Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 52
52 Jólamatur Föstudagur10. desember 2010 „Það er gaman að gefa súkkulaði, bæði er gaman að gefa góða, fagra og vandaða mola en það er líka mikið í það varið að útbúa konfekt heima hjá sér til gjafa,“ segir Hafliði Ragnars- son, bakari, konditor og choco latier (konfektgerðarmeistari). Hafliði veit allt um súkkulaði og hefur fyrir því mikla ástríðu. Hann framleiðir kon- fekt undir eigin merkjum og fyrir jól- in framleiðir hann hátt í tvö hund- ruð þúsund mola sem renna ljúflega niður í maga Íslendinga. Hann er því réttur maður á réttum stað til þess að kynna lesendum eiginleika súkku- laðis og kenna þeim að útbúa einfalt konfekt fyrir jólin. Hafliði er þekktur fyrir það að binda súkkulaði með óvenjulegum bragðtegundum svo sem Earl Grey- tei, chili og pistasíum. „Það eru ótelj- andi möguleikar og þess vegna er súkkulaði spennandi viðfangsefni. „Ég velti eiginleikum súkkulaðis mikið fyrir mér og við hvaða bragð- tegundir ég get mátað það. „Það er til súkkulaði frá Madagaskar sem hefur ofsalega skemmtilegt bragð. Kakó- baunir sem koma þaðan hafa mjög ávaxtaríkt bragð og súkkulaðið sem ég á við er um 65 prósent. Ég batt þetta súkkulaði við Earl Grey-te og það kom vel út.“ Að þessu sinni velur Hafliði að nota þetta sama súkkulaði. Hann ákveður að kenna lesendum að út- búa einfalt súkkulaði með þurrk- uðum hindberjum, krókant og pistasíuhnetum. „Það má nota hvaða súkkulaði sem er. Það er best að það sé dökkt og síðan má skipta út því sem ég hef valið til skrauts fyrir hvað sem er í raun og veru. Ég valdi þetta vegna þess að rauði og græni liturinn minnir á jólin. Það má nota möndlur, þurrkaða ávexti og allt það sem hug- urinn girnist.“ Hafliði bendir á að best sé að hafa til allt það sem þarf til konfektgerð- arinnar, bæði hráefni og tól. „Það er betra að geta haft hraðar hendur, það er vegna þess að það þarf að tempra súkkulaðið. kristjana@dv.is Góður og fallegur súkkulaðimoli gleður skilningarvitin. Hafliði Ragnarsson konfektmeistari kennir lesendum DV að útbúa einfalt kon- fekt sem er bæði glæsilegt og gott til gjafa. En til þess þurfa lesendur að tileinka sér þolinmæði konfektgerðarmeistarans og læra að meðhöndla súkkulaðið á réttan máta. Góðir molar sem gleðja Uppskrift: 500 gr dökkt gæðasúkkulaði að eigin vali, smátt saxað 50 gr smátt saxaðar pistasíuhnetur 50 gr smátt saxaðir þurrkaðir ávextir að eigin vali 50 gr smátt saxaðar sykraðar hnetur, til dæmis krókant Að tempra súkkulaði Súkkulaðið er brætt rólega þar til hitastig þess nær 45/50°C. Þá er súkkulaðið temprað. Við temprun kristallast súkkulaðið og tekur á sig fallegan gljáa sem gerir það glansandi auk þess sem það stirðnar. Súkkulaði er temprað með því að bæta út í brætt súkkulaðið afar fínt söxuðu súkkulaði og ná þannig fram snöggkælingu. Best er að hafa hitamæli við höndina því það er mikilvægt að ná hitastiginu fyrst upp í að minnsta kosti 40 gráður. Allan tímann er súkkulaðinu velt um í skálinni með sleikju eða spaða. Það verður að gera til þangað til súkkulaðið fellur niður í um 30 gráður. 2/3 súkkulaðisins eru bræddir í 45 gráður og svo er einum þriðja bætt út í til kælingar. „Að tempra súkkulaði getur verið þolinmæðisverk,“ útskýrir Hafliði. „Og það getur mistekist, sérstaklega ef hitamælir er ekki við höndina. Ég nota forláta geislahitamæli til þess að flýta fyrir mér, en það má nota venjulega matarmæla. Þá nota ég plastskál til þess að súkkulaðið kólni ekki of hratt niður.“ Plöturnar útbúnar Þegar Hafliði hefur temprað súkkulaðið í um 30 gráður hellir hann því á plastfilmu og dreifir úr því þar til það hefur um hálfs sentimeters þykkt. „Súkkulaðið fær á sig meiri gljáa sé því hellt á plast fremur en bökunarpappír. Það er best að nota plast sem er þykkara en plastfilma. Það má fá slíkt plast í byggingarvöruverslunum til að mynda.“ Hann sér þegar súkkulaðið byrjar að stirðna og dreifir þá þurrkuðum ávöxtum og hnetumulningi yfir. „Séu bitarnir stærri þarf að jafna þeim aðeins ofan í með léttu handbragði.“ Nú er komið að því að kæla súkkulaðið. Hann vill þá snúa því við á bakka og segist ekki vilja setja súkkulaðið óvarið í kælinn. Það gæti tekið á sig bragð úr þeim mat sem þar er geymdur, auk þess hafi það áhrif á gljáann. „Það er nóg að kæla súkkulaðið í um 10 mínútur, þá má taka súkkulaðið út, taka filmuna af og brjóta í bita til þess að setja í fallega poka eða öskjur.“ Hráefnið haft til Súkkulaðið þarf að saxa smátt niður til þess að það sé auðveldara að vinna með það. 1 Jólalegt bragðefni Hafliði valdi þurrkuð hindber, pistasíuhnetur og krókant til þess að bragðbæta súkkulaðið. 2 3 Temprun súkkulaðis Þeir sem vilja búa til konfekt verða að tileinka sér þolinmæði konfektgerðarmeistarans. Sé súkkulaðið ekki rétt brætt á það til að stirðna ekki. Hellt á plast Hafliði hellir súkkulaðinu á plast. Það gerir hann til að gefa því meiri gljáa. Þvínæst dreifir hann súkkulaðinu jafnt yfir plastið. Plast með hentuga þykkt segir Hafliði að gæti fengist í byggingarvöruverslunum. 4 6 5 Góðir molar Molar Hafliða reyndust afar ljúffengir. Platan er brotin niður og nú má setja molana í fallegar gjafaumbúðir og gefa góðum vinum. Bragðefni bætt í Hindberjum og hnetum dreift á súkkulaðið. Hafliði valdi rauða og græna liti til að gera súkkulaðið girnilegt. Konfektgerðarmeistarinn smakkar molann Hafliði smakkar súkkulaðið sem hann gerði fyrir DV. Hann framleiðir konfekt undir eigin merkjum og fyrir jólin framleiðir hann hátt í tvö hundruð þúsund mola sem renna ljúflega niður í maga Íslendinga. myndiR RóBeRT Reynisson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.