Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Side 42
42 sakamál umsjón: kolbeinn þorsteinsson kolbeinn@dv.is 12. nóvember 2010 föstudagur Matur, kynlíf, Morð að kvöldi 10. júní 2007 matreiddi Anne Stout eftirlætismat eigin-manns sín Bills, safa- ríka steik. Að kvöldverði loknum leiddi hún hann inn í svefnher- bergi heimilis þeirra í Darby í Montanaríki í Bandaríkjunum þar sem þau nutu ásta og nutu þess síðan að kúra saman um stund. Að örfáum mínútum liðnum sagði Anne að hún væri ekki syfj- uð og að hún ætlaði að bíða eft- ir að synir þeirra tveir, sem höfðu farið út að skemmta sér, kæmu heim. Bill hugðist vakna snemma næsta dag til að fara í útreiðartúr með vini sínum og var því feginn að geta lagst til hvílu. illa fyrir kallaður Í bítið daginn eftir hringdi vinur Bills og Anne svaraði. Vinurinn vildi vita hvað tefði Bill, enda ætl- uðu þeir í útreiðartúr. Anne gaf þá skýringu að Bill væri illa fyr- ir kallaður og myndi ekki fara á hestbak þann daginn. Um níuleytið fór Anne út, meðal annars til að afhenda góðgerðarstofnun gamlan fatn- að, og kom ekki heim fyrr en um eftirmiðdaginn. Skömmu síð- ar hringdi hún í miklu uppnámi í neyðarlínuna: „Ég var að koma heim og það er eitthvað ekki í lagi með manninn minn. Það er blóð og augun eitthvað undarleg og hann er kaldur.“ Þegar sjúkraliðarnir komu á staðinn sáu þeir að Bill var liðið lík – og engin furða þar sem hann hafði verið skotinn í höfuðið. Að- stoðarlögreglustjórinn Ron Holt- on fann níu millimetra skothylki undir koddanum og kúluna sjálfa í rúminu. Anne bendir á barböru, gamla ást Við fyrstu athugun var enga byssu að sjá og Anne, í öngum sínum, sagði Ron að hún hefði ekki hug- mynd hver hefði viljað Bill illt, nema sennilega hún Barbara Miller, plágan sú. Anne sagði að umrædd Barbara hefði ofsótt fjölskylduna um tveggja ára skeið með rætnum tölvupósti og bréf- um því hana hefði þyrst í hefnd. Barbara og Bill höfðu þekkst snemma á áttunda áratugnum. Þau höfðu hist í Kaliforníu og búið saman í um hálft ár, en síð- an skildi leiðir. Þau hittust aftur við brúðkaup systur Barböru árið 2005 í Ark- ansas og endurnýjuðu kynnin. Barbara sagði síðar að það hefði verið eins og þau hefðu aldrei yf- irgefið hvort annað. Brúðkaup systur Barböru varðaði upphaf ástarævintýris Bills og Barböru, sagði Anne Ron Holton. Anne sagði ennfremur að hún hefði komist að hliðarspori Bills mán- uði síðar og að Bill hefði sam- stundis bundið enda á ástaræv- intýrið. Heift og haturspóstur En Anne sagði að Barbara hefði ekki verið reiðubúin til að slíta sambandi sínu við Bill og síðan í maí 2005 hefði hún sent haturs- póst. Barbara gat bara ekki afbor- ið þá tilhugsun að Bill hefði kast- að henni fyrir róða, sagði Anne. Þar sem frásögn Anne var það eina sem lögreglan gat byggt á lá beint við að finna umrædda Bar- böru Miller og heyra hennar hlið á málinu. Barbara kom af fjöllum og var slegin að heyra af örlögum Bills, en hún hafði verið í Arkans- as þegar morðið var framið og gat sannað það með upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Útilokað var að Bill hefði svipt sig lífi þegar þar var komið sögu enda hafði skotvopnið fundist í þvottakörfu á heimilinu. bréfin ekki frá barböru Lögreglan hafði einnig komist að því að meint bréf frá Barböru voru alls ekki frá henni. Bréfin voru öll með póststimpli frá Arkansas en rannsókn leiddi í ljós að Anne hafði skrifað bréfin, þóst vera Bar- bara, og sett umslögin óstimpluð í önnur umslög merkt pósthúsinu í Fort Smith í Arkansas. Starfsmaður pósthússins hafði opnað umslög- in, fundið frímerkt og árituð um- slög og stimplað þau og sent áfram og því virtust bréfin koma frá Ark- ansas. Til að bæta gráu ofan á svart kom í ljós að Anne átti von á 500.000 dala líftryggingu vegna dauða Bills auk húss þeirra. Snemma árs 2008 taldi lögregl- an að hún hefði nægar sannanir til að ákæra Anne fyrir morð á eigin- manni sínum. Réttarhöldin hóf- ust í júní 2008 og það var mat sak- sóknara að hvati morðsins hefði ekki eingöngu verið hefndarþorsti af hálfu Anne, heldur einng græðgi – um var að ræða kaldrifjað morð, ekki ástríðuglæp. slóð vísbendinga Glæpur Anne var allt annað en full- kominn. Erfðaefni úr henni fannst á meintum bréfum Barböru, skot- vopnið hafði verið illa falið og blóð- ugir gúmmíhanskar og púðurleifar fundust í farangursrými bifreiðar hennar. Verjandi Anne hélt fram sakleysi hennar og fullyrti að í raun væri ekki að finna nokkra sönnun þess að hún hefði tekið í gikk byssunn- ar, sem Bill hafði reyndar tilkynnt horfna tveimur vikum fyrir morðið. En vitnisburð Barböru var ekki unnt að hrekja. Barbara sagði að árið 2005 hefði Bill sagt henni að þau hjónin héldu til hvort í sínum hluta hússins. Í raun hefði Bill rætt um að skilja við Anne svo hann og Barbara gætu átt líf saman í Arkans- as, en síðar hefði hann dregið í land og sagst þykja það leitt og bundið enda á öll samskipti sín og Barböru. ofsóknir Anne „Eftir að ég fékk tölvupóstinn frá honum hafði ég aldrei samband við hann aftur,“ sagði Barbara. „En skyndilega fór ég að fá símhring- ingar frá Anne. Hún var æst og hringdi og krafðist upplýsinga um líf mitt, samband mitt við Bill og vildi stöðugt fá að vita meira,“ sagði Barbara við réttarhöldin. Barbara sagðist hafa verið svo hrædd við Anne að hún þorði ekki öðru en að svara símtölunum, en í lokin hefði hún sagt Anne að sam- bandi sínu og Bills væri lokið og að hún skyldi láta sig í friði. En Anne var ekkert á þeim bux- unum og knúin áfram af taum- lausri afbrýðisemi datt henni í hug hin fullkomna hefnd, að eyðileggja líf þeirra tveggja manneskja sem höfðu sært hana, að myrða eigin- manninn og klína morðinu á ást- konu hans. Það tók kviðdóm aðeins sex klukkustundir að komast að nið- urstöðu um sekt Anne og 26. sept- ember 2008 var hún dæmd í lífstíð- arfangelsi. sjúkleg afbrýðisemi og hefndarþorsti knúðu Anne Stout til að fyrirkoma eigin- manni sínum. síðan reyndi hún að skella sökinni á ástkonu eiginmannsins frá fyrri tíð. En morðið var ekki fullkomið og anne hafði skilið eftir sig slóð vísbendinga. Við fyrstu at-hugun var enga byssu að sjá og Anne, í öngum sínum, sagði Ron að hún hefði ekki hugmynd hver hefði viljað Bill illt, nema sennilega hún Barbara Miller, plágan sú. Hafði ekki erindi sem erfiði Anne stout skildi eftir of marga lausa enda. Anne orðin númer í kerfinu Anne vildi klekkja á ástkonu eiginmannsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.