Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Qupperneq 78
78 útlit umsjón: IngIbjörg Dögg kjartansDóttIr ingibjorg@dv.is 10. desember 2010 föstudagur
Vertu óhrædd við að blanda ólíkum litum saman. Hér eru andstæðir lit-
ir notaðir til að draga það besta fram í hverjum þeirra. Þegar þú berð
kinnalitinn á er gott að brosa og sjá hvar eplakinnarnar myndast. Þar
á kinnaliturinn að koma. Eins getur þú dregið ímyndaða línu frá miðju
auga og niður á kinn og varast að bera kinnalitinn inn fyrir þá línu.
n Gosh Intense maskarinn er vatnsheldur. nælonbursti
aðskilur augnhárin og gefur
þeim fyllingu
án þess
að
formúlan klumpist. náttúrulegt vax nærir og
styrkir augnhárin. maskarinn er ilmefnalaus.
n make up store microshadow augnskugginn
er þéttur og gefur sterkan lit sem á að endast
út daginn. Hægt er að blanda litnum við mixing
Liquid svo hann verði vatnsheldur og eins til
þess að hægt sé að nota litinn sem eyeliner.
Þessir augnskuggar eru svo þéttir í sér að það er
einnig hægt að nota þá sem kinnalit, ef þeir eru í
réttum litum, það er að segja. Þessi
litur heitir Vertigo.
n make up store microshadow, Winterland.
n Gosh Effect Powder er
laus augnskuggi með
skínandi áferð. Hann
er hægt að nota
þurran eða blautan,
sem augblýant
eða augnskugga.
Liturinn er nr. 20, lime.
n make up store High Tech
Lighter er kremkenndur
og hægt er að nota á
margvíslega vegu. Hægt
er að nota hann til að lýsa upp
ákveðin svæði og eins er hægt
að nota hann á varir með
varalit eða varagljáa. Þá getur
þú einnig notað hann sem
primer á augnsvæðið, t.d. fyrir
eyedust-augnskuggana. Eins
er hægt að blanda honum saman
við farða til að fá fallegri áferð og meiri
sanseringu. Liturinn heitir magma.
n Gosh Velvet Touch varaliturinn gefur mikinn lit og endist vel
á vörunum. Hann inniheldur sPF 6 og veitir vörn. Liturinn er nr.
145. Gott ráð! Best er að bera farða á varirnar svo varaliturinn
haldist lengur á. síðan skaltu móta varirnar með varablýant,
svo þær verði dýpri og fallegri.
Svört lína yfir augunum og rauður varalitur er klassísk
förðun sem þreytist seint. Til þess að gera hana sætari er
flott að hafa bleikan tón í rauða litnum og bera bleikan
kinnalit á kinnbeinin. Notaðu ljósan og náttúrulegan lit
á augnlokin og haltu augabrúnunum í sínum náttúru-
lega lit, en mundu samt að móta þær. Ef þú notar hvítan
augnblýant í augnhvarmana virka augun stærri.
n moschino Toujours Glamour ilmurinn
er ný útgáfa af moschino Glamour sem
kom á markað árið 2008. Hann er þó
aðeins léttari en fyrri útgáfan með
hressandi blæ af rauðum
sólberjum.
n maybelline The
Falsies Volume
Express mascara á að
gefa augnhárunum
fyllingu og lengja
þau líkt og um fölsk
augnhár væri að ræða.
Burstinn er skeiðarlaga og
á að hjálpa til við að lyfta og forma
augnhárin.
n Gosh Eye Liner Pen þornar fljótt og
á ekki að smitast þótt hann sé ekki
vatnsheldur. Hann hentar jafn vel fyrir
breiða línu og fína. Gott ráð! Best er að
gera línuna yfir augnlokið áður en þið
dragið línuna út fyrir augnlokin. Eins er
sniðugt að setja punkta báðum megin
þar sem þið viljið að hann endi svo
útkoman verði örugglega
eins báðum megin.
n make up store spark-
ling Diamond er
fjölnota krem sem
gefur demants-
áferð. Hægt er að
nota það á varir,
augu og kinnbein
til þess að setja
punktinn yfir i-ið
og fá fallega áferð.
n Gosh natural Touch Foundation
er léttur farði sem gefur jafna áferð.
Hann nærir húðina og veitir raka.
Inniheldur sPF 8.
n Gosh soft´n shine Lip Balm, 31
Passion Pink.
Notaðu farða svo augnskugginn haldist betur á og smitist síður.
Eins er víða hægt að fá góðan grunn á augnlokin. Berðu dökk-
an augnskugga neðst á ytri helming augnloksins og dreifðu vel
úr honum. Augnskugginn ætti að vera dekkstur neðst upp
við augnlokin og sífellt ljósari eftir því sem ofar dregur. Farðu
ekki yfir augnbeinið. Settu þá annan lit eða ljósari yfir og
leyfðu honum að ná aðeins ofar. Mundu svo að nota dekksta
litinn einnig undir ytri augnkrókinn. Dreifðu síðan úr hon-
um í átt að augnkrókunum. Mótaðu augabrúnirnar, settu á þig
augnblýant og mask ara.
n make up store Eyedust er laus
púðuraugnskuggi sem gefur tindrandi
áferð og hægt er að nota á fjölmarga
vegu. Fyrir náttúrulegt útlit er best að
nota þurran bursta. Til þess að gera
litinn sterkari og fá metaláferð er hægt
að blanda smá augnskugga saman
með vel rökum bursta og bera hann
á augnlokin. Til þess að augnskugginn
endist lengur á er gott að nota augngrunn eða
primer eins og það er kallað. Þessi litur
kallast Paragon.
n Gosh Velvet Touch augnblýantur
sem er vatnsheldur, endist lengi og kámast ekki. Hann
inniheldur E-vítamín og jojobaolíu sem verndar húðina.
Liturinn er nr. 16, Classic Grey. Gott ráð! Ef þú ert að gera
smokey-förðun eða þarft að dreifa úr litnum getur þú
auðveldlega gert það með bursta ef þú gerir það um leið
og hann hefur verið borinn á. Ef þú bíður með það verður
það erfiðara því liturinn á ekki að kámast.
n Gosh soft´n shine varaliturinn er dúnmjúkur og
rakagefandi. Hann nærir og ver varirnar. Liturinn er nánast
gagnsær en gefur þó fallega áferð og ilmar af vanillu. Litur-
inn er nr. 33, scarlet. Gott ráð! Til að varirnar virki stærri er
hægt að setja ljósan sanseraðan augnskugga í miðju efri
og neðri varanna. Passaðu bara að blanda honum svo vel
við varalitinn svo skilin verði ekki greinileg.
n make up store Gloss Lips ver, nærir og mýkir varirnar
auk þess að gefa raka. Hægt er að nota varagljáann stakan
eða með varalit. Hér er hann borinn yfir ljósan varalit
með bleikum tón, en það væri einnig flott að
leyfa aðeins meiri lit að skína í gegn
þótt varirnar haldist enn
nokkuð ljósar.
Hvaða týpa
ert þú?Mikið er gaman að geta leyft sér að nota alls konar liti og leiðir þegar kemur að hátíðarförðun. Njóttu þess að vera til og leika þér og leyfðu þér að prófa nýja
hluti þegar kemur að förðun og útliti.
Kisulóran
Ljónynjan
Silfurrefurinn