Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Page 76

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Page 76
Magnús Leifsson, grafískur hönnuður og handritshöfundur, vinnur þessa dagana að gerð annarrar þáttaraðar af Steindanum okkar sem sýnd verður á Stöð 2 eftir áramót. Hann átti eitt sinn andsetinn páfagauk og getur horft aftur og aftur á Ferris Bueller ś Day Off. Magnús hefur lítinn áhuga á því að fara á trúnó með íslenskum ráðamönnum. Nafn og aldur? „Magnús Leifsson, 27 ára.“ Atvinna? „Grafískur hönnuður og handritshöfundur Steindans okkar.“ Hjúskaparstaða? „Í sambandi með Hildi Sigrúnu Valsdóttur, fata- og búningahönnuði.“ Fjöldi barna? „Ekki neitt.“ Hefur þú átt gæludýr? „Ég átti andsetna fuglinn Óliver fyrir mörgum árum.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Forgotten Lores og Gnúsi Yones á laugardaginn.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Nei.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín? „Peysa sem Hildur, kærastan mín, gerði og gaf mér í jólagjöf 2008.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmæl- um? „Já.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Semi.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Skammast mín ekki beint fyrir neitt en set samt spurningarmerki við eitthvað furðulegt „jungle“ sem ég datt í fyrir mörgum árum.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Nákvæmlega núna er það Runaway af nýjustu plötu Kanye West.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Fara á NBA-leik í mars.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Ferris Bueller´s Day Off, því mér finnst allt við hana vera sniðugt og skemmtilegt.“ Afrek vikunnar? „Keypti mitt fyrsta jólatré og síðan náðum við í vinnunni að taka heilan helling af góðu efni fyrir seríu tvö af Steindanum okkar.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Eftir nokkrar tilraunir þurfti ég að bíta í það súra epli að hljóðfæri væru ekki mín deild.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Já.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Fun and games.“ Hvaða íslenska ráðamann myndir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Pant ekki.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Væri til í eitthvað allsherjar sprell með Steve Nash því hann virkar endalaust góður á því.“ Hefur þú ort ljóð? „Nokkur „borderline“ ljóð fyrir Steindann okkar.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ice-a mann og annan í vinnunni.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Engum sem ég veit um. Lenti oft í því samt eitt sumar að fullir Bretar kölluðu á eftir mér að ég væri líkur Joe Cole.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Man öll símanúmer.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Prikið.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Tek síðasta internet-hringinn minn.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Að læra af mistökunum og halda áfram.“ Líkt við Joe Cole af fullum Bretum M YN D IR SIG TRYG G U R A RI 76 HIN HLIÐIN 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.