Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 65
föstudagur 10. desember 2010 viðtal 65 og bætir við að hún hafi eitt sinn verið kosin guðmóðir Álftaness. „Það hafa gerst kraftaverk í kringum þessi börn sem hafa komið til mín af því að ég tala við þau af viti og virðingu. Það er erfitt að vera unglingur í dag. Samkeppnin er gífurleg, þau eru að bera sig saman hvert við annað og eru hrædd um að falla ekki inn í fyr- irfram ákveðna mynd. Þetta er hættulegasti ald- urinn fyrir sjálfsvíg.“ Sagði upp móðurhlutverkinu Sigga á þrjú uppkomin börn sem búa hjá henni á Álftanesinu. „Börnin mega búa hjá mér ævi- langt en ég sagði upp móðurhlutverkinu í fyrra. Pétur sonur minn, sem er alltaf með allt á hreinu, sagði að þar sem ég hefði gegnt þessu starfi í 25 ár væri uppsagnartíminn talsverð- ur. Ég bara nenni ekki að þjónusta þau leng- ur því að mér finnst ekkert gaman að skúra og skrúbba. Ég er bara ekki með þetta beygjugen og get því ekki verið að beygja mig endalaust eftir dóti. Fólk hefur aldrei dáið úr skít en við getum dáið úr leiðindum,“ segir Sigga sem spá- ir oft í hvernig eigin jarðarför verði. „Ég ráðlegg fólki að sjá fyrir sér eigin jarðarför. Horfa ofan í kistuna og spá í hvort þú hefðir viljað hanga með þessari manneskju. Hefði hún verið vin- kona þín? Hefði þér fundist hún skemmtileg? Vildirðu vera eins og hún? Var hún kannski allt- af röflandi um það hver ætti að taka til og að það mætti ekki hafa hátt því hún væri að leggja sig?“ Vill vöðva og húmor Sigga hefur verið einhleyp í nokkurn tíma en er hamingjusöm. Hún viðurkennir þó að hún myndi ekki afþakka boðið ef ástin bankaði upp á. „Ég fæ hamingjutilfinningu þegar ég vakna. Mér finnst ég svo heppin að vera ég. Maður get- ur skilið við karlinn sinn, flutt úr landi og hætt í vinnunni en við þurfum alltaf að hanga með okkur sjálfum. Þess vegna verðum við að elska okkur. Þegar ég sé mig í speglinum kyssi ég mig og segi: „Sigga, þú ert æði.“ Það er svo gaman að finnast gaman með sjálfum sér. Ég er bara orðin sjálfkynhneigð,“ segir hún og skellihlær. Sigga sat nýlega fyrir með vöðvatröllinu Agli Einarssyni, betur þekktum sem Gillzenegger, en sama forlagið gefur út bækur þeirra. Hún seg- ir upplifunina hafa gert hana vandláta. „Nú vil ég bara vöðva,“ segir hún hlæjandi og bætir því við að þótt hún eigi ekki kærasta sé ekki skort- ur á vonbiðlum. Að auki segir hún af og frá að karlmenn séu hræddir við hana. „Ekki lengur. Þar sem orð eru álög er ég búin að breyta þessu. Ég segi þetta ekki lengur. Hins vegar verða þeir að vera dálítið sterkir. Ég er ekki fyrir veiklynda menn. Þeir þurfa að vera graðir… graðir í líf- ið. Og númer eitt, tvö og þrjú þá verða þeir að vera skemmtilegir. Annars dræpist ég úr leið- indum. Svo verða þeir að kunna kossalistina og þeir verða að elska krakkarassgötin mín því þau eru partur af mér og bæta mig upp á hverjum degi. Ég væri alveg til í að hætta að vera sjálfkyn- hneigð, ef einhver kæmi með stjörnur í augun- um og myndi skella mér. En ég bíð ekki lengur í dyrunum. Ég er hætt því.“ Börn alin upp sem hundar Sigga hélt stóra afmælisveislu í sumar þeg- ar hún fagnaði fimmtugsafmæli sínu. Börnin hennar hafa ekki enn gert hana að ömmu og hún segir ekkert liggja á í þeim efnum. Þó þver- tekur hún fyrir að óttast að verða gömul. „Ég predika yfir börnunum mínum að fólk verði að vera búið að koma hlutunum í lag í kringum sig áður en farið er út í barneignir. Það er ekkert grín að ala upp barn. Heill einstaklingur skýst út úr þér,“ segir Sigga, sem sjálf var 22 ára þegar hún varð mamma. „Að eiga eitt barn er mjög erfitt. Svo æfirðu þig og það verður auðveldara eftir því sem þau verða fleiri. Foreldrahlutverkið ætti að vera kennt í skólum. Við fæðumst ekki með þennan hæfileika. Ég hefði alið mitt fyrsta barn miklu betur upp ef ég hefði haft einhverja vitneskju. Börn í dag eru alin upp eins og hundar. Þau eru skömmuð ef þau gera eitthvað rangt og lokuð inni í herbergi. Þar af leiðandi eru þau allt lífið að leita að viðurkenningu. Okkur finnst við ekki góð nema við séum viðurkennd. Ef við megum ekki vera við sjálf þegar við erum krakkar getum við varla verið við sjálf þegar við verðum fullorð- in. Börn eiga bara að sitja stillt og prúð og kunna stærðfræði. Það er ekkert annað en ofbeldi. Við eigum að hrósa börnum fyrir það sem þau geta í stað þess að einblína á það sem miður fer. Einu sinni var ég spurð hvernig börnin mín hefðu það. Ég fór strax að telja upp: Hún Sigrún mín væri að útskrifast úr snyrtiskólanum, Pét- ur hefði fengið verðlaun og bikar og Guðbjörn skorað mark. Þá var ég spurð: Já, en Sigga, eru þetta góð börn? Þá sá ég og vissi að það eina sem skiptir máli í þessum montheimi er að gera góða einstak linga sem fara út í lífið og skapa góðan heim. Ef ég kenni þeim of mikla stærð- fræði verða þau bara útrásarvíkingar,“ segir hún hlæjandi. Skreytti í nóvember Sigga bíður komu jólanna með spenningi en er þó þegar búin að halda fyrsta jólaboð ársins. „Ég held alltaf jólaboð í október. Ég er fullorðin og ræð þessu sjálf. Þá skreytti ég allt húsið, var með pakka, keypti jólatré og skreytti og gestir komu í jólabúningum. Þetta var skemmtileg- asta jólaboð sem ég hef haldið,“ segir hún og bætir við að hún spili jólalög allt árið um kring enda sé ekki hægt að vera í fúlu skapi í júlí þegar Snæfinnur snjókarl sé á fóninum. Aðspurð segir hún mikinn hátíðarbrag fylgja aðfangadegi hjá fjölskyldunni. „Þar sem ég er búin að segja upp móðurhlut- verkinu næ ég fólkinu ekki oft saman í kvöld- mat. Þegar það gerist förum við með borðbæn, ræðum saman og höldumst í hendur. Svo not- um við tímann til að spila og á jólum er hér opið hús fyrir vini barnanna minna. Ég elska jólin en ég hata hins vegar áramótin og þar sem orð eru álög verð ég alltaf jafn hrædd þegar þessir brjál- æðingar fara að skjóta upp rakettum fyrir millj- ónir króna. Hjúpur heimsins telur að það sé komin styrjöld, dýrin verða hrædd og allir verða kolvitlausir enda búnir að hlakka svo mikið til þessa kvölds. Í ár ætla ég að vera á Bifröst um áramótin og eyða kvöldinu í að tala við álfana í hrauninu.“ Hlakkar til að deyja Sigga elskar að eldast og bíður með ofvæni eftir dauðanum. „Ég á eftir að verða svo hamingju- söm á sextugsaldrinum. Ég ætla samt aldrei að verða gömul því þá má ég ekki fá mér bleikt hár og þarf að vera voðalega settleg á Grund. Ég ætla að vera í brjáluðu stuði á elliheimil- inu og reyna að skandalast sem mest ég get. Ég hugsa að ég eigi eftir að hlæja mig inn í dauð- ann og mikið ferlega hlakka ég til. Þetta verður það skemmtilegasta ferðalag sem ég hef nokkru sinni hafið og ég er þegar farin að undirbúa mig. En á meðan ég lifi ætla ég að lifa og að lifa er að þora. Ef við getum verið hvaða jurt sem er af hverju þurfum við þá að vera gras? Af hverju veljum við ekki eitthvert hressilegra blóm? Ég geng svo langt að segja að allt sem gerist í lífinu sé okkur sjálfum að kenna og er kannski ekkert svo vinsæl fyrir vikið. Ég held bara að við köllum á alla hluti sem gerast, bæði með orði og hugsun. Í Biblíunni stendur: Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Guð. Ég trúi á orðið og val okkar. Sagan um bræðurna tvo í fangelsi er svo góð. Annar þeirra sá stjörnurnar en hinn rimlana. Við ráðum nefnilega hvað við sjáum. Þegar ég dvaldi í Kanada las ég bókina hennar Lynn Claybourne sem fjallar um að líf- ið sé leikvöllur. Ein setningin hennar hefur fest í huga mér: „Fyrirgefðu, en lífið bíður eftir þér.“ Við verðum að læra að fara eftir fyrsta boði því ef við hugsum of mikið um það sem við ætlum að gera þá leggjum við aldrei af stað.“ Hún var aðeins tólf ára gömul þegar hún fór að tala um að vilja deyja. Henni fannst allt ömurlegt og hún fann ekki hamingjuna hér á jörðinni. Ætlar aldrei að verða gömul Ég er ekki fyrir veiklynda menn. Þeir þurfa að vera graðir… graðir í lífið. Og númer eitt, tvö og þrjú þá verða þeir að vera skemmtilegir. Annars dræpist ég úr leiðindum. Öskrar á hafið Ef Sigga finnur fyrir löngun til að tala illa um náungann étur hún ofan í sig orðin og losar sig við þau ofan í klósettið. Þegar hún verður pirruð fer hún niður að sjó og öskrar á hafið og dansar trylltan dans á eftir. myndir Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.