Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Side 17
Erlent | 17Mánudagur 10. janúar 2011 Vísindamenn segja að of seint sé að snúa þróuninni við: Grænlandsjökull bráðnar hratt Grænlandsjökull bráðnar mun hrað- ar en áður var talið og brátt verð- ur orðið of seint að bjarga jöklinum. Þetta er fullyrt í vísindagrein sem birt- ist í tímaritinu Journal of Hydromet- eorology. Greinin var unnin af vís- indamönnum við háskóla í Alaska og Colorado í Bandaríkjunum, en einn- ig af sérfræðingum við dönsku veð- urstofuna, en rannsóknin var byggð á gögnum frá stofnuninni. Búið var til rannsóknarlíkan af þróun ísbreiðunnar á Grænlandi, og notaðar til þess tölur frá árinu 1950 en líkanið nær allt til ársins 2080. Sam- kvæmt greininni var ísbreiðan þegar tekin að minnka um miðbik 20. aldar. Á 8. og 9. áratug síðustu aldar komu þó kuldaskeið sem héldu hnignun jökulsins í skefjum um stundarsak- ir. Nú er hins vegar svo komið að ís- breiðan minnkar hratt, eftir hlýinda- skeiðið sem ríkt hefur undanfarna tvo áratugi en ekkert bendir til þess að það skeið sé á enda runnið. Í greininni kemur fram að lík- lega sé um að kenna hlýnun jarðar sem er af manna völdum. „Þó að það myndi snjóa óeðlilega mikið á næstu 30 árum myndi það ekki bæta upp þá hnignun sem þegar hefur átt sér stað,“ segir Jens Hesselbjerg Christensen, einn höfunda greinarinnar. „Sam- kvæmt líkaninu myndi ég segja að þegar sé orðið of seint að snúa þróun- inni við. Niðurstöðurnar sýna að stöð- ug bráðnun ísbreiðunnar er óumflýj- anleg.“ Þrátt fyrir þessar niðurstöður seg- ir Christensen að það muni taka allt að 1.000 ár fyrir Grænlandsjökul að hverfa með öllu, en það gæti engu að síður haft alvarlegar afleiðingar. „Ef Grænlandsjökull bráðnar með öllu, mun yfirborð sjávar hækka um sex til sjö metra.“ Grænlandsjökull er í rénum Yfirborð sjávar gæti hækkað um sex til sjö metra bráðni jökullinn. „Tilefnislaust ofbeldisverk“ Bandarísk þingkona, Gabrielle Giff- ords, liggur þungt haldin á sjúkra- húsi eftir að hafa verið skotin í höfuðið í Tucson í Arizona á laug- ardag. Giffords var að halda útifund á götuhorni, á viðburði sem hún hafði auglýst á Twitter-síðu sinni „fáðu þingið á þitt götuhorn.“ Þegar skammt var liðið á fundinn var gerð skot árás sem skildi eftir sig sex látna, auk þess sem 12 voru særðir alvar- lega. Þar á meðal var níu ára stúlka. Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, fordæmdi árásina og hvatti landa sína til að biðja fyr- ir Giffords. Hún er þingkona fyrir Demókrataflokkinn í Arizona og var að ræða við kjósendur sína þegar maður gekk að henni og skaut hana í höfuðið af stuttu færi. Hann skaut síðan fólk af handahófi áður en við- staddir náðu að yfirbuga hann og afvopna. Ætlaði að myrða þingkonuna Einn þeirra sem aðstoðaði Giffords á fundinum var Alex Villec. Giffords sat við borð þar sem hún ræddi við kjósendur sína einn af öðrum. Vill- ec tók á móti 22 ára manni, Jared Loughner, sem spurði hvort hann mætti fá að ræða við þingkonuna. Villec benti honum á að fara í röð- ina, sem Loughner gerði. Nokkr- um mínútum síðar gekk Loughner úr röðinni og gekk beint að borði Giffords, lyfti byssu sinni og skaut hana í höfuðið. „Það var greinilegt hver var skotmarkið. Hann ætlaði að myrða þingkonuna,“ sagði Vill- ec. Mikil geðshræring greip um sig og fólk tók að hlaupa í allar áttir, en árásin átti sér stað á bílastæði fyr- ir utan matvöruverslun. Loughner náði að skjóta 15 til 20 skotum áður en hann var yfirbugaður. Hafði fengið hótanir áður Giffords sigraði naumlega í kosn- ingum til fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings í nóvember síðast- liðnum. Hún bar sigurorð af frambjóðanda repúblikana, Jesse Kelly, sem er fyrrverandi hermað- ur sem naut mikils stuðnings frá Teboðshreyfingunni svokölluðu. Giffords hefur legið undir mikilli gagnrýni frá íhaldsömum Banda- ríkjamönnum, en hún er meðal annars þekkt fyrir stuðning sinn við heilbrigðisfrumvarp Baracks Obama – frumvarp sem er rep- úblikönum mjög á móti skapi. Þá hefur hún einnig barist fyrir rétt- indum kvenna til að fara í fóstur- eyðingu. Í aðdraganda kosninganna í nóvember fékk Giffords fjölmarg- ar hótanir. Gerð var aðför að kosn- ingamiðstöð hennar þar sem rúð- ur voru brotnar með grjótkasti. Giffords ákvað samt sem áður að halda sínu striki, og var fundurinn á laugardag hluti af tilraun hennar til að gera kjósendur sína meðvit- aðri um stjórnmál. Hræðilegur harmleikur Obama sagði við fjölmiðla að um hræðilegan harmleik væri að ræða. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist. Það sem við vitum hins vegar er að þetta var tilefnislaust ofbeldisverk sem á ekki að eiga sér stað í frjálsu samfélagi.“ Ótrúlegt þykir að Giffords hafi lifað árás- ina af en byssukúlan fór í gegnum höfuð hennar. Peter Rhee var einn skurðlæknanna sem framkvæmdu aðgerð á Giffords. „Það er erfitt að segja til um batahorfur en ég er eins bjartsýnn og mögulegt er við þessar aðstæður.“ n Bandarísk þingkona, Gabrielle Giffords, var skotin í höfuðið á útifundi í Arizona n Árásarmaðurinn myrti sex áður en tókst að yfirbuga hann n Giffords hafði fengið morðhótanir áður Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Það var greinilegt hver var skot- markið. Hann ætlaði að myrða þingkonuna. Gabrielle Giffords Liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir skotárás. Innbrotsþjófur drakk sig fullan Lögreglan í Delaware í Bandaríkj- unum fékk óvenjulegt mál upp í hendurnar í síðustu viku. Hringdi þá inn maður sem lýsti sig sekan um innbrot og bað lögregluna vinsam- legast um að sækja sig. Maðurinn hafði brotist inn í hús nokkrum dög- um áður og ætlaði sér að hafa ein- hver verðmæti á brott. Í húsinu fann hann hins vegar tvær ginflöskur og eina viskíflösku. Hann ákvað að drekka áfengið og varð í kjölfarið svo ölvaður að hann treysti sér ekki til að yfirgefa húsið. Að lokum var hann orðinn svo bugaður af áfenginu að hann ákvað að hringja á lögregluna sér til aðstoðar. Lengsta brú í heimi Kínverjar vígðu á dögunum lengstu brú í heimi yfir vatni, Quingdao Haiwan-brúna. Brúin er 42,5 kíló- metrar að lengd og slær hún þar með Lake Pontchartrain-brúnni í Louisiana í Bandaríkjunum við, en sú brú var áður sú lengsta, eða 38,5 kílómetrar. Quingdao Haiwan-brúin var byggð á fjórum árum og kostaði sem samsvarar þúsund milljörðum íslenskra króna. Við brúargerðina voru notuð rúmlega 450 þúsund tonn af stáli, sem myndu nægja til að byggja 65 Eiffel-turna. Brúin tengir hafnarborgina Quingdao við borgina Huangdao. Trúin af hinu slæma Annar hver Dani telur að trúarbrögð geri heiminn verri. Samkvæmt Gallup-könnun sem framkvæmd var í Danmörku kom í ljós að 44 prósent Dana telja trúarbrögð gera heim- inn að verri stað. Til samanburðar voru aðeins 18 prósent sem töldu að trúarbrögð gerðu heiminn að betri stað. Phil Zuckerman, prófessor í trúarbragðarfræði í háskólanum í Árósum, segir ástæðuna margþætta. „Skopmyndir, trúaðir Bandaríkja- menn eins og George W. Bush og Sarah Palin, svo ekki sé minnst á tíð- ar sögur af kaþólskum prestum sem misnota börn. Þetta eru atriði sem eru föst í hugum Dana.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.