Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Qupperneq 10
„Staðan á listaverkamarkaðnum á
Íslandi er að nálgast eðlilegt horf,“
segir Jóhann Ágúst Hansen, fram-
kvæmdastjóri Gallerís Foldar. Í
síðustu viku greindi DV frá hremm-
ingum Skúla Gunnlaugssonar
hjartalæknis við kaup á listaverk-
um frá Gallerí Borg, en eigandi þess
er Pétur Þór Gunnarsson – sem var
annar ákærðu í stóra listaverkaföls-
unarmálinu. Í sömu frétt kom fram
að listaverk sem merkt hafði ver-
ið Nínu Tryggvadóttur hefði verið
tekið af söluskrá hjá Gallerí Fold en
það var Ólafur Ingi Jónsson forvörð-
ur sem uppgvötaði að verkið væri
falsað. Jóhann starfar náið með Ól-
afi til að ganga úr skugga um að öll
verk sem seld eru hjá Gallerí Fold
séu ósvikin. Listaverkafölsunarmál-
ið hafði hræðilegar afleiðingar fyrir
listaverkamarkaðinn á Íslandi á sín-
um tíma en í góðærinu sem náði há-
marki 2007 jókst sala á listaverkum
gífurlega. Hún dróst aftur saman eft-
ir hrun en er nú að komast í eðlilegt
horf.
Á svipuðum stað og
2005 til 2006
Aðspurður um muninn á listaverka-
markaðnum nú og fyrir hrun segir
Jóhann að mestu skipti við hvað sé
miðað. „Um þessar mundir er mark-
aðurinn líkur því sem hann var um
2005 til 2006. Umfang listaverka og
verð eru svipuð og þá. Þar áður, eða
árið 2004, kom mikil dýfa í kjölfar
stóra fölsunarmálsins og umræðna í
kringum það. En eftir 2006 kom svo
alger sprenging, í raun alveg fárán-
leg staða. Þá seldust verk fyrir upp-
hæðir sem höfðu ekki sést áður, í
raun mjög óeðlilegar upphæðir. Ég
myndi telja að markaðurinn sé núna
að komast í eðlilegt horf.“
Listaverk eru langtíma-
fjárfesting
Jóhann segir einnig mikilvægt að
gleyma því ekki að listaverk séu
langtímafjárfesting, þau séu ekki
til þess fallin að innheimta skjót-
an gróða. „Ef við horfum lengra aft-
ur í tímann, þegar talað er um verð
og umfang í sölu listaverka, þá er
greinilegt að listaverk eru langtíma-
fjárfesting. Ef við tökum til dæmis
verk sem voru keypt fyrir 10 árum,
þá hefur verið um 30 prósenta
verðhækkun á þeim verkum og ef
við förum 20 ár aftur í tímann er
sú hækkun nálægt 40 prósentum.
Þetta veltur mikið á tímasetningu,
bæði fyrir kaupendur og seljendur
listaverka.“
Fölsunarmálið var skaðlegt
Jóhann segir að áhrif stóra mál-
verkafölsunarmálsins verði seint of-
metin. „Málið er að á þessum tíma
sem falsanirnar stóðu yfir komust
um 900 fölsuð listaverk í umferð.
Það er ekki nema rétt þriðjung-
ur þeirra sem tekist hefur að bera
kennsl á enn sem komið er. Við get-
um því búist við því í framtíðinni að
fólk komi með verk til sölu sem það
telji verðmætt, en svo reynist verk-
ið falsað. Svoleiðis verk hanga enn
uppi á veggjum fjölmargra grun-
lausra kaupenda.“
En er hægt að bregðast við þessu
á einhvern hátt? „Sjálfur fór ég á
fund menntamálaráðherra í nóv-
ember og lagði til að stofnað yrði
sérstakt fagráð sem gæti unnið að
málinu. Það gæti til að mynda ver-
ið skipað af Listasafni Íslands. Þá
gætu einstaklingar sem telja sig eiga
verðmæt verk einfaldlega látið fag-
ráðið skera úr um það hvort verkið
sé ósvikið eða ekki.“
Erfið staða fyrir
flesta listamenn
Þrátt fyrir að listaverkamarkað-
urinn sé að komast í eðlilegt horf
segir Jóhann að erfitt sé fyrir unga
listamenn, sem og þá sem eru á
miðjum aldri, að fóta sig almenni-
lega í sölu. Kaupendur sæki ein-
faldlega „…þessa eldri málara sem
eru búnir að koma sér fyrir. Þar má
nefna listamenn eins og Kristján
Davíðsson eða Tryggva Ólafsson
og svo auðvitað í gömlu meistar-
ana, Kjarval, Gunnlaug Scheving og
svo framvegis. Staðreyndin er sú að
langstærstur hluti íslenskra lista-
manna stundar list sína í hjáverk-
um og þarf að stunda aðra atvinnu
til tekjuöflunar.“
Jóhann telur að ný skýrsla um
hagræn áhrif skapandi greina gæti
þó hjálpað til. „Sérstaklega hvað
varðar fyrirgreiðslu og styrki. Skýrsl-
an sýnir að listsköpun er einn höf-
uðatvinnuvegur Íslendinga og ég
tel að viðhorf almennings til styrk-
veitinga til lista hljóti að breytast.
Almenningur hlýtur að sjá að það
er góð fjárfesting að styrkja lista-
menn. Það er fjárfesting sem skilar
sér margfalt til baka.“
Viðhorfsbreytingar þörf
Solveig Pálsdóttir tekur undir með
Jóhanni, að það teljist algerlega til
undantekninga að listafólk nái að
lifa af listinni einni. Solveig rekur
grasrótargalleríið Gallery Crymo á
Laugavegi. „Reksturinn gekk vel til
að byrja með, sumarið 2009. Síð-
an þá hefur þetta verið erfiðara. Til
að byrja með voru erlendir ferða-
menn að kaupa mikið af verkum og
það er ef til vill eitthvað sem mætti
skoða betur – að kynna útlending-
um íslenska list.“ Sýningar í Gallery
Crymo nálgast nú hundraðið, þó
það sé ungt að árum. Solveig seg-
ir að ein forsenda þess að galleríið
vaxi og dafni, og um leið listaverka-
markaðurinn allur, sé ákveðin við-
horfsbreyting – meðal annars hjá
listamönnum.
„Listamenn mega alveg hugsa
um hverjir kaupa verkin. Vilja þeir
einungis selja til ríkra bankamanna á
uppsprengdu verði eða ef til vill selja
til parsins sem er nýbyrjað að búa og
mun sýna verkinu þá virðingu sem
það á skilið? Sömuleiðis mega kaup-
endur listaverka hugsa sig um. Þó að
listaverk geti vissulega verið fjárfest-
ing þá ætti það að vera meira. Lista-
verk geta auðgað líf eigenda þeirra
á svo marga vegu. Þá skiptir verð
verksins ekki höfuðmáli.“
10 | Fréttir 10. janúar 2011 Mánudagur
Listaverkamarkaðurinn
að nálgast eðlilegt horf
n Framkvæmdastjóri Gallerís Foldar segir listaverkamarkaðinn að nálgast eðlilegt horf
n Miklar lægðir fylgdu bæði stóra málverkafölsunarmálinu sem og efnahagshruninu
n Staða listamanna eftir sem áður slæm n Langfæstir geta séð fyrir sér á listinni einni
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
55,87
201,92
149,8
232,08
396,01
783,83
345,64
432,53
619,22
453,37
187,20
220,39
210,82
303,61
154,25
177,45
189,64
179,33177,95
158,51154,33157,72106,31
62,62
60,56
33,85
100,0
1.1. 1985
1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
800
700
600
500
400
300
200
100
Í gagnagrunni listaverkavísitölunnar voru skráð öll verk
sem boðin hafa verið upp á almennum uppboðum á Íslandi
frá 1953 til 2005, rúmlega 15.000 listaverk eftir um það bil
eitt þúsund höfunda. Tímabilið sem notað er til útreikninga
verðvísitölu íslenskra listaverka er frá 1985, en það er
grunnár vísitölunnar og þar hefst hún á gildinu 100.
Íslenska listaverkavísitalan 1985–2010
„Almenningur
hlýtur að sjá að
það er góð fjárfesting
að styrkja listamenn.
Jóhann Ágúst Hansen Jóhann er
framkvæmdastjóri Gallerís Foldar. Hann
segir listaverkamarkaðinn vera að kom-
ast í eðlilegt horf eftir mikla sprengju
árið 2007, en henni fylgdi sömuleiðis
lægð í kjölfar efnahagshruns.
MYND RÓBERT REYNISSON
Solveig Pálsdóttir Rekur grasrótargall-
eríið Gallery Crymo.