Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 36
36 VIÐTAL UMSJÓN: XXXXX xxx@dv.is 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR S ameiginlegur áhugi á heimspeki leiddi Akureyringinn Hans Miniar Jónsson og Kanadamanninn Matt-hew Best saman fyrir mörgum árum. Eftir að hafa spjallað á internetinu í langan tíma ákváðu þeir að hittast og kol- féllu strax hvor fyrir öðrum. Sagan er falleg og kannski ekkert svo óvanaleg nema að því leyti að þegar þeir byrjuðu að rabba saman á netinu gekk Hans undir kvenmannsnafninu Fríða. Þeir félagar hittust fyrst í eigin per- sónu fyrir fjórum árum og gengu í það heil- aga tveimur árum síðar. „Við verðum búnir að vera giftir í tvö ár í febrúar,“ segir Matt- hew en Hans Miniar er fljótur að leiðrétta eiginmanninn. „Nei, í janúar,“ segir hann og kíkir innan á giftingarhringinn til öryggis. „Til þess eru þessir hringir. Svo maður muni þetta,“ segir hann og brosir til Matthews sem leggur hönd sína ofan á hans. LAGÐUR Í EINELTI Hans Miniar var skírður Hólmfríður Jóns- dóttir. Hans er transmaður og hefur nú ver- ið í hormónameðferð í að verða ár. Hann gekk í Barnaskólann og Gagnfræðaskólann á Akureyri en á ekki skemmtilegar minn- ingar frá námsárunum. „Ég var nánast alltaf hæstur í bekknum, hærri en allir strákarnir. Ég stækkaði mjög hratt svo sinar og vöðvar héldu ekki við. Ég var alltaf mjög stirður og með lítið jafnvægisskyn, með stór gleraugu og algjör lestrarhestur. Flestum kennurum líkaði því vel við mig og mér gekk vel í nám- inu en sömu sögu var ekki að segja af félags- legu hliðinni,“ segir Hans Miniar sem var lagður í einelti nánast alla sína skólagöngu. Hann var kallaður froskurinn, Fríða og dýrið auk þess sem Hólmfríður Júlíusdóttir festist við hann á tímabili og eftir ár í Menntaskól- anum á Akureyri gafst hann upp á náminu. Nú mörgum árum seinna hefur hann aftur sest á skólabekk með fjarnámi við VMA. UPPLIFÐI KYNÞROSKA SEM SVIK Hans segist alltaf hafa haft á tilfinningunni að hann væri ekki eins og aðrar stelpur en þar til hann heyrði af öðru transfólki hélt hann að hann hlyti að vera eitthvað bilaður. „Sem barn hafði ég á tilfinningunni að hlut- irnir væru ekki eins og þeir áttu að vera. Það var allt skakkt einhvern veginn. Ég er hálf- gerður upplýsingafíkill og vil vita staðreynd- ir og á meðan ég hafði þær ekki gekk ég út frá því að þetta væri bara í hausnum á mér. Ég heyrði örugglega fyrst af annarri transmann- eskju þegar Anna Kristjánsdóttir kom fram. Það var mikill léttir að fá þær upplýsingar og vita að það væri til leið til að laga þetta,“ segir hann og bætir við að kynþroskinn hafi reynst honum erfiður. „Þú kemst upp með margt þegar þú ert krakki. Ég var kannski titlaður stelpa en gat fengið að hlaupa um í buxum og stuttermabol, verið með stutt hár og klifrað í klettum. Þegar kynþroskinn kom, með sín ófelanlegu merki þess að ég tilheyrði kvenkyninu, voru það ákveðin svik. Líkaminn fór að þróast í öfuga átt.“ AMMA VAR STOLT Hans á mörg systkini og stóra fjölskyldu sem flest tóku fréttunum vel. „Sum þeirra skildu ekki hvernig ég nennti að vesenast í þessu en ég held að fréttirnar hafi komið fæstum á óvart,“ segir Hans sem hafði áður komið út úr skápnum gagnvart fjölskyldu sinni sem tvíkynhneigður. „Ég var skírður Hólmfríð- ur í höfuðið á móðurömmu minni og eftir að hafa lagt það undir mömmu ákvað ég að taka upp Hans-nafnið, sem er nafn móður- afa míns. Ég vildi fá samþykki mömmu enda var hann pabbi hennar.“ Hann segist ekki hafa tilkynnt afa sínum og ömmu breyting- arnar. „Ég á bara eitt par af afa og ömmu á lífi og þar sem afi hefur verið veikur vildi ég ekki trufla hann með þessu. Þetta hefur samt ekki verið falið fyrir honum en ekki heldur útskýrt sérstaklega fyrir honum. Amma mín er afar sérstök kona. Þegar maður fer í heim- sókn til hennar passar maður hvað maður gerir og segir og ég hafði ekkert sagt henni þegar hún sá mig í viðtali í Íslandi í dag. Hún hringdi strax í mig eftir þáttinn en við- brögð hennar komu mér á óvart. Hún var bara stolt. Maður hefur greinilega áhyggjur af ástæðulausu.“ SAMA MANNESKJA, AÐRAR UMBÚÐIR Eins og áður sagði kynntust þeir Matthew þegar Hans notaði ennþá nafnið Hólmfríð- ur eða Fríða. Matthew segir breytingarnar ekki hafa hrætt hann í burtu enda hafi hann orðið ástfanginn af manneskjunni sem bjó innra með Fríðu. „Fólk breytist alltaf hvort sem er á löngum tíma. Líkaminn hefur kannski breyst en ekki persónan. Þetta hef- ur líka gerst hægt og rólega og ég tek varla eftir þessu,“ segir hann og Hans grípur inn í: „Ég er enn sama manneskjan, umbúðirnar eru bara öðruvísi.“ Aðspurður segir Matthew vini sína í heimalandinu vita um aðstæður þeirra. „Umburðalyndið gagnvart hinseg- in samfélaginu er kannski ekki jafn mikið í Kanada og hér en við erum á réttri leið. Vinir mínir skilja mig en við höfum ekki enn sagt fjölskyldu minni frá þessu. Hans hefur tvisv- ar hitt fjölskylduna mína og þau líta á hann og kalla hann Fríðu. Við verðum samt að fara eiga þessar samræður við þau fljótlega en það er langt frá því að vera auðvelt. Þetta er vandræðalegt umfjöllunarefni.“ HEPPINN MEÐ EIGINMANN Matthew viðurkennir að hafa haft áhyggj- ur þegar Hans sagði honum að hann vildi hefja kynleiðréttingarferli. „Ekki af því að þetta myndi breyta því hver hann er held- ur vegna þess að ég óttaðist að leiðrétting- in myndi ekki gera hann ánægðari með lík- amann. Að hún myndi ekki létta á streitunni sem hann upplifði nægilega mikið til að vera Ég var ófrískur KARLMAÐUR Akureyringurinn Hans Miniar Jónsson er giftur Kanadamanninum Matthew Best. Þegar þeir kynntust gekk Hans undir kvenmannsnafninu Fríða en hann hefur nú hafið kynleiðréttingarferli. Hans Miniar á dóttur af fyrra hjónabandi sem kallar hann mömmu. Hann segir lífið ekki alltaf hafa verið dans á rósum og myndi ekki óska sínum versta óvini að upplifa að fæðast í röngum líkama. Hans og Matthew féllust á að segja sögu sína í von um að sporna gegn fordómum gagnvart þeim sem eru öðruvísi. Maður lærir smá trix til að bæta fyrir það sem vantar. Við notum líka rétt orð. Við tölum um typpi en ekki sníp. HEPPINN Hans segist heppinn að hafa fundið Matthew og að hann sé reyndar afskaplega heppinn með flesta í kringum sig sem hafa tekið breytingunum vel. MYND HEIÐA GUÐMUNDSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.