Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 8
8 fréttir 10. desember 2010 föstudagur Njótum aðventunnar saman Pétur Þorsteinn Óskarsson, tals- maður Skipta, segir í svörum við fyr- irspurnum DV um skuldastöðu fé- lagsins að skuldirnar séu að mestu tilkomnar vegna kaupa félagsins á Landssímanum af ríkinu árið 2005. Skuldir félagsins hækkuðu um átján milljarða í hruninu, en í dag standa skuldir félagsins í sjötíu og fjórum milljörðum króna. Í síðustu viku var greint frá sam- komulagi Skipta við lánardrottna sína um 19 milljarða króna greiðslu upp í lánin. Eftir standa um 55 millj- arða króna skuldir í félaginu. Pét- ur segir að skuldastöðuna megi að mestu leyti skýra með kaupunum á Landssímanum, hruninu og nokkr- um útrásarverkefnum. Húsnæði selt Símanum var skipt upp árið 2006 og félagið Skipti, sem hafði runnið inn í Símann við kaupin á Landssím- anum, varð aftur að sjálfstæðri ein- ingu. Á sama tíma færðust húseign- ir Símans inn í félagið Jöfra auk þess sem grunnnet fyrirtækisins færðist í dótturfélagið Mílu. Skipti varð móð- urfélag hinna þriggja. „Tilgangurinn var að öll lántaka færi í gegnum eitt félag til einföld- unar og einnig með það markmið að Skipti sem eitt stórt félag nyti betri kjara heldur en hvert og eitt dótturfélag,“ segir Pétur sem bendir á að aldrei hafi arður verið tekinn út úr félaginu. Árið 2007 var svo fasteignafélag- ið Jörfi selt til móðurfélags Skipta, Exista, og fylgdu þar með allar fast- eignir félagsins. Í síðustu viku var greint frá því að í bókum Exista væri Skipti metið verðlaust félag. Félagið var í eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona. Fjarskiptakerfin helsta eignin Efnislegar eignir félagsins seg- ir Pétur vera fyrst og fremst fjar- skiptakerfin sem eru í eigu dótt- urfélaganna Símans og Mílu. Í árshlutareikningi félagsins sést að kaupverð kerfanna er fjörtíu og átta milljarðar króna. „Bókfært virði er minna þar sem búið er að afskrifa hluta eignanna þó þær gefi að sjálf- sögðu áfram tekjur af sér,“ segir Pét- ur. Samkvæmt árshlutareikningi frá 30. júní kemur fram að efnisleg- ar eignir Skipta, fjarskiptabúnaður, byggingar og landsvæði og alls kyns útbúnaður, sé einungis metinn á samtals fimmtán milljarða króna. Þessar eignir gefa þó af sér tekjur þó að bókfært virði þeirra hafi verið umtalsvert afskrifað. Ætla að borga Pétur segir það raunhæft að Skipti standi undir lánunum þrátt fyrir að félagið hafi skilað rúmlega tíu millj- arða króna tapi á síðasta ári. Það sem af er þessu ári hefur þó fyrir- tækið skilað tæpum fjórum og hálf- um milljörðum í hagnað. „Engar skuldir hafa verið afskrifaðar og öll lán Skipta eru í skilum,“ segir hann en segir ljóst að lengja þurfi í lánum félagsins. „Við gerum ráð fyrir að hefja vinnu við endurfjármögnun á næsta ári,“ segir Pétur. „Vilji fólk fá rétta mynd af nettó- skuldastöðunni ber að draga frá reiðufé félagsins sem er um 20 milljarðar króna en Skipti hafa í öllum meginatriðum náð sam- komulagi við lánveitendur um að greiða 19 milljarða af þessari upp- hæð inn á lán og lækka þau þá sem því nemur. Þá ber að draga kröfu félagsins á bankastofnanir vegna gjaldmiðlaskiptasamninga frá en sú krafa er í bókum Skipta færð á um 10,5 milljarða króna, miðað við gengi Seðlabanka Íslands.“ LANDssÍMALÁNIN ERU sTÆRsTU sKULDIRNAR Kaupin á Landssímanum eru stærsta ástæðan fyrir slæmri skuldastöðu Skipta, móð- urfélags Símans. Félagið keypti Landssímann af íslenska ríkinu árið 2005 fyrir sextíu og sjö milljarða króna auk yfirtöku á átta milljarða skuld. Skipti er metið verðlaust í bókum Exista, móðurfélags þess. aðalsteinn kjartansson blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is Það er þó jafn-ljóst að það þarf að lengja í lánum fé- lagsins. exista Móður- félag Skipta var í eigu bræðranna Lýðs og Ágústar Guðmundssona. landssímakaupin Skipti keypti Landssímann árið 2005 og sitja skuldir vegna þeirra kaupa ennþá í félaginu. Þann 14. desember verða liðin 100 ár frá því fyrsta tölublað Vísis, forvera DV, kom út. Þá kom í fyrsta skipti út Vísir til dagblaðs í Reykjavík, auglýsinga- og fréttablað fyrir Reykvíkinga. Blað- ið hefur verið gefið út nánast samfellt þessi 100 ár, fyrst undir nafni Vísis og síðar sem sameinað blað Vísis og Dag- blaðsins, undir nafninu DV. Í tilefni þessa merkisáfanga mun DV blása til 100 ára afmælis- veislu á Ingólfstorgi laugardaginn 11. desember, klukkan 15.00 – 18.00. Afmælishátíðin verður sannkölluð fjölskylduskemmtun og allir aldurs- hópar eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Skemmtiatriðin verða ekki af lakari endanum. Leikhóp- urinn Lotta sýnir leikrit fyrir börn- in og jólasveinar koma í heimsókn. Fjallabræður, Bubbi Morthens og Bjartmar og Bergrisarnir taka lagið. Ölgerðin mun gefa Malt og Appel sín og Nói Siríus gefur sælgæti. Kynnir á hátíðinni verður Dr. Gunni. Allir les- endur DV, sem og aðrir, eru boðn- ir hjartanlega velkomnir í afmælið á laugardaginn. Vegna stórafmælisins hefur einnig verið sett upp afmælissýning DV á Ing- ólfstorgi. Á torginu hefur verið kom- ið fyrir tíu skiltum. Á þeim er stiklað á stóru í sögu DV í gegnum tíðina. Á hverju skilti má finna sögulegustu og áhugaverðustu forsíður hvers áratug- ar fyrir sig og kennir þar ýmissa grasa. Óhætt er að segja að sýningin sé sögu- leg veisla. solrun@dv.is DV blæs til afmælishátíðar á Ingólfstorgi um helgina: aldarafmæli DV afmælishátíð Sýning hefur verið sett upp á Ingólfstorgi í tilefni afmælis DV. mynD sigtryggur ari jóHanna og steingrímur: Fáruðust yfir synjun Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra voru ómyrk í máli þegar Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, synjaði frumvarpi um Icesave-samkomulagið 5. janúar síðastliðinn. Samningurinn sem var hafnað þá var kallaður Svavarssamningurinn og var kenndur við Svavar Gestsson sem leiddi samninganefnd Íslend- inga. Steingrímur J. Sigfússon sagði, þegar sá samningur var í höfn, að afar mikilvægt hefði verið að fá botn í málið og að samningurinn væri hagstæður. Þessu voru þingmenn stjórnar- andstöðunnar ósammála og sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, að Svavarssamningurinn myndi gera út af við þjóðfélagið. Þegar forsetinn svo synjaði frum- varpinu staðfestingar sagði ríkis- stjórnin það hafa sett efnahagsáætl- un stjórnvalda í tvísýnu. Án þessara lána væri fjármögnun efnahagsá- ætlunarinnar ótrygg og framhald hennar óvíst. Jóhanna Sigurðardótt- ir sagði: „Óvissa eða uppnám í fjár- málalegum samskiptum við önnur ríki getur haft ófyrirsjáanlegar, víð- tækar og mjög skaðlegar afleiðing- ar fyrir íslenskt samfélag,“ sagði Jó- hanna. Gefa fimm þúsund smokka Reykjavíkurdeild Rauða kross Ís- lands og HIV Ísland munu dreifa fimm þúsund smokkum til almenn- ings á næsta ári. Dreifingin er liður í samstarfi þessara aðila en það er Pa- sante á Íslandi sem leggur til smokk- ana, að því er segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. „Á nýju ári mun Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og HIV Íslands hefja forvarnarátak sem er liður í samstarfi félaganna. Smokkadreif- ingin skipar stóran sess í því sam- starfi og rík áhersla verður lögð á að efla vitund ungs fólks um HIV og ná til áhættuhópa varðandi HIV-smit,“ segir í fréttatilkynningunni. Það er umboðsaðili smokkanna hér á landi sem leggur þá til átaksins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.