Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Síða 22
22 | Viðtal 10. janúar 2011 Mánudagur
Þ
ekkir þú marga sem eru í
jafnvægi, brosandi út að eyr-
um? Líður þeim vel? Eru þeir
hamingjusamir? Þeir eru
ansi fáir sem fara þannig í gegnum
lífið,“ segir Guðni Gunnarsson, lífs-
ráðgjafi og hönnuður GlóMotion-
kerfisins sem er kennt í Rope Yoga-
setrinu í Engjateig. Þar er áherslan
ekki lögð á líkamsrækt heldur alhliða
heilsurækt til að hugur, líkami og
sál séu í sem bestu jafnvægi. Fyrsta
skrefið er að taka völdin í eigin hend-
ur og bera ábyrgð á sjálfum sér. „Lífið
er okkar og við getum ekki komist hjá
því að taka ákvörðun. Ef við tökum
ákvörðun um að taka ekki ákvörðun
hefur sú ákvörðun aðrar afleiðing-
ar en þegar við veljum eitthvað. Hér
erum við að reyna að vekja það besta
og öflugasta innra með þér. Því ann-
aðhvort er líf okkar viljandi val sem
við berum fulla ábyrgð á eða óvilj-
andi slys sem við viljum ekki taka
ábyrgð á. Stærsta höfnunin sem við
getum veitt okkur er að telja að öðr-
um sé betur gefið að ráðstafa okkar
lífi. Að við séum bara farþegar í mót-
þróa. Það er ekki gott líf.“
Meiða sig með mat
GlóMotion-kerfið er byggt á hreyf-
ingu, hugarfari, öndun og næringar-
sálfræði. „Næring er orka og við get-
um ekki varið orku nema í vansæld
eða velsæld. Flestir nota orkuna til
þess að bæla sig og kvelja í stað þess
að næra sig og upphefja. Það sama
gildir um hreyfinguna, fullt af fólki
hreyfir sig en er að meiða sig með
því í stað þess að sýna sér umhyggju
og kærleik. Öll okkar umgörð bygg-
ir á skynsemi, að hvetja líkamann í
vitund með kærleika og alúð. Beita
honum til velsældar en ekki til van-
sældar. Best er að gera þetta á heild-
rænan hátt þar sem enginn þáttur er
undanskilinn.“
Rope Yoga-kerfið er í raun hluti af
GlóMotion en Guðni leggur áherslu
á það að aðeins eitt skref sé tekið í
einu. „Þetta er tekið í stigum. Þegar
þú kemur inn sem byrjandi er þér
fyrst kennt að virkja vöðva í djúp-
kviðnum til að bæta meltinguna og
kviðstyrkinn. Þegar þú hefur öðl-
ast kviðstyrk öðlast þú öðruvísi jafn-
vægi og miðju í líkamann. Síðan er
hægt að byggja smám saman ofan á
það eftir því sem fólk verður styrkara,
næringarfræðinni og hugmynda-
fræðinni.“
Máttur fyrirgefningar
Hann segir erfitt að kafa dýpra ofan
í hlutina þegar fólk hefur ekki burði
eða orku til þess að takast á við þá.
„Við þurfum að byrja á því að kveikja
á ofninum sem er í kviðnum, kveikja
á ástríðunni, fá meiri orku og öðlast
styrk og kraft. Byrja á því að hreyfa
okkur og fá súrefni til að kveikja upp
í okkar eigin tilvist. Þegar það gerist
hefur fólk meiri orku til þess að stíga
lengra, fara inn í hugmyndafræðina,
taka ábyrgð og fyrirgefa sjálfum sér.
Veistu hvað það er gríðarlega mik-
il orka sem er leyst úr læðingi þegar
fólk fyrirgefur sjálfu sér?“
Hann segir að allir þurfi að fyr-
irgefa sjálfum sér. Alla vega hafi all-
ir sem hann hefur kynnst þurft að
gera það. „Því allir sem ég hef kynnst
hafa búið við gríðarlegt ofbeldi af
eigin völdum. Menn eru yfirhöf-
uð vondir við sjálfa sig. Ég held að
það sé kominn tími til að við skilj-
um það að við erum að beita okkur
sjálf ofbeldi. Við erum að reyna að fá
fólk til þess að hugsa um möguleik-
ana, virkja það besta í eigin tilvist og
beina athyglinni að því. Snerta sína
eigin sál. Ganga að eiga sjálfan sig og
vera í sómakærri samvist við sig. Oft-
ast ganga okkar samskipti út á það
að vera vel metin af öðrum en ég vil
vera vel metinn af sjálfum mér. Því er
ég að búa til heimild í sjálfum mér
fyrir velsæld. Ég kemst aldrei langt
nema mér líki vel við sjálfan mig. Ég
fer aldrei lengra en heimildin leyfir.“
Barn alkóhólista
Guðni kemur sjálfur úr alkóhólísku
umhverfi og var óstýrilátur ungling-
ur. Engu að síður vissi hann strax
þrettán ára að hann bar ábyrgð á eig-
in líðan og lífi. „Ég brölti samt um
eins og aðrir unglingar og var skítlog-
andi hræddur. Meirihluta unglings-
áranna var ég nánast sjálfala. Þá gekk
ég í gegnum alls konar tímabil og þau
voru ekki öll átakalaus. En ég var allt-
af í vitund gagnvart minni ábyrgð, ég
vissi hvað ég þurfti að gera til að líða
vel og hvað varð til þess að mér leið
illa. Ég valdi ekki alltaf að líða vel.
En þar sem ég var meðvitaður vissi
ég hvenær ég var kominn að mínum
mörkum og þegar ég gekk of nærri
mér fann ég alltaf leiðina til baka í
gegnum hreyfingu. Smám saman
rann það upp fyrir mér að það voru
ákveðnar forsendur fyrir jafnvægi og
vellíðan. Í kjölfarið fór ég að búa til
ákveðnar iðkanir, varð áhugamaður
um hreyfingu, keypti fyrirtæki og fór
að starfa í þessum geira.“ Hann var
meðal annars fyrsti líkamsræktar-
þjálfari landsins. „Í framhaldi af því
fór ég að kafa ofan í næringarfræði,
jóga, slökun og hugrækt og menntaði
mig sem lífsráðgjafi. Ég starfa enn við
það í dag og vil taka á hug og heilsu-
rækt sem tæki til alhliða vesældar.“
Vann með stórstjörnur í
Bandaríkjunum
Hann hélt til Bandaríkjanna þar
sem hann þróaði þetta kerfi. Þar
vann hann með framkvæmdastjór-
um, forstjórum og kvikmyndastjörn-
um og alls konar fólki. „Sumir komu
af því að þeir vildu gera sem mest
úr sinni tilveru og vera í sem bestu
andlegu, líkam-
legu og tilfinn-
ingalegu ástandi.
Síðan vann ég
við það að koma
fólki í andlegt
og líkamlegt at-
gervi fyrir bíó-
myndir og ann-
að. Sumir komu í
miklu ójafnvægi,
með orkuskort og
þráhyggju sem
skapaði vanda-
mál. Þannig að
það er ansi misjafnt í hvaða ástandi
fólk kemur eða á hvaða forsendum.
Ég get hjálpað öllum sem vilja hjálp.
Lífsráðgjöf gengur út á orkuumssýslu
og ég get alltaf sagt fólki hvernig það
er að verja orku sinni. Þetta er ekkert
ólíkt því að vera endurskoðandi því
þegar ég horfi yfir þína tilvist þá sé
ég hvað er í gangi hjá þér og hvort þú
sért í mínus eða plús.“
Kim Basinger eftirminnilegust
Kim Basinger er ein eftirminnileg-
asta stórstjarnan sem Guðni vann
með. „Hún var yndisleg, björt og
glaðvær. Hún var mjög spontant og
átti það til að fara að syngja upp úr
þurru. Mér fannst það skrýtið til að
byrja með en síð-
an vandist það
eins og annað.
Ég á alls konar
minningar en það
sem eftir stendur
er aðallega það að
þetta var allt ynd-
islegt fólk sem
vildi hafa gaman
af lífinu og láta
gott af sér leiða.
Þetta er afreksfólk
sem hefur útgeisl-
un sem mynda-
vélarnar fanga. Útgeislunin, það er
að segja löngunin til að láta ljós sitt
skína, er það sem gerir að verkum að
sumir verða frægir. Það hefur ekkert
með leikhæfileikana að gera. Ef þú
hefur útgeislun ertu full af ástríðu
því þú hefur fundið þitt hlutverk í til-
verunni.“
Máttur viljans er eitt af því sem
Guðni er að vinna með. Löngun
hans til þess að deila þeim hug-
myndum með öðrum varð til þess að
hann skrifaði bók sem er væntanleg
á næstu vikum. „Lífið er orka. Ef far-
artæki sálarinnar er ekki í jafnvægi
þá geta sálin, hugurinn eða heils-
an aldrei verið í jafnvægi. Sem þýðir
að þú þarft að verja gríðarlegri orku
í krísur, sjúkdóma eða vansæld. Þú
getur aldrei lifað sem fullvaxta eða
blómstrandi blóm nema allir þættir
þinnar tilvistar séu í jafnvægi. Þú get-
ur aldrei upplifað hamingju ef þú ert
ekki í þakklæti og þú getur ekki ver-
ið í þakklæti ef þú hefur ekki heilsu.
Þú getur haft snefil af því sem sumir
kalla hamingju en ég kalla gleymsku.
Menn gleyma sér í einhvers kon-
ar fjarvist eða afþreyingu og upplifa
gleymsku sem þeir kalla hamingju.
Það er ekki hamingja. Hamingja er
kyrrð, kærleikur og þakklæti.“
Streita er aðþrengt hjarta
Aftur á móti telur hann að það sé
ekki hægt að ástunda þetta prógram
án þess að öðlast velgengni. „Ég
held að þegar fólk vinnur út frá for-
sendum nægjunnar en ekki skorts-
ins og ef það skilur að þetta augna-
blik er fullkomið hefur það áhrif á
allt lífið.
Í veruleikanum er þetta svo ein-
falt. Streita er aðþrengt hjarta. Þeg-
ar við höfum þrengt að okkar til-
finningalífi upplifum við í streitu og
ótta. Um leið og við leyfum okkur að
blómstra breytist tíðnin í samskipt-
um við tilveruna. Þegar það gerist
þá laðar þú að þér hamingju og vel-
ferð í stað þess að hrinda henni frá.
Meðalmaður hafnar sér
800 sinnum á dag
Guðni Gunnarsson lífsráð-
gjafi ólst upp við alkóhólisma en
var meðvitaður um ábyrgðina
sem hann bar á eigin lífi. Hann
hefur þróað kerfi til að hjálpa
fólki að öðlast hamingjuna,
sem hann notaði til að hjálpa
stórstjörnum í Hollywood.
Einfaldasta leiðin til að öðlast
velsæld er að breyta matar-
venjunum en hann telur að
matur sé mesta böl samfé-
lagsins. Hann segir líka að
allir sem hann hafi kynnst
hafi beitt sjálfa sig ofbeldi
og því þurft að fyrirgefa
sjálfum sér.
„Þegar þú blótar
þér með því að
segjast vera of feit, of
ljót, of stutt eða of stór,
því það vantar alltaf
tommu, ertu að hafna
þér, yfirgefa þig og svíkja.
Ofbeldið er gríðarlegt.