Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Qupperneq 26
26 | Fólk 12. janúar 2011 Miðvikudagur „Kemur vel á vondan“ Forkeppni Eurovision 2011: S öngvarinn Böðvar Reynisson, eða Böddi í Dalton, syngur eitt laganna í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hljómsveitin sem leikur undir í laginu er hins vegar JJ Soul Band en ekki Dalt- on svo að tímabundið kallast flytjendurnir Böddi og JJ Soul Band. Um bakrödd sér Bríet Sunna en þau Böddi hafa komið fram sem dúett og sungu saman lagið So Simple sem var nokkuð vinsælt í útvarpi í fyrra. Lagið sem þau flytja í söngvakeppninni nefnist Lagið þitt og er eftir Ingva Þór Kormáksson, meðlim JJ Soul Band. Þetta er í fimmta sinn sem hann tekur þátt í keppn- inni og muna eflaust margir eftir laginu Í nótt sem Ei- vör Pálsdóttir söng árið 2003. Ingvi vann til Gadda- kylfunnar árið 2009, en það eru verðlaun sem veitt eru fyrir bestu glæpasmásöguna. Hann sendi á síðasta ári frá sér smásagnasafnið Raddir úr fjarlægð sem bóka- forlagið Sögur gefur út, en í bókinni má einmitt finna sögu þar sem lýst er þátttöku söngvara nokkurs og fylgdarliðs hans í Eurovision. „Það er skemmtileg tilviljun að ég skuli vera með lag í keppninni núna rétt eftir útgáfu þessarar  bókar,“ segir Ingvi Þór, „kemur raunar vel á vondan.“ Hann er þó ekki bú- inn að snúa sér frá músík að skriftum því að með vorinu er í bígerð að taka upp plötu með söngkon- unum Guðrúnu Gunnars og Írisi Guðmundsdótt- ur og kannski fleirum. „En stundum situr maður uppi með lög sem hvergi eiga heima og passa ekki í neitt plötukonsept og þá getur verið sniðugt að senda þau í svona keppni og gá hvernig þau pluma sig.“ Þetta er í annað skiptið sem þeir Ingvi og Böddi leiða saman hesta sína en síðastliðið sumar varð lag þeirra Alltaf, alltaf í öðru sæti í Sönglagakeppni Vest- fjarða, en diskur með lögunum úr þeirri keppni kom út rétt fyrir jól. Margverðlaunaður Ingvi Þór hefur samið verðlaunalög og verðlaunasögu. Dúett Bríet Sunna og Böddi í Dalton, nú JJ Soul Band. Frumsýningarspenna í Hallgrími „Ég er kominn með „firðing“ í magann eins og börnin segja,“ segir Hallgrímur Helgason hlæjandi, enda styttist í frumsýningu kvikmyndarinnar Roklands, sem gerð er eftir sögu Hallgríms. Leikstjóri er Marteinn Þórsson en Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið. Búið er að setja upp sérstaka vefsíðu fyrir myndina, rokland.is, en þar er ýmislegt skemmtilegt að finna, eins og stiklu úr myndinni, söguþráðinn, upplýsingar um leikstjórann og síðast en ekki síst viðtöl við leikara og aðra aðstand- endur myndarinnar. Myndin var forsýnd í Sauðárkróksbíói 29. desember síðastliðinn við góðar undirtektir, en frumsýningin verður 14. janúar. Allt á fullu fyrir Ford-keppnina Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir Ford-keppnina, en fimmtán stórglæsilegar fyrirsætur keppa um að verða Ford-módel Íslands 2011. Keppnin fer fram í Hafnarhúsinu 4. febrúar og Skjár einn sýnir svo frá keppninni í tvennu lagi, fyrst 3. febrúar og svo aftur 10. febrúar. Níu hönnuðir frá Kiosk hanna fatnað á stúlkurnar, en teymið sem stendur á bak við keppnina ásamt Eskimo Models er Alda B. stílisti, Karl Berndsen hágreiðslumeistari með meiru, Fríða María förðunarfræðingur, Tinna Bergs fyrirsæta og Ásgrímur Már fatahönnuður. Sigurvegarinn mun keppa í hinni alþjóðlegu Super Model of the World í sumar. E iríkur Jónsson, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri Séð og heyrt, dvaldi um jólin í sumarhúsabyggð Óla Laufdal í Grímsnesinu, sem hann segir að sé eins og hjá JR og Sue Ellen á Southfork í Dallas. „Þetta er rándýrt,“ segir Eiríkur, „enda ofboðslega flott. Það eru þarna níu hús, þar af eitt veitingahús með matseðil af Grillinu og Hamborgarabúllunni í bland. Þá eru á svæðinu tvær litlar tískuvöruverslanir með merkjavöru því Óli segir túristana alltaf vilja kaupa eitthvað. Þetta er auðvitað hugsað fyrir erlenda auðkýfinga,“ segir Eiríkur, sem vill þó ekki meina að hann sé innlendur auðkýfingur. „Þegar ég var þarna voru þrenn frönsk hjón í næsta húsi með fullt af börnum. Þau voru í morgunmat á veitingastaðnum á aðfangadag og svo í jólamat um kvöldið. Ólafur flaggaði franska fánanum við húsið þeirra, allt í anda South- fork. Svo þegar vantaði jólasvein fyrir börnin var hann ekki sóttur á Selfoss heldur fór Óli sjálfur í jólasveinabúning og skemmti börnunum fram eftir kvöldi. Hann kann ekki orð í frönsku en sló gjörsamlega í gegn og allir voru yfir sig ánægðir.“ Eiríkur segist ekki hafa verið á veitingastaðnum á aðfangadagskvöld. „Þarna er stærsta eld- hús sem við höfum eldað í, hvert hús er um 300 fermetrar. Þetta er svo flott að sonur okkar um tvítugt sem ætlaði að skreppa til okkar á aðfangadagskvöld og fara svo í bæinn að hitta vinina fór ekki fyrr en við fórum heim. Hann tímdi ekki að fara.“ Eiríkur á ekki orð til að lýsa flottheitunum, meðal annars sé Óli búinn að búa til gatna- kerfi við bústaðina með ljósastaurum og gangstéttum. „Óli er með þessu að brjóta blað í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Eiríkur, en gefur ekki upp hvað hann greiddi fyrir lúxusdvölina um jólin. Eiríkur Jónsson blaðamaður: Á „Southfork“ í Grímsnesinu um jólin Eins og í Dallas Sumir vilja meina að svipur sé með Eiríki og JR. Glæsihýsi Óli Laufdal býður upp á lúxusgistingu í Grímsnesinu. MynD bJörn blönDal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.