Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Page 4
4 | Fréttir 12. janúar 2011 Miðvikudagur Bótasjóðsfélagið komið til bankans: Glitnir yfirtók Vafning Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Rakatæki frá AIR-O-SWISS • Auka gæði loftsins • Hljóðlát og sparneytin • Auðveld í notkun • Fást einnig í hvítum lit Hefur hlotið reddot hönnunarverðlaunin Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Skilanefnd Glitnis hefur yfirtekið eign- arhaldsfélagið Földung, áður Vafn- ing, vegna skulda þess við bankann. Tilkynning þess efnis barst ríkisskatt- stjóra í byrjun árs 2010. Stjórnarmaður Földungs í dag er Eiríkur S. Jóhanns- son, starfsmaður skilanefndar Glitnis. Vafningur var eignarhaldsfélag sem stofnað var til að endurfjármagna lán sem eignarhaldsfélög í eigu þeirra bræðra Karls og Steingríms Werners- sona og Benedikts og Einars Sveins- sona áttu í sameiningu. Földungur skuldaði tæplega 33 milljarða króna samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2008. Reikna má með því að bróð- urpartur þessara skulda sé við Glitni. Ársreikningur Földungs fyrir árið 2009 liggur ekki fyrir. Líkt og DV hefur greint frá veð- setti Bjarni Benediktsson, þáver- andi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi formaður hans, hluta- bréfin í Vafningi vegna láns frá Glitni fyrir hönd föður síns Benedikts og frænda síns Einars. Félög í eigu Ein- ars og Benedikts, BNT, Hrómundur og Hafsilfur, voru hluthafar í Vafningi ásamt eigendum Milestone, Karli og Steingrími Wernerssonum. Bjarni var jafnframt stjórnar- formaður BNT á þessum tíma. Veðsetning Bjarna tengd- ist endurfjármögnun á láni frá fjárfestingarbankanum Morgan Stanley sem not- að var til að fjármagna kaup annars eignar- haldsfélags, Þátt- ar Internation- al, sem þeir Sveins- og Wernerssynir áttu saman. Inni í Vafn- ingsfléttunni voru einnig lán frá trygg- ingafélaginu Sjóvá sem áttu þátt í að rýra eignasafn félagsins það mikið að félagið gat ekki staðið við vátrygging- arskuldbindingar sínar. Íslenska ríkið þurfti að bjarga Sjóvá frá þroti með því að leggja því til eignir upp á um 12 milljarða króna. ingi@dv.is Komið til Glitnis Glitnir hefur yfirtekið eignarhaldsfélagið Vafning vegna rúmlega 30 milljarða skulda þess við bankann. Karl Wernersson var einn af eigendum Vafnings. Olíuforstjóri keypti bústað á gjafverði Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, festi nýverið kaup á sumarhöll sem stendur í vesturhlíðum Búrfells. Þurfti hann að reiða fram tuttugu milljónir króna fyrir höllina. Bústað- urinn er skráður á eiginkonu Her- manns, Elínu Guðmundsdóttur. Öðr- um áhugasömum kaupendum, sem voru tilbúnir að greiða meira en tvö- falt það verð sem Hermann og frú greiddu fyrir höllina, var hafnað. Sum- arhúsið var selt út úr Landsbankanum en það var fasteignasalan Árborgir sem sá um sölu hússins fyrir bankann. „Við seljum aldrei fasteignir sjálf, fast- eignasalar sjá um það,“ segir Krist- ján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, aðspurður um málið en bætir svo við: „Við samþykkjum svo kaupverðið eðlilega.“ 40 milljóna brunabótamat Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er brunabótamat hússins, að meðtöldu brunabótamati gesthússins sem því fylgir, rúmlega 41,5 milljónir króna. Það er tvöfalt það verð sem bústaður- inn seldist á. Stærð aðalhússins er 106 fermetrar og stærð gesthússins tæpir 38 fermetrar. Þar að auki er gríðarlega stór pallur og heitur pottur. Einka- vegur er upp að húsinu. Samkvæmt heimildum DV tóku fyrri eigendur mikið af húsbúnaði og innréttingum með sér þegar húsið var yfirtekið af bankanum og mun það hafa lækkað verðmat hússins. Fasteignasalar mátu húsið á um 24 milljónir, sem er rétt yfir fasteignamati hússins. Samkvæmt heimildum DV var þó til staðar kaup- andi sem tilbúinn var að greiða fjöru- tíu og fimm milljónir fyrir eignina. Hermann vill sjálfur ekkert tjá sig um málið, ekki einu sinni um innrétt- ingarnar sem fyrri eigendur rifu út. „Ég er ekki að fara að ræða þetta hús neitt við þig. Þetta er bara mitt einka- mál. Það er bara svoleiðis,“ segir hann. Sex ára gamalt Húsið var byggt árið 2005. Síðan þá hefur það skipt um eigendur þríveg- is en það var Fjári fasteignafélag sem átti húsið þegar Landsbankinn tók það yfir. Maðurinn á bak við það fé- lag er Grímur Arnarson, eigandi og framkvæmdastjóri HP kökugerðar á Selfossi, og Sigurður Fannar Guð- mundsson. Eignin var tekin af þeim í skuldauppgjöri við bankann í fyrra. Sumarhúsið sjálft skiptist í tvö svefnherbergi, stofu, eldhús, baðher- bergi auk forstofu. Ýmist eru flísar eða plankaparket á gólfi en hitalagn- ir eru í gólfinu. Í gesthúsinu er auk lít- ils svefnherbergis og baðherbergis að finna blautgufuklefa. Í fasteignaaug- lýsingu fyrir bústaðinn frá því í októb- er í fyrra segir að húsið standi hátt og að útsýni sé því mjög gott. 12.500 fer- metra lóð fylgir húsinu. Milljarða skuldir Ekki er að búast við því að Hermann hafi þurft að safna sér lengi fyrir hús- inu en hann fær tugmilljónir í launa- greiðslur á ári frá olíufélaginu N1. Hann hefur verið í forystu í því félagi frá því að Olíufélagið hf. var samein- að Bílanausti árið 2006, þar sem Her- mann var áður forstjóri. N1, og móð- urfélag þess BNT, er stórskuldugt en olíufélagið er í sjálfskuldarábyrgð fyrir móðurfélagið upp á marga tugi millj- arða króna. Undanfarið hefur olíu- félagið verið í eins konar gjörgæslu hjá Íslandsbanka vegna skulda þess sem eru metnar á um þrjátíu millj- arða króna. Samkvæmt skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis var BNT tólfti stærsti skuldari Glitnis banka með rúmlega þrjátíu milljarða króna skuld- ir við bankann eftir efnahagshrunið sem varð árið 2008. n Skilanefnd Landsbankans seldi sumarhús á tugmilljóna króna afslætti n Forstjóri N1 fékk húsið á gjafverði n Sumarhúsið er á besta stað í vesturhlíðum Búrfells Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Ég er ekki að fara að ræða þetta hús neitt við þig. Þetta er bara mitt einkamál. Ekki lengi að safna Hermann hefur ekki safnað sér lengi fyrir húsinu en hann hefur undanfarin ár verið með rúmar tuttugu milljónir króna í árslaun. Sumarhöll Ekki er hægt að segja annað en að sumar- bústaðurinn sé sannkölluð sumarhöll. SKjáSKotSMyNd aF LoG.iS Kofinn tómur Samkvæmt heimildum DV rifu fyrri eigendur sumarhallarinnar allt út úr henni áður en Landsbankinn tók hana yfir. Sló konu í andlitið Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um liðna helgi. Líkamsárás var kærð til lögreglu en um var að ræða karlmann sem sló konu í andlitið með þeim afleiðingum að brotnaði upp úr tönn og fylling í annarri tönn losn- aði. Konan, sem varð fyrir högg- inu, hafði verið að stilla til friðar. Þá voru tvenn eignaspjöll tilkynnt til lögreglu og snéru önnur þeirra að skemmdum á listaverki á skemmtistaðnum Volcano. Einn fékk að gista fanga- geymslur lögreglu en það var karlmaður sem gerði sér að leik að hanga í landfestum Álseyjar VE og kom þannig sér í talsverða hættu. Hann var ölvaður. Kínverjar kaupa Elkem Kínverska fyrirtækið China National Bluestar hefur gengið frá kaupum á norska stóriðjufyrirtækinu Elkem fyrir 12 milljarða norskra króna, jafngildi tæplega 230 milljarða íslenskra króna. Járnblendiverksmiðjan á Grundar- tanga er því komin í eigu Kínverja. Kaupverðið er í takt við væntingar sérfræðinga samkvæmt norskum fjölmiðlum. Ekki er búist við að kaup kínverska fyrirtækisins hafi áhrif á starfsemina á Grundartanga. Þurfa að segja upp 170 manns ÍAV, verktakahluti Íslenskra að- alverktaka, þarf að segja upp 170 starfsmönnum um næstu mánaða- mót. Þetta er um helmingur starfs- manna fyrirtækisins. ÍAV mun klára byggingu tónlistarhússins Hörpunn- ar í maí en að því loknu tekur fátt við. Karl Þráinsson, forstjóri ÍAV, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að fyrirtækið hefði bund- ið vonir við að stórar virkjanafram- kvæmdir færu af stað. Það hefði ekki orðið að veruleika og mjög slæm verkefnastaða væri í byggingariðn- aðinum á Íslandi. Því hefði fyrirtæk- ið ekki átt neinna kosta völ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.