Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Side 14
Frábær þjónusta
n Starfsmenn Hugo Boss í Kringlunni
fá lofið í dag en ánægður viðskipta-
vinur sendi eftirfarandi: „Ég vil gjarn-
an að strákarnir í Hugo Boss fái lof
fyrir frábæra þjónustu korter fyrir jól
við gríðarúttaugaða kasólétta tveggja
barna móður. Ég kom inn í búðina
til þeirra að kaupa seðlaveski, því að
þetta var eini staðurinn í Kringlunni
sem seldi slíkt. Afgreiðslumaðurinn
var svo hjálpsamur og almennileg-
ur og vissi nákvæmlega hvað hann
var að selja. Eftir að hafa rétt honum
debetkortið yfir borðið teygði
ég á óléttabakinu en þá leit
hann á mig og spurði mig
hvort ég væri viss um að það
væri allt í lagi og hvort
ég ætti nokkuð mikið
eftir. Hann var ekki
bara hjálpsamur heldur
elskulegur í þokkabót.“
Þú átt réttinn
Á heimasíðu Neytendasamtakanna
er rætt um hvaða rétt neytandi hefur
ef hann lendir í því að kaupa gallaða
vöru og sami galli kemur ítrekað
upp. Þar segir að samkvæmt lögum
um neytendakaup hafi seljandi
tvær tilraunir til að bæta úr sama
gallanum á vöru. Þá getur seljandinn
annaðhvort gert við vöruna eða
afhent kaupanda nýja vöru. Ef selj-
andi reynir að gera við vöru tvisvar
án árangurs eða afhendir nýja
vöru tvisvar, sem er gölluð, hefur
neytandinn rétt á að rifta kaupunum
og fá kaupverðið endurgreitt.
Þvottavélarlaus
n Viðskiptavinur vildi kvarta und-
an þjónustu sem hann fékk hjá Raf-
breidd. Hann segir fyrirtækið svo
til það eina sem gerir við amerísk-
ar þvottavélar en vélin hans bilaði
í sumar. „Þegar loks fékkst maður
til að kíkja á vélina þurfti að panta
varahlut. Það var hins vegar ekki gert
strax og erfiðlega gekk að fá hlutinn.
Þegar ég hafði verið þvottavélarlaus
í þrjá mánuði gafst ég upp og keypti
nýja vél.“ Hann segist afar
óánægður með þjónust-
una og mörg loforð hafi
verið svikin. „Það er
eins og sérstaða þeirra
í viðgerðum á amer-
ískum þvottavélum veiti
þeim vald til að koma illa
fram við viðskiptavini,“ segir
viðskiptavinurinn vonsvikni.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Drykkir fyrir alla Í desember hóf göngu sína vefur fyrir þá sem leita sér
uppskrifta og framsetningar á óáfengum drykkjum. Síðan heitir oafengt.is og þar er að
finna ýmsar útfærslur á blönduðum óáfengum drykkjum sem eiga við við öll tækifæri.
Má þar nefna hátíðardrykki, kaffidrykki, partíbollur, drykki með mat, aðventudrykki og
heita drykki. Það ættu því allir að finna sér drykk við hæfi á þessari síðu. Á vefnum segir
að fjölmargir aðilar standi að honum og þeir eigi það sameiginlegt að hafa áhuga á að
auka fjölbreytni og valkosti fyrir þá sem nota og veita óáfenga drykki. Einnig að þeir sem
veiti drykki í veislum sínum geti nú gert öllum gestum jafnhátt undir höfði þegar kemur
að drykkjarföngum.
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 10. janúar 2011 Mánudagur
E
ld
sn
ey
ti Verð á lítra 209,5 kr. Verð á lítra 211,3 kr.
Bensín Dísilolía
Verð á lítra 209,3 kr. Verð á lítra 211,1 kr.
Verð á lítra 210,0 kr. Verð á lítra 211,3 kr.
Verð á lítra 209,2 kr. Verð á lítra 211,1 kr.
Verð á lítra 209,3 kr. Verð á lítra 211,1 kr.
Verð á lítra 209,5 kr. Verð á lítra 211,3 kr.
Algengt verð
Almennt verð
Algengt verð
Akureyri
Melabraut
Algengt verð
ÓljÓs uppruni
og lítil gæði
n Euro Shopper-vörur verri að gæðum og með óljósan uppruna n Lægra
verði fylgja fleiri kaloríur en minni næring n Kynntar sem gæðavörur
Euro Shopper og First Price koma
iðulega illa út úr könnunum þar
sem skoðað er kaloríuinnihald og
gæði hráefna.
Það færist í aukana að verslanir
bjóði upp á vörumerki sem eru á
lægra verði en önnur þekktari. Vör-
ur svo sem frá Euro Shopper og
First Price verða æ meira áberandi
í hillum stórmarkaðanna og eflaust
margir sem gleðjast yfir lægra vöru-
verði. Í nágrannalöndum okkar eru
neytendur töluvert betur upplýstir
um neytendamál og umræðan mun
opnari en hér á landi. Rannsókn-
ir sýna að slíkar vörur eru verri að
gæðum en vörur sem dýrari eru.
Ástæða fyrir lágu verði
Nokkuð hefur verið rætt um þessi
ódýru vörumerki í löndunum í
kringum okkur og sú umræða er alla
jafna neikvæð. Neytendafrömuðir
hafa skoðað vörurnar og borið þær
saman við sambærilegar vörur. Nið-
urstöður þeirra kannana eru að það
er ástæða fyrir lágu verðinu. Euro
Shopper og First Price koma iðu-
lega illa út úr könnunum þar sem
skoðað er kaloríuinnihald og gæði
hráefnanna. Tekið skal fram að ekki
hefur verið gerð sambærileg íslensk
könnun og er því aðeins stuðst við
þær erlendu.
Engar athuganir hér á landi
Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá
MATÍS, segist ekki kannast við að út-
tekt hafi verið gerð á vörum frá Euro
Shopper og First Price hér á landi.
„Ég hef tekið eftir því að þessar vör-
ur séu ódýrari en gengur og gerist
en það er spurning hvað er á bak við
það. Mér er ekki kunnugt um athug-
anir hér á landi og veit ekki til þess
að heilbrigðiseftirlit sveitarfélag-
anna hafi skoðað þetta,“ segir Ólaf-
ur. Aðspurður hvort honum finnist
tilefni til þess að skoða þessar vör-
ur og gera athugsemdir ef við á seg-
ir hann svo vera. Ólafur segir fátt
geta komið í veg fyrir innflutning á
vörum sem uppfylla reglugerðir. Ef
varan uppfyllir til dæmis ekki reglu-
gerð um aðskotaefni þá sé hægt að
stöðva dreifingu þar sem hún er ekki
heimil. „Við vitum ekki hvort svo sé
í þessum tilfellum,“ bætir hann við.
Engar kvartanir
Gunnar Ingi Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Hagkaups, segir að
verslunin sé mjög sátt við vörurnar
frá Euro Shopper. „Neytandinn hef-
ur tekið þeim vel og þetta er ódýr
valkostur í Hagkaupi. Neytend-
ur leita eftir ódýrum valkostum og
aldrei meira en einmitt í dag. Hvað
okkur snertir þá erum við ánægð og
við höfum ekki fengið kvartanir inn
á okkar borð vegna Euro Shopper-
varanna,“ segir hann.
Fleiri kaloríur og minna af
næringarefnum
Euro Shopper býður upp á ýmsar
vörur og á heimasíðu fyrirtækisins
segir meðal annars að vörurnar séu
gæðavörur á lágu verði. Að hönnun-
in á vörunum endurspegli vöruna
sjálfa og að þetta sé alþjóðlega við-
urkennt merki. Því er vert að skoða
nokkur þau atriði sem hafa verið
áberandi í umræðunni ytra um Euro
Shopper.
Rætt hefur verið um að merkið
fái yfirleitt lægstu einkunnir í vöru-
prófunum. Til að mynda velti blaða-
maður sænska blaðsins Dagens
Nyheder því fyrir sér af hverju mat-
arolían frá Euro Shopper væri eins
ódýr og raun ber vitni. Niðurstaðan
var að verðið væri alfarið á kostnað
gæðanna.
Norsk rannsókn sýndi fram á
að magn af fiski í fiskréttum Euro
Shopper sé aðeins um 25 pró-
sent af því sem átti að vera þyngd
fiskmetis. Handelsbladet í Noregi
gerði úttekt á grillpylsum til að at-
huga hverjar væru hollastar og Euro
Shopper-pylsur lentu í neðsta sæti.
Eins var athugun gerð á bleyjum og
þar vermdu þær frá Euro Shopper
neðsta sætið. Berjasulta sem fyrir-
tækið sagðist hafa framleitt í Hol-
landi var í raun framleidd í Serbíu
en margir fengu niðurgang af neyslu
hennar. Norsku neytendasamtök-
in birtu svo grein þar sem lýst var
hvernig talsmenn þeirra fóru í búð-
ir og spurðu um uppruna vörunnar
en fengu þau svör að neytandanum
kæmi í raun ekki við hvaðan vörurn-
ar kæmu.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
raftækin vefjast
helst fyrir fólki
Olís, algengt verð 209,50 og 211,30 kr.
Atlantsolía 209,30 og 211,10 kr.
Skeljungur, algengt verð 210,00 og 211,30 kr.
Orkan, höfuðborgarsvæðið 209,20 og 211,10 kr.
ÓB, Melabraut 209,30 og 211,10 kr.
N1, algengt verð 209,50 og 211,30 kr.
Matarinnkaup Neytendur leita í auknum
mæli að ódýrum valkosti.
Verslun Framboð á ódýrum og minna þekktum vörumerkjum hefur aukist.
Euro Shopper
Vörurnar hafa ekki verið
athugaðar hér á landi.