Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Qupperneq 4
4 | Fréttir 16. febrúar 2011 Miðvikudagur
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Rafknúnir
hægindastólar
sem auðvelda
þér að setjast
og standa upp
Fjölbreytt úrval
Hæstiréttur heimilar ekki afturvirkan vaxtaútreikning:
Stórsigur fyrir lánþega
„Við teljum að þarna sé skýrlega tekið
fram að afturvirkni vaxtaútreikninga
sé ekki heimiluð enda var þeirri kröfu
vísað frá í héraði,“ segir Guðmund-
ur Andri Skúlason, talsmaður Sam-
taka lánþega, um úrskurð Hæstaréttar
í máli Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa
fjárfestingarbankanum. Samkvæmt
úrskurðinum heimilar Hæstiréttur ekki
afturvirkan vaxtaútreikning og miðast
vaxtabreyting lána því við dómsupp-
sögu.
Á heimasíðu Samtaka lánþega segir
að úrskurðurinn sé stórsigur fyrir lán-
þega, hvort heldur um sé að ræða ein-
staklinga eða lögaðila.
Þar segir jafnframt að samkvæmt
niðurstöðunni sé ljóst að stöðva verði
innheimtu fjármálastofnana á aftur-
virkum vaxtagreiðslum. Þá sé ljóst að
fjármálafyrirtæki þurfi að senda lán-
þegum nýja útreikninga vegna upp-
gjörs á lánum sem innihalda ólög-
mæta gengistryggingu.
„Svo er ljóst að þó dómari segi að
lánin beri óverðtryggða vexti Seðla-
bankans miðist það við dómsupp-
kvaðningu en ekki við upphaf láns.
Þannig að lánið sé endurreiknað eins
og það sé í fullum skilum,“ segir Guð-
mundur Andri.
Hann segir að þetta hafi áhrif á öll
lán, bæði hjá einstaklingum og lögað-
ilum, og nú verði fjármálafyrirtækin að
endurreikna öll lán, aftur. „Það sem er
einnig merkilegt við þennan úrskurð
er að hann skautar algjörlega fram hjá
nýjum lögum Árna Páls og tekur ekki til
greina ákvæði laga um að það eigi að
reikna þau afturvirkt.“ gunnhildur@dv.is
Sigur fyrir lánþega
Guðmundur Andri fagnar
úrskurði Hæstaréttar.
Samkvæmt honum heimilar
Hæstiréttur ekki afturvirkan
vaxtaútreikning.
4.900 börn fæddust í fyrra:
Dregur úr
barneignum
Árið 2010 fæddust 4.907 börn á Ís-
landi, 2.523 drengir og 2.384 stúlk-
ur. Það fæddust því 1.058 drengir á
móti hverjum 1.000 stúlkum í fyrra.
Þetta kemur fram í nýjum tölum
Hagstofu Íslands.
Á vef Hagstofunnar kemur fram
að einungis tvisvar áður hafa fleiri
lifandi fædd börn komið í heiminn
á einu ári, árin 2009 og 1960. Árið
2009 fæddust 5.026 börn en 4.916
árið 1960.
Helsti mælikvarði á frjósemi
er fjöldi lifandi fæddra barna á
ævi hverrar konu. Árið 2010 var
frjósemi íslenskra kvenna örlítið
minni en árið 2009, eða 2,20 börn
á ævi hverrar konu en 2,22 börn
ári fyrr.
Yfirleitt er miðað við að frjó-
semin þurfi að vera um 2,1 barn
til þess að viðhalda mannfjöldan-
um til lengri tíma litið. Undanfar-
in ár hefur frjósemi á Íslandi verið
rétt um 2 börn á ævi hverrar konu.
Frjósemin er nú ekki nema um
helmingur frjóseminnar í kringum
1960, en þá gat hver kona vænst
þess að eignast rúmlega 4 börn á
ævi sinni.
Á vef Hagstofunnar kemur fram
að meðalaldur mæðra hafi hækk-
að jafnt og þétt síðustu áratugi og
eignast konur sitt fyrsta barn síðar
á ævinni en áður var. Frá byrjun
sjöunda áratugarins og fram yfir
1980 var meðalaldur frumbyrja
undir 22 árum en eftir miðjan ní-
unda áratuginn hefur meðalaldur
frumbyrja hækkað og var 26,6 ár að
meðaltali á árabilinu 2006–2010.
Algengasti barneignaraldurinn er á
milli 25 og 29 ára.
Með stinningarlyf
og rafbyssur
Tollgæslan stöðvaði á fimmtu-
daginn Íslending um fimmtugt
sem var að koma frá Taílandi
með millilendingu í Kaup-
mannahöfn. Við leit í farangri
mannsins fannst verulegt magn
af stinningarlyfinu Kamagra
sem maðurinn viðurkenndi að
hafa keypt af götusala í Taílandi
og flutt með sér til Íslands.
Tollgæslan lagði hald á lyf-
in en alls fundust tvö þúsund
skammtar af lyfinu í fórum
mannsins, 1.700 töflur og 300
skammtar í vökvaformi. Auk
lyfjanna fundust þrjár rafstuð-
byssur. Málið hefur verið sent
lögreglu til frekari meðferðar.
„Þetta nagaði mig“
Í kjölfar umfjöllunar DV um týnd
börn óskaði Sólveig Ásgrímsdóttir,
forstöðukona á Stuðlum, eftir því við
umboðsmann barna að lagaákvæði
yrðu hert. „Ég sendi erindi á umboðs-
mann barna og óskaði eftir því að lög-
gjöfin yrði skýrari varðandi það að
það sé óheimilt að hýsa börn undir
lögaldri gegn vilja foreldranna. Þetta
lagaákvæði er kannski til staðar en þá
er það of óljóst til þess að því sé beitt.
Það er allavega ekki gert. Ég óskaði eft-
ir því að umboðsmaður barna myndi
skoða þetta alvarlega. Þetta er nefni-
lega verulegt vandamál, það er alveg á
hreinu. Það er engin áhætta fyrir menn
að hýsa þessar stúlkur en þær eru sjálf-
ar í mikilli hættu. Auk þess eru þær
stundum að strjúka úr meðferð og það
tefur meðferðina.“
Umboðsmaður barna íhugar
viðbrögð
Margrét María Sigurðardóttir, um-
boðsmaður barna, staðfesti að henni
hefði borist þetta erindi. „Ég er búin að
skrá þetta hjá mér en ég hef ekki alveg
gert það upp við mig hvernig ég eigi að
fara með þetta mál, því tvö sjónarmið
stangast þarna á. Annars vegar það
sem ég stend fyrir, að börn séu skyn-
söm og klár og að okkur beri að hlusta
á þau. Oftast eru börn sem strjúka að
heiman orðin nokkuð stálpuð og þá er
enn ríkari ástæða til að hlusta á þau.
Í sumum tilfellum eru foreldrar að
bregðast og þá getur það verið þraut-
arlending hjá þeim að fara að heim-
an. Hins vegar er það svo, og þar er
ég sammála Sólveigu, að þegar verið
er að misnota börn og gefa þeim jafn-
vel fíkniefni verða að vera viðurlög við
því. Það er forkastanlegt að fólk nýti sér
eymd þessara krakka. Sum eru gerð út
í vændi og það er hrikalegt að hugsa til
þess. Þannig að ég verð að skoða þetta
vandlega. Það er ljóst að það eru brota-
lamir í kerfinu og fólk kemst upp með
að hýsa þessi börn án þess að það hafi
nokkrar afleiðingar.“
Áhyggjuefni ráðherra
Undir það tekur Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra. „Þessar fréttir eru
mikið áhyggjuefni og það er okkur sem
samfélagi umhugsunarefni hversu
mikið ofbeldi þrífst gagnvart barnung-
um stúlkum. Mikilvægt er að greina
stöðuna sem best þannig að hægt sé
að grípa til sem gagnlegastra aðgerða.
Gott samtarf lögreglu og barnavernd-
aryfirvalda skiptir þar höfuðmáli. Ef
fólk sem vinnur við þessi mál frá degi
til dags lítur svo á að styrkja þurfi laga-
ákvæði til að vernda börn, þá er ég
boðinn og búinn til slíkrar samræðu.“
„Þetta var eitt af því sem nagaði mig,
að ég náði ekki að vinna með þetta. Ég
hafði áhuga á því að vinna að þessu
máli en tíminn rann út,“ segir Ragna
Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráð-
herra. „Það kom til mín faðir ungrar
stúlku sem lýsti reynslu þeirra feðgina
af þessu. Hann vakti athygli mína á því
að þegar það er auglýst eftir ungu fólki
er ýmislegt sem gerist áður en það
finnst. Það er mikið áhyggjuefni, hvar
eru þau, hver hýsir þau og hvað eru
þeir að gera við krakkana? Það er graf-
alvarlegt mál. Í raun er það þannig að
maður sér auglýst eftir barni eða ung-
lingi og stundum er auglýst í nokkra
daga og maður fer að hafa áhyggjur en
svo kemur það í leitirnar og þá er mað-
ur voða glaður, maður varpar öndinni
léttar en maður leiðir ekki hugann að
því hvað gerðist í millitíðinni. Þessi
faðir vakti athygli mína á því hvað það
er sem gerist í millitíðinni. Hann benti
mér á að eldri menn væru að misnota
mjög ungar stúlkur. Þetta er í raun ekk-
ert annað en misnotkun, að notfæra
sér neyð þeirra á þennan hátt. En ég
var ekki búin að finna almennilega út
úr því hvað ég gæti gert þegar ég hætti.“
„Þessar fréttir eru
mikið áhyggju-
efni og það er okkur sem
samfélagi umhugsunar-
efni hversu mikið ofbeldi
þrífst gagnvart barnung-
um stúlkum.
n Ragna Árnadóttir tók á móti föður týndrar stúlku n Hætti sem ráðherra
áður en hún náði að klára málið n Ögmundur hefur áhyggjur af ofbeldinu
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Ragna Árnadóttir hefði viljað
bregðast við vandanum áður en
hún hætti sem dómsmálaráðherra.
Ögmundur Jónasson Innanríkisráð-
herrann hefur áhyggjur af því ofbeldi sem
þrífst gagnvart barnungum stúlkum.
DV greindi frá slæmri stöðu týndra barna og fjölskyldna þeirra í síðustu viku.