Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Síða 55
Á sunnudaginn verður heimsmeistar-
inn í Formúlu 1 krýndur en fjórir öku-
þórar eiga möguleika á titlinum. Það
hefur ekki gerst í sögu íþróttarinnar að
svo margir ökumenn eigi möguleika
á lokadegi. Fernando Alonso á Ferr-
ari er í bestu stöðunni en hann verður
meistari landi hann öðrum af tveim-
ur efstu sætunum. Mark Webber fylgir
fast á hæla hans og liðsfélagi Webber
hjá Red Bull, Sebastian Vettel, á einn-
ig fína möguleika. Lewis Hamilton á
McLaren verður að vona að Alonso
fái ekkert stig í mótinu og að Red Bull-
strákunum gangi afar illa. Möguleik-
arnir eru því afar litlir. Svo gæti farið
að Red Bull nái fyrsta og öðru sæti en
eigi samt ekki heimsmeistara.
Laugardagurinn aldrei
mikilvægari
Brautin í Abu Dhabi svipar mikið til
hinnar níðþröngu Mónakó-braut-
ar en í furstadæminu er boðið upp á
tuttugu og eina beygju, þar af þrjár
s-beygjur og eitt nálarauga sem leið-
ir út á lengsta beina kafla brautarinn-
ar. Það gefur því auga leið að framúr-
akstur verður erfiður og tímatakan því
aldrei mikilvægari, sérstaklega miðað
við það sem er undir.
„Það einfaldlega nauðsynlegt fyr-
ir alla nema Alonso að vera á fremsta
stað á ráslínu,“ segir formúluspekingur
Íslands, Gunnlaugur Rögnvaldsson,
sem mun að sjálfsögðu lýsa keppn-
inni í beinni á Stöð 2 Sport á sunnu-
daginn. „Það verður hálfur sigur unn-
inn á laugardeginum og þar verður án
efa mikil spenna. Það er einfaldlega
háspennudæmi fram undan hjá öku-
mönnunum,“ segir Gunnlaugur en
Red Bull landaði tveimur efstu sætun-
um í Abu Dhabi í fyrra og þá leit liðið
gríðarlega vel út síðastliðinn sunnu-
dag í Brasilíu þar sem það vann tvö-
falt. Er ekki hætt við því að liðið verði
fremst á ráslínu og stingi af?
„Vettel hefur verið á miklu flugi
og sálrænt séð er hann í fantaformi.
Webber hefur ekki unnið í sex mót-
um í röð en í Suður-Kóreu átti hann
möguleika á góðum bita en féll úr leik
vegna eigin mistaka. Red Bull-menn
tóku efstu tvö sætin þarna í fyrra og
þeir verða sterkir á ný. Hvort þeir
stingi af í ár er ég ekki svo viss um,“
segir Gunnlaugur.
Ferrari-svindlið eins og
rangstöðumark
Alls ekki er ólíklegt að gríðarlega at-
hyglisverð staða komi upp í Abu
Dhabi. Miðað við gengið í síðustu
mótum gæti Sebastian Vettel auðveld-
lega leitt keppnina og Mark Webber
orðið annar. Verði staðan þannig og
Alonso ekki neðar en í fjórða sæti þarf
Vettel að taka mikilvæga ákvörðun
um hvort hann ætli að hleypa Webber
fram úr sér. Komi Vettel fyrstur í mark,
Webber annar og Alonso í þriðja eða
fjórða standa Red Bull-menn uppi án
heimsmeistaratitils ökumanna þrátt
fyrir að vinna tvöfalt í Abu Dhabi.
„Það er alveg ómögulegt að segja til
um hvað menn gera. Eigandi Red Bull
vill ekki að liðið sitt sé með einhvern
leikaraskap en Christian Horner fram-
kvæmdastjóri hefur sagt að ökumenn-
irnir verði sjálfir að taka ákvörðun
um þetta mál. Þetta er bara spurning
um hvert eðli íþróttarinnar er. Sumir
horfa á þetta sem einstaklingsíþrótt
en aðrir liðsíþrótt,“ segir Gunnlaugur
en á Hockenheim í sumar hleypti Fel-
ipe Massa liðsfélaga hjá Ferrari, Fern-
ando Alonso, fram úr sér og gaf hon-
um þannig sjö aukastig. Mikið hefur
verið skrifað og skrafað um þetta mál
og vilja margir innan Formúlunnar
ytra meina að verði Alonso meistari sé
það illa fenginn titill.
„Dómararnir dæmdu í þessu máli
þegar það gerðist og það stendur. Það
er ekkert hægt að gráta Björn bónda
yfir hálft tímabilið. Þetta er ekkert
ósvipað því þegar rangstöðumark í
fótbolta er látið standa. Þetta gerðist,
dómararnir sektuðu Ferrari og þar
með lauk málinu,“ segir Gunnlaugur.
Tölfræði um lokamótið
Gunnlaugur heldur úti síðunni kapp-
akstur.is en þar má finna alls kon-
ar tölfræði í kringum lokamótið. Við
grípum fyrst niður í athyglisverða
staðreynd um þann sem líklegast
er að landi heimsmeistaratitlinum,
Fernando Alonso: „Alonso hefur lok-
ið flestum hringjum allra, eða 1.065
af 1.074. Hann hefur bara leitt 126 af
þeim, sem er mögulega lægsta hlutfall
nokkurs meistara síðan Keke Rosberg
leiddi 84 hringi árið 1982 í 16 mót-
um. Alonso gekk ekki vel í Abu Dhabi
í fyrra með Renault. Hann ræsti af stað
í fimmtánda sæti og lauk keppni í því
fjórtánda. Ferrari komst ekki í loka-
umferð tímatökunnar í fyrra og ekki í
stigasæti í mótinu.“
Einnig er velt upp hinum ýmsu
möguleikum varðandi atburðarás í
Abu Dhabi.
„Ef Webber vinnur mótið í Abi
Dhabi, þá verður Alonso að ná öðru
sæti til að landa meistaratitlinum,
Webber væri þá með 263 stig, en
Alonso 264.
Ef Vettel vinnur mótið, þá dugar
Alonso að ná fjórða sæti til að hampa
titlinum í stað Vettels. Ef Alonso verð-
ur fimmti og Vettel fyrstur, þá fengju
báðir 256 stig og þeir væru báðir með
sama árangur hvað varðar fyrsta, ann-
að og þriðja sæti. En Vettel fengi titil-
inn, þar sem hann er búinn að vera
þrisvar í fjórða sæti, en Alonso bara
tvisvar. Svo bætist við þetta að ef
Webber nær öðru sæti á eftir Vettel, þá
yrði hann líka með 256 stig, en 4 sigra
en Alonso og Vettel 5 og Webber tapar
því fyrir þeim.“
Úrslitastund
í Abu DhabiTuttugasta og síðasta mótið í Formúlu 1 á keppnisárinu 2010 fer fram í Abu Dhabi á sunnudaginn. Þar verður heims-meistarinn krýndur en fjórir menn eiga
möguleika á honum. Fernando Alonso
á Ferrari leiðir stigamótið en Red Bull-
strákarnir Mark Webber og Sebastian
Vettel fylgjast fast á hæla hans. Lewis
Hamilton á McLaren á einnig veika von.
Gunnlaugur Rögnvaldsson, formúlu-
spekingur Íslands, sér fram á spennandi
mót í furstadæminu.
1 Fernandoalonso 246 stigFerrari
Þjóðerni: Spænskur
Sigrar í ár: 5
Á verðlaunapalli: 10 sinnum
Verður meistari ef hann vinnur
í Abu Dhabi. Má verða annar ef
Webber vinnur. Má enda fjórði ef
Vettel vinnur.
3 sebastian Vettel 231 stigRed Bull
Þjóðerni: Þýskur
Sigrar í ár: 4
Á verðlaunapalli: 9 sinnum
Verður meistari ef hann vinnur
í Abu Dhabi og Fernando Alonso
endar í fimmta sæti.
2 markwebber 238 stigRed Bull
Þjóðerni: Ástralskur
Sigrar í ár: 4
Á verðlaunapalli: 10 sinnum
Verður meistari ef hann vinnur
í Abu Dhabi og Fernando Alonso
endar í þriðja sæti.
STIGAKEPPNI ÖKUMANNA
Ökumaður Lið Stig
1. Fernando Alonso Ferrari 246
2. Mark Webber Red Bull 238
3. Sebastian Vettel Red Bull 231
4. Lewis Hamilton McLaren 222
5. Jenson Button McLaren 199
6. Felipe Massa Ferrari 143
7. Nico Rosberg Mercedes 129
8. Robert Kubica Renault 126
9. M. Schumacher Mercedes 72
10. R. Barrichello Williams 47
11. Adrian Sutil Force India 47
STIGAKEPPNI BÍLASMIÐA
Lið Stig
1. Red Bull 469
2. McLaren 421
3. Ferrari 389
4. Mercedes 201
5. Renault 145
6. Williams 69
7. Force India 68
8. Sauber 45
9. Toro Rosso 11
10. Hispania 0
11. Lotus 0
12. Virgin 0
STIGAGjÖF Í FoRMúLU 1
1. 25 stig, 2. 18 stig, 3. 15 stig,
4. 12 stig, 5. 10 stig, 6. 8 stig,
7. 6 stig, 8. 4 stig, 9. 2 stig, 10. 1 stig
staðan
BÍLLINN GæTI KLÁRAÐ dæMIÐ Þegar Red Bull-bíllinn er sem bestur er hann
einfaldlega ósnertanlegur. MyNd REUTERS
TóMAS ÞóR ÞóRÐARSoN
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
föstudagur 12. nóvember 2010 sport 55