Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Qupperneq 48
48 Úttekt Föstudagur10. desember 2010
3 Dót fyrir sérfræðinga
Margir eiga sér áhugamál sem þeir hafa sinnt lengi
og eru þar af leiðandi nánast orðnir sérfræðingar.
Sumir vita allt um fótbolta, aðrir um hannyrðir, sumir
þekkja klassíska tónlist út og inn á meðan enn aðrir
eru sérfróðir um plöntur. Þú tekur mikla áhættu ef þú
ætlar að gefa einhverjum gjöf sem tengist brennandi
áhugamáli viðkomandi. Líkurnar á því að þeir eigi
hlutinn, hafi séð hann, hafi lesið bókina eða viti að þeir
þurfa hana ekki, eru yfirgnæfandi. Ekki falla í þá gryfju
nema sérfræðingurinn hafi beinlínis sagt að hann langi
í hlutinn eða þú hafir unnið heimavinnunina þína þeim mun betur.
4 Gjafir með
skilaboðum
Þegar þér finnst frábær hugmynd að kaupa
stóran stuttermabol handa óléttri systur
þinni, sem á stendur stórum stöfum „Kaka
í ofninum“ skaltu hugsa þinn gang. Það er
álíka sorglegt og að kaupa handa frænda
þínum, sem er félagsfælinn, bol sem á
stendur „I am socially awkward“. Ekki gefa
svona gjafir nema þiggjandinn sé barn eða
unglingur – nei annars, aldrei gefa svona
gjafir.
5 Risastórt listaverk
„Ég er stoltur eigandi risamálverksins
„Hissa hundur“ eftir algjörlega
óþekktan málara.“ Ekki gefa einhverjum
málverk nema hann sé einskær
áhugamaður um myndlist eða hafi
gefið sterklega til kynna að hann langi
virkilega í eitthvað ákveðið verk. Betri
hugmynd er að gefa gjafabréf í lista-
galleríi, þó gjafabréf geti verið svolítið
leiðinleg gjöf. Ef þú ert verulega áfjáð/ur
í að gefa ættingja þínum málverk skaltu
kaupa eitthvað sígilt.
1 „Ég meinti vel“-gjöfin
Í þennan flokk falla gjafir sem eiga að stuðla að breytt-
um lífsstíl þeirra sem gjöfina fá. Ef þú sérð fyrir þér að
þurfa að útskýra meininguna að baki gjöfinni þegar
hún er opnuð, ertu klárlega að velja vitlaust. Dæmi um
svona gjafir væru gjafabréf í líkamsrækt handa feitu
frænkunni, kennslumyndband um velgengni handa
atvinnulausum vini eða mánaðarskammtur af níkótín-
plástrum handa stórreykingamanninum honum pabba
þínum. Nálastungumeðferð handa drykkjumanninum
í fjölskyldunni er heldur ekki líkleg til að slá í gegn á aðfangadag. Líklegra er að þú
særir vin þinn eða ættingja.
2 Einnota drasl
Á hverju ári eru á boðstólum
kynstrin öll af stórsniðugu en
gagnslausu einnota drasli,
framleiddu í Kína eða Taívan.
Sniðuga dótið er yfirleitt ekki
sniðugt nema í tíu mínútur og
er oftar en ekki komið ofan í
kassa eða jafnvel í ruslið innan
fárra vikna. Dæmi um þetta
er syngjandi fiskur, jólasveinn
sem prumpar eða hvers kyns
spiladósir sem klára rafhlöð-
urnar á mettíma. Sjaldnast eru
keyptar nýjar og gjöfin endist ekkert.
7 Mynd af sjálfum þér
Átt þú eina Fríðu frænku sem sendir
þér innrammaða mynd af sér í hinum
ýmsu aðstæðum, um hver einustu jól?
Við getum flest verið sammála um að
það er mikilvægt að elska sjálfan sig. En
að senda ættingja þínum eða vini inn-
rammaða mynd af sjálfum þér er skrýtin
jólagjöf, hvernig sem á það er litið. Á
tímum Facebook og Myspace er líka skrýtið að senda alltaf
jólakort með mynd af fjölskyldunni, bara svo ættingjarnir
viti nákvæmlega hvernig þið lítið út frá ári til árs.
8 Gjöfin frá því í fyrra
Hugsaðu þig tvisvar um
áður en þú gefur einhverjum
myndastyttuna eða bókina
sem þú fékkst frá afa og
ömmu í fyrra. Það er afar
ólíklegt að aðrir hafi áhuga
á að lesa bókina ef þú hefur
ekki tekið hana úr plastinu.
Það getur líka verið hræðilega
stressandi að gefa gjöfina einhverjum sem er þér nákominn
ef þú manst ekki alveg frá hverjum þú fékkst hana.
9 M&M úr fríhöfninni
Fórstu til útlanda fyrir jólin
en áttaðir þig á því í leiðinni
í gegnum tollinn, á Þorláks-
messu, að þú gleymdir að
kaupa gjöf handa uppáhalds-
frænku þinni. Þó pakkinn líti
ekkert illa út undir trénu getur
það orðið vandræðalegra en
heil þáttaröð af Klovn þegar
frænka þín kemst að því að
uppáhaldsfrændi hennar gaf
henni tvo risastóra sekki af
M&M í jólagjöf. Ekki gefa bensínstöðvagjafir og ekki fara í
kerfi í fríhöfninni. Umfram allt; ekki gera þig að fífli.
10 Fyrir þig sjálfan
Ein sjálfhverfasta hugmynd sem
fólk fær er að gefa hluti sem það
langar í sjálft – í þeirri von að þiggj-
andinn vilji ekki gjöfina og bjóðist
til að gefa þér hana eða leyfi þér
að nota hana. Dæmi um þetta
er tölvuleikur handa einhverjum
sem spilar sjaldan tölvuleiki
eða DVD-mynd sem þú veist að viðkomandi hefur séð.
Nánast undantekningarlaust færðu illkvittnina í bakið og
viðkomandi finnur hvað býr að baki. Ef þig langar í einhvern
hlut þá skaltu safna þér fyrir honum sjálfur og kaupa hann
þegar þú getur – já eða láta einhvern nákominn þér „óvart“
vita að þig langi mikið í leikinn eða myndina.
11 Gjafir fyrir seinni tíma
Aldrei gefa börnum jólagjafir sem þau
geta ekki notað strax. Börn eru óþol-
inmóð og kröfuhörð. Fæst hafa þau
skilning á því að uppáhaldsfrændinn
gefi þeim línuskauta eða tennisspaða
í jólagjöf – gjafir sem ætti að gefa á
sumrin. Passið ykkur líka á því að kaupa
rafhlöður með leikföngum á borð við
rafmagnsbíla. Það er ekkert leiðinlegra en að vera 7 ára
og geta ekki notað rafmagnsbílinn fyrr en verslanirnar eru
opnaðar á öðrum eða þriðja í jólum.
12 Tveir fyrir einn
Sástu tveir fyrir einn tilboð á
uppáhaldssnyrtivörunum þínum? Tveir
maskarar saman í pakka á verði eins?
Þú hefur ekki efni á að kaupa þá en átt
eftir að finna jólagjöf handa vinkonu
þinni. Þú telur þér trú um að vinkonan
verði svo ánægð með gjöfina að hún
gefi þér hinn. Hún gerir það ekki, vittu
til. Þú bíður fram yfir áramót en gefst svo upp á og kaupir
þér annað sett. Eyðir tvöfalt meiri peningum fyrir vikið.
13 Gjafir sem
valda skemmdum
Ekki láta þér detta í hug að gefa 12 ára
ofvirkum frænda þínum ofurvatns-
byssu í jólagjöf, nema þú sért áfjáður
í að láta reyna á heimilistryggingu
foreldra hans. Vatnsbyssur og önnur
stríðsleikföng á að gefa á sumrin. Og
nei, krakkinn bíður ekki fram á sumar
með að prófa gripinn. Haltu þig frekar
við tölvuleiki eða Hollywood-myndir – ef þú vilt vera vinsæll
hjá foreldrunum líka.
14 Hlutir úr setti
Það er ekki góð hugmynd
að gefa fólki, sem er búið
að búa saman í tugi ára,
leirtau í jólagjöf. Tvö glös
úr rándýru setti eða stakur
sparidiskur, sem passar
ekki við neitt annað, eru
gjafir sem líklega enda
í kassa inni í geymslu,
nema svo ólíklega vilji til
að viðkomandi falli í stafi og byrji að safna sér í heilt sett.
Líkurnar eru hverfandi.
15 Stríðnisgjafir
Það jafnast ekkert á við að horfa á fólk
taka upp gjafir sem innihalda eitthvað
pínlegt. Dæmi um það eru: sjúkrasett
handa óheppna íþróttamanninum
í fjölskyldunni, léttir réttir – mat-
reiðslubók handa feitu frænkunni eða
göngustafur handa mömmu þinni sem
varð 67 ára á árinu. Þú getur bókað að
þau taka sig öll saman á næsta ári og
gefa þér flugmiða til Ástralíu, aðra leið. Á jólunum eigum
við að vera góð hvert við annað. Ekki gera lítið úr þeim sem
standa þér næst.
16 Keypt í flýti
Gjafir sem þú kaupir í
tímaþröng eða á síðustu
stundu bera þess gjarnan
merki að þú hafir ekki
vitað hvað þú áttir að
kaupa. Það er betra að
sleppa gjöfinni eða boða
hana síðar en að kaupa
gjöf í skyndi sem engin hugsun er að baki og passar engan
veginn þeim sem fær gjöfina. Dæmi um slíkar gjafir eru
eyrnalokkar handa einhverjum sem ekki hefur göt í eyrunum
eða konfektkassi handa einhverjum sem er sykursjúkur.
17 Gjöf sem ekki
má skipta
Það er vond hugmynd að gefa gjöf
sem ekki má skipta. Allir sem gefa
jólagjafir hljóta að vonast eftir því að
sá sem þiggur gjöfina kunni að meta
hana. Staðreyndin er hins vegar sú,
eins og flestir vita, að stundum fær
maður gjafir sem maður hefur litla eða
enga ánægju af. Þá getur verið gott
að geta skipt gjöfinni. Ekki kaupa gjöf í sérhæfðri verslun
sem jafnvel er í landshluta utan leiðar. Ekki kaupa gjöf í öðru
landi sem þú ert ekki viss um að þiggjandinn kunni að meta.
Ekki nema þér sé sama um viðbrögðin.
18 Notað dót sem
þú átt sjálfur
Færðu stundum pakka á síðustu
stundu frá einhverjum sem
þú áttir alls ekki von á að gæfi
þér gjöf? Hefurðu ekki tíma
til að skreppa í Kringluna? Sú
leið að gefa óopnaða bók eða
lítið notaða flík, sem þú sjálfur
hefur keypt þér eða fengið að gjöf, er afleit og dæmd til að
mistakast. Hvað ætlarðu að gera þegar vinur þinn hringir
og spyr hvar hann geti skipt gjöfinni? Ef þú lendir í þessari
aðstöðu skaltu frekar hringja í vin þinn og þakka honum fyrir
gjöfina eða bjóða honum á kaffihús.
19 Í hugsunarleysi
Ert þú einn af þeim sem ferð eina ferð í
Smáralind í nóvember og kaupir heilan
stafla af jólagjöfum. Á Þorláksmessu
reynirðu svo að átta þig á því hver átti
að fá hvað. Það er ávísun á vandræði.
Hin leiðin er auðvitað sú rétta; að
hugsa fyrst um manneskjuna sem á að fá jólagjöfina
og reyna svo að finna gjöf sem hæfir henni. Dæmi um
hugsunarlausar gjafir er að gefa einhverjum ostakörfu sem
er með mjólkuróþol eða gefa þeim sem enn býr hjá mömmu
og pabba gjafabréf í húsgagnaverslun.
20 Fatnaður
Það er hræðileg hugmynd að kaupa
föt handa fólki sem þú býrð ekki einu
sinni með. Það eru allar líkur á að þú
munir kaupa of stór föt, vitlausan lit
eða bæði. Að kaupa tískufatnað handa
einhverjum öðrum en sjálfum þér er
líklega vandasamasta verk sem þú
getur tekið þér fyrir hendur. Ekki
leggja í slíka vegferð nema
vinna heimavinnuna af
kostgæfni.
20 verstu
jólagjafirnar
6 Undarleg
undirföt
Jafn freistandi og það getur verið
að kaupa sætar hreindýranær-
buxur handa kærastanum þínum
eða nærföt með vafasömum
skilaboðum þá skaltu láta það
eiga sig. Hann fer örugglega ekki í
þeim í ræktina og heldur ekki í fótbolta með
félögunum. Og strákar, ekki kaupa bleik pínulítil
„barbídúkkunáttföt“ handa kærustunni nema hún
hafi sérstaklega óskað eftir því.