Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Qupperneq 25
Sport | 25Miðvikudagur 12. janúar 2011 Valdi Messi ekki n Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, komst ekki einu sinni í eitt af efstu þremur sætunum á lista yfir bestu knattspyrnu- menn heims. Argentínumað- urinn Lionel Messi, leikmað- ur Barcelona, fékk verðlaun- in í fyrrakvöld. Sjálfur valdi Ronaldo Messi ekki í eitt af þremur efstu sætunum á sínum lista.Ron- aldo valdi hins vegar Xavi, leik- mann Barcelona og heimsmeist- ara Spánverja, í fyrsta sæti. Í öðru sæti var liðsmaður hans hjá Real Madrid, Iker Casillas. Í þriðja sæti var Hollendingurinn Wesley Sneij- der sem átti nokkra stórleiki á HM sem fram fór síðasta sumar. Ronaldinho fer heim n Brasilíumaðurinn Ronaldinho, sem eitt sinn var besti leikmaður heims, hefur skrifað undir 4 ára samning við Flamengo í heima- landi sínu. Ronaldinho lék áður með AC Milan og þar áður með Bar- celona þar sem stjarna hans skein skærast. Ronaldinho var einnig orðað- ur við brasilísku liðin Gremio og Palmeiras. Enska úrvalsdeildarlið- ið Blackburn Rovers vildi einnig fá hann í sínar raðir. Forseti Fla- mengo, Patricia Amorim, er hæst- ánægður með nýja leikmanninn. „Þetta verkefni hófst um leið og ég varð forseti liðsins. Ég vil þakka öllum sem komu að því að hann gekk til liðs við okkur.“ Lánaður til Hollands n Meira af málefnum tengdum AC Milan. Bandaríska varnar- tröllið Oguchi Onyewu hefur ver- ið lánaður til hollenska liðsins FC Twente út tímabilið. Onyweu hefur leikið með Milan síðan árið 2009, en hefur lítið fengið að spila upp á síðkastið eftir að hafa lent í erfiðum meiðslum. Onyewu hefur spilað 51 landsleik fyrir Banda- ríkin og þótti standa sig vel með liðinu á heimsmeistaramótinu síð- asta sumar. Twente er í öðru sæti í hollensku deildinni og ætti koma varnarmannsins að styrkja liðið enn frekar. 16,7 milljónir á viku n Búist er við því að Wayne Bridge, bakvörður Manchester City, gangi til liðs við West Ham United. Lundúnaliðið er tilbúið til þess að greiða Bridge 90 þúsund pund á viku, sem samsvar- ar 16,7 millj- ónum króna á viku. Hann yrði þar með launa- hæsti leikmaður liðsins. Von- ir standa til að hann verði klár í slaginn með liðinu á móti Arsenal á sunnudaginn. Bridge er sagður æstur í að komast aftur til Lond- on, en hann lék áður með Chel- sea. Hann hefur ekki verið í náð- inni hjá Roberto Mancini, þjálfara Manchester City, síðustu mánuði. Bridge hefur þegar hafnað tilboði frá Aston Villa. Molar Grindavík í undanúrslit Powerade-bikarsins Það kom fáum á óvart að úrvalsdeildarlið Grindavíkur bar sigurorð af 1. deildarliði Laugdæla í 8-liða úrslitum Powerade-bikarkeppninnar í körfubolta. Lokatölur leiksins urðu 91-56 og það var landsliðsmaðurinn Páll Axel Vilbergs- son sem var stigahæstur í liði Grindavíkur með 25 stig. Fyrir Laugdæli skoraði Anton Kári Kárason einnig 25 stig, en hann var með ótrúlega nýtingu í 3 stiga skotum sínum, eða 83 prósent. Laugdælir eru flestir nemendur við íþrótta- kennaradeild HÍ á Laugarvatni. Grindavík er þar með komið í undanúrslit ásamt KR-ingum, Haukum og Tindastóli. Handboltinn í beinni á netinu Þeir sem hafa ekki hugsað sér að fjárfesta í áskrift að Stöð 2 Sport til þess eins að horfa á íslenska handboltalandsliðið í beinni útsendingu þurfa ekki að örvænta. Þetta á að minnsta kosti við um þá sem hafa sæmilega nettengingu, en í gegnum síðurnar livehandball.tv og einnig fromsport.com verður hægt að sjá alla leikina á heimsmeistaramótinu í handbolta í beinni útsendingu. Þetta gæti auðvitað kostað sitt vegna alls þess erlenda niðurhals sem fylgir, en fólki er þá í sjálfsvald sett hvað það gerir. Verst af öllu verður sennilega að enginn íslenskur lýsandi verður til staðar á netinu, en margir handboltaaðdáendur munu sakna tilfinningaþrunginna lýsinga Adolfs Inga Erlingssonar, sem verður nú fjarri góðu gamni. af skorti á vaxtarhormónum sem yrði að bregðast við því útséð var um að hann yrði nokkurn tíma knattspyrnu- maður í efstu deild sökum smæðar. Á þessum tíma var argen tínska stórliðið River Plate farið að sýna Messi áhuga vegna hæfileika hans en lækniskostn- aðurinn vegna hormónameðferðar stóð í forráðamönnum stórliðsins. 900 bandaríkjadalir á mánuði þóttu miklir peningar til að eyða í 11 ára pilt í Arg- entínu á þessum árum. Barcelona bankar upp á En hik River Plate reyndist þeim dýrt. Því Carles Rexach, íþróttastjóri hjá FC Barcelona á Spáni, hafði haft veður af hæfileikum Messi. Og þegar honum var greint frá ástandi hans gerði hann honum og foreldrum hans tilboð sem þau gátu ekki hafnað. Þar sem Messi- fjölskyldan átti ættingja í Katalónínu á Spáni tókst að bjóða Messi til reynslu hjá unglingastarfi Barcelona. Rexach og njósnarar Barcelona fylgdust með Messi spila og ákváðu að bjóða hin- um smávaxna þrettán ára Argentínu- manni samning umsvifalaust og borga sjúkrareikninginn vegna hormóna- meðferðar hans ef hann væri reiðu- búinn að flytjast til Spánar. Svo varð að Barcelona flutti alla fjölskylduna til Evrópu og Messi hóf að leika með unglingaliði félagsins. Menn geta rétt ímyndað sér hversu óslípaðan dem- ant stórlið Barcelona sá í þessum unga pilti fyrst menn lögðu svona mikla áherslu á að fá hann, lágvaxinn, fín- gerðan og aðeins þrettán ára gamlan árið 2000. Yngstur til að skora Messi óx, dafnaði og þroskaðist vel hjá Barcelona og hann þurfti ekki að bíða lengi eftir tækifærinu. 16. nóvem- ber 2003 lék hann sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins. Um var að ræða vin- áttuleik gegn Porto sem þá var und- ir stjórn Jose Mourinho. Messi var 16 ára og 145 daga gamall. Tæplega ári síðar varð Messi yngsti leikmaður í sögu Barcelona til að leika deildarleik í La Liga þegar hann lék sinn fyrsta leik gegn Espanyol í október 2004, þá 17 ára og 114 daga gamall. Í maí 2005 skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir fé- lagið í deildinni gegn Albacete 17 ára og tíu mánaða. Yngsti markaskorari í sögu félagsins í deildinni. Bojan Krkic sló bæði þessi met árið 2007 að vísu. Gimsteinn á hliðarlínunni Á þessum tíma var mikið látið með þann gimstein sem Barcelona geymdi á hliðarlínunni. Fæstir höfðu séð nokk- uð til hans á vellinum að ráði en al- mannarómur var sá að þarna færi hinn nýi Maradona. En það var erfitt að finna honum byrjunarliðssæti þrátt fyrir óumdeilda hæfileika. Á þessum tíma var Ronaldinho kóngurinn á Camp Nou og Ludovic Guily lék vel á hægri kantinum þar sem stóð til að nota Messi. Orðspor hans jókst og spennan óx meðal áhangenda og sparkspekinga sem vildu ólmir fá að sjá undrabarnið standa undir öllu hólinu. Vitandi þetta voru Barcelona-menn ekki lengi að tryggja sig. Í desember 2005 varð Messi spænskur ríkisborgari og Barcelona bætti samning hans til muna, í annað skiptið á þremur mán- uðum. Messi skrifaði undir fáheyrðan níu ára samning við Barcelona sem tryggði að hann yrði samningsbund- inn til ársins 2014. Ný hetja fædd Krónprinsinn hjá Katalóníurisan- um var hylltur af stuðningsmönnum félagsins þegar hann lék sinn fyrsta heimaleik í Meistaradeild Evrópu þann 27. september gegn Udinese. Samleikur hans og kóngsins Ronald- inhos lofaði gríðarlega góðu. Messi var hægt og bítandi kynntur til leiks í byrj- unarliði Barcelona og barðist við Guily um hylli Rikjaards. Tímabilið 2005– 2006 skoraði hann sex mörk í sautján leikjum í deildinni og eitt mark í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu. 18 ára var hann orðinn uppáhald stuðnings- mannanna. Leiktíðina á eftir var Messi orðinn fastamaður í Barcelona. Skor- aði 14 mörk í 26 leikjum þrátt fyrir að hafa misst þrjá mánuði úr vegna bein- brots. 11 af 14 mörkum hans í deild- inni komu í síðustu 13 leikjunum. Ný hetja var fædd. Betri en Maradona? Eftir því sem fjaraði undan ferli Ron- aldinhos hjá félaginu tók Messi yfir. Margir höfðu uppi efasemdir um að hann væri reiðubúinn til að gera það varla orðinn tvítugur. En söguna síð- an þá þekkja flestir. Messi er ásamt Cristiano Ronaldo álitinn besti leik- maður í heimi og þeir tveir álitn- ir nokkurs konar Maradona og Pelé 21. aldarinnar í þeim skilningi að menn munu um ókomna tíð rífast um hvor þeirra sé betri. Eitt er hins veg- ar á hreinu, árið 2010 var Messi best- ur að mati kollega sinna og því sit- ur Gullknöttur FIFA uppi í hillu hjá argentínska undrabarninu. Ef marka má frammistöðu hans það sem af er þessu tímabili og upphafi ársins 2011, þá er erfitt að sjá fyrir sér að Messi verði ekki í baráttunni um sömu verð- laun að ári. „Messi þjáðist af skorti á vaxtar- hormónum sem yrði að bregðast við því útséð var um að hann yrði nokkurn tíma knatt- spyrnumaður í efstu deild sökum smæðar. Stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur ákvað á mánudags- kvöld ásamt Sigurði Ingimundar- syni, að Sigurður tæki pokann sinn og hætti að þjálfa liðið. Samkvæmt yfirlýsingu sem birtist á heima- síðu félagsins komust Sigurður og körfuknattleiksdeild Njarðvíkur að þessari sameiginlegu niðurstöðu. Ákvörðun Njarðvíkur og Sigurð- ar kemur í kjölfar taps Njarðvík- urliðsins í Powerade-bikarnum á sunnudagskvöld, en þar laut liðið í lægra haldi fyrir Haukum. Sigurð- ur hverfur þar af vettvangi Iceland Express-deildarinnar, um sinn að minnsta kosti, en hann er einn sig- ursælasti körfuknattleiksþjálfari á Íslandi frá upphafi. Njarðvíkingar hafa aðeins unnið fjóra af 12 leikjum sínum í Iceland Express-deildinni og sitja nú í 10. sæti með jafn mörg stig og Fjölnismenn. Njarðvík er að- eins tveimur stigum frá fallsæti, sem er langt frá því að teljast við- unandi í Njarðvík – sem er rótgró- ið stórveldi í íslenskum körfubolta. Sigurður tók við liðinu um haustið 2009 og hefur árangur liðsins ekki staðist væntingar. Í yfirlýsingunni sem birtist á heimasíðu Njarðvík- ur segir: „Ekki náðist sá árangur hjá liðinu sem Sigurður og Stjórn KKD UMFN stefndu að og því varð það ofan á að Sigurður stigi til hlið- ar. Stjórn deildarinnar kemur sam- an í kvöld til að fara yfir stöðu liðs- ins og hefja leit að nýjum þjálfara. Körfuknattleiksdeild UMFN þakk- ar Sigurði fyrir samvinnuna og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Um næstu helgi taka Njarðvík- ingar á móti ÍR-ingum í sannköll- uðum fallbaráttuslag, en ÍR-ingar sitja nú í 11. sæti, tveimur stigum á eftir Njarðvík. Njarðvíkingar og Sigurður Ingimundarson hafa ákveðið að hann hverfi á braut eftir slakt gengi: Hættur með Njarðvík Sigurður Ingimundarson Farinn frá Njarðvík. Ótrúleg tækni Messi býr yfir gríðarlegum hraða, sprengi- krafti og óviðjafnanlegri tækni með bolta. Hér skautar hann fram hjá varnarmanni Villarreal í desember 2005. Orðinn spænskur ríkisborgari með níu ára samning við Barcelona. Heimsmeistari Messi leiddi U-20 ára landslið Argentínu til heimsmeist- aratitils árið 2005. Þá átján ára. Nýr kóngur Í upphafi árs 2008 var ljóst að nýr kóngur var kominn fram á Camp Nou. Ronaldinho var að hverfa á braut og Messi axlaði ábyrgðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.