Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 76
Magnús Leifsson, grafískur hönnuður og handritshöfundur, vinnur þessa dagana að gerð annarrar þáttaraðar af Steindanum okkar sem sýnd verður á Stöð 2 eftir áramót. Hann átti eitt sinn andsetinn páfagauk og getur horft aftur og aftur á Ferris Bueller ś Day Off. Magnús hefur lítinn áhuga á því að fara á trúnó með íslenskum ráðamönnum. Nafn og aldur? „Magnús Leifsson, 27 ára.“ Atvinna? „Grafískur hönnuður og handritshöfundur Steindans okkar.“ Hjúskaparstaða? „Í sambandi með Hildi Sigrúnu Valsdóttur, fata- og búningahönnuði.“ Fjöldi barna? „Ekki neitt.“ Hefur þú átt gæludýr? „Ég átti andsetna fuglinn Óliver fyrir mörgum árum.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Forgotten Lores og Gnúsi Yones á laugardaginn.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Nei.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín? „Peysa sem Hildur, kærastan mín, gerði og gaf mér í jólagjöf 2008.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmæl- um? „Já.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Semi.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Skammast mín ekki beint fyrir neitt en set samt spurningarmerki við eitthvað furðulegt „jungle“ sem ég datt í fyrir mörgum árum.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Nákvæmlega núna er það Runaway af nýjustu plötu Kanye West.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Fara á NBA-leik í mars.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Ferris Bueller´s Day Off, því mér finnst allt við hana vera sniðugt og skemmtilegt.“ Afrek vikunnar? „Keypti mitt fyrsta jólatré og síðan náðum við í vinnunni að taka heilan helling af góðu efni fyrir seríu tvö af Steindanum okkar.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Eftir nokkrar tilraunir þurfti ég að bíta í það súra epli að hljóðfæri væru ekki mín deild.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Já.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Fun and games.“ Hvaða íslenska ráðamann myndir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Pant ekki.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Væri til í eitthvað allsherjar sprell með Steve Nash því hann virkar endalaust góður á því.“ Hefur þú ort ljóð? „Nokkur „borderline“ ljóð fyrir Steindann okkar.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ice-a mann og annan í vinnunni.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Engum sem ég veit um. Lenti oft í því samt eitt sumar að fullir Bretar kölluðu á eftir mér að ég væri líkur Joe Cole.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Man öll símanúmer.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Prikið.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Tek síðasta internet-hringinn minn.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Að læra af mistökunum og halda áfram.“ Líkt við Joe Cole af fullum Bretum M YN D IR SIG TRYG G U R A RI 76 HIN HLIÐIN 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.