Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 32
32 nærmynd umsjón: ingibjörg dögg kjartansdóttir ingibjorg@dv.is 12. nóvember 2010 föstudagur
Óhætt er að segja að Jónína Ben sé litrík-ur karakter. Hún er íþróttafræðingur, detox-ráðgjafi, athafnakona og samfé-lagsrýnir. Þannig er henni lýst á Wikip-
edia. Aftan á bókarkápunni á nýútkominni ævi-
sögu hennar segir að hún sé kraftmikil og áræðin
en einnig ein umdeildasta persóna íslenskrar
samtímasögu. Sjálf segist hún vera sterk eða frek,
eftir því hvernig það sé orðað.
Baugsmálið er hennar stærsta barátta til þessa,
barátta sem kostaði hana nánast æruna en náði
þó ekki að buga hana. Baráttan við Bakkus reynd-
ist líka erfið en að lokum náði Jónína tökunum á
honum.
Kjaftfor og hvatvís segir Jónína það sem hún
meinar og stendur við það. Hún stóð fast á því að
íslenska fjármálakerfið væri í molum og að Bún-
aðarbankinn hefði ekki verið seldur, honum hefði
verið stolið. Í Kastljósi bauðst hún til að mæta
þeim sem væru ábyrgir fyrir því og ræða málin.
Almenningur vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið
og margir töldu hana hálfskrýtna, bitra eða jafnvel
alveg klikkaða.
Sjálf gekk hún í gegnum gjaldþrot. Hún var
einnig í innsta hring íslenskra fjármálarisa.
Heilsurækt er hennar þema og hefur hún reist
hvert líkamsræktarveldið á fætur öðru. Stundum
hefur gengið vel, stundum ekki. Á tímabili átti hún
sand af seðlum. Í annan tíma var hún skítblönk.
En alltaf hefur henni tekist að rísa aftur á fætur.
Aðframkomin af streitu flaug hún til Póllands
þar sem hún kynntist detox-meðferðinni sem
var Íslendingum svo framandi á þeim tíma. Hún
breiddi út boðskapinn og flaug út með Árna John-
sen, Ásgeir Þór Davíðsson, Þorstein Hjaltested og
fleiri mæta menn sem vildu hreinsa sig að innan.
Síðan hefur hún veitt um 1.000 Íslendingum de-
tox-meðferð á gamla herstöðvarsvæðinu.
Hún fór að heiman fjórtán ára og gifti sig fyrst
sautján ára. Hún var gift Stefáni Einari Matthías-
syni í fjórtán ár en átti síðar í ástarsambandi við
Jóhannes Jóhannesson í Bónus og Styrmi Gunn-
arsson. Nýlega gekk hún í hjónaband með Gunn-
ari Þorsteinssyni í Krossinum.
„andinn dregur fólk áfram“
Jónína vakti fyrst athygli landsmanna sem eró-
bikkkennari og sá meðal annars um morg-
untrimm landsmanna árið 1986. Sveitt í skokkinu
sem og alla daga lét hún samfélagsmál sig varða
og lét ýmis spakmæli um lífið og tilveruna falla í
hita leiksins.
„Andinn dregur fólk áfram og hver og einn
vinnur að því að finna sigurvegarann í sjálfum
sér,“ sagði hún síðar með sannfæringarkrafti og
hélt Yoga-spinning námskeið þar sem hún kynnti
einnig aloe vera-heilsuvörur, sem voru „ekki
fæðubótarefni“ heldur „lífsnauðsynlegar“. Í Aust-
urríki lærði hún líka klang-músíkþerapíu sem
virkaði örvandi á mannssálina.
atvinnurekandi
ársins
Um þessar mundir stendur
hún í stórræðum með detox-
ævintýrið en Jónína Ben er
og hefur alltaf verið heilsu-
drottning. Á tímabili rak
hún líkamsræktarstöð með
Ágústu Johnson. Síðar hélt
hún til Svíþjóðar þar sem hún
keypti illa rekna heilsurækt-
arstöð í eigu sex karlmanna.
„Eigendurnir vildu allir vera
í forstjóraleik,“ sagði hún og
breytti áherslunum svo um
munaði. Fjórum árum síðar
var heilsuræktin orðin ein sú
stærsta á Norðurlöndunum
og Jónína var valin atvinnurekandi ársins í Hels-
ingjaborg. Hún ætlaði sér þó aldrei að setjast að
í Svíþjóð eins og fram kom í viðtali frá þessum
tíma: „Það má alltaf selja eitt fyrirtæki. Ég hef gert
það áður. Þetta eru bara dauðir hlutir.“
líkamsræktarveldið sem hrundi
Eftir að heim var komið ætlaði hún sér að reisa
líkamsræktarveldi. Þegar fallið var frá því að opna
stærsta skemmtistað landsins í Austurstrætinu
stökk hún til og opnaði sjöttu Planet Pulse-lík-
amsræktarstöðina í húsnæðinu. Markmiðið var
að á næstu þremur árum yrðu staðirnir fimmtán.
Svo fór að Jónína fór á hausinn.
Árið 2009 leiddi hún hóp erlendra fjárfesta
sem vildu kaupa World Class að beiðni sænsks
vinar. Sagði hún eðlilegt að setja spurningarmerki
við það að sömu eigendur héldu rekstrinum
áfram eftir að hafa skipt um kennitölu. „Kenni-
töluflakk er ekki rétta leiðin því þá hefði ég verið
til í að kunna það trix á sínum tíma þegar ég fór
á hausinn. Þá var ég með margar stöðvar í rekstri
og það var bara ein þeirra sem dró mig í kaf. Það
hvarflaði hins vegar aldrei að mér að setja hana
undir aðra kennitölu. Kennitöluflakkið er ekki
sniðugt og nýir eigendur þurfa að koma að þessu.“
barbie er dauð
Tilraun Jónínu til þess að breyta líkamsvitund
fólks og þá aðallega kvenna vakti athygli á sínum
tíma. Á meðal þess sem hún sagði var að fyrir-
sætur væru lifandi fatahengi sem óþarfi væri að
líta öfundaraugum. „Útlitsdýrkun nútímans get-
ur tortímt andanum og þá hefur maðurinn misst
sérstöðu sína í sköpunarverkinu. Konur leita í fá-
fengilegheit þegar þær gleyma að nýta sér hæfi-
leika sína því allar konur búa yfir einhverjum
hæfileikum ótengdum útliti sínu. Sorg fylgir því
oft þegar einhverju megrunarmarkmiði er náð og
hamingjan lætur samt á sér standa. Fyrirsætur eru
lifandi fatahengi og víst er skemmtilegt að fylgjast
með þeim, hins vegar þarf fólk ekki að lifa sig inn í
þeirra heim frekar en teiknimyndir Disney.“
Frasinn „Barbie er dauð“ er einn af hennar
þekktustu frösum og sprottinn frá þeim tíma er
hún hélt fyrirlestra um líkamsímynd kvenna. Vildi
hún meina að karlar með bumbu litu enn svo á að
þeir væru aðlaðandi á meðan konur þyrðu varla
út úr húsi hefðu þær bætt nokkrum grömmum á
sig. Þessu viðhorfi yrðu þær að breyta.
detox-„kraftaverkið“
Rétt mataræði var henni einnig hugleikið. „Megr-
un er villandi orð. Of lítið eða rangt mataræði
veldur offitu og sjúkdómum.“ Hvatti hún fólk til
þess að setja sér langtímamarkmið og „ekki lifa
í blekkjandi auglýsingamennsku. Hver og einn
ákveður sjálfur hvort honum
finnst hann vera orðinn feit-
ur.“
Rétt mataræði er henni
enn hugleikið. Nú hvetur hún
fólk til þess að hreinsa líffær-
in með grænmeti. „Þetta er
hálfgerð fasta,“ sagði hún um
detoxið sem hún kynntist í
Póllandi. „Þegar líkaminn
fer að fasta fer fitan í vöðva-
vefjum út í meltingarveg-
inn. Þannig að föstunni fylgir
engin hungurtilfinning.“ Eftir
fjóra til fimm daga færi ým-
islegt að gerast, lifrin hreins-
aði sig, blóðið líka, fituvefir
minnkuðu og boðefnabreyt-
ingar yrðu í heilanum því fólk færi að hugsa öðru-
vísi, minni ykist og fólk hugsaði skýrar.
Þegar þetta viðtal var tekið og enn í dag hefur
Jónína tröllatrú á detoxinu sem hjálpaði henni að
ná tökum á heilsunni og hrista af sér sautján kíló.
„Það eiga sér kraftaverk stað þarna!“ sagði hún og
glennti upp augun. „Sérstaklega í andlega þættin-
um. Þegar þú byrjar að fasta neyðistu til að heim-
sækja sjálfan þig og sú heimsókn endar yfirleitt í
gríðarlegri hamingju. Við fæðumst nefnilega öll í
lagi.“
svarar fullum hálsi
Um meðferðina er þó deilt. Læknir sagði að fólk
hefði þurft aðstoð lækna og verið lagt inn í fram-
haldi af detox-meðferð vegna blóðþrýstings- og
blóðskykurskrísu. Jónína svaraði gagnrýninni
fullum hálsi, eins og henni einni er lagið. „Ég
hvet læknasamtökin til þess að fara yfir öfga-
skrif, níðskrif, blekkingarleik, lyfjasýki, trúleysis-
ofstæki, tengsl við Hreiðar Má, áráttuhegðun og
lygar þessa manns. Ég og fleiri höfum fengið nóg
af skrifum hans sem einkennast af ofsóknaræði.
Hann er lyflæknir og matar landlækni á þvælu.
Tékkið á tengslum hans við þá sem ég hef verið að
gagnrýna í viðskiptalífinu og þá sér fólk hvað ligg-
ur að baki þessu ef það er þá ekki hrein geðveila.
Ég hef fengið kvartanir undan honum ítrekað.“
Síðan spurði hún hvort fólk mætti ekki tjá sig
nema það væri læknar. „Þetta er bara mennta-
hroki,“ sagði hún og bætti við: „Ég þekki orkuþörf
líkamans miklu betur en læknar. Ég er menntaður
íþróttafræðingur og hef lært miklu meira en þeir.“
gerði dýrkeypt mistök drukkin
Þrátt fyrir þessar áherslur á heilsurækt hefur
áfengi verið henni til trafala. Árið 2006 hafði hún
algjörlega misst tökin. Í kringum jól og fram að
áramótum drakk hún allt of mikið og var líðan
hennar eftir því, hörmuleg. „Í hjarta mínu hafði ég
í mörg ár gert mér grein fyrir því að eina raunhæfa
leiðin væri að hætta alveg. Það er svo auðvelt að
misnota áfengi aftur og aftur þegar maður hefur
gert það einu sinni. En eins og fleirum fannst mér
það bara svo bölvanlega leiðinleg lausn að ég lét
ekki verða af því,“ segir hún í ævisögunni. Þar lýs-
ir hún því líka að þar sem hún hafði hvorki misst
dag úr vinnu né drukkið sig fulla marga daga í röð
leit hún ekki á sig sem alvöru alkóhólista. Að lok-
um fór hún í afvötnun í ársbyrjun 2007. „Ég get
ekki lagt næga áherslu á að mín stærstu mistök í
lífinu voru að byrja að drekka áfengi. Ekki aðeins
hefur mér liðið verst þegar ég hef drukkið ótæpi-
lega, heldur hef ég undir áhrifum gert nærri allt
það sem ég sé eftir í lífinu.“
Eitt af því sem hefur valdið henni vandræð-
um er hversu meiðandi orð hún hefur látið falla
um mann og annan í umræðunni. Slík ummæli
hafa valdið reiði og skilið eftir sig sár. Hún seg-
ir þó að ljótustu skrifin til Jóhannesar í Bónus og
annarra hafi átt sér stað þegar hún var undir áhrif-
um. „Þaðan koma líka bloggfærslur sem urðu mér
dýrkeyptar og valda því að stór hópur fólks mun
aldrei breyta um skoðun á mér. Það gildir einu hve
merkilega hluti ég hef að segja. Ég verð alltaf kon-
an sem hafði uppi ljót orð um landsþekkta menn.“
bestu vinirnir samkynhneigðir
Staða kvenna er mál sem hún lætur sig varða.
Hún hefði aldrei gengið í Krossinn ef gamlar regl-
ur hefðu verið þar enn í gildi. „Krossinn sem var
með þær gömlu hugmyndir að konur ættu að vera
í síðum pilsum með sítt hár. Ég hefði aldrei nokk-
urn tímann tekið þátt í því vegna þess að það hefði
brotið gegn öllum mínum prinsippum um kon-
una sem manneskju.“
Um tíma var hún var þó við það að missa trúna
á kynsystrum sínum. „Stundum missi ég trúna á
konur. En svo fæ ég mér glas af vatni og læt um-
mæli þeirra um mig sem vind um eyru þjóta. Þeir
sem ekki ráða við það sem ég skrifa á Facebook
geta sleppt því að lesa það í stað þess að froðufella
í illsku sinni og illkvittni.“
Samkynhneigðir menn hafa reynst henni bet-
ur. „Ég lít ekki öðrum augum á samkynhneigða en
annað fólk þótt Gunnar geri það. Hann trúir því
að þessu ástandi megi breyta. Ég hef enga skoð-
un á því og ætla ekki að reyna að hafa það. Mínir
bestu vinir eru hommar og þeir trúnaðarvinir sem
ég hef alltaf getað treyst eru hommar. Ég held að
það sé bara mjög mikilvægt fyrir konur, sérstak-
lega einhleypar konur, að eiga hommavini. Þeir
eru vinkonur í raun.“
ástir jónínu og gunnars
Gunnari kynntist Jónína fyrir nokkrum árum þeg-
ar hann hringdi í hana því hann vildi komast í
detox í Pólland fyrst hann hafði haft það fyrir sið
í þrjátíu ár að fasta í janúar. Sögusagnir urðu svo
til þess að þau náðu saman, en eftir þrálátan orð-
róm um rómantískt samband ákváðu þau að hitt-
ast og ræða málin. „Ég man ég hugsaði: „Ég og
Gunnar í Krossinum? Bara aldrei!“ Hittust þau á
Holtinu og voru þar ásamt fjölda útrásarvíkinga.
Á þeim fundi gerðist eitthvað og með þeim tókust
ástir. „Þar kviknaði eitthvað sem var ekki umflúið,“
sagði hún.
Gunnar var nýskilinn á þesum tíma og alls ekki
á leið í nýtt samband. „Það er ofboðslega erfitt fyr-
ir hann og hans trúarskoðanir að byrja í nýju sam-
bandi. Það stóð aldrei til hjá honum. Hann ætlaði
bara að vera einn það sem eftir var.“ Trúin hjálpaði
þeim nú samt að ná saman líka. „Við erum bæði
svo lánsöm að vera mjög trúuð og við erum sann-
færð um að við höfum verið leidd saman á þessu
augnabliki í lífi okkar beggja.“
sársaukafullt að skilja
„Sko, það er alltaf sársaukafullt að skilja. Ég hef
verið fráskilin í tólf ár og er þeirrar skoðunar að
fólk eigi að reyna gjörsamlega allt til að halda sínu
hjónabandi gangandi vegna þess að sársaukinn er
það ofboðslegur fyrir börn. Það er að sama skapi
erfitt fyrir börn að sjá foreldra sína ganga í nýtt
„Minn stærsti draumur er
að verða forsætisráðherra“
Jónína Benediktsdóttir er litríkur karakter sem
hefur látið til sín taka á ýmsum sviðum. Hún er heilsu-
drottning sem hefur þurft að berjast við Bakkus. Kona
sem laðast að sterkum mönnum og hefur verið í
umdeildum ástarsamböndum með Jóhannesi í Bónus
og Styrmi Gunnarssyni. Og ekki vakti það minni
athygli þegar hún gekk í hjónaband með Gunnari í
Krossinum. Hún var mitt í hringiðunni í Baugsmálinu
og var við það að missa æruna en hikaði aldrei við
að segja sína meiningu. Núna býður hún upp á detox-
meðferðir og deilir við lækna um ágæti þeirra.
Kennitöluflakk er ekki rétta leiðin
því þá hefði ég verið til í
að kunna það trix á sín-
um tíma þegar ég fór á
hausinn. Þá var ég með
margar stöðvar í rekstri
og það var bara ein
þeirra sem dró mig í kaf.