Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Side 20
Þegar kvikmyndir eru gerðar eft-ir þekktum skáldverkum, eins og hér um ræðir, er óumflýjan- legt að útkoman verði umdeild, enda flestir með sína eigin skoðun á hvað eigi að birtast á skjánum. Leikstjórinn Gunnar B. Guðmundsson ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur því margir hafa annað hvort lesið bókina eða séð hana í söngleikjaupp- færslu á leiksviði. Þetta er önnur kvikmynd leikstjór- ans í fullri lengd en fyrir þremur árum var hin prýðisgóða Astrópía frum- sýnd. Auk þess hefur Gunnar séð um Áramótaskaup Sjónvarpsins undan- farin tvö ár og staðið sig með prýði að margra mati. Ungi leikarinn Alexander Briem stendur sig frábærlega í hlutverki hins orðheppna og svívirðilega Orms Óðinssonar, sem er að klára 10. bekk og að fá smjörþefinn að fullorðins- árunum í fyrsta skipti. Ungir leikarar spreyta sig, flestir í fyrsta sinn, í hlut- verkum vina Orms en standa sig fæst- ir jafnvel og Alexander, enda ekki úr jafn miklu að moða. Handritið virkaði ekki mjög hnit- miðað á löngum köflum. Maður fékk á tilfinninguna að of mikil virðing hafi verið borin fyrir bókinni sjálfri og minna hugsað um að setja sam- an gott kvikmyndahandrit. Hlutir sem virka vel á prenti virka ekki endi- lega á hvíta tjaldinu, en nokkur atriði myndarinnar virtust ekki njóta sín sem skildi. Önnur virtust samhengis- laus og birtust eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Þar að auki leit aðalpersónan ein- staka sinnum í myndavélina og blikk- aði, eins og til að brjóta fjórða vegg- inn. Þetta virtist gerast af handahófi, en virkaði ekki á heildina litið. Þetta kom fyrir sjónir eins og upphaflega hafi ætlunin verið að byggja myndina á Ormi að tala í myndavélina, en hætt við í miðjum tökum og eftir stóðu örfá atriði. Myndin á að gerast 1979 og næst sá fílingur ágætlega fram á heimili Orms, en lítið að öðru leyti. Nokkr- um gömlum bílum er plantað hér og þar en í víðskotum sjást nútímaleg- ir bílar á ferð. Skiljanlega er erfitt að færa hálfa Reykjavík aftur um 30 ár án mikils tilkostnaðar en svona hlut- ir kippa áhorfandanum alveg út úr myndinni. Á mann leitar sú spurning hvort heppilegra hefði verið að láta myndina gerast í nútímanum. Þrátt fyrir allt hefur Gauragangur töluvert skemmtanagildi. Orðheppni Orms og óviðeigandi en skemmtileg hegðun hans kitlar hláturtaugarnar oftar en einu sinni og fjölmargir auka- leikarar fara á kostum. Þar má helst nefna Þorstein Bachmann í hlutverki leikfimikennarans og Gunnar Helga- son í hlutverki skólastjórans. Þegar öllu er á botninn hvolft er Gauragangur hin prýðilegasta skemmtun. Hún er vissulega mjög gölluð, en frábær frammistaða Al- exanders Briem bjargar deginum. Frumraun hans lofar mjög góðu fyrir framtíðina. 20 | Fókus 10. janúar 2011 Mánudagur Heimildamyndateymi nokkurt tekur fyrir prest sem hefur sér-hæft sig í alls konar bellibrögðum á farsælum ferli sínum sem predikari. Hann er sérfróður í öllum hundakúnst- unum að ná einfeldningum á sitt band og sýnir heimildamyndafólkinu fram á það með sannfærandi hætti. Hann virðist ætla að gera upp við þessa vitl- eysu alla og ákveður því að sýna fram á hvernig fagmaður fer offari í loddara- skapnum. Hvað er betur til þess fall- ið en klassískar andasæringar? Hann tekur því að sér verkefnið að særa illa anda úr stúlku nokkurri í New Orl- eans. Spurningin er síðan hvort brellur hans nægja til að framkvæma seinustu andasæringu hans á ferlinum. Þetta „mockumentary“ form hefur tröllriðið hryllingsmyndageiranum síðan Blair Witch Project kom út og mætti ætla að nú væri komið gott af því. Engu að síður byrjar myndin sniðuglega hér og er mjög fyndin í uppljóstrunum sín- um á þeim sirkusbransa sem trúar- bragðageirinn bandaríski er. Notast er við óþekkt andlit í leikaravali og samt skartar myndin nokkrum furðugóð- um frammistöðum. Caleb (sem kem- ur skemmtilega nokk fram undir eigin fornafni) er bróðir andsetnu stúlkunn- ar, alveg sérstaklega ógeðslegur og með mjög óþægilega nærveru. Á þessum tímapunkti gæti maður haldið að mað- ur væri að sigla inn í góða djöflamessu þrátt fyrir að efniviðurinn sé vissulega ekki sá frumlegasti. Það hefur bókstaf- lega verið djöflast á andasæringum í Hollywood síðan brautryðjandaverkið Exorcist leit dagsins ljós fyrir meira en 40 árum. Hún er að mínu mati ein besta hryllingsmynd allra tíma en hefur síðan verið fylgt eftir með tveimur framhalds- myndum, nokkrum endurgerðum og ótal myndum undir svipuðum nöfnum og áhrifum. Flestar hafa farið fyrir ofan garð og neðan þótt ein og ein hafi slæðst fyrir augu manns eins og til dæmis The Exorcism of Emily Rose. En ballið er ekki búið, því þessi hugmyndaheim- ur er nefnilega svo skotheldur í hryll- ingsmynd. Hinn svart/hvíti raunveru- leiki Biblíunnar, hin algóði guð gegn ægivaldi djöfulsins, og svo allar þessar ungu stúlkur sem veiki hlekkur manns- andans, alltaf tilbúnar að bjóða synd- inni í kaffi. Auðvitað er þetta algjört miðaldaofstækiskjaftæði en frábært efni í mynd rétt eins og kaldastríðs- myndirnar voru á sínum tíma. Nema hvað, Last Exorcism klikkar í engri dýpt sinni meðan farin er stysta mögulega leiðin að uppgjörinu. Myndin gat ekki einu sinni boðið okkur upp á einn hel- vítis andsetning hlaupandi upp vegg. Hápunktur djöflahasarsins undir lokin var ekkert nema ódýrar bregðisenur og brellur sem vídeóklúbbur í framhalds- skóla myndi skammast sín fyrir. Andsetin drulla The Last Exorcism IMDb 5,7 RottenTomatoes 72% Metacritic 63 Leikstjóri: Daniel Stamm Leikarar: Patrick Fabian, Ashley Bell, Iris Bahr og Louis Herthum. 87 mínútur Bíódómur Erpur Eyvindarson Nýliðið ár var það stærsta og við- burðaríkasta í sögu Bedroom Community til þessa með útgáfu á fjórum plötum og tónleikaferðalag- inu Whale Watching tour. Listamenn útgáfunnar höfðu nóg fyrir stafni og er útgáfufyrirtækið án efa eitt það blómlegasta hér á landi. Sam Amidon ferðaðist um heim- inn til að kynna nýjustu plötu sína, I see the sign, sem endaði ofarlega á topplistum ársins 2010 hjá stór- um jafnt sem smáum miðlum, til að mynda lista New York Times og Mojo. Daníel Bjarnason gaf út plötuna Processions og fékk platan frábærar viðtökur en Daníel hlaut meðal ann- ars titilinn höfundur ársins og Bow to String var kosið tónverk ársins á Ís- lensku tónlistarverðlaununum. Pro- cessions var einnig ein af sex verð- launaplötum Kraumslistans og Bow to String var tilnefnd til Norrænu tónskáldaverðlaunanna. Ben Frost hlaut hin eftirsóttu Rolex-verðlaun (og mun því njóta handleiðslu tónlistarmannsins Bri- ans Eno í heilt ár), samdi tónlist við dansverk Waynes McGregors, Far, og var tilnefndur til Íslensku tónlist- arverðlaunanna fyrir plötuna By the Throat. Nico Muhly gaf út tvær plötur; I Drink the Air Before Me hjá Bed- room Community og Decca Class- ics og hjá Decca eingöngu plöt- una A Good Understanding. Hann samdi jafnframt tvær óperur, eina fyrir Metropolitan-óperuhúsið. Valgeir Sigurðsson gaf út plöt- una Draumalandið með frumsam- inni tónlist úr samnefndri kvik- mynd Þorfinns Guðnasonar og Andra Snæs Magnasonar. Allir listamenn Bedroom Community leggja Valgeiri lið á plötunni en hún var síðar tilnefnd til Eddunnar. Fjórar plötur og tónleikaferðalag: Gott ár Bedroom Community Kraumslistinn 2010 Eftirtaldar plötur skipa Kraumslistann í ár og voru verðlaunaðar síðla í desember. n Ólöf Arnalds – Innundir skinni n Apparat Organ Quartet – Pólyfónía n Daníel Bjarnason – Processions n Ég – Lúxus upplifun n Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað n Nolo – No-Lo-Fi Daníel Bjarnason Hlaut titilinn höfundur ársins og Bow to String var kosið tónverk ársins og tilnefnt til Norrænu tónskáldaverðlaunanna. Síðasta sýning Sirkuss Íslands Síðasta sýning vetrarins hjá Sirkus Íslands verður í Tjarnarbíói þann 14. janúar næstkomandi. Miðaverði er stillt í hóf en sýningarnar hafa ver- ið geysivinsæl fjölskylduafþreying í vetur. Á sýningunni verða sýndir loftfimleikar og ýmsar jafnvægislist- ir. Um að gera að missa ekki af fjör- inu en á þessari sýningu munu nýir sirkusmeðlimir spreyta sig í þessum stærsta sirkus Íslands. Óumflýjanlegt framhald Pabbans Á mánudag verður forsýnt nýtt gam- anleikrit, Afinn, með einum ástsæl- asta leikara þjóðarinnar, Sigurði Sig- urjónssyni, í aðalhlutverki. Sigurður leikstýrði Bjarna Hauki í Hellisbú- anum sem sló rækilega í gegn og er einn vinsælasti einleikur á Íslandi fyrr og síðar. Árið 2007 flutti Bjarni Haukur svo einleikinn Pabbann, einnig í leikstjórn Sigga Sigurjóns. Eins og Pabbinn er Afinn hlýlegt gamanverk með stórt hjarta. Hvernig eru afar í dag? Þeir eru á besta aldri, í góðri stöðu, búnir að ala upp börnin og geta loksins notið lífsins eftir brauðstritið. Hipparnir eru orðnir afar, þeir eiga Harley Davidson í bílskúrnum og hlusta á Bítlana. En það blasa önnur, ný og erfiðari verkefni við: Gleraugu, flóknar fjarstýringar, víagra-töflur og síðast en ekki síst – barnabörnin. The Tourist fær 3 tilnefningar Myndin The Tourist sem ný- verið hefur verið tekin til sýninga í kvikmyndahús- um hlaut nýverið þrjár tilnefningar til Golden Globe- verðlauna; besta mynd ársins, besti leikarinn (Depp) og besta leikkonan (Jolie). The Tourist fjallar um Frank (Johnny Depp), amerískan ferða- mann sem ákveður að ferðast um Ítalíu eftir persónulegt áfall. Á vegi hans verður Elise (Angelina Jolie), einstök kona sem heillar hann upp úr skónum. Frank eltist við hana en fljótlega kemur í ljós að þau hittust ekki fyrir tilviljun. Fyrr en varir eru þau á flótta í Feneyjum, flækt í leynimakk og hættuspil á hæsta stigi. The Last Exorcism „Myndin gat ekki einu sinni boðið okkur upp á einn helvítis andsetning hlaupandi upp vegg.“ Gauragangur Leikstjóri: Gunnar B. Guðmundsson. Leikarar: Alexander Briem, Hildur Berglind Arndal, Eygló Hilmarsdóttir og Atli Óskar Fjalarsson. 90 mínútur Bíódómur Jón Ingi Stefánsson Frábær frumraun Alexanders Briem Alexander Briem Frábær í hlutverki Orms Óðinssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.