Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Síða 54
54 sport umsjón: tómas þór þórðarson tomas@dv.is 12. nóvember 2010 föstudagur Strákarnir okkar í Þýskalandi 3. hluti orðin betri. Ég er farinn að skilja flest og næ að redda mér á flest- um stöðum.“ miklar framfarir hjá aroni Alfreð, nú kom Aron til þín í fyrra, þá 19 ára gamall. Hefur þú séð miklar breytingar og framfarir hjá honum sem leikmanni? Alfreð: „Já, mjög miklar. Það má segja að hann hafi verið hálf- gert barn þegar hann kom fyrst til Kiel. Það hefur orðið hrikalega mikil breyting á honum. Það er auðvitað rosalega mikið stökk að koma úr handboltanum heima og fara síðan í þýska boltann. Þetta eru ekkert eintóm skemmtileg- heit hérna. Á Íslandi er hægt að fara í bæinn um helgar því það er vika á milli leikja. Í Þýskalandi er ekkert tími til að lifa einhverju venjulegu lífi.“ Hvernig mynduð þið lýsa lífi atvinnumanna hér í Þýskalandi? Nú er Kiel stórlið. Lifa leikmenn Kiel eins og knattspyrnustjörnur? Alfreð: „Nei. Ég held að þetta sé bara mjög látlaust líf. Leik- menn Kiel eru mjög agaðir. Það er voðalega lítill tími til að gera eitt- hvað annað en spila handbolta.“ Aron: „Það er enginn glamúr í þessu. Auðvitað er þýska Bundes- ligan í handbolta alltaf að stækka en hún verður aldrei jafn stór og knattspyrnan.“ Alfreð: „Það er líka ótrúlegt með knattspyrnumenn hvað þeir æfa lítið miðað við hvað launin eru há hjá þeim. Þetta á kannski ekki við um stærstu liðin en mað- ur trúir því varla hvað er stundum í gangi hjá minni liðum. Hið sama myndi aldrei ganga í handboltan- um. Þá á ég sem dæmi við bras- ilíska leikmenn sem hafa spilað átta ár í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu en eru enn með túlk með sér á æfingum.“ Aron: „Þegar ég kom til Kiel þurfti ég að vera í einkakennslu í þýsku tvo tíma á dag, þrisvar í viku fyrstu mánuðina.“ Gott að Logi lét allt flakka Nú gaf Logi Geirsson út bók ný- lega. Hvað finnst ykkur um bók- ina og að svona bók sé gefin út? Alfreð: „Ég hef nú bara séð forsíðuna. Mér fannst þeir góð- ir að gera bakið á honum svona breitt.“ Aron: „Ég er búinn að lesa bókina. Auðvitað segir Logi mik- ið. Mér fannst hún hins veg- ar ekkert brjálæðislega sláandi. Hann segir kannski sums staðar hluti um menn sem hann hefði eftir vill ekki átt að gera. Þetta sleppur samt.“ Hvað með það að vera fyrir- mynd ungra leikmanna? Er Logi ekki svolítið að sverta ímynd sína? Aron, hugsar þú um það að þú sért fyrirmynd yngri leikmanna á Íslandi? Aron: „Auðvitað hugsa ég um það. Ég held að það hafi samt ver- ið mikilvægt fyrir Loga að láta allt flakka í bókinni til þess að geta selt hana.“ Átt þú þér einhverja fyrirmynd í handboltanum? Aron: „Ég lít mest upp til Ól- afs Stefánssonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar. Hvað þeir eru að gera mikið fyrir sig. og þá á ég við í æfingunum.“ Eiga að setja markið hátt á Hm HM í handbolta er á næsta leiti. Er raunhæft að gera kröfu um verðlaunasæti á mótinu? Aron: „Liðið hefur náttúrulega unnið verðlaun á síðustu tveim- ur stórmótum. Ef Guðjón Valur verður klár og við verðum með okkar sterkasta lið þá eigum við náttúrulega að setja markið hátt.“ Alfreð: „Það er svo margt sem verður að vera í lagi. Ef markvarsl- an verður eins og á síðustu stór- mótum á liðið að eiga möguleika á verðlaunasæti. Ef þeir spila eins og í síðustu tveimur leikjum eiga þeir hins vegar litla möguleika. Varnarleikurinn er líka gríðarlega mikilvægur.“ sér ekki eftir að hafa farið ungur út Aron, var þetta rétti tíminn hjá þér til að fara, svona ungur, í at- vinnumennsku? Aron: „Ég fór auðvitað svolít- ið ungur út. Ég var búinn að vera í meistaraflokki í þrjú tímabil og hafði spilað tvö tímabil í íslensku deildinni. Það má segja að ég hafi farið ungur út „handboltalega“ séð og líka bara reynslulítill í lífinu. Má þar nefna heimilisstörf og svo- leiðis. Vissulega er gott að gefa sér tíma áður en maður fer í atvinnu- mennsku. Ég náði hins vegar að aðlagast nokkuð fljótt og hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun að fara svona fljótt í atvinnumennsku.“ Alfreð: „Aron, mamma þín sagði að þú hefðir tekið fimm ára stökk á einu ári. Það er líklega rétt hjá henni.“ Betra að vera heima en á bekknum Alfreð, einhverjar ráðlegging- ar handa ungum íslenskum leik- mönnum? Alfreð: „Þetta getur auðvitað verið svolítið hættulegt. Ef leik- menn fara út þegar þeir eru á aldrinum 17 til 19 ára og lenda hjá einhverjum lélegum liðum og sitja þar á bekknum er miklu betra að halda sig á Íslandi aðeins lengur. Auðvitað er til dæmis gott að vera búinn að stíga sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu. Gæðin á handboltanum heima er líka mjög mikil. Það er margt gott í flestum liðum sem spila í efstu deild. Það er stórt skref aftur á bak að ætla sér að fara í annarrar deildar lið í Danmörku eða Nor- egi bara til þess að komast út fyrir landsteinana.“ Aron: „Þetta snýst mikið um það að velja rétt lið. Mörg lið hafa sem dæmi glímt við fjárhags- vandræði. Það getur verið ansi fúlt að vera kominn út í atvinnu- mennsku og flýja síðan heim með skottið á milli lappanna því þú færð ekki borguð laun.“ Hefur árangur Füchse Berlin komið ykkur á óvart í vetur? Alfreð: „Nei. Þeir eru búnir að vera að byggja upp gott lið síðustu árin. Þeir fengu góða leikmenn í sumar og þá ekki síst Alexand- er Petersson. Hann er búinn að gera frábæra hluti fyrir þá. Mjög góður varnarleikur hjá þeim og markmaður þeirra er einnig góð- ur. Tímabilið er hins vegar bara nýbyrjað og það þarf að halda það út.“ Átt þú mikil samskipti við hina íslensku þjálfarana hér í Þýska- landi? Alfreð: „Ekkert það mikil. Það er líka svolítið mismikið. Við erum í sömu deildinni og heyrum alveg hver í öðrum. Það eru hins vegar engin stöðug samskipti.“ aLfrEð GísLason hefur unnið flesta titla sem í boði eru: hefur Þjálfað í Þýskalandi í 13 ár alfreð Gíslason er þjálfari þýska liðsins Kiel. undir hans stjórn varð liðið þýskur meistari árið 2009 og 2010. einnig vann liðið meistaradeildina á síðustu leiktíð og lék til úrslita árið 2009. Áður en alfreð tók við liði Kiel þjálfaði hann lið Gummers- bach á árunum 2006 til 2008 en samfara því var hann landsliðsþjálfari íslands. hann hætti með landsliðið eftir em í noregi í janúar 2008. Á árunum 1999 til 2006 þjálfaði hann lið magdeburgar. undir hans stórn vann magdeburg þýsku deildina árið 2001 og meistaradeild evrópu árið 2002. einnig vann liðið ehf-keppnina árið 2001. Þess má geta að eitt fyrsta verk alfreðs hjá magdeburg var að fá ólaf stefánsson til félagsins en ólafur spilaði með magdeburg 1999 til 2003. Áður en alfreð tók við magdeburg hafði hann þjálfað lið hameln frá árinu 1997 en þangað kom hann frá Ka. hann hefur því verið þjálfari í Þýskalandi síðustu 13 árin. alfreð hélt heim til akureyrar úr atvinnumennsku árið 1991 og gerðist spilandi þjálfari Ka. hann stjórnaði Ka frá árinu 1991 til 1997 og spilaði með liðinu til 1995. Gerði hann Ka að stórveldi og varð liðið tvisvar bikarmeistari undir hans stjórn auk þess sem liðið varð íslandsmeistari síðasta árið undir hans stjórn árið 1997. sem atvinnumaður spilaði hann með tusem essen í Þýskalandi frá 1983 til 1987 og bidasoa á spáni 1989 til 1991. hann varð þýskur meistari með tusem essen 1986 og 1987 og bikarmeistari árið 1988. með bidasoa vann hann spænska bikarinn árið 1991. alfreð var kjörinn íþróttamaður ársins á íslandi árið 1989 eftir að landsliðið hafði unnið b-heimsmeistarakeppnina sama ár. hann spilaði 190 landsleiki og skoraði í þeim 542 mörk. alfreð er 51 árs og giftur Köru Guðrúnu melstað. börn þeirra eru elfar, 27 ára, aðalheiður, 20 ára, og andri, 16 ára. hann lauk ba-prófi í sagnfræði frá háskóla íslands árið 1983. Vissulega er gott að gefa sér tíma áður en maður fer í atvinnumennsku. Ég náði hins vegar að aðlagast nokkuð fljótt. aron PáLmarsson var valinn nýliði Ársins 2010 í ÞýsKalandi: spilaði 15 ára með meistaraflokki aron Pálmarsson spilar sem vinstri skytta með stórliði Kiel. hann kom til liðsins árið 2009 frá fh. hann var valinn nýliði ársins í þýsku bundesligunni árið 2010 og vann á sama tíma þýsku deildina með Kiel og meistaradeild evrópu. aron var einungis 15 ára þegar hann spilaði fyrsta leikinn sinn með meistaraflokki fh. hann spilað 16 leiki með meistaraflokki fh og skoraði í þeim 119 mörk. hann var valinn besti sóknarmaður íslensku deildarinnar árið 2009 og mikil- vægasti leikmaðurinn. Árið 2006 vann aron Partille Cup-handknattleiksmótið í svíþjóð með fjórða flokki fh og var hann valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. hann byrjaði að spila með íslenska landsliðinu árið 2008 og varð í þriðja sæti á evrópumeistaramótinu með liðinu í janúar 2010. Á hann 25 landsleiki að baki og hefur skorað í þeim 57 mörk. aron er tvítugur. báðir foreldrar hans voru miklir afreksmenn í íþróttum. Pálmar sigurðsson, faðir arons, var einn fremsti körfuknattleiksmaður landsins og spilaði lengst af með haukum auk þess að spila með Grindavík og íslenska landsliðinu. arndís heiða einarsdóttir, móðir hans, lék handbolta með meistara- flokki fh. aron á eina systur sem heitir svala og er níu ára. CHristian ZEits á fLottari audi Hvernig eru þýsku stelpurnar? „Þær eru nú ekki nálægt því eins flottar og þær íslensku. maður hefði haldið að þær væru nú myndarlegri þar sem Kiel er í norður-Þýskalandi og ekki svo langt frá danmörku. Ég hef allavega ekki enn farið á stefnumót með þýskri stelpu og er samt búinn að vera hérna í eitt og hálft ár.“ Ert þú á flottasta bílnum af leikmönnum Kiel? „mér finnst bíllinn minn náttúrulega flottastur. Christan sprenger ekur hins vegar um á audi rs5 en minn er bara s5. vélin í bílnum hans er 450 hestöfl en 350 hestöfl hjá mér.“ Hvernig gengur þér með heimilisstörfin? „Það gengur bara ágætlega. Ég var hins vegar alveg eins og viðvaningur fyrst þegar ég flutti út. Kara, eiginkona alfreðs, er líka mjög dugleg að veita mér ráð.“ Er hún kannski bara nánast eins og mamma þín? „já, alveg klárlega. sem dæmi var ég að flytja í nýja íbúð í sumar. Það má segja að hún hafi nánast séð um allan flutninginn. Það eina sem ég þurfti að gera var að sjá um einhverja pappíra.“ Ætlar þú þér að vera áfram í Kiel næstu árin eða gætirðu hugsað þér að fara eitthvert annað síðar? „mér líður mjög vel hérna og það er allt til staðar hjá Kiel. Ég sé því enga ástæðu til að leita annað. auðvitað væri gaman að vera í öðrum löndum eins og danmörku en deildin hérna er einfaldlega sú besta í heimi. líklega væri gaman að enda ferilinn í sólinni á spáni þegar maður er farinn að dala sem leikmaður.“ Ertu frægur í Kiel? Vita allir hver þú ert? „vissulega fáum við mikla athygli í Kiel. maður er alveg beðinn um eiginhandaráritanir úti á götu eða þegar maður fer í verslanir. Þetta er hins vegar ekkert neitt voðalega mikið atriði. Kiel er náttúrulega stórlið í handbolta en knattspyrnuliðið hérna er ekkert sérstaklega gott sem dæmi.“ Eru leikmenn Kiel því eins og hálfgerðar knattspyrnustjörnur í Kiel? „já. Það má örugglega segja að við séum einhvern veginn þannig hér í Kiel.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.