Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 31
Framlag rÚV til leiklistar Í tilefni af 80 ára afmæli
Ríkisútvarpsins mun Leikminjasafn Íslands standa fyrir málþingi um fram-
lag stofnunarinnar til íslenskrar leiklistar. Málþingið fer fram í fyrirlestrarsal
Þjóðminjasafnsins klukkan 11.00 á laugardag. Málþingið hefst með nokkuð
fjölbreyttri dagskrá þar sem ýmsir ræðumenn fara meðal annars yfir upphaf
útvarpsleikhúss á Íslandi, hvernig Þorsteinn Ö. varð mesti leikari þjóðarinn-
ar og Spaugstofuna. Að lokum verða svo pallborðsumræður undir stjórn
Kolbrúnar Halldórsdóttur en í þeim taka þátt Páll Magnússon útvarpsstjóri,
Páll Baldvin Baldvinsson, Þorgerður E. Sigurðardóttir og Viðar Eggertsson.
Don Pasquale í sambíóunum Gamanópera Donizettis,
Don Pasquale, verður sýnd í uppfærslu Metropolitan-óperunnar í Sambíóunum,
Kringlunni, laugardaginn 13. nóvember klukkan 17.00. Söngkonan fræga Anna
Nebtrebko er í aðalkvenhlutverkinu en í karlhlutverkunum eru Matthew Polenzani,
Mariusz Kwiecien og John Del Carlo. Leikstjóri er Otto Schenk, hljómsveitarstjóri
er James Levine. Don Pasquale er ein af vinsælustu gamanóperum Donizettis og
var sýnd hér í Þjóðleikhúsinu árið 1961 með Kristni Hallssyni í titilhlutverkinu. Sýn-
ing Metropolitan-óperunnar var frumsýnd árið 2006 og hlaut þá góðar viðtökur
gagnrýnenda. Hún verður endursýnd miðvikudaginn 17. nóvember klukkan 18.00.
FöstuDagur
n Gildran í gilli í Austurbæ
Hin goðsagnakennda rokksveit Gildran
fagnar nú útkomu nýrrar tónleikaplötu
sem ber nafnið Vorkvöld. Þetta er
sjöunda plata sveitarinnar og á henni
er einnig hljóðversútgáfa af nýjasta lagi
þeirra, Blátt blátt, sem er eftir Birgi Har-
aldsson við texta Vigdísar Grímsdóttur.
Tónleikarnir verða föstudagskvöldið 12.
nóvember í Austurbæ í Reykjavík.
n Kaffibarinn kominn með bílpróf
Kaffibarinn fagnar 17 ára afmæli sínu
með stæl og heldur margra daga tón-
listarveislu sem teygir sig inn í desem-
bermánuð. Veislan er uppnefnd Úti að
aka: Kaffibarinn er kominn með bílpróf.
Meðan hátíðin stendur yfir verður verð
á öli í lágmarki til klukkan 01.00. Á
föstudagskvöldið mætir plötusnúðurinn
Sexy Lazer á svæðið og á laugardag
verður Orphic Oxtra með lifandi flutning
og Alfons X spilar.
laugarDagur
n Stórtónleikar Sálarinnar
Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns
heldur stórtónleika í Laugardalshöll
laugardaginn 13. nóvember. Tilefnið er
útgáfa nýjustu plötu Sálarinnar, Upp og
niður stigann, sem út kemur í október
og er fyrsta stúdíóplata sveitarinnar frá
árinu 2005. Sálinni til fulltingis á þessum
tónleikum verða nokkrir aðstoðarmenn
og munar þar líkast til mestu um 13
manna vaska sveit blásara úr Stórsveit
Reykjavíkur, en óhætt er að fullyrða að
þar sé um að ræða fremstu brassmenn
lýðveldisins. Lúðrablástur er nokkuð
áberandi á plötunni nýju og er það liður
í viðleitni Sálverja til að útvíkka hljóm
bandsins.
Dagskrá tónleikanna verður tvískipt,
en leikin verða nokkuð jöfnum höndum
lög af nýju plötunni og þekkt lög frá
ferli sveitarinnar, sem skreytt verða
kraftmiklum lúðrablæstri.Einungis
verður um þessa einu tónleika að ræða
og verða þeir ekki endurteknir. Höllin
verður „stóluð upp“ og fjöldi miða því
takmarkaður að sama skapi. Miðaverð
verður 4.500 í sal og 3.500 í stúku.
n Chaplin fyrir þau yngstu
Litli tónsprotinn er áskrift að góðri
skemmtun fyrir alla fjölskylduna og
gefur yngstu tónlistarunnendunum
einstakt tækifæri til að kynnast töfrum
tónlistarinnar á klukkutímalöngum
tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni.
Iðjuleysingjarnir eftir Charlie Chaplin
verður sýnd með lifandi hljómsveitar-
tónlist.
sunnuDagur
n Krassandi sirkus
Sirkus Íslands setur upp Sirkus Sóley í
Tjarnarbíó. Búast má við krassandi og
fjörugri sýningu. Miðaverði er haldið í
lágmarki en 1.500 krónur kostar inn á
sýninguna.
Meðlimir Sirkuss Íslands hafa náð
færni á heimsklassa í jafnvægislistum,
gripli, loftfimleikum og auðvitað eru
trúðarnir sprellfjörugir. Búast má við
krassandi sirkusatriðum, áhættuatriðum
og vænum brögðum sem aldrei hafa
sést áður á Íslandi.
Nýstofnsett Gaflaraleikhús verður leikhús allra Hafnfirðinga og utanbæjarbomsa:
Opið og líflegt leikhússetur
Gaflaraleikhúsið hefur tekið við
lyklavöldum að leikhúsinu að
Strandgötu 50 í Hafnarfirði. Fyrir
hópnum fara meðal annarra Björk
Jakobsdóttir leikkona og eiginmað-
ur hennar Gunnar Helgason.
Björk segir að markmið hóps-
ins sé að byggja upp öflugt leikhús
sem verði miðpunktur allrar leik-
listarstarfsemi á Stór-Hafnarfjarð-
arsvæðinu.
„Við erum nokkur sem stönd-
um að þessu, flest okkar eru alvöru
gaflarar en svo eru þarna líka inn-
fluttir andskotar eins og við köll-
um þá. Einn af þessum innfluttu er
maðurinn minn, Gunnar Helgason.
Stefna Gaflaraleikhússins er að
skapa vettvang fyrir leiksýningar
þar sem leikarar og listrænir stjórn-
endur fá mikið svigrúm til sköp-
unar. Við verðum með íslensk verk
og ætlum að höfða sérstaklega til
kvenna. Leiðin að áhorfendunum
er í gegnum konur því þær hafa
valdið til valsins og hreinlega alls á
heimilinu og það veit ég best allra.“
Björk segir stemninguna verða hlý-
lega og að hægt verði að njóta veit-
inga meðan á sýningum standi.
„Við verðum með borðastemningu,
fólk getur komið og fengið sér jóla-
glöggið hjá okkur og slakað á eftir
annasamar verslunarferðir.“
Björk segir eitt af markmiðum
leikhússins vera að byggja upp öfl-
ugt barna- og unglingastarf í leik-
list. „Við ætlum okkur að halda
námskeið og leiklistaræfingar fyr-
ir ungmennin okkar og það er
mikilvægt starf. Í Hafnarfirði er góð
hefð fyrir góðu leiklistaruppeldi og
það skilar sér margfalt. Unga fólk-
ið verður öruggt og skapandi. Sjáðu
bara þessa kláru leiklistarkrakka í
MR. Allir meira og minna úr Hafn-
arfirði.
Utanbæjarbomsur eru auðvitað
hjartanlega velkomnar,“ segir Björk.
„Okkar fyrsta sýning verður frum-
sýnd 27. nóvember og það er jóla-
dagskrá með Selmu Björnsdóttur,
mér og tveimur ljótum hálfvitum.
Við ætlum að halda uppi miklu
sprelli og dagskráin er full af óvænt-
um atriðum.“ kristjana@dv.is
föstudagur 12. nóvember 2010 fókus 31
Hvað er að
GERAsT?
út fyrir konu sem reisir sig upp
með aðstoð undraefnisins næl-
ons. „Þróun mannsins hefur alltaf
verið sett fram á myndrænan hátt
og þá þannig að í huga flestra er
þróunarkenningin svartur, loðinn
api sem breytist í snyrtilegan, vel
greiddan hvítan karlmann í afa-
nærbuxum. Við skiptum karlinum
út fyrir konu og það er merkilegt
hvað það eitt breytir miklu,“ segir
Sigrún. Stelpurnar segjast í rann-
sóknarvinnu sinni enda ekki hafa
fundið myndræna framsetningu
á þróun mannsins þar sem konan
er myndefnið. „Það er merkilegt,
enda eigum við okkar raunveru-
legustu mynd af þróun manns í ap-
anum henni Lucy sem fannst hér á
jörð. En myndin af Lucy skilar sér
ekki í myndheimildir. Í okkar til-
lögu að myndrænni útfærslu á þró-
un mannsins stendur konan uppi í
lok ferilsins fullkomlega stífð í næl-
oni. Allur líkaminn sléttur og felld-
ur undir stífu yfirborði nælonsins.
Meira að segja hárið er stífað í næl-
onsokkabuxur í settlegar krullur.“
Tryllingur undir hjúpnum
Önnur verk á sýningunni segir Sig-
rún vera af ýmsum toga. Eitt fjalli
til að mynda um getnað og hvernig
manneskjan verði til og annað fjalli
um samspil kynjanna og fram-
setningu á valdi. „Nælonið bindur
verkin saman,“ segir Eirún. „Eða
ætti ég kannski að segja að næl-
onið leggist yfir verkin? Einhver
sagði að siðmenningin væri þunnt
lag yfir grófu og óbeisluðu náttúru-
eðli. Aðeins þyrfti að hrufla lítillega
við þessu þunna lagi siðmenning-
ar til að hleypa upp fornu og grófu
eðli mannsins. Þannig hugsum
við líka um nælonið. Það er ein-
hver tryllingur undir þessu næloni
og spurning hvað gerist þegar það
klórar einhver í það. Eða ef nælon-
konurnar sjálfar reyna að brjótast
úr hjúpnum.“
aðþrengDar konur
í nælonsokkabuxum
Ef við værum strákar hefðum
við verið margsinnis
beðnar um að vera með
skemmtisjónvarpsþátt
eins og Strákarnir okkar
með Sveppa og Audda.
Er náttúruleg fegurð til? Er hún einhvers virði? Þéttleiki sokkabuxnanna afskræmir andlit þeirra í ljósmyndaverkinu
Andlit þar sem þær tefla fram eigin andlitum, annars vegar afskræmdum með næloninu og hins vegar fegruðum með farða og
ljósmyndatækni.
Í hjólreiðatúr Sýningin Tight var fyrst sett upp í Amos Anderson-lista-
safninu í Helsinki í Finnlandi og var sýningarstjóri Kaj Martin.
Jólaskrall Jólaskrall er jóladagskrá sem verður
frumsýnd 27. nóvember í nýju Gaflaraleikhúsi.
Getnaðarhjól Verkið Hjól er ákveðin
þungamiðja í sýningunni. Verkið er
skúlptúr sem hangir í lofti safnsins.
Litaspilið í hring Gjörningaklúbbsins
er myndað með sokkabuxum og skína
litirnir, sem tákna tíðahring kvenna, í
gegnum form mynduð úr líkamshlutum
sem tengjast getnaði.