Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Side 12
12 fréttir 10. desember 2010 föstudagur Fatima Hossaini er afganskur aktívísti sem nemur kynjafræði við Háskóla Íslands. Hana langar að halda námi sínu áfram hér á landi en í desember lýkur samstarfsverkefni sem hún hefur tekið þátt í. Hún segir stöðu kvenna í heimalandi sínu fara versnandi og hefðir og venjur stjórni daglegu lífi. Ekki bætir úr skák að talibanar hafa styrkt sig í sessi að undanförnu. Hún trúir þó að breytingar geti orðið þar á. „Ég myndi ekki þora til heima- bæjar míns, Bamyan, núna. Fyrir konu eins og mig sem er að vinna að málefnum kvenna er ekki auð- velt að vera í Bamyan, manni er ekki óhætt þar,“ segir hin afganska Fatima Hossaini en hún kom hing- að til lands þann 14. september til að nema kynjafræði. Fatima seg- ir stöðu kvenna í Afganistan að mörgu leyti verri í dag en hún var árið 2002, enda verði staða talibana nú sterkari með hverjum degi. Árið 2008 tók til starfa alþjóð- legur jafnréttisskóli við Háskóla Íslands sem er kostaður af utan- ríkisráðuneytinu í samvinnu við Háskóla Íslands. Fyrstu nemend- urnir hafa komið frá Afganistan og er Fatima ein þeirra. Hún hefur lagt stund á kynjafræði í háskólanum og kveðst ánægð með að hafa feng- ið tækifæri til að mennta sig á þessu sviði. Fatimu langar einna helst að halda námi áfram hér á landi en hún er með BA-gráðu í stjórnmála- fræði og hefur hug á að nema op- inbera stjórnsýslu. Hún bíður þess nú að fá að vita hvort hún fái leyfi til þess að nema við Háskóla Íslands að þessari önn lokinni. Fatima sat meðal annars í pall- borði á málstofu sem nefnist „Jafn- rétti sem friðaraðgerð í Afgan- istan?“ Hún var haldin á vegum UNIFEM og Alþjóðlegs jafnréttis- skóla við Háskóla Íslands í síðasta mánuði. Blaðamaður DV ræddi við Fatimu um námið hér á landi, stöðu kvenna í Afganistan og leið- ir til þess að koma á auknu jafnrétti þar í landi. Nálgunin önnur en heima „Það skiptir miklu máli að fá tæki- færi til þess að mennta sig utan landsteinanna en á endanum þurf- um við að fara aftur til heimalands okkar. Það er okkar að byggja það aftur upp. Í dag eru allir að flýja þaðan en hver á að vinna þar? Hver á að byggja það upp?“ spyr Fatima sem segir litla möguleika fyrir hendi í Afganistan til þess að mennta sig á sviðum eins og kynja- fræði. Þá segir hún menntakerfið í molum eftir stríð síðustu áratuga. Þess vegna sé nauðsynlegt að ungt fólk eigi þess kost að fara til ann- arra landa til þess að mennta sig og kynnast því hvernig önnur samfé- lög eru uppbyggð. Þekkingin sé gott veganesti til þess að mæta vandan- um heima fyrir. „Það er gott að geta lært af reynslu annarra og sjá hvernig hægt er að gera hlutina í okkar samfélagi. Ég nýt þess mjög að vera hérna og mér líkar vel við námið. Hér upp- lifi ég öðruvísi aðferðir í námi en voru notaðar í háskólanámi í Af- ganistan. Nálgunin er allt önnur og mér finnst ég vera að fá ýmsar nýjar upplýsingar um það hvernig megi nálgast málefni kynjanna.“ Versnandi staða kvenna Fatima byrjaði að starfa að málefn- um kvenna í Afganistan fyrir níu árum. Hún segir að í raun hafi lítið breyst á þeim tíma. „Alþjóðasamfé- lagið hefur viðurkennt að það hafi gert mistök í Afganistan, og í raun að ekkert sé hægt að gera þar. Ofan á það hefur ríkisstjórnin ákveðið að hefja viðræður við talíbana sem verða nú sterkari með hverjum deg- inum.“ Hún segir ítök talíbana mun meiri nú en árið 2002, og að það sé áhyggjuefni. „Áður voru helstu svæðin und- ir stjórn ríkisstjórnarinnar. Ég gat til dæmis farið til Kandahar árið 2005 sem kvenkyns aktívisti en nú er ekki mögulegt fyrir mig að fara þangað. Talíbanar eru mjög sterkir þar. Áður fyrr voru átökin aðallega í suður- hluta landsins en nú eru þau einnig í norðurhlutanum. Nýlega hafa konur verið grýttar til dauða af talíbönum. Þetta sýnir að staðan er sífellt að versna fyrir konur.“ Vill koma af stað keðjuverkun Fatima segir að það sé fínt að tala og skrifa ritgerðir en það sé ekki nóg. „Við þurfum að hefjast handa við að ná stuðningi grasrótarinnar og fólksins í landinu. Við verðum að leggja áherslu málefni kvenna og leggja áherslu á menntun þeirra. Ef konur eru ekki menntaðar mun staðan haldast óbreytt, þess vegna er menntun eitt- hvað sem ég legg mikla áherslu á. Við verðum að finna leiðir til þess að bæta menntakerfið og leita leiða til þess að ná til kvenna á afskekktari svæðum.“ En hvaða leiðir telur hún vera best til þess fallnar að auka jafnrétti kynj- anna í heimalandi hennar, og hvað hyggst hún gera þegar hún kemur heim? „Hingað til hef ég aðallega ver- ið að vinna með alþjóðlegum stofn- unum. Nú er ég farinn að hugsa á þá leið að ef við viljum hafa einhver áhrif, verðum við að vinna með ríkisstjórn- inni. Ég gæti fengið starf hjá utanrík- isráðuneytinu og reynt að beita mér fyrir auknu jafnrétti þar. Ég gæti líka unnið með grasrótarhópum kvenna sem hafa veitt ríkisstjórninni virkt aðhald þegar kemur að málefnum kvenna. En það sem skiptir mestu máli er að alþjóðasamfélagið styðji við bakið á þeim afgönsku konum sem eru menntaðar og vilja beita sér fyrir breytingum á þessu sviði. Þannig er hægt að koma af stað keðjuverkun þar sem konur verða meðvitaðri um rétt- indi sín.“ Litlar breytingar, en góðar Þegar kemur að hennar persónu- legu háttum segir Fatima að margt sé ennþá á valdi fjölskyldu hennar. „Hvað sem ég geri verð ég að gera það í samræmi við hefðir og venj- ur fjölskyldu minnar. Ef ég stíg of langt út fyrir rammann einangra ég ekki einungis sjálfa mig heldur fjölskyldu mína sem verður dæmd af samfélaginu. Ég hef frelsi, en í raun ekkert frelsi, þetta er eins og ósýnileg keðja sem er krækt um fæturna og maður getur ekki losað sig við.“ Hún segir kvenkyns aktívista vera í miklum minnihluta. Þess- vegna þurfi hún og fleiri að fylgja ákveðnum samfélagsreglum til þess einfaldlega að þeim sé treyst – að hlustað sé á þær. Fatima segir þó að hlutirnir hafi breyst í hennar nærumhverfi. Sem dæmi segir hún frá því þegar yngri systir hennar sótti um styrk til náms án þess að spyrja foreldra sína um leyfi. Það sé eitthvað sem Fatima hefði aldrei gert þegar hún var yngri. „Þetta sýnir að barátta mín innan fjöl- skyldunnar og í samfélaginu hef- ur skilað sér í auknu sjálfstrausti til handa systur minni, um að taka ákvarðanir um eigið líf. Hún hefur öðlast ákveðið frelsi sem ég hafði ekki á hennar aldri. Ég óska þess að fleiri konur í Afganistan standi upp og láti rödd sína heyrast. Ef við berjumst ekki fyrir réttindum okk- ar, mun enginn gefa okkur þessi réttindi,“ segir Fatima að lokum. Myndi ekki þor h iM jóN bjarki magNússoN blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Ég hef frelsi, en í raun ekkert frelsi, þetta er eins og ósýnileg keðja sem er krækt um fæturna og maður getur ekki losað sig við. ÁvefHáskólaÍslandssegirað Jafnréttisskólinn(GenderEquality TrainingProgramme)séliðuríþróun- arsamvinnuÍslands.Markmiðskólans eraðþjálfafólktiljafnréttisstarfaí þróunarlöndumogsamfélögumsem veriðeraðbyggjauppeftirátök. Jafnréttisskólinnerstarfrækturá vegumHáskólaÍslandsísamstarfivið utanríkisráðuneytiðogítengslum viðÖndvegisklasaíjafnréttis-og margbreytileikarannsóknum. Jafnréttis- skólinn aktívistinn FatimuHossainilíkarvelá Íslandiogvilleinnahelsthaldanámisínu áframíHáskólaÍslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.