Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Page 18
18 | Umræða 10. janúar 2011 Mánudagur
Örvænting Páls „Það var fínt fyrsta daginn en svo daginn eftir var hún sofnuð. Ég sat með hana þarna á hótel-herberginu í viku og dró
hana svo með heim.“
n Lene Bernhöj, móðir
Söndru Daðadóttur 17
ára stúlku sem þjáist af
taugasjúkdómnum
Kleine-Levin Syndrome
sem veldur því að hún
fær svefnköst sem hún
ræður ekki við. – DV
„Brotamenn
mega alveg
koma, alveg í
tonnatali,
maður.“
n Jón Hilmar Hallgrímsson betur
þekktur sem Jón stóri, forseti nýrrar klíku,
Semper Fi. – DV
„Þetta er tómt
kjaftæði eins
og annað sem
þið skrifið.“
n Bjarni Benedikts-
son, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, þegar blaðamaður spyr hvort
embætti sérstaks saksóknara hafi rætt
við hann í tengslum við rannsóknina á
tryggingafélaginu Sjóvá. – DV
„Ég hef ekki
heimild til að
tjá mig um
málið.“
n Hreiðar Már
Sigurðsson fyrrverandi
forstjóri Kaupþings, um það hvort hann
sé einn þeirra sem hafa áfrýjað þeirri
niðurstöðu dómstóls í Lúxemborg að
veita sérstökum saksóknara aðgang að
gögnum sem um starfsemi Kaupþings
þar í landi – DV
Fólkið sem vill þögn
V
axandi barátta er á Íslandi um
að fjölmiðlar þegi um ákveð-
in mál.
Þegar sagt var frá því á
DV.is að rukkarinn landsfrægi, Jón
stóri, hefði stofnað samtök, kvart-
aði hópur lesenda í ummælum und-
ir fréttinni á þeim forsendum að það
væri ósiðlegt eða ómerkilegt að segja
frá þessu, þótt áhugi fólks á fréttinni
væri mikill.
Eiður Smári Guðjohnsen fótbolta-
maður vill láta refsa blaðamönnum
fyrir að leyfa fólki að vita af ríflegri
fyrirgreiðslu hans hjá íslensku bönk-
unum áður en þeir urðu gjaldþrota á
kostnað almennings.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðsiflokksins, reiddist blaða-
manni DV í síðustu viku, þegar blaða-
maðurinn sinnti þeirri skyldu sinni
að kanna hvort hann hefði verið yf-
irheyrður af sérstökum saksóknara
vegna þekktrar aðkomu hans að við-
skiptafléttu, sem leiddi til þess að
bótasjóður Sjóvár var tæmdur.
Fjölmiðlar þurfa að hafa skýr við-
mið um hvað sé frétt og hvað ekki,
þegar kemur að því að velja úr því
ógrynni upplýsinga sem fyrirfinnst
í samfélaginu. Stefna DV er að segja
sannar fréttir um það sem ætla má að
sem flest fólk hafi áhuga á. Viðmiðið
er áhugi almennings. Ríkisútvarpið
gegnir hins vegar uppeldishlutverki.
Það er niðurgreitt af skattfé í þeim til-
gangi að velja efni sem ætla má að sé
hollt og gott fyrir þjóðina.
Fylgifiskur þess að fjalla um það
sem fólk hefur áhuga á er fréttir, sem
ákveðnum hópi samfélagsins þykja
annað hvort ómerkilegar og/eða
skaðlegar. Algengt er á Íslandi að hluti
þessa hóps kvarti og biðji um að slíkar
fréttir liggi í þagnargildi vegna þess að
þær séu með einhverjum hætti skað-
legar eða einfaldlega ekki nógu mikil-
vægar.
Þegar fjölmiðlar byrja að velja
þögnina um áhugaverð mál er alltaf
hætta á að upplýsingagjöf til almenn-
ings spillist. Á að þegja um stórfelldar
lántökur landsliðsfyrirliðans til fast-
eignabrasks? Á að þegja um það þeg-
ar rukkari, sem er gríðarlega vinsæll
hjá unglingum á Facebook, stofnar
samtök? Á að þegja um dónaleg svör
stjórnmálamanns? Á að sleppa því
að birta viðkvæmar upplýsingar um
auðjöfra og banka, því ríkjandi við-
horf sé að þeir séu góðir fyrir þjóðina?
Þegar forsendan er að fréttin sé
sönn og fólk hafi almennt áhuga á
upplýsingunum er svarið einfalt. Ef
spurningin er hvort efnið sé hollt fyr-
ir fólk, eða að það sé gott fyrir samfé-
lagið að birta upplýsingarnar, getur
svarið orðið með ýmsu móti. Óljós
ritstjórnarstefna og forræðishyggja
býður upp á spillingu í fjölmiðlum og
brenglaða upplýsingagjöf.
Það er hagur almennings að á Ís-
landi séu til öflugir fjölmiðlar sem
vinna eftir þeirri stefnu að fjalla um
það sem fólk hefur áhuga á, frekar
en að hafa vit fyrir fólki og ritskoða
burt þær upplýsingar sem gætu orðið
skaðlegar. Fríblöðin, RÚV og Mogg-
inn eru ekki nóg.
Réttmæti stefnunnar byggir á
þeirri frumforsendu að fjöldinn eigi
að ráða og að fjölmiðillinn eigi ekki að
stýra fólkinu, heldur upplýsa fólk um
það sem fólk hefur áhuga á. Í þessu
felst að hvorki ritstjórar né aðrir hafa
sjálfgefinn rétt til að stýra því hvað
fólk á að vita og hvað ekki. Fólki á að
vera treyst til að velja sjálft hvað það
kýs að lesa eða horfa á.
Leiðari
Mæta menn
illa í vinnuna?
„Nei, en það má
segja að það sé
stundum illa fært í
vinnuna,“
segir Erna
Indriðadóttir,
upplýsingafulltrúi
Fjarðaáls á
Reyðarfirði. Í
vetrarhríðinni fyrir
helgina voru starfsmenn álversins
á Reyðarfirði, sem búsettir eru á
Egilsstöðum, heilar þrjár klukku-
stundir að komast yfir Fagradal til
vinnu sinnar með rútu.
Spurningin
Bókstaflega
Á
lit Svarthöfða á Páli Magn-
ússyni, sjónvarpsstjóra RÚV,
hefur minnkað talsvert eftir
að hann gerði fjölmiðlafyr-
irtækinu 365 örvæntingarfullt tilboð
í sýningarréttinn að HM í hand-
bolta. Svarthöfða fannst eitthvað
svo aumkunarvert við tilboð sjón-
varpstjórans og telur hann það rétt-
mæta spurningu hvort honum sé
sætt áfram í starfi sínu. Tilboði hans
var auðvitað, og eðlilega, hafnað því
365 hefur lagt út í talsverðan kostnað
vegna mótsins og hafa margir keypt
sér aðgang að Stöð 2 eingöngu til að
horfa á þessa keppni. Stöð 2 hefði lík-
lega þurft að endurgreiða þessu fólki
afnotagjöldin ef stöðin hefði tekið til-
boði RÚV.
T
ilboð Páls lyktaði líka af því að
sjónvarpsstjórinn gerði það
tilboðsins vegna – í einskær-
um PR-tilgangi vegna þess að
viðleitni hans til að kaupa sýning-
arréttinn af 365 væri skárri en gera
þeim ekki þetta tilboð. Þetta eru jú
strákarnir okkar, handboltalands-
liðið, kannski eina landslið Íslands
í hópíþrótt sem lands-
menn geta verið
stoltir af og fylkja
sér um – jafnvel
þó að hand-
bolti sé lít-
ið stunduð
og ómerkileg
jaðaríþrótt á
heimsmæli-
kvarða sem
þorri fólks
veit ekki
einu sinni
út á hvað
gengur. Leikir
strákanna okk-
ar ættu því, eðli
málsins sam-
kvæmt,
að vera sýndir hjá Páli í sjónvarpi
allra landsmanna, Ríkissjónvarpinu,
sem allir landsmenn borga fyrir. Páll
veit sem er að það er slæmt fyrir hann
sjálfan – pungspark – að bjóða land-
anum ekki upp á leiki með þessum
strákum sem náð hafa þeim merki-
lega árangri fyrir hönd smáþjóðar-
innar að ganga vel á stórmótum. Þess
í stað þurfa þeir landsmenn sem vilja
horfa á alla leiki strákanna okkar að
borga Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og
Ara Edwald, útrásarjöfrunum miklu,
fyrir það að horfa á íslenska landslið-
ið. Páll veit upp á sig skömmina og
hann er með skítinn upp á bak.
S
kömm Páls er svo
auðvitað þeim mun
meiri þar sem hann
glutraði frá sér sýn-
ingarréttinum á HM í
handbolta á Íslandi í
samningaviðræðunum
við þýska fyrirtækið sem
sér um að selja þenn-
an rétt til landa heims-
ins. Svo virðist sem Páll
og starfsfólk RÚV hafi
ekki sinnt samninga-
viðræðunum við þýska
fyrirtækið nægilega
vel og þess vegna leit-
aði það einfaldlega til
Ara Edwald og 365 sem
tryggðu sér sýningarrétt-
inn á kostnað RÚV.
A
ri Edwald og Jón Ásgeir
standa því uppi sem sigur-
vegararnir í stóra handbolta-
málinu og geta híað og ull-
að á Pál Magnússon sem nær ekki
að koma þjóðarstoltinu inn í stofur
landsmanna þetta árið. Páll opinber-
ar svo klúður sitt enn frekar með því
að sleikja Stöð 2 upp og bjóða stöð-
inni sama verð og þeir keyptu sýn-
ingarréttinn á plús 20 prósent álag.
365 gerir svo það eina sem fyrirtæk-
ið getur gert og afþakkar þetta neyð-
arlega tilboð pent. Þessi af-
leikur Páls er nú þegar
kominn í sögubækurn-
ar hjá Svarthöfða sem
eitt af klúðrum þessa
nýja og unga árs:
Handaboltalandsliðið
verður í boði Jóns
Ásgeirs þökk sé
Páli.
Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar„Fólki á að vera
treyst til að velja
sjálft hvað það kýs að
lesa eða horfa á.
„Hand bolta lands-
liðið verður í boði
Jóns Ásgeirs þökk sé Páli.
Björgólfur og
félagarnir
n Gjaldþrot Dreifingar virðist ætla
að draga dilk á eftir sér. Helsti
kröfuhafi félagsins, Landsbankinn,
er ósáttur við að eigandi Dreifingar,
Haukur Hjaltason, hafi gert ráðgjaf-
arsamning við Ölgerðina og ætli
að tryggja því fyrirtæki umboð og
viðskiptasamninga heildverslun-
arinnar. Ætla má að samningurinn
rýri verðmæti þrotabús Dreifingar.
Dreifing skuldar Landsbankanum
á bilinu 500 til 600 milljónir króna.
Ein af ástæðunum fyrir góðu að-
gengi Dreifingar að lánsfé í bank-
anum mun vera sú að góð tengsl
voru á milli Hauks og Björgólfs Guð-
mundssonar, aðaleiganda bankans.
Sár SME
n Fjölmiðlamaðurinn Sigurjón M.
Egilsson virðist hafa allt á hornum
sér gagnvart sínum gamla vinnu-
veitanda, Hreini Loftssyni. Sigurjón
gengur svo langt að spá því að Eiður
Smári Guðjohnsen, knattspyrnumað-
ur í Englandi, vinni mál sitt gegn
DV. Ástæðan sem Sigurjón, eða
SME eins og hann er oft nefndur,
nefnir er einföld: lögmannastofa
Hreins Loftssonar tekur þátt í vörn
blaðsins. „Hef ekki gert rannsóknir,
en finnst sem sú lögmannsstofa tapi
flestum þeim málum sem hún kem-
ur nærri. Einkum meiðyrðamálum,“
segir Sigurjón á bloggi sínu sem
hann notar til að hnýta í Hrein.
Birgitta og fangelsið
n Birgitta Jónsdóttir, þingmaður
Hreyfingarinnar, virðist vera búin
að koma sér í klandur. Bandarísk
stjórnvöld hafa farið fram á það við
samskiptasíðuna Twitter að þeim
verði afhentar allar Twitter-færsl-
ur og aðrar persónuupplýsingar
um Birgittu vegna tengsla hennar
við uppljóstrunarvefinn Wikileaks.
Óvíst er um framvinduna á þessu
stigi málsins en þess er skemmst
að minnast að völva DV spáði því
að Birgitta ætti eftir að verða mikið
í sviðsljósinu á árinu vegna tengsla
sinna við Wikileaks. Gekk völvan
svo langt að spá því að Birgitta ætti
eftir að lenda í fangelsi vegna mála
sem tengjast Wikileaks.
Jón Steinar og
skotárásin
n Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta-
réttardómari er fyrir löngu orðinn
þekktur fyrir sérálitin sem hann
skilar í Hæstarétti Íslands. Síðasta
sérálit Jóns Steinars er hins veg-
ar nokkuð svakalegt. Þá vildi Jón
Steinar ekki staðfesta gæsluvarð-
haldsúrskurð yfir manni sem skaut
sér leið inn í hús í Reykjavík með
haglabyssu vegna þess að ekki teld-
ist sannað að maðurinn hefði ætl-
að að meiða húsráðanda. Mat Jón
Steinar það sem svo að ekki teldist
sannað að haglabyssan hefði ekki
verið til þess eins að komast inn í
húsið. Hinir tveir dómararnir voru
ósammála þessu mati Jón Stein-
ars og staðfestu gæsluvarðhaldsúr-
skurðinn. Ofbeldis- og glæpamenn
landsins þurfa því ekki að óttast Jón
Steinar mjög mikið á meðan hann
situr í Hæstarétti þar sem hann leyf-
ir þeim yfirleitt að njóta vafans.
Sandkorn
tRyggVagötu 11, 101 REyKJaVÍK
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
Jóhann Hauksson, johannh@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Svarthöfði