 ára fangelsi,
Kristján Viðar Viðarsson í 16 ára fangelsi, Tryggvi Rúnar Leifsson í 16
ára fangelsi, Guðjón Skarphéðinsson í 10 ára fangelsi, Erla Bolladóttir
í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn Skaftason í 12 mánaða fangelsi.
Sakborningar héldu því fram að játningar þeirra hefðu verið fengn-
ar með harðræði og leiðandi spurningum og löng einangrunarvist
hefði einnig brotið þá niður. Í rökstuðningi með dómi Hæstaréttar er
þess sérstaklega getið að dómendur hafi ekki tekið mark á þeim full-
yrðingum sakborninga að þeir hafi verið þvingaðir til að játa á sig sak-
ir í málunum. Það teldist hins vegar sannað að hinir ákærðu hafi orðið
Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana og sumir þeirra
að auki gerst sekir um rangar sakargiftir og annað refsivert athæfi.
Í bókarlok – Haukur hefur orðið:
„Ég vil ekki gefa mér neitt um hluti sem ég hef enga vitneskju um. En ég
hallaðist fljótlega að því að þetta hefði verið einhvers konar slys. Ég veit
ekki hvernig það hefur viljað til. En þegar við vorum búnir að grafa upp
allt sem við gátum um Geirfinn, lífshlaup hans, reikninga og viðskipti,
fundum við engar vísbendingar eða neitt annað sem gat komið okkur
á einhverja slóð. Ég fullyrði að sjaldan hefur verið safnað jafnmiklum
upplýsingum um nokkurn mann í rannsókn af þessu tagi. Við vorum
einfaldlega að reyna að svara spurningunum: Hvað gerðist? Af hverju?
Við gátum hvergi tengt Geirfinn við nokkurn skapaðan hlut. Í mínum
huga eru afdrif Geirfinns algerlega óupplýst mál. Rannsókn málsins í
Reykjavík og dómsniðurstaða Hæstaréttar hafa í engu breytt þeirri
bjargföstu sannfæringu minni. Ég vil hins vegar leggja áherslu á að ég
veit ekkert um hvarf Guðmundar Einarssonar og er í þessu sambandi
ekki að ræða um það mál. Þessum tveimur málum verður að mínum
dómi að halda aðskildum.
Ég, eins og aðrir, var í fyrstu ánægður með þegar fréttir bárust af því
að búið væri að upplýsa Geirfinnsmálið. Ég kom ekkert að rannsókn-
inni sem leiddi til þeirrar niðurstöðu. En þegar ég las yfir gögn málsins
runnu á mig tvær grímur svo ekki sé meira sagt. Ég las dómana og for-
sendur þeirra oftar en einu sinni. Allar götur síðan hef ég verið þess full-
viss að saklausir einstaklingar voru sakfelldir og dæmdir til langrar fang-
elsisvistar. Hvergi nokkurs staðar er að finna lögfulla sönnun um eitt
eða neitt. Ekkert var lagt til grundvallar dómunum annað en framburð-
ur sakborninga. Það vantaði ástæðu, vantaði morðvopn, vantaði lík.
Klúbbmálið ótrúlega
Þar með erum við komin að þeim kafla málsins sem mér þykir ævin-
lega með ólíkindum að skuli geta brugðið fyrir í sögu sakamálarann-
sókna á Íslandi. Það er þáttur Klúbbmanna. Gæsluvarðhaldsúrskurður
yfir Magnúsi Leópoldssyni, Einari Bollasyni, Valdimar Olsen og Sigur-
birni Eiríkssyni var ítrekað framlengdur og þeir sátu inni í liðlega 100
daga. Það er með öllu óskiljanlegt að hægt skyldi vera að halda mönn-
um svo lengi í gæsluvarðhaldi sem reyndust saklausir. Mér er kunnugt
um að tveir þessara manna þekktust ekki. Þeir höfðu aldrei séð hvor
annan þegar þeir losnuðu út fangavist inni. Þetta voru Valdimar Olsen
og Einar Bolla son. Þeir voru kynntir eftir að gæsluvarðhaldinu lauk. Og
þessir menn áttu að hafa sammælst um að hafa farið til Keflavíkur til
fundar við Geirfinn.
Mér er algerlega hulið hvers vegna rannsakendur sáu ekki fyrr villu
síns vegar. Ég tel fráleitt að þetta gæti gerst í dag. Búið er að breyta leik
reglunum og menn huga með öðrum hætti að réttindum grunaðra. Ég
er ekki með þessu að segja að allar breytingar á réttarfarsreglum hafi
orðið til batnaðar en að þessu leyti hefur mönnum tekist að sníða ágalla
af kerfinu sem unnið var eftir á 8. áratug síðustu aldar.
Allt varð þetta til þess að sá fræjum efasemda í mínu höfði. Ég hef
velt málinu fyrir mér allar götur síðan, hitt marga og reynt að varpa ljósi
á það sem gerðist, að minnsta kosti fyrir sjálfan mig. Ég hitti Tryggva
Rún ar Leifsson áður en hann lést árið 2009. Ég hef rætt við Guðjón
Skarphéð insson og fleiri og allt hnígur í sömu átt, að saklausir menn
hafi verið dæmdir.
(Millifyrirsagnir eru á ábyrgð DV)
ið rannsakað eins rækilega og hvarf
Geirfinns. Rannsóknin fór fram
undir handleiðslu Valtýs Sigurðs-
sonar, núverandi ríkissaksóknara,
en hann var þá fulltrúi sýslumanns
í Keflavík. Strax í upphafi var ljóst að
einhverjar mannaferðir voru í kring-
um Geirfinn þegar hann hvarf. Þeg-
ar ég las dómana þegar sakborning-
arnir voru loks dæmdir í Hæstarétti
fannst mér ekkert þar sem hönd var
á festandi varðandi afgerandi sann-
anir. Engin áþreifanleg sönnunar-
gögn var að hafa. Hin ákærðu höfðu
verið beitt harðræði, þau voru undir
áhrifum lyfja og voru að ýmsu leyti
brotnar manneskjur þegar þessir at-
burðir urðu. Hvernig ætli það hafi til
dæmis verið fyrir Erlu Bolladóttur
að vera hneppt í gæsluvarðhald rétt
nýorðin móðir? Ég ímynda mér að
því hafi fylgt mikill sálrænn þrýst-
ingur.“
Sannfærðari en áður
„„Ég kem,“ sagði Geirfinnur í sím-
ann áður en hann fór að heiman frá
sér til fundar við „þessa menn“ í síð-
ara skiptið.
Og hann kemur – sannleikurinn
kemur í ljós ef við gefumst ekki upp
við að leita að honum hvað sem
það kostar. Ég treysti því og það
vita „þessir menn“,“ segir í niðurlagi
bókarinnar. Haukur hefur með öðr-
um orðum ekki enn gefið upp von
um að sannleikurinn komi í ljós.
„Það eru áreiðanlega einhverjir enn
meðal okkar lifenda sem vita ná-
kvæmlega hvað varð um Geirfinn.
Ég er búinn að fara yfir þetta aftur og
aftur og reyna eitt og annað til þess
að varpa ljósi á hvarf hans. Ég hef
rætt við marga síðan þessir atburð-
ir urðu. Það hefur aðeins sannfært
mig enn frekar um sakleysi þeirra
sem dæmdir voru. Það er farið skil-
merkilega yfir þessa sögu í bókinni.“
Merkileg björgunartilraun
Hauki var vikið úr embætti vegna
handtökumálsins svonefnda, sem
ítarlega er greint frá í bókinni. Þar
með var endir bundinn á feril hans
innan lögreglunnar og hann snéri
sér að öðru.
Löngu síðar varð Haukur hvata-
maður að merkilegri tilraun til þess
að bjarga Guðrúnu Gísladóttur, ný-
tískulegu fiskiskipi í eigu Festis í
Grindavík, af hafsbotni á grunn-
sævi við Noregsstrendur. Skipið
hafði strandað með fullfermi af
frystri síld. Haukur eignaðist skip-
ið og skipulagði björgunartilraunir.
„Okkur hafði tekist að rétta skipið á
hafsbotni og þegar það stóð á rétt-
um kili voru ekki nema um 8 metr-
ar niður á loftnetsstöng. Það var nú
allt og sumt. En við urðum loks frá
að hverfa, aðallega vegna peninga-
leysis. Þetta var spennandi verk-
efni. Við hjónin lögðum allt undir
og vel það. Þetta var áhætta. Við átt-
um skipið skuldlaust en það náðist
aldrei upp.“
Millimetrum frá dauða
Haukur kippir sér ekki upp við að
af og til blási á móti í lífinu. Síðast
í sumar lenti hann í alvarlegu slysi,
en hefur náð sér undravert vel á
strik. „Ég var að fylla á loftþrýsti kút
við tæki sem notað er til að sand-
blása. Ég hafði ekki unnið við þetta
tæki áður. Flest slys verða fyrir ein-
hvern aulagang og það getur vel átt
við um þetta slys. Það var 8 tommu
stállok sem lét undan þrýstingi og
skaust í andlitið á mér og mölbraut
það. Ég þyki hafa sloppið ótrúlega
vel. Nú er ég með 8 málmplötur
úr títani í andlitinu. Sjónin á öðru
auganu laskaðist eitthvað og það er
ekki útséð um hvernig það fer. Mér
er sagt að það hafi munað milli-
metrum að ég steindræpist,“ segir
Haukur.
Allar götur síðan hef ég verið þess
fullviss að saklausir ein-
staklingar voru sakfelld-
ir og dæmdir til langrar
fangelsisvistar. Hvergi
nokkurs staðar er að
finna lögfulla sönnun
um eitt eða neitt. Ekk-
ert var lagt til grund-
vallar dómunum annað
en framburður sak-
borninga. Það vantaði
ástæðu, vantaði morð-
vopn, vantaði lík.
„SaklauSir einStaklingar voru Sakfelldir“
17 ára dómur
Sævar Cisielski hlaut
17 ára dóm árið
1980. Tveir aðrir
hlutu 16 ára dóm í
Geirfinnsmálinu.
MynD róBert reyniSSon