Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Side 84
84 sport umsjón: tómas þór þórðarson tomas@dv.is 10. desember 2010 föstudagur
ALLTAF TEKINN
ÚR UMFERÐ
Handknattleiksmaðurinn Heiðmar Felix-
son tók í sumar við þýska fjórðu deildar
liðinu TS Großburgwedel en hann er spil-
andi þjálfari liðsins. Hann hefur nú verið
nánast óslitið atvinnumaður erlendis í ell-
efu ár, bæði í Þýskalandi og á Spáni. Heið-
mari líkar mjög vel í Þýskalandi. Giftist
þýskri konu í vor og segir ólíklegt að hann
flytji til Íslands í náinni framtíð.
Handknattleiksmaðurinn Heið-
mar Felixson ákvað í sumar að ger-
ast spilandi þjálfari þýska liðsins TS
Großburgwedel sem spilar í fjórðu
deild þar í landi. Á síðasta tímabili
lék hann með TusS N-Lübbecke í
þýsku Bundesligunni en hafði þar
áður leikið fimm tímabil með liði
Hannover Burgdorf (Burgdorf) sem
Aron Kristjánsson þjálfar nú. Í sam-
tali við DV segir Heiðmar að það hafi
ekki verið erfið ákvörðun að taka að
sér lið í fjórðu deildinni. Hann hafi
þó fyrst verið í viðræðum við Burg-
dorf en ekki hafi gengið að semja við
þá. „Það var heimþráin sem réð því
að ég snéri til baka,“ segir Heiðmar
en Großburgwedel er smábær ná-
lægt Hannover líkt og Burgdorf.
alltaf tekinn úr umferð
„Ég er alltaf tekinn úr umferð,“ seg-
ir Heiðmar aðspurður hvort hann
sé ekki besti leikmaðurinn í fjórðu
deildinni. Það eigi bæði við um hann
og litháísku skyttuna Robertas Pauz-
uolis. „Það gerist í hverjum einasta
leik. Líklega er það þó bara vegna
þess að við erum báðir þekktir leik-
menn hérna í Hannover,“ segir hann.
Þeir spiluðu saman hjá Burgdorf í
nokkur ár og var það eitt fyrsta verk
Heiðmars hjá TS Großburgwedel að
fá Pauzuolis til liðs við félagið. Marg-
ir Íslendingar kannast sjálfsagt við
Pauzuolis en hann lék með Fram,
Haukum og Selfossi.
Bjóst aldrei við að verða þjálfari
„Það er töluvert erfiðara en ég bjóst
við að vera bæði þjálfari og leikmað-
ur,“ segir hann. Þetta er þó ekki fyrsta
þjálfarastarf Heiðmars. Þegar hann
var hjá Burgdorf þjálfaði hann bæði
yngri flokka og neðra lið meistara-
flokks. Hjá TS Großburgwedel þjálfar
hann líka yngri flokka liðsins. „Fyr-
ir fjórum árum bjóst ég alls ekki við
því að verða nokkurn tímann þjálfari.
Mér gekk hins vegar vel með þjálfun-
ina hjá Burgdorf. Þetta hentar mér
vel og ég náði vel til leikmanna,“ segir
hann. Stefnan hjá honum er að koma
TS Großburgwedel úr fjórðu deild og
upp í aðra deild innan þriggja ára.
Ábyrgð íslenskra leikmanna
Honum líkar vel að þjálfa börn en
segir það þó vissulega oft krefjandi.
„Þetta er mjög gefandi en stundum
geta börnin þó verið svo erfið að ég
fer jafnvel að blóta þeim. Það get
ég hins vegar gert á íslensku sem er
gott,“ segir Heiðmar hlæjandi. Tölu-
verður munur sé þó á þjálfun yngri
flokka í Þýskalandi og á Íslandi. Í
Þýskalandi fái sem dæmi efnilegir
leikmenn í yngri flokkum ekki að æfa
með meistaraflokki í sama mæli og á
Íslandi.
„Ég spilaði minn fyrsta meistara-
flokksleik 15 ára gamall í handbolta
og 16 ára í fótbolta,“ segir Heiðmar.
Að hans mati er ábyrgðin sem efni-
legir ungir leikmenn þurfa að axla
heima mjög jákvæð. Það sé ein helsta
ástæða þess að Íslendingar eigi jafn
mikið af góðum handknattleiks-
mönnumm og raun ber vitni. „Gott
dæmi er Aron Pálmarsson sem kom
til Þýskalands 18 ára gamall. Þá var
hann bara tilbúinn eftir að hafa æft
og spilað með meistaraflokki FH í
þrjú ár,“ segir Heiðmar.
Bæði þórsari og Ka-maður
Heiðmar er 33 ára og ólst upp á
Akureyri og æfði alltaf bæði hand-
bolta og knattspyrnu. Lék hann með
Þór í handbolta til 17 ára aldurs eða
þar til Alfreð Gíslason fékk hann til
liðs við KA árið 1995. Hann hélt þó
áfram að spila knattspyrnu með Þór
og spilaði fyrsta meistaraflokksleik-
inn gegn KR 16 ára gamall í Frosta-
skjóli. „Ég er harður KA-maður í
handbolta en harður Þórsari í knatt-
spyrnu. Líklega eru ekki margir svo-
leiðis,“ segir Heiðmar í gamansöm-
um tón. Foreldrar hans fluttu hins
vegar til Dalvíkur árið 1997 en þang-
að fer Heiðmar oft um sumur og jól.
Hefur hann starfað sem lögreglu-
maður á Dalvík og þá tekið fram
knattpyrnu skóna og spilað með Þór.
Hann lék handbolta með KA
1995 til 1997, Stjörnunni 1997 til
1999, Wuppertal 1999 til 2001 og tók
svo eitt tímabil með KA 2001. Eftir
það spilaði hann tvö ár með Bida-
soa á Spáni en hélt aftur til Þýska-
lands árið 2004. Gekk þá til liðs við
Burgdorf sem spilaði á þeim tíma
í þriðju deild. Mönnum á Íslandi
hafi þótt það umdeild ákvörðun. Að
mati Heiðmars búa handboltamenn
í Þýskalandi þó við meira öryggi á
mörgum sviðum en á Spáni og hafi
það ráðið úrslitum. Aðal lega trygg-
inga- og peningalega séð.
Vinsæll íþróttamaður í Hann-
over
Átti Heiðmar fimm tímabil með
Burgdorf sem hann segir að hafi ver-
ið góður tími. „Þegar ég kom til Burg-
dorf þroskaðist ég mest sem leik-
maður þótt ég væri að spila í annarri
og þriðju deild,“ segir hann. Heiðmar
er einn vinsælasti leikmaðurinn sem
spilað hefur með liðinu. Þótti hon-
um það því nokkuð sárt að hafa ekki
getað gengið aftur til liðs við Burg-
dorf eftir að hafa gert munnlegt sam-
komulag um það.
Sem dæmi um vinsældir
Heiðmars hjá Burgdorf má nefna
að árið 2005 varð hann í þriðja sæti
í valinu á íþróttamanni Hannover.
Eini handboltamaðurinn sem hef-
ur fengið þau verðlaun. Í fyrsta sæti
varð Robert Encke, fyrrverandi
landsliðsmarkvörður Þýskalands í
knattspyrnu sem svipti sig lífi árið
2009. Enke er þekktasti íþróttamað-
ur Hannover. Annar varð varnarmað-
urinn Per Mertesacker, sem leikur nú
með Werder Bremen og þýska lands-
liðinu.
Fékk svín í brúðkaupsgjöf
Heiðmar er giftur þýskri konu sem
heitir Sandra Peiter og starfar sem
kennari. Giftu þau sig í Þýskalandi í
vor og síðan aftur að Árskógsströnd
í sumar. Heiðmar og Sandra búa
á bóndabæ í Burgdorf sem er rétt
utan við Hannover. Fengu þau með-
al annars tvö svín í brúðkaupsgjöf í
Burgdorf í vor. Heiðmar á síðan fjóra
stráka sem allir eru búsettir á Akur-
eyri en þeir heita Ívan Geir, tvíbur-
arnir Aron Ingi og Óðinn Freyr og sá
yngsti heitir Róbert Orri. Segir hann
að strákarnir séu duglegir að heim-
sækja hann til Þýskalands.
stefnir á hestarækt
„Ég reikna ekki með að spila aftur á
Íslandi,“ segir Heiðmar aðspurður
hvort slíkt sé í myndinni. Það sé frek-
ar markmiðið hjá sér að fá íslenska
leikmenn til liðs við TS Großburg-
wedel. Honum líði mjög vel í Þýska-
landi. Hann og Sandra ætli sér að
koma upp hestarækt í Burgdorf en
Heiðmar er mikill hestaáhugamaður.
„Draumurinn er að byggja upp hest-
arækt með íslenskum hestum. Síðan
þarf ég að passa upp á svínin mín.
Þau voru pinkulítill þegar við feng-
um þau í brúðkaupsgjöf. Núna eru
þau búinn að stækka og eru farinn að
eyðileggja allt,“ segir Heiðmar.
Íslensk tónlist sefar heimþrána
Hann segist ótrúlega oft sakna Ís-
lands. „Ég finn það ótrúlega oft þegar
ég hlusta á íslenska tónlist. Þá fer ég
að sakna Íslands. Núna hlusta ég sem
dæmi bara á íslenska jólatónlist,“ seg-
ir hann. Oft sé erfitt að geta ekki verið
viðstaddur ættarmót eða afmæli hjá
ættingjum. Þá hlusti hann oft á Álfta-
gerðisbræður eða Óskar Pétursson og
þannig nái hann að takast á við heim-
þrána. Oftast reynir hann að fara til
Íslands um jólin og síðan reynir hann
að vera tvo mánuði á Dalvík og Ak-
ureyri yfir sumarið. „Það fyrsta sem
ég geri er að fá mér SS-pylsu og malt
þegar ég kem til Íslands,“ segir Heið-
mar að lokum.
annas sigmundsson
blaðamaður skrifar: as@dv.is
Íslensk tónlist gegn heimþránni
Handknattleikmaðurinn Heiðmar Felixson
á jólamarkaði fyrir framan aðallestarstöðina
í Hannover. Hann segist hlusta á óskar
Pétursson og Álftagerðisbræður til að losna
við heimþrá. mynd as
reynslan Heiðmar, sem er hér í leik með Lübbecke, á að baki 55 landsleiki en í þeim
hefur hann skorað 67 mörk. mynd oliVer Krato