Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 20
Johnny Marco (Stephen Dorff) er þvílíkur Hollywood-spaði sem er heimsfrægur fyrir hasar- myndirnar sem hann leikur í. Hann gerir áhættuatriðin sín sjálfur en hefur engan sérstakan áhuga á sjálfri leiklistinni eða bara öðru yfir höfuð. Hann virðist lyppast gegn- um lífið eins og hann væri lyfjaður á stjörnulífstílnum sem fylgir brans- anum. Hann sinnir sínu og virðist hafa fundið jafnvægi í því að vakna á hótelherbergjum hvern morgun með nýjum og nýjum hjásvæfum. Það er enginn glamúr eða hátíðar- brigði yfir öllu því sem venjulegur maður myndi sjá sem eftirsóknar- vert. Sofia Coppola sýnir sniðuglega gegnum myndina hvernig hann er einhvern veginn í móki. Til dæmis á blaðamannafundi við kynningu á nýjustu mynd hans kemur í ljós að hann hefur ekki skít áhuga á nokkr- um sköpuðum hlut, hvað þá því sem hann vinnur við og er frægur fyrir. Hann er samt aldrei í skítsama gírn- um og virðist vera sáttur sem óvirk- ur þátttakandi í eigin lífi. Við og við hangir hann með skilnaðarbarn- inu dóttur sinni en stendur skyndi- lega frammi fyrir því að hún sé að verða mun stærri hluti af lífi hans en nokkurn tímann fyrr. Barnsmóð- ir hans skilur dótturina eftir í hans umsjá og hún er skyndilega hluti af lífi hans sem kvikmyndastjörnu. Myndin rúllar hægt áfram og áferðin er lítilfjörleg rétt eins og líf hans. Hann er alltaf sötrandi áfengi á fínum hótelum. Kynlífið sem ætti þó að vera spennandi er það alls ekki og hann á það til að sofna í miðjum klíðum. Eitt besta dæmið um þetta er þegar tveir kjánaleg- ir stripparatvíburar með færanlega súlu svæfa hann í rútínukenndum dansi meðan hann sýpur viskí í hót- elrúminu sínu. Í ládeyðu lífs hans hefði hvað sem er komið á óvart. En ekkert gerist (nema reyndar missir hljóðmaðurinn óvart hljóðnemann inn í myndrammann), samt leið- ist manni aldrei því það er vitað að Sofia Coppola er að fara eitthvert með mann þarna. Á leiðinni að lokunum tekst að sýna manni fram á yfirdrifin tóm- leikann og innihaldsleysið með vél- rænni framvindunni. Maður bara bíður út myndina sem er eflaust of langdregið fyrir einhverja en mað- ur veit að myndin er að fara með mann eitthvert og plottið er út- hugsað, gengur klárlega upp og er skýrt. Maður fattar raunar ekki fyrr en undir lokin hver djöfullinn er að gerast. Myndin byrjar á hon- um keyrandi sama hringinn trekk í trekk á flottum bíl. Táknrænt fyr- ir lífsstílinn. Aldrei hefur kynlíf, áfengi og stjörnulíferni virkað jafn óspennandi. 20 | Fókus 12. janúar 2011 Miðvikudagur Djammað fyrir 9-menningana Tónleikar til stuðnings 9-menning- unum verða haldnir á Nasa, fimmtu- daginn 13. janúar kl. 20.30, en það var veturinn 2009 sem fólk hópaðist út á götur og felldi með því ríkisstjórn. Síðar meir voru 9 einstaklingar vald- ir úr og sakaðir um brot á 100. grein hegningarlaga. Viðurlög við brot á þeirri grein varða fangelsi frá 1 og allt að 16 árum. Tónleikarnir eru um leið hvatning til fólks um að fylgjast með aðalmeðferð málsins dagana 18.–20. janúar. Aðgangseyrir er aðeins 500 krónur og frjáls framlög eru vel þeg- in. Fjöldi tónlistarmanna býður fram stuðning sinn. Páll Óskar, KK og Ellen, múm og einn þeirra ákærðu úr hópi níumenningana eru meðal þeirra fjöl- mörgu sem troða upp á sviðinu. Hvað ertu að lesa núna? „Ég les mikið. Elska góða bók. Var að byrja á Freedom eftir Jonathan Franzen, bók sem mikið er lofuð víða. Veit ekki ennþá hvað mér finnst. Um jólin las ég Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson, bók sem líka var mikið lofuð og ég get tekið undir allt það góða sem um hana hefur verið sagt. Dásamleg lítil bók. Ég fékk bókina hans Braga líka í jólagjöf og hef verið að spara mér hana. Hún er pottþétt næsta bók sem ég les.“ Hver er uppáhaldsbókin þín? „Ég á enga uppáhaldsbók. Og ég geri aldrei eins og sumir, að lesa bók sem mér finnst góð oftar en einu sinni. Það er svo mikið til af skáldskap að ég tími ekki að eyða tímanum í eitthvað sem ég hef innbyrt, nema þá að ég þurfi þess starfs míns vegna.“ Hvað ertu að hlusta á? „Það sama er að segja um músík. Voða lítið um uppáhalds þar. Hlusta á hitt og þetta og smekkurinn mjög fjölbreyttur. Það er aðeins ein stefna í músík sem ég hef af einhverjum ástæðum aldrei meikað, og það er diskó. Get ekki diskó.“ Hvaða tónlist kemur þér alltaf í rétta gírinn? „Það er misjafnt hver rétti gírinn er, og þar kemur allt til greina. Nema diskó.“ Fimmtudaginn 13. janúar verður söngleikurinn Fela! sýndur í Sam- bíóunum í Kringlunni í beinni út- sendingu frá National Theatre í London. Söngleikurinn fjallar um líf og tónlist nígeríska tónlistarmanns- ins Fela Kuti. Kuti varð frægur á átt- unda áratug síðustu aldar fyrir sér- stæðan tónlistarstíl sinn, sem hann nefndi Afrobeat og er sambland af hefðbundinni afrískri tónlist, djassi, fönki og rokki. Hann var einnig öt- ull baráttumaður gegn vestrænni heimsvaldastefnu og pólitískri kúgun í heimalandi sínu og beitti tónlistinni markvisst í þeirri baráttu. Söngleikurinn varð til í samvinnu leikstjórans Bills T. Jones og hljóm- sveitarinnar Antibalas. Hann var upphaflega frumsýndur í New York árið 2008, Off-Broadway, og fluttur þaðan á Broadway, þar sem hann hlaut frábærar viðtökur. Hann var tilnefndur til margra Tony- verðlauna í fyrra og hlaut þrenn, þar á meðal fyrir dansa, og hefur hlotið margar fleiri viðurkenningar. Ekki missa af heimsfrumsýningu á margverðlaunuðum söngleik í Sambíóunum Kringlunni: National Theatre í beinni Nýtt leikverk eftir Sölku Guðmunds- dóttur verður frumsýnt 14. janúar í Tjarnarbíói. Verkið nefnist Súld- arsker og er í leikstjórn Hörpu Arn- ardóttur en með leik fara Aðal- björg Árnadóttir og Maríanna Clara Lúthers dóttir. Þetta er fyrsta verk Sölku sem er fært á fjalirnar og hún segist full til- hlökkunar. „Það er enginn skjálfti í mér, ég hlakka hins vegar mikið til að mæta á frumsýninguna.“ Verkið fjallar um tvær aðkomu- konur sem skolar upp á hið grá- myglulega Súldarsker í ólíkum erinda gjörðum; önnur gruflar í for- tíðinni en hin staldrar aldrei við til að líta um öxl. Koma þeirra setur samfélagið úr skorðum og hrind- ir af stað æsispennandi atburðarás þar sem við sögu koma gamlir vita- verðir, bæjar hátíðin Hryssingsdagar, gráðugir ufsar, óupplýst morð, upp- stoppaðar kríur og síðast en ekki síst leyndardómar hinnar fullbúnu en ógangsettu kassettuverksmiðju sem gnæfir yfir samfélaginu. Samlíkingin við Ísland er nokkuð augljós og Salka skellir upp úr þegar hún er spurð út í sýn sína á samfé- lagið. „Jú, Ísland er náttúrulega lítið sker þar sem gerast margir skondn- ir hlutir.“ Harpa Arnardóttir leikstýrir verk- inu en hún leiðbeindi einmitt Sölku og annarri leikkonunni, Aðalbjörgu Árnadóttur, í Kramhúsinu þegar þær voru unglingar. „Verkið er skrif- að vegna þess við Aðalbjörg rædd- um um að það vantaði leikrit með tveimur kvenhetjum í aðalhlutverki og þannig spannst það áfram. Við höfðum svo samband við Hörpu til að leiða verkið. Nú er lokaundirbún- ingur í gangi og mikill hamagangur eflaust. Verkið verður svo sýnt fram í miðjan febrúar í Tjarnarbíói.“ kristjana@dv.is Salka Guðmundsdóttir er upprennandi höfundur: Hlakkar til frumsýningarinnar Sirkus Íslands stækkar Sirkus Íslands hefur staðið fyrir metnað- arfullum sýningum í vetur í Tjarnarbíói og sýnt þar sirkusatriði þar sem fífldirfska og fjör eru í fyrirrúmi. Uppselt hefur verið á sýningar og nú verður síðasta sýningin í vetur þann 16. janúar. Þá verða kynntir til leiks tveir nýir sirkusmeðlimir. Upphafsmað- ur og drifkraftur Sirkuss Íslands er Lee Nelson sem er betur þekktur sem trúðurinn Wally en hann hefur starfað úti um allan heim sem götulistamaður síðastliðin 15 ár. Hann og Katla Þórarinsdóttir dansari eru þungamiðja Sirkussins en frá og með sýningunni 16. janúar verða þeir Jóakim og Bjarni vígðir inn í hann sem fullgildir meðlimir. Víkingur Kristjánsson leikari og leikstjóri Get ekki diskó! Hvað ertu að gera? Fersk inn í leikhúsið Salka Guðmundsdóttir hefur starfað sem þýðandi síðustu árin og færir nýtt frumsamið verk á fjalir Tjarnarbíós. MyND SiGTryGGur Ari Somewhere iMDb 6,6 rottenTomatoes 76% Metacritic 68 Leikstjóri: Sofia Coppola. Handrit: Sofia Coppola. Leikarar: Stephen Dorff, Elle Fanning and Chris Pontius. 97 mínútur Bíódómur Erpur Eyvindarson Áfengi, kellingar og önnur leiðindi yfirdrifinn tómleiki Sofia Coppola fer með með áhorfendur í ferðalag og aldrei hefur kynlíf, áfengi og stjörnulíferni virkað jafn óspennandi. Heimsefni í bíó Það er mikil og góð viðbót við menningarflóruna að geta sótt viðburði á heimsmælikvarða í bíó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.