Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 52
Strákarnir okkar í Þýskalandi 3. hluti 52 sport texti : annas sigmundsson as@dv.is 12. nóvember 2010 föstudagur Þ ýska handknattleikslið- ið Kiel situr um þessar mundir í efsta sæti þýsku Bundesligunnar. Fast á hæla þeim kemur síðan lið Rhein-Neckar Löwen sem Guð- mundur Þ. Guðmundsson þjálf- ar. Lið Hamborgar sem barðist við Kiel um meistaratitilinn allt fram á síðustu stundu á liðinni leiktíð er síðan í þriðja sæti og Füchse Berlín sem Dagur Sigurðsson stjórnar er í fjórða sæti. Alfreð Gíslason þjálfar lið Kiel. Hann tók við liðinu árið 2008. Undir hans stjórn varð liðið þýskur meistari árið 2009 og 2010. Einn- ig vann liðið meistaradeild Evr- ópu árið 2010, sterkustu deild í heimi. Undir hans stjórn spilar líka Aron Pálmarsson sem kosinn var besti nýliði þýsku Bundesligunn- ar í fyrra. Meiðsli virðast hins veg- ar vera farin að hrjá leikmenn Kiel. Hinn sænski Kim Ander son hefur ekki geta leikið í vetur en hann er örvhent skytta. Christian Zeitz sem hefur leyst hann af hólmi meidd- ist síðan í leik á móti Grosswall- stadt á þriðjudaginn og verður frá næstu þrjár vikurnar. Alfreð verð- ur því væntanlega að láta rétthentu skyttuna Jerome Fernandes leysa þá örvhentu af hólmi í næsta leik. Alfreð hefur nú þjálfað og búið í Þýskalandi í 13 ár. Árið 1997 tók hann við liði Hameln eftir að hafa náð frábærum árangri með lið KA á Akureyri árin á undan. Hann tók síðan við liði Magdeburgar árið 1999 og gerði liðið meðal annars að þýskum meistara auk þess sem liðið vann meistaradeildina. Á þeim tíma spilaði Ólafur Stefáns- son undir stjórn Alfreðs. Kiel liggur í norðanverðu Þýska- landi og þar eru um 250 þúsund íbúar. Borgin er töluvert undir norrænum áhrifum. Þaðan sigla sem dæmi ferjur til Svíþjóðar og Noregs. Kiel er auk þess í fylkinu Schleswig-Holstein sem eitt sinn heyrði undir Danmörku. Blaðamaður DV hitti Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson í Kiel á heimili Alfreðs í vikunni. Virð- ist fara vel um þá í Kiel. Greinilegt er að Alfreð hugsar vel um Aron og eru þeir nánast eins og feðgar. Einnig er Kara Guðrún Melstað, eiginkona Alfreðs, dugleg að veita Aroni ráð um hvernig hann eigi að sinna heimilisstörfum. Aron býr einn í tveggja hæða íbúð í Kiel auk þess sem hann keyrir um á Audi S5 sem er talinn kosta um 14 milljónir króna. Alfreð virðist þó halda Aroni vel við efnið enda þykir hann einn agaðasti þjálfari heims og er meðal annars þekktur fyrir að eyða mörg- um klukkutímum á hverju degi yfir myndbandsupptökum af leikjum. Ætlast til að við vinnum alla titla Alfreð, hvernig leggst tímabilið í þig? Þið eruð efstir. Urðuð meistar- ar síðustu tvö árin. Hver var stefn- an með liðið í upphafi tímabils? Alfreð: „Við höfum aldrei gefið það upp hvert við ætlum okk- ur. Við ætlum að berjast um flesta þá titla sem eru í boði. Það hefur ekkert breyst. Ýmislegt getur þó breyst. Til hins betra eða verra. Of mikil meiðsli geta hrjáð liðið á vit- lausum tíma og svo framvegis og þá getur orðið erfitt að verða þýsk- ur meistari. Markmiðið er alltaf að spila betri handbolta og ná betri árangri.“ Er mikil pressa hér í Kiel á að lið- ið vinni alla þá titla sem í boði eru? Alfreð: „Það er ætlast til þess hér í Kiel að við vinnum alla titla. Fólk er vant því að við berjumst um titla og vinnum þá. Ég finn hins vegar ekki fyrir neinni pressu. Enda skiptir það mig kannski ekki það miklu máli hvaða vonir fólk hef- ur. Flestir ætlast þó til þess að við vinnum titla. Það var tæpt í fyrra hjá okkur en þá unnum við ekki þýsku deildina fyrr en rétt í lokin. Þetta verður örugglega mjög jafnt í vetur. Rhein-Neckar Löwen [sem Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfar, innsk. blaðamanns] virðist ætla að blanda sér meira í toppbar- áttuna en í fyrra.“ Flytur til argentínu þegar ferlinum lýkur Nú tókst þú við liðinu árið 2008 og ert með samning til 2014. Hef- ur þú eitthvað leitt hugann að því hvað þú ætlar að gera að þeim tíma liðnum? Einhver verkefni sem freista þín á Íslandi? Jafnvel að taka aftur við landsliðinu? Alfreð: „Ég held að það komi ekki aftur til greina að ég taki við íslenska landsliðinu. Ætli maður reyni ekki að halda áfram að þjálfa þangað til maður verður sextugur. Þá ætla ég að flytja eitthvert ann- að eins og Argentínu sem dæmi og eiga gott líf.“ Var það alltaf markmiðið hjá þér að verða þjálfari? Áttirðu þér aðra drauma sem þú átt kannki eft- ir að láta rætast? Alfreð: „Ég átti mér nú drauma um að gera eitthvað annað þeg- ar ég yrði stór. Lærði sagnfræði á sínum tíma við Háskóla Íslands og starfaði við ýmislegt heima. Þegar maður lítur síðan á kennaralaun sem dæmi þá held ég að það sé bara best að halda áfram í hand- boltanum.“ Nú hefur þú verið búsettur í Þýskalandi síðustu 13 árin. Er fjöl- skyldan ekki orðin hálfþýsk? Alfreð: „Ég á þrjú börn. Elstu börnin tvö eru farin til Íslands. Þau búa á Akureyri. Sá yngsti er einn eftir hérna í Þýskalandi. Þetta er auðvitað svolítið tilbreytingarlaust líf hjá manni hér í Þýskalandi. Það Alfreð Gíslason þjálfar lið Kiel í Þýska- landi. hann tók við því árið 2008. undir hans stjórn varð liðið þýskur meistari 2009 og 2010. Einnig vann liðið meist- aradeildina 2010, sterkustu deild í heimi. undir hans stjórn spilar Aron Pálmars- son sem kosinn var besti nýliði þýsku Bundesligunnar í fyrra. Þeir segja engan stórstjörnubrag á leikmönnum Kiel. SterkaSta lið heimS Aron Pálmarsson vinstri skytta FÆðingardagur 19.07.1990 Fyrri lið FH. HÆð og þyngd 193 cm og 95 kg. Fjölskyldustaða Á lausu. menntun - ÁHugamÁl Fótbolti og tónlist. uppÁHaldstónlist xxx Rottweiler og nýja platan með Blaz Roca. uppÁHaldsbíómynd Aviator. uppÁHaldsmatur Lambið frá ömmu. í Hvaða sÆti lendir ísland Á Hm? Fyrsta sæti, að sjálfsögðu. Alfreð Gíslason þjálfari FÆðingardagur 07.09.1959 Fyrri lið KA, Hameln, Magdeburg og Gummersbach. HÆð og þyngd 191 cm og 110 kg. Fjölskyldustaða Giftur Köru Guðrúnu Melstað. börn elfar, 27 ára, Aðalheiður, 20 ára, og Andri, 16 ára. menntun Sagnfræðingur frá Háskóla Íslands. ÁHugamÁl Handbolti, garðurinn minn og Akureyri. uppÁHaldstónlist Arcade Fire (þessa stundina). uppÁHaldsbíómynd One flew over the cuckoo‘s nest. uppÁHaldsmatur Norðlenskt lamb/Samherjaþorskur. í Hvaða sÆti lendir ísland Á Hm? 3. sæti. Ég held að það komi ekki aftur til greina að ég taki við íslenska landsliðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.