Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Síða 46
46 útlit umsjón: ingibjörg dögg kjartansdóttir ingibjorg@dv.is 12. nóvember 2010 föstudagur
Eftir útskrift úr Listaháskólanum vorið 2005 hélt Eygló Margrét Lárusdóttir út í heim þar sem hún komst í starfsnám hjá Bernhard Willhelm, AsFour, eins
og ThreeAsFour hét þá, og Jeremy Scott. Með
þá reynslu í farteskinu fór hún síðan að hanna
undir eigin nafni, EYGLO, þegar hún kom aftur
heim. Til að byrja með seldi hún hönnun sína í
KronKron og Liborius en nú hefur hún fært sig
yfir í GK á Laugavegi. Eins fæst hönnun hennar í
versluninni Kiosk.
Fékk innblástur á röntgendeild
Konur á ansi breiðu aldursskeiði versla við
Eygló en viðskiptavinir hennar eru allt frá
tvítugu upp í sextugt. „Á meðan ég er að
hanna vöruna hugsa ég þó aðallega um
konur á aldrinum 25 ára til 40 ára.
Ég snobba mikið fyrir efnum og
hef líka sjúklega gaman af því að
sníða. Ég er sífellt að reyna að
finna upp hjólið. Ég hef bara alveg
fáránlega gaman af þessu,“ segir
hún brosandi.
Núna er hún að vinna að
vetrarlínunni 2011/2012. „Ég er
að skanna inn röntgenmynd-
ir og leika mér aðeins í photo-
shop. Þetta er mjög spennandi
allt saman,“ segir hún glettin.
Innblásturinn sækir hún í um-
hverfið. „Ég fór með barnið mitt
upp á slysó þar sem ég sá rönt-
genmynd uppi á vegg. Mér fannst
þessi mynd svo æðislega falleg
að hún varð kveikjan að þessari
línu. Einu sinni fór kærastinn
minn upp í Háskóla til þess að
sækja upplýsingar um alls kyns
nám. Hann kom meðal annars
heim með jarðfræðiblað og í því
var smásjármynd af grjóti. Það var
upphafið að línunni fyrir árið 2009.
Enn sem komið er koma hugmynd-
irnar bara svona ósjálfrátt.“
Nýjasta línan hennar heitir
Glow in the Dark og lýsa sumar
flíkurnar upp í myrkri.
Í fötum frá mömmu
Hennar uppáhaldshönnuður
heitir Mary Karantzou. „Hún
er ung og útskrifaðist bara
fyrir nokkrum árum. Hún
býr í London en ég mæli
með því að fólk leiti hana
uppi á netinu því hún er að
gera alveg tryllta hluti. Alber
Elbaz, aðalhönnuður Lanvin, er
líka alveg ótrúlega góður. Hann
vinnur meira með þetta klassíska
sem ég elska svo mikið. Ég er sjálf
að reyna að finna jafnvægið á milli
þess að skapa eitthvað nýtt en gera
samt flíkur sem hægt er að eiga í
mörg ár. Ég elska svoleiðis.“
Annars eru hennar fyrirmynd-
ir margar. „Allir sem eru að gera
góða hluti og virða fólkið í kringum
sig. Ég þoli ekki yfirborðsmennsku,
sem mér finnst bæði agalega tilgangs-
laus og hallærisleg. Ekki það að ég sé að
lenda í því,“ segir hún og hlær. „En þessi ást
mín á klassískum flíkum kemur líklega fyrst og
fremst frá mömmu. Enda geng ég mikið í fötum
frá henni sem eru frá árunum í kringum 1970–
1980. Ef það er einhver sem þekkir gæði og tíma-
lausa hönnun þá er það mamma.”
Farandsýning um Evrópu
Auk þess að vinna að næstu línu er Eygló að
undirbúa sig fyrir samstarfsverkefni þar sem
norðurevrópskir hönnuðir fara um Evrópu. Þær
Rebekka Jónsdóttir, sem hannar undir merk-
inu REY, Katrín Alda og Rebekka Rafnsdæt-
ur, sem hanna undir merkjum Kalda, Saga Sig-
urðardóttir ljósmyndari, Andrea
Maack listakona og ilmvatnssmið-
ur og fleiri Íslendingar eru að fara til
Stokkhólms í nóvember. Þar munu
þær sýna verk sín í konseptversl-
un og galleríi ásamt fatahönnuð-
um, vöruhönnuðum, listamönnum,
ljósmyndurum og kvikmyndar-
gerðarfólki frá Norðurlöndunum og
Eistlandi. „Þetta er einhvers konar
farandsýning sem á að fara víðar á
komandi mánuðum. Í septemb-
er vorum við í London og það var
vel heppnað. Þetta er hugsað sem
kynning á hönnuðum sem eru að
gera eitthvað annað en hinir týp-
ísku skandinavísku hönnuðir.“
Ung grein á Íslandi
Hún segir að á síðustu árum hafi
verið vakning um íslenska hönn-
un hér á landi og að hún finni vel
fyrir áhuganum. „Eins er það
nýtilkomið hvað það er mik-
il samstaða á milli hönnuða í
miðbænum. Ég hef líka heyrt tal-
að um það hvað Laugavegurinn
sé blómstrandi hvað þetta varðar.
Sérstaklega samanborið við það sem
gengur og gerist víðs vegar í borg-
um Evrópu. Í rauninni er það frekar
magnað. Ég man þegar Lakkrísbúð-
in opnaði á Laugaveginum þegar ég
var í Listaháskólanum. Áður var ekk-
ert slíkt til. Annað hvort gengu allir í
eins fötum eða second-hand fötum.
En svo bara spratt allt þetta upp,“ segir
hún áköf. „Fatahönnun er svo ný grein
hérna en árlega útskrifast um tíu ein-
staklingar úr fatahönnun í Listaháskól-
anum. Margir úr þeim hópi eru að vinna
að eigin verkefnum, sumir fara að vinna fyr-
ir aðra og enn aðrir fara í eitthvað allt annað.
Við sem stöndum að Kiosk erum flest útskrifuð
úr Listaháskólanum en úr mismunandi árgöng-
um.“
kærleikur í kiosk
Kiosk er verslun á Laugaveginum sem hún á
og rekur ásamt átta öðrum íslenskum hönnuð-
um. „Við vorum nokkur sem vorum útskrifuð úr
hönnun sem höfðum spáð í því í svolítinn tíma
hvort það væri ekki kominn tími til að opna okk-
ar eigin verslun. Síðan tókum við okkar tíma í að
finna rétta húsnæðið og lögðum vinnu og kær-
leik í það þegar við gerðum það upp. Enda erum
við líka svona svakalega ánægð með útkom-
una,“ segir hún brosandi. Síðan skiptast þau á
að standa vaktina og deila kostnaði á milli sín.
„Þetta gengur eins og í sögu. Það er hægt að gera
ótrúlega hluti ef maður er hluti af svona teymi.
Verkaskiptingin er góð og ég þarf ekki að gera allt
sjálf eins og ég þyrfti að gera ef ég væri ein. Planið
er að opna vefverslun á næstu mánuðum.“
Eygló Margrét Lárusdóttir fatahönnuður hannar undir merkinu EYgLO og rekur verslunina Kiosk ásamt
átta öðrum hönnuðum. Hún segir frá spennandi samstarfsverkefni sem flakkar um Evrópu, listinni við að
skapa eitthvað nýtt en klassískt í senn og því hvernig röntgenmyndir veittu henni innblástur.
Þessi ást mín á klassískum
flíkum kemur líklega
fyrst og fremst frá
mömmu. Enda geng
ég mikið í fötum frá
henni sem eru frá
árunum í kringum
1970–1980.
„Ég þoli ekki
yfirborðsmennsku“
reynir að finna jafnvægið Eygló leitast við að sameina framsækna og klassíska hönnun. Takið eftir
töskunnni sem stúlkan ber um hálsinn. Fatnaðurinn fæst í Kiosk.
Eygló margrét Lárusdóttir