Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 30
Hamlet og Don Carlos Á morgun og á laug- ardag verða tvær beinar útsendingar í Sambíóunum í Kringlunni frá breska þjóðleikhúsinu, National Theatre í London og Metrop- olitan-óperunni í New York. Sú fyrri, sem er frá National Theatre, er frá nýrri uppfærslu leikhússins á Hamlet Shakespeares með Rory Kinnear í titilhlutverkinu. Á laugardaginn verður svo ópera Verdis, Don Carlo, flutt af sviði Metropolitan-óperunnar. Þetta er einnig ný uppfærsla undir stjórn Nicholas Hytners, með Roberto Alagna í aðalhlutverki. Útsendingin er endurflutt á miðvikudag. JólalJós í BústaðakirkJu Tónleikarnir Jóla- ljós fara fram í Bústaðakirkju miðvikudaginn 15. desember klukk- an 20.00. Það er Kór kirkjunnar sem stendur fyrir tónleikunum en hann mun fá til liðs við sig góða gesti. Þar má nefna Örn Árnason og Ívar Helgason sem gaf út plötuna Jólaljós. Strengjasveit, blásarar og hrynsveit leikur undir stjórn Jónasar Þóris kantors sem einnig stjórnar Kór Bústaðakirkju. Á efnisskránni eru þekkt jólalög í nýjum útsetningum, ný lög og eldri. Miðaverð er aðeins 2.500 kr. og fer miðasala fram í Bústaðakirkju og hjá kórfélögum. Dúndrandi hamingja Á plötunni Allt er eitthvað fylgir tölv- unarfræðingurinn Jónas Sigurðsson eftir plötunni Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, sem kom út fyrir þrem- ur árum. Hann nýtur liðsinnis hljóm- sveitarinnar Ritvélar framtíðarinn- ar sem leikur undir með honum. Þar eru á ferð dúndrandi hljóðfæraleikar- ar sem eiga frábæra spretti á plötunni. Heyra má blásturshljóðfæri, ýmiss konar hljómborð, gítar og rafmagns- dót, sem undirritaður kann ekki frek- ari skil á. Það er alveg ljóst frá fyrstu hlustun að hér er á ferð metnaðarfull útgáfa. Fyrir utan hljóðfæraleikarana þá er Jónas sjálfur alveg hrikalega flott- ur, þar sem hann blandar saman hefð- bundnum rokksöngi, tali og einhverju sem gæti mögulega flokkast sem rapp. Útkoman er tónlist sem hentar þeim mjög vel sem hafa gaman af því að dilla sér eða vilja tromma á stýrið í bílnum. Tónlistin er taktföst, töff og mjög skemmtilega útsett. Í hverju ein- asta lagi skín í gegn metnaðurinn til að búa til vandaða tónlist. Hann þarf örugglega að berja frá sér auglýsinga- stofur og kvikmyndagerðarmenn sem standa í röðum til að fá að nota tón- listina hans. Hún er einhvern veginn þannig. Platan inniheldur meðal annars smellinn Hamingjan er hér, sem byrj- aði að hljóma í útvarpinu í haust og vakti mikla lukku. Fleiri álíka hressandi og fjörug lög eru á plötunni. Þar má meðal annars nefna titillag plötunn- ar, Allt er eitthvað, Hleypið mér út úr þessu partýi og Skuldaólin. Uppskrift- in er víðast hvar sú sama. Áhersla er lögð á búa til svala tónlist með föstum takti og frábærum hljóðfæraleik. Ofan á það allt bætist hinn fjölhæfi Jónas sem fer á kostum. Frábær plata! Valgeir Örn Ragnarsson 30 fókus 10. desember 2010 föstudagur líkmenn í mosfellsDal Laugardaginn 11. desember mun rithöfundurinn Bjarki Bjarnason lesa úr nýrri skáldsögu sinni, Lík- menn glatkistunnar, í Mosfellsdal. Nánar tiltekið í galleríi Þóru Sigur- þórsdóttur leirlistakonu á Hvirfli. Líkmenn glatkistunnar er fyrsta skáldsagan sem Bjarki sendir frá sér en hann hefur áður sent frá sér sagnfræðirit, barnabækur og ljóða- bók svo eitthvað sé nefnt. Bjarki var meðal annars aðalhöfundur bókanna Ísland í aldanna rás sem fjalla um sögu Íslands á 18. og 19. öld. Líkmenn glatkistunnar fjallar um sjómennina Ingólf Arnarson og Leif fóstbróður hans, raunir þeirra í fríríkinu Friðriksíu í Danmörku á áttunda áratugnum. Í Friðriksíu hafa íbúarnir sett sér lífsreglur sem ekki hafa tíðkast áður. Þar drífur margt óvenjulegt á daga fóstbræðranna en allt tekur enda og þegar íslenska þjóðin fagnar 1.100 ára búsetu sinni heldur Ingólfur Arnarson heim til Íslands þar sem hinn nýi landnáms- maður mætir örlögum sínum. Upp- lesturinn hefst klukkan 15.00. Heimildamynd Catfish Ágætlega upp- byggð heimilda- mynd um þrjá vini sem komast að því að ekki er allt sem sýnist á internet- inu. Myndin er þó óþarflega löng. leikverk Gili- trutt Leikbrúðan er elsti leikarinn, segja sumir. Vel má vera að svo sé, þó að uppruni þessarar undarlegu listar sé að vísu myrkri og móðu hulinn. Brúðuleiklistin er eflaust sá þáttur leiklistarinnar sem okkur hættir hvað mest til að vanmeta, gleyma jafnvel alveg. mælir með... mælir ekki með... kvikmynd harry Potter and the deadly hallows: Part i Tiltölulega lítið virðist gerast á þessum 150 mínútum, þannig að maður hallast að því að þessi skipting hafi verið ákvörðun markaðsfólksins, svo hægt væri að græða vel á tveimur kvikmyndum í stað einnar. kvikmynd the Joneses Mynd sem vantar allt hjarta í og erfitt er að tengjast sögupersónunum. Kaldhæðni að mynd um fjölskyldu sem er gangandi auglýsing virki eins og auglýsing. Allt er eitthvAð Flytjandi: Jónas Sigurðsson. Útgefandi: Cod Music. m yn d d av íð þó r Maður er að taka á ýmsum málefnum í bókunum,“ segir barnabókahöfundur- inn Huginn Þór Grétarsson. Hug- inn er einn allra afkastamesti rit- höfundur landsins en hann er með fjórar bækur í jólabókaflóðinu þetta árið. Kanínan sem fékk aldrei nóg, Ormur gutti og litli indjáninn, Lag- arfljótsormurinn og Skýjahnoðr- ar eru allar komnar í verslanir. „Ég er að taka þarna á samfélagsmálum og barnamálum. Svo eru auðvitað sumar bækurnar almenns eðlis sem taka á uppeldinu, eins og einu sinni skrifaði ég um skilnaðarbörn,“ segir Huginn sem er með meistaragráðu í viðskiptafræði en hann hvarf frá lífi sínu sem verðbréfamiðlari til þess að ferðast og á endanum gerast barna- bókahöfundur. líka fyrir fullorðna Kanínan sem fékk aldrei nóg er ein fjögurra bóka sem Huginn gefur út fyrir þessi jól. Hún er er lystilega myndskreytt af Brad D. Nault og fjall- ar um kanínu sem safnar og safn- ar mat og, eins og titillinn gefur til kynna, fær hún aldrei nóg. Hún nær þó aldrei að njóta auðæfanna heldur drepst hún með tóman magann en græðgin fer á endanum með hana. „Börnin sjá þetta auðvitað á sinn hátt. Þau sjá þessa græðgi í kanín- unni. Að hún lætur sér ekkert duga og finnur engin takmörk. Foreldr- ar sem lesa bókina munu þó aftur á móti sjá þarna ljóslifandi útrásarvík- inga á meðan þeir lesa bókina fyrir börnin. Ég gerði svipaða bók í fyrra þar sem fullorðnir hlæja að svörtum Barnabókahöfundurinn Huginn þór Grétarsson er með fjórar bækur í jólabókaflóðinu þetta árið. Bækur Hugins eru jafnan með undirliggjandi boðskap sem bæði börn og fullorðnir geta lært af. Þessi jólin skrifar hann meðal annars um kanínu sem er útrásarvíkingur. Huginn starfaði sjálfur í kringum peninga og verðbréf lengi en sagði skilið við það líf til að ferðast og gerast rithöfundur. Úr viðskiptalífinu í barnabækurnar Bækur fyrir börn og fullorðna Huginn Þór Grétarsson er með fjórar bækur á markaðnum þessi jólin sem allir geta lært eitthvað af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.