Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Síða 4
sleppur við
skulda-
halann
4 | Fréttir 10. janúar 2011 Mánudagur
Afbrotafræðingur hefur ekkert út á samtökin Semper Fi að setja:
„Hið besta mál“
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is
Stuðningshlífar
fjölbreytt úrval
„Á meðan menn eru að stunda lög-
lega iðju er ekkert út á þetta að setja,“
segir Helgi Gunnlaugsson, prófess-
or í félags- og mannvísindadeild Há-
skóla Íslands. Í helgarblaði DV var
greint frá því að Jón Hilmar Hall-
grímsson, betur þekktur sem Jón
stóri, væri að stofna samtök sem bera
nafnið Semper Fi. Sagði Jón í samtali
við DV að allir væru velkomnir í sam-
tökin, líka afbrotamenn.
Helgi vonast til að innan Semper
Fi verði aðeins stunduð lögleg iðja. „Á
meðan menn eru að stunda löglega
iðju er ekkert út á þetta að setja. Að
menn skapi með sér tengsl er gott mál
og það er jákvætt að svona félagsskap-
ur sé sýnilegur. Þá er ekki verið að fela
eitt eða neitt og ef menn hefðu eitthvað
ólöglegt í hyggju væru þeir væntanlega
ekki að auglýsa þetta,“ segir Helgi.
„Fangar hafa með sér svona sam-
tök inni í fangelsunum sem hafa gert
ýmislegt gott. Um eflingu félags-
banda er í sjálfu sér ekkert nema gott
að segja og er raunverulega jákvætt.
Í sjálfu sér getur þessi félagsskapur
orðið hið besta mál, svo fremi sem
menn stundi þarna löglega iðju.“
Helgi óttast ekki fyrir fram að
samtök sem þessi þurfi að leiða af
sér afbrot af hálfu meðlima. Þvert á
móti vonast hann til að svona sam-
tök geti jafnvel hjálpað mönnum af
glæpabrautinni. „Það má segja að
hér á landi hafi skort félagsbönd eftir
afplánun svo menn geti átt leiðir út
úr brotastarfseminni. Ef menn geta
í þessum samtökum haft stuðning
hver af öðrum þá er það hið besta
mál. Í fljótu bragði virðist þetta stofn-
að í góðum tilgangi en ef menn verða
uppvísir að öðru þá verður auðvit-
að að taka á því. Við verðum að gefa
þeim tækifæri,“ segir Helgi.
Jákvætt Helgi segir að félagsskapurinn
geti orðið hið besta mál, svo lengi sem
lögleg iðja sé stunduð.
Rúmlega 2.500 fermetra fasteign
í Borgartúni, sem áður var í eigu
Lúðvíks Bergvinssonar fyrrver-
andi þingmanns Samfylkingarinn-
ar og viðskiptafélaga hans í eignar-
haldsfélaginu Miðkletti, er til sölu
hjá Regin ehf., dótturfélagi Lands-
bankans. Bankinn leysti fasteign-
ina til sín í febrúar í fyrra og er hún
auglýst til sölu á heimasíðu Regins
ásamt öðrum eignum félagsins.
Í skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis kemur fram að Lúðvík hafi
verið fjórði skuldugasti þingmaður
landsins á árunum fyrir hrunið en
skuldirnar sem voru tengdar nafni
hans námu 755 milljónum króna
samkvæmt skýrslunni. Í skýrsl-
unni kom fram að öll veruleg lán
sem tengdust Lúðvíki á tímabilinu
hefðu verið á vegum Miðkletts sem
var í helmingseigu þingmannsins
fyrrverandi.
DV hafði samband við Lúðvík á
sunnudaginn til að ræða við hann
um stöðu Miðkletts. Lúðvík vildi
ekki ræða stöðu félagsins þar sem
hann sagði að hann ætti ekki leng-
ur hlut í því. „Ég get ekki tjáð mig
um félag sem ég á ekki lengur hlut
í,“ sagði Lúðvík. Hins vegar skal tek-
ið fram að Miðklettur stofnaði til
skuldanna á meðan Lúðvík átti enn
hlut í því.
Mikil umræða um
fjármál Lúðvíks
Mikil umræða skapaðist um fjár-
mál Lúðvíks í kjölfar hrunsins
haustið 2008. Meðal annars var
greint frá því í lok árs 2008 að Lúð-
vík hefði sagt sig úr stjórn Mið-
kletts – tilkynning um úrsögn hans
úr stjórninni barst hlutafélagaskrá
þann 6. janúar 2009. Þá var sagt frá
því í Morgunblaðinu í febrúar 2009
að skuldastaða þingmannsins þá-
verandi hefði komið í veg fyrir að
hann fengi ráðherraembætti, lík-
lega embætti dómsmálaráðherra, í
stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri
grænna. Þessu hafnaði Jóhanna
Sigurðardóttir, formaður Samfylk-
ingarinnar, í tilkynningu og sagði
að fyrir hefði hefði legið að utan-
aðkomandi aðili, ekki þingmaður,
hefði átt að gegna starfi dómsmála-
ráðherra.
Í sama mánuði sendi Lúðvík frá
sér tilkynningu þar sem hann sagð-
ist ætla að hætta þingmennsku og
að hann ætlaði ekki að bjóða sig
fram í þingkosningunum sem fram
fóru þá um vorið. Lúðvík hafði þá
setið á þingi í fjórtán ár. Í tilkynn-
ingunni rökstuddi Lúðvík meðal
annars þessa niðurstöðu sína með
eftirfarandi orðum: „Þau miklu
straumhvörf sem orðið hafa í ís-
lensku samfélagi undanfarna mán-
uði, gera þá sjálfsögðu og eðlilegu
kröfu að breytingar verði á skipan
Alþingis, enda er þáttur stjórnvalda
mikill þegar kemur að ábyrgð á því
að fjármálakerfi landsins hrundi.“
Með útkomu rannsóknarskýrslu
Alþingis rúmu ári síðar kom í ljós
hversu háar þessar skuldir Mið-
kletts í bankakerfinu voru í raun.
Skuldin milljarður
Í ársreikningi Miðkletts, sem í dag
heitir MMK ehf., kemur fram að
skuldir félagsins hafi numið rúm-
um milljarði króna í árslok 2009. Þá
kemur fram að tæplega 966 millj-
ónir af þessum skuldum hafi verið
við Landsbanka Íslands og að félag-
ið átti að greiða allar þessir skuldir
árið 2010, í fyrra. Enn frekar er til-
greint að vanskil félagsins vegna
þessara lána við Landsbankann
hafi numið tæpum milljarði króna
árið 2009.
Á móti þessum skuldum eru
eignir sem bókfærðar eru sem rúm-
lega 608 milljóna króna virði. Þar af
er fasteignin í Borgartúni metin á
rúmlega 508 milljónir króna. Um
400 milljóna króna munur er því á
skuldum félagsins og eignum. Enn
fremur segir að rekstrartap ársins
hafi verið nærri 161 milljón króna
árið 2009.
Af ársreikningnum að dæma
verður því ekki séð að félagið hafi
getað staðið við skuldbindingar
sínar gagnvart Landsbankanum
og því hafi bankinn leyst fasteign-
ina í Borgartúni til sín. Jafnframt er
erfitt að draga aðra ályktun af árs-
reikningi félagsins en að afskrifa
þurfi hluta af skuldum félagsins.
Óvíst er hins vegar hversu mikið
mun fást fyrir húseignina í Borg-
artúni en matsverð hússins er, eins
og áður segir, rúmur hálfur millj-
arður króna samkvæmt ársreikn-
ingnum.
n Skuld eignarhaldsfélags Lúðvíks Bergvinssonar nemur rúmum milljarði króna
n Landsbankinn leysti fasteign félagsins til sín í febrúar í fyrra n Lánið er í vanskilum
um nærri hálfan milljarð n Skuldir félagsins 400 milljónum hærri en virði eigna„Þau miklu straum-
hvörf, sem orðið
hafa í íslensku samfélagi
undanfarna mánuði, gera
þá sjálfsögðu og eðlilegu
kröfu að breytingar verði á
skipan Alþingis.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Tunnumótmæli
hefjast aftur
Boðað hefur verið til tunnumót-
mæla á Austurvelli þann 17. janúar.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu
sem nefnist Tunnurnar krefjast
gagngerrar uppstokkunar, en þar er
fólk hvatt til að fjölmenna og sam-
einast í mótmælum. Þar segir meðal
annars: „Tunnuslættinum hefur ver-
ið líkt við „hjartslátt þjóðarinnar“ og
nú látum við hann heyrast enn á ný
í tilefni af því að þing kemur saman
eftir jóla- og áramótafrí. Mætum,
eins og 4. október, í öllum okkar
fjölbreytileik og stöndum saman
í því að brjóta niður spillingar- og
lygamúrinn og krefjumst gagngerrar
uppstokkunar.“
„Stjórnin
situr áfram“
„Ég sé ekki ástæðu til að ætla ann-
að,“ sagði Svavar Gestsson, fyrrver-
andi alþingismaður, í Silfri Egils á
sunnudag aðspurður hvort ríkis-
stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri
grænna myndi sitja út kjörtímabilið.
Tæpur meirihluti núverandi ríkis-
stjórnar sé ekki einsdæmi. Ríkis-
stjórnin hafi komið öllum sínum
málum í gegnum þingið.
Hann segir það ótækt að fjöldi fólks
þurfi að standa í biðröðum eftir
matargjöfum. Stjórnvöld ættu að
taka að sér að ræða við þetta fólk og
koma því skipulega til hjálpar. Laun
skilanefnda séu líka með ólíkindum.
Það gangi ekki að sumir starfsmenn
skilanefndanna séu með tugi millj-
óna króna í árslaun.
Skuldin milljarður Félag sem áður var í eigu Lúðvíks Berg-
vinssonar skuldar rúman milljarð króna. Landsbankinn hefur
leyst til sín helstu eign félagsins og er með hana í söluferli.