Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Qupperneq 19
S
tundum virðist sem við lifum
í eilífri nútíð. Fjölmiðlar eiga
sína sök á þessu. Fréttir eru
fluttar frá degi til dags, stund-
um er rennt yfir helstu atburði vik-
unnar, en það er sjaldnast sem hlut-
irnir eru settir í stærra samhengi.
Það er helst á áramótum, í fréttaann-
álum og enn fremur í Skaupinu, sem
litið er yfir farinn veg. Þessi skortur á
yfirsýn getur leitt til þess að orsaka-
samhengi brenglast, jafnvel í aug-
ljósustu málum. Nú er kreppa og nú
er vinstristjórn. Því hlýtur kreppan
að vera vinstristjórninni að kenna.
En þó kom kreppan á undan vinstri-
stjórninni, og hún er því viðbrögð
við kreppunni, ekki orsök hennar.
Í hinni eilífu nútíð sem virðist
ríkja í Alþingissal er það sama uppi
á teningnum. Litlu máli skiptir hvað
menn sögðu í hitteðfyrra eða jafnvel
í gær. Þeir sem gera mistökin kenna
þeim um sem þurfa að lagfæra þau.
Sá sem þarf að leysa vandamálið er
um leið gerður ábyrgur fyrir orsök-
um þess.
Sögunni snúið á haus
Bandaríski heimspekingurinn Em-
erson sagði að í opinberri umræðu
væri öllu snúið á haus, allt væri
skrumskælt og mönnum gerðar upp
skoðanir sem þeir hefðu aldrei haft.
Það er aðeins ef hlutirnir eru settir í
stærra samhengi, þegar ferill fólks er
skoðaður í heild, að við sjáum hvað
menn raunverulega standa fyrir.
Því er nauðsynlegt að rifja stundum
upp grundvallaratriði eins og þetta:
Sjálfstæðismenn tóku við blómstr-
andi efnahag og settu landið á haus-
inn, vinstristjórnin tók við landi á
hvínandi kúpunni og er í óða önn
að byggja það upp aftur. Samkvæmt
þessu ætti Steingrímur J. Sigfússon
að fara á spjöld sögunnar sem ein-
hver færasti fjármálaráðherra sem
Ísland hefur átt. En það er hætta á
því ef framtíðin verður föst í enda-
lausri nútíð að öllu verði snúið á
haus. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst
aftur til valda að kreppu lokinni, þá
mun vinstristjórninni vera kennt
um kreppuna þrátt fyrir að hún hafi
komið okkur út úr henni, og Sjálf-
stæðisflokkurinn mun frá hrósið
fyrir afrakstur uppbyggingarinnar.
Líklega mun hann síðan setja okkur
aftur á hausinn í næsta góðæri, því
enginn hefur lært neitt af fortíðinni.
Tíðindalítið ár?
2010 var tíðindamikið ár á íslenskan
mælikvarða, en þó gerðust hér ekki
jafn stórir viðburðir og hefði mátt
búast við í landi í allsherjarkreppu.
Icesave var mál málanna fram eft-
ir ári en hvarf síðan á undarleg-
an hátt, rannsóknarskýrslan skýrði
margt en breytti litlu, að minnsta
kosti til skemmri tíma litið, Eyja-
fjallagosið vakti heimsathygli en var
eitt af fáum málum sem ekki vöktu
upp flokkadrætti á Alþingi. Það var
engin ný bylting, hvorki frá vinstri
né hægri, þó það hefði orðið örlítill
vísir að slíkum möguleika á haust-
mánuðum. Stjórnin hélt velli, kos-
ið var þrisvar en þó ekki til Alþingis.
Nýtt framboð komst að í Reykjavík
og var líklega það byltingarkennd-
asta sem gerðist í stjórnmálum, en
helstu og verstu einkenni kreppu,
stanslaus stjórnarskipti, verkföll og
jafnvel götubardagar, eru fjarver-
andi. Þrátt fyrir skýrari flokkadrætti
en áður hefur þjóðfélagið ekki gliðn-
að í sundur. Þvert á móti má enn
greina ákveðinn samhug þrátt fyrir
allt, samhug sem var svo áberandi
á fyrstu dögunum eftir hrun. Fólk
virðist almennt staðráðið í að kom-
ast út úr erfiðleikunum á eins fljótan
og öruggan hátt og hægt er. Því má
leyfa sér að vera hóflega bjartsýnn
með það ár sem rétt er að hefjast.
En það er þó ekki nóg að reisa
efnahaginn við, heldur verðum við
að læra af þeim mistökum sem gerð
hafa verið. Ríkisstjórnin hefur staðið
sig vel í efnahagsmálum, en minna
hefur farið fyrir því uppgjöri sem
enn á eftir að fara fram. Menn verða
að vera látnir bera ábyrgð á því sem
þeir báru ábyrgð á. Ef við höld-
um áfram að lifa í endalausri nútíð
getum við verið viss um að fortíðin
muni endurtaka sig, og sömu mis-
tökin verði gerð aftur og aftur án
þess að nokkur læri nokkurn tím-
ann neitt.
Umræða | 19Mánudagur 10. janúar 2011
Stolt og
auðmjúk
1 Jón Stóri og Semper FI: Yfir 200 manns sóttu um Jón vonast til
þess að hleypa inn nokkur hundruð
meðlimum í klúbbinn sinn, Semper Fi.
2 Maður valsar ekkert bara inn í Valhöll... Teikning Gulu pressunnar
af Friðriki Sophussyni.
3 Sefur í tvær vikur í einu: „Ég verð bara rosalega reið og ljót“ Viðtal
við Söndru Daðadóttur sem þjáist af
Kleine-Levin Syndrome.
4 Laumuðu sér í heitu pottana Tveir unglingar handteknir um nótt eftir að
hafa stolist í heitu pottana í sundlaug
í Hafnarfirði
5 Mistókst að brjóta skilti Myndband af manni sem reyndi að
brjóta skilti með höfðinu.
6 Gabrielle Giffords alvarlega særð Bandaríska þingkonan
Gabrielle Giffords liggur þungt haldin
á sjúkrahúsi eftir að hafa verið skotin
í höfuðið.
7 Usmanov þótti mjög góður viðskiptavinur Kaupþingi þótti það
mikill happafengur þegar Usmanov
hóf viðskipti við bankann. Lára Björnsdóttir er handhafi
Rósarinnar 2011, en verðlaunin eru veitt
árlega í minningu Ástu B. Þorsteins-
dóttur fyrir framúrskarandi störf sem
stuðla að þátttöku fatlaðs fólks í
samfélaginu til jafns við aðra. Lára var
félagsmálastjóri Reykjavíkur í tólf ár,
en hefur frá árinu 2007 verið við
stjórnunarstörf í félags- og trygginga-
málaráðuneyti, sem nú heitir velferðar-
ráðuneyti. Áhugi Láru á velferð fatlaðs
fólks, ásamt virðing fyrir einstaklingn-
um og ákvörðunarrétti hans, hefur
fylgt henni alla tíð.
Hvaða þýðingu hefur þessi viðurkenning
fyrir þig?
„Ég er mjög glöð og stolt, hrærð og auðmjúk.
Ég þekkti Ástu mjög vel og bar mikla virð-
ingu fyrir henni. Ég hef ekki kynnst neinum
sem býr yfir öðrum eins sannfæringarkrafti
og Ásta gerði.
Höfum við þokast í rétta átt í málefnum
fatlaðra?
„Já, en ekki nægjanlega langt. Þess vegna
mátti málaflokkurinn ekki við því að missa
Ástu svona fljótt. Mér finnst hafa verið
ákveðin stöðnun í þessum málum undan-
farin ár, sem er þó aðeins að breytast.“
Hvað stendur helst í veginum fyrir
frekari árangri?
„Fatlaðir eru enn í of mikilli einangrun. Eitt
af því sem Ásta og ég vorum samtaka um
var að betri árangur næðist með því að þessi
málaflokkur flyttist til sveitarfélaga. Nú um
áramótin varð þetta að veruleika og ég held
það eigi eftir að verða til góðs.
Eru fordómar enn við lýði?
„Já, það er því miður grunnt á þeim.
Ástæðan er þekkingarleysi, en til að
útrýma fordómum þarf meiri þekkingu og
betri fræði. Nú er kennd fötlunarfræði við
háskólann sem er mjög af hinu góða. Það
var líka stór áfangi þegar fötluð börn voru
tekin inn í leikskólana. Það er svo mikilvægt
að útrýma þeirri einangrun sem verður oft
hlutskipti fatlaðra. Þá er sáttmáli SÞ um
réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland er búið að
undirrita og við ætlum að reyna að fullgilda
í ráðuneytinu og kannski lögfesta, mikið
framfaraskref. Þar er kveðið mjög skýrt á
um að þetta sé mannréttindasamningur og
að í honum felist ekkert annað en að fatlað
fólk eigi að njóta sömu mannréttinda og við
sem erum heilbrigð.
Ætlar þú að halda áfram að berjast fyrir
mannréttindum fatlaðra?
„Já, þessi málaflokkur stendur mér mjög
nærri og ég held að þetta verði mér hjartans
mál meðan ég dreg andann. “
„Nei, mjög lítið.“
Kristín Sigurðardóttir
44 ára, íþróttafræðingur í atvinnuleit
„Nei, ekkert.“
Guðrún Blöndal
50 ára, vinnur í fjármálafyrirtæki
„Eitthvað, já.“
Ester Gunnarsdóttir
26 ára, nemi
„Ekkert fyrir mig, en ég er búin að kaupa
aðeins fyrir dóttur mína.“
Guðlaug Sturlaugsdóttir
45 ára, skólastjóri
„Já, ég er búin að gera ágætiskaup.“
Tanja Jóhannsdóttir
20 ára, nemi
Mest lesið á dv.is Maður dagsins
Ertu búin að kaupa mikið á útsölum?
Kuldalegt Óvanalegt verður að teljast að sjá hjólhýsi við Þingvallavatn á þessum árstíma. Þetta var þó
staðsett þar í fimbulkulda um helgina. Mynd: Róbert Reynisson
Myndin
Endalaus nútíð
Dómstóll götunnar
„Eyjafjallagosið
vakti heimsathygli
en var eitt af fáum
málum sem ekki vöktu
upp flokkadrætti á
Alþingi.
Kjallari
Valur
Gunnarsson