Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 40
María Stefanía fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Barnaskólann á Siglufirði og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla Siglufjarðar 1948. Hún fór ung til Vestmannaeyja að vinna og þar kynntist hún Hafsteini, eiginmanni sínum. Er hún gifti sig flutti hún til Vestmannaeyja þar sem þau hjón- in bjuggu í tólf ár en 1963 fluttu þau í Kópavoginn. Þar bjuggu þau fyrst á Hlíðarvegi og síðar í Kastalagerði. María flutti síðan í Lækjarsmára 2 í Kópavogi, árið 1997. Auk húsmóðurstarfa vann María á Saumastofu Kópavogs og síðar á saumastofu Kópavogshælis í tíu ár. María var félagi í Oddfellowregl- unni frá 1981 og var virk í kvenfélag- inu Heimaey og í Siglfirðingafélag- inu. Fjölskylda María giftist 16.6. 1951 Hafsteini Júlíussyni, f. 8.6. 1928, d. 15.2. 1990, múrarameistara. Hann var son- ur Gunnlaugs Júlíusar Jónssonar, f. 31.7. 1895, d. 4.9. 1978, múrara- meistara í Vestmannaeyjum, og Sig- urveigar Björnsdóttur, f. 22.9. 1891, d. 27.9. 1934, húsmóður. Börn Maríu og Hafsteins eru Sig- urveig Helga, f. 9.9. 1951, gift Bjarna Ragnarssyni, f. 27.11. 1950 og eru börn þeirra María, f. 1975, en mað- ur hennar er Daði Már Ingvarsson, f. 1977, og eru börn þeirra Hrefna Ósk, f. 1994, Daníel Már, f. 2002, og Gabríel Már, f. 2004; Steinar, f. 3.11. 1980 en dóttir hans er María Ísa- bella, f. 2.4. 2009, en áður átti Bjarni dótturina Anettu Rós, f. 3.12. 1971 en maður hennar er Christian, f. 5.4. 1978, og eru börn þeirra Sunna Dögg, f. 22.9. 1989, Thelma Rut, f. 22.5. 1999, og Oliver, f. 2.4. 2009. Eiríksína Kristbjörg, f. 20.6. 1955, gift Óskari Sverrissyni, f. 14.5. 1959, og eru synir þeirra Bjarki, f. 10.9. 1988; Sævar Már, f. 10.8. 1990. Guðný, f. 19.7. 1956, gift Jóhanni Sveinssyni, f. 15.3. 1955, og eru börn þeirra Elísa, f. 6.1. 1978; Hafsteinn Ævar, f. 23.3. 1982. Sigurður, f. 3.8. 1959, kvæntur Svövu Aldísi Viggósdóttur, f. 20.10. 1961 og eru börn þeirra Harpa Hödd, f. 31.8. 1982, en maður henn- ar er Ísak Halldórsson Nguyen, f. 8.7. 1983 og er sonur Hörpu Baltas- ar Breki; Viggó, f. 22.1. 1987. Júlíus Geir, f. 1.1. 1963, kvæntur Margréti Herdísi Guðmundsdóttur, f. 30.4. 1962, og eru börn þeirra Haf- steinn, f. 10.12. 1984, en kona hans er Karitas Sveinsdóttir, f. 4.3. 1987; Eysteinn Freyr, f. 12.7. 1989; Guð- mundur Þór, f. 29.12. 1993; Júlíus Mar, f. 7.6. 2004. Þröstur, f. 20.1. 1964, kvænt- ur Hrafnhildi Karlsdóttur, f. 11.11. 1962, og eru börn þeirra Orri, f. 19.11. 1985; Katrín, f. 30.3. 1989, en maður hennar er Ómar Þór Yngva- son, f. 18.1. 1988; María, f. 17,10. 1993. Sambýlismaður Maríu frá 1998 er Aðalsteinn Guðlaugsson, f. 17.7. 1926, en dóttir hans er Sóvleig, f. 28.8. 1961. Systkini Maríu Stefaníu: Sigurð- ur, f. 27.5. 1917, d. 12.2. 1944, var búsettur í Sandgerði, var kvænt- ur Rósu Magnúsdóttur og eignuð- ust þau þrjú börn; Ásbjörg Una, f. 19.5. 1919, d. 4.9. 1972, var búsett í Reykjavík, var gift Katli Ólafssyni og eignuðust þau fjögur börn; Hall- dóra Guðrún, f. 5.7. 1921, d. 4.6. 2009, lengi húsmóðir í Vestmanna- eyjum, var gift Boga Jóhannssyni og eignuðust þau sex börn; Sveinn Pétur, f. 27.6. 1924, d. 18.12. 1998, lengst af sjómaður á Siglufirði, var kvæntur Hansínu Jónatansdóttur og eignuðust þau eitt barn; Ásgrím- ur Guðmundur, f. 22.2. 1927, d. 14.1. 1999, lengst af sjómaður á Siglu- firði, var kvæntur Guðbjörgu Frið- riksdóttur og eignuðust þau fimm börn; Þorsteinn Helgi, f. 30.5. 1929, d. 14.2. 2000, lengst af skipstjóri á Ólafsfirði, var kvæntur Hólmfríði Magnúsdóttur og eignuðust þau fjögur börn; Björn, f. 9.8. 1930, fyrrv. verslunarstjóri í Reykjavík, kvænt- ur Önnu Guðmundsdóttur og eiga þau tvö börn; Svava Kristín, f. 10.11. 1932, d. 10.5. 2007, verslunarmað- ur í Reykjavík, var gift Hrafnkatli Guðjónssyni og eignuðust þau þrjú börn; Sigríður Bjarney, f. 17.8. 1934, fyrrv. skrifstofustjóri í Kópavogi. Foreldrar Maríu Stefaníu voru Björn Sigurðsson frá Héðinsfirði, f. 14.11. 1892, d. 30.8. 1974, skipstjóri á Siglufirði, og k.h., Eiríksína Kr. Ás- grímsdóttir, f. 11.4. 1897, d. 18.9. 1960, húsmóðir á Siglufirði. Útför Maríu Stefaníu fór fram í Kópavogskirkju mánudaginn 8.11. sl. Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í húsi afa síns, Sveins Egils- sonar, að Laugavegi 105. Hann var í Austurbæjarskólanum og Gagn- fræðaskóla Austurbæjar (Vörðu- skóla), lauk þaðan landsprófi, lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1976, stundaði síðar nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BS-prófi í viðskipta- fræði árið 2003. Að loknu stúdentsprófi starfaði Sigurður á verkstæði Jóns Sveins- sonar & Co til 1990 er það fyrirtæki hætti rekstri. Hann hóf þá sjálf- stæðan atvinnurekstur við þakvið- gerðir og starfaði síðan í umboði bandaríska fyrirtækisins SWEPCO (Southwestern Petroleum Corpor- ation) og flutti inn málningar- og þakviðgerðarvörur frá því fyrirtæki. Sigurður starfrækti síðan bók- haldsþjónustuna SMCO – reikings- hald og ráðgjöf, að loknu há- skólanámi og þar til hann varð bráðkvaddur á heimili sínu. Sigurður var áhugamaður um silungaveiði og skotveiði og naut þá samveru og aðstoðar írska sett- erhundsins Pjakks (1991–2010). Þá hafði hann ánægju af lestri góðra bóka. Fjölskylda Sonur Sigurðar og þáverandi sam- býliskonu hans, Kristínar Þor- steinsdóttur, f. 6.1. 1965, er Jón Þorsteinn Sigurðsson, f. 27.5. 1980. Sigurður og Kristín slitu samvistum 1984. Systkini Sigurðar eru Kristján Þ. Jónsson, f. 29.5. 1948, en kona hans er Sveinbjörg Guðmarsdótt- ir, f. 15.9. 1951 og eru dætur þeirra Rakel Linda, f. 29.7. 1969, og Sig- urlaug, f. 15.7. 1974, en fyrir átti Kristján synina Sigurð Þ., 22.10. 1967, og Birgi Æ., 14.2. 1968; Inga Sveinbjörg Jónsdóttir, f. 15.8. 1953; Jóna Fríður Jónsdóttir, f. 4.8. 1955, en maður hennar er Þorsteinn Ingi Jónsson, f. 31.1. 1955, og er dótt- ir þeirra Lísa Björk, f. 13.7. 1987; Svala Rún Jónsdóttir, f. 22.4. 1959, en maður hennar er Guðmundur Óli Reynisson, f. 17.7. 1954, og eru börn þeirra Gunnar Ingi, f. 14.4. 1984, Heiða Rut, f. 28.10. 1987, Ólöf Rún, f. 31.3. 1992, en fyrir átti Guð- mundur dótturina Margréti Erlu, f. 22.11. 1979. Foreldrar Sigurðar: Jón Kristófer Sveinsson, f. í Reykjavík 22.1. 1929, fyrrv. framkvæmdastjóri, og Sig- urlaug Kristjánsdóttir, f. í Stykkis- hólmi 28.9. 1930, d. 8.6. 2006, hús- móðir. Útför Sigurðar fór fram frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 11.11. María Stefanía Björnsdóttir húsmóðir í Kópavogi Sigurður Magnús Jónsson viðsKiptafræðingur og framKvæmdastjóri Fædd 13.9. 1931 - Dáin 25.10. 2010 Fæddur 13.9. 1931 - Dáinn 25.10. 2010 40 minning 12. nóvember 2010 föstudagur andlát andlát merkir íslendingar Björn fæddist í Sauða- nesi, sonur Halldórs Björnsson, prests þar, og f.k.h., Sigríðar Vig- fúsdóttur húsmóð- ur. Kona Björns var Sigríður Einars- dóttir frá Saltvík á Tjörnesi en meðal barna þeirra voru Þórhallur, biskup í Laufási í Reykja- vík, faðir Tryggva forsætisráðherra og Dóru forsetafrúar, og Vilhjálmur, bóndi, smiður og jarðrækt- armaður í Rauðará við Reykjavík sem stóð þar sem nú eru höfuðstöðvar frí- múrara, faðir Halldórs, skólastjóra á Hvanneyri, afa Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra, og faðir Laufeyj- ar, móður Finnboga Guðmundssonar landsbókavarðar. Björn lauk stúdentsprófi frá Bessa- staðaskóla 1844 og guðfræðiprófi frá Prestaskólanum 1850. Hann var kennari að Laufási í Eyjafirði, varð að- stoðarprestur séra Gunnars Gunnars- sonar þar 1852, fékk prestakallið 1853, hélt því til æviloka og var prófastur 1863–82. Burstabærinn sem enn stendur í Laufási var einmitt reistur í tíð sr. Björns Hall- dórssonar á árnum 1866–70. Elstu hlut- ar hans eru þó frá því um 1840 og er elsta húsið í bæn- um hið svokallaða Brúðarhús, þar sem brúðurin gat klætt sig upp á fyrir brúðkaupsathöfn. Björn var afar vel látinn prestur en í Íslenskum æviskrám er hann sagður vel gef- inn, orðlagður kennimað- ur og skáld gott. Auk þess var hann hinn besti búmaður, vefari og smiður. Björn var eitt af kunn- ustu sálmaskálum landsins og orti fjölda sálma í sálmabókina 1886. Hann þýddi m.a. sálminn Á hendur fel þú honum og orti jólasálminn sem allir þekkja, Sjá himins opnast hlið. En hann orti einnig fjörug og stórskemmtileg veraldleg kvæði sem m.a. birtust í ljóðasafninu Snót og í Sunnanfara. Björn Halldórsson prófastur og sKáld í laufási f. 14.11. 1823, d. 19.12. 1882 merkir íslendingar merkir íslendingar Eysteinn fæddist á Hrauni á Djúpavogi. Hann var sonur Jóns Finnsson- ar, prests í Hofsþing- um, og k.h., Sigríðar Hansdóttur Beck húsfreyju. Bróðir hans var dr. Jakob Jónsson, sóknar- prestur í Hallgríms- kirkju og rithöf- undur, faðir Þórs veðurfræðings og rithöfundanna Guð- rúnar, Svövu og Jök- uls leikritaskálds sem var faðir rithöfundanna Elísabetar, Illuga og Hrafns. Eysteinn stundaði nám hjá föður sínum, við Samvinnuskólann 1925–27 og við Pitman‘s College í London. Hann gerði ungur bandalag við Hermann Jónasson gegn Jónasi frá Hriflu og hófst yngri til mannvirð- inga í stjórnmálum en dæmi voru um hér á landi, varð alþm. tuttugu og sex ára og ráðherra í Stjórn hinna vinn- andi stétta 1934, aðeins tuttugu og sjö ára. Eysteinn var síðan ráðherra í stjórnum Framsóknarflokksins fram að Viðreisn, 1959, lengst af fjármála- ráðherra. Eysteinn tók við Fram- sóknarflokknum af Her- manni og gegndi þar formennsku í stjórnar- andstöðu 1962–68. Þá var hann stjórnar- formaður SlS 1975– 78 og formaður Náttúruverndar- ráðs 1972–78. Eysteinn þótti með mælskustu þingmönnum á sín- um yngri árum en hafði ráma og frem- ur óáheyrilega rödd. Hann var með útstæð eyru sem skopteiknar- ar nýttu sér óspart, og leið fyrir það að á Viðreisnartímanum kenndu sjálfstæðismenn Framsókn- arflokknum einum um haftastefnur fyrri ára. Eysteinn var engu að síður merkur stjórnmálamaður, skarpgreindur, samviskusamur og reglumaður og sjálfum sér samkvæmur í utanrík- ismálum sem málsvari vestrænnar samvinnu – ólíkt Hermanni Jónas- syni. Þá var Eysteinn mikill útivistar- maður og einlægur málsvari náttúru- verndar. Eysteinn Jónsson alþm., ráðherra og formaður framsóKnar f. 13.11. 1906, d. 11.8. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.