Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Blaðsíða 15
Skaðsemisábyrgð Mikilvægt er að vita hvaða rétt við sem neytendur höfum ef vara hefur skaðlega eiginleika. Á síðunni island.is er rætt um skaðsemisábyrgð og segir að framleið- endur og dreifingaraðilar vöru beri skaðabótaábyrgð vegna tjóns af völdum skaðlegra eiginleika hennar við notkun, neyslu eða geymslu. Fjögur grundvallarskilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess að til skaðabótarábyrgðar stofnist. Í fyrsta lagi þarf tjónið að verða á mönnum eða munum. Í öðru lagi þarf tjónið að vera rakið til vöru, en ekki fasteigna eða þjónustu. Í þriðja lagi þarf varan að vera gölluð, til dæmis ekki eins örugg og með réttu mátti vænta með hliðsjón af reglum um öryggi, eðlilegri notkun og hvernig hún var boðin og kynnt. Að lokum þarf krafan að beinast gegn framleiðanda vörunnar, innflytjanda hennar eða þeim sem dreifði vörunni í atvinnuskyni. Neytendur | 15Miðvikudagur 16. febrúar 2011 Stofnanir og fyrirtæki geta veitt betri þjónustu með rafrænum skilríkjum: Rafræn skilríki mun öruggari „Við fengum símtal í lok nóvember frá manni sem sagðist vera frá Tal og bauð okkur að skipta um síma- fyrirtæki. Ég hafði ekki tíma til að tala við hann og bað hann að hringja seinna. Hann gafst ekki upp og í síð- asta símtalinu sagði hann að ef ég tæki tilboðinu fengi ég 50 prósenta afslátt fyrsta mánuðinn,“ segir kona sem segir farir sínar ekki sléttar eftir dularfullt símtal frá einstaklingi sem sagðist vera að hringja frá símafyrir- tækinu Tal. Gáfu upp kortanúmer Konan, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir að þar sem þau hjón- in hafi verið að hugsa um að lækka símreikninginn hafi þau tekið tilboð- inu og gáfu honum upp kortanúm- er sitt ásamt gildistíma. Sölumaður- inn sagði þeim að nokkrum dögum seinna kæmi maður frá Tali til að tengja netið og kæmi með samning sem þau ættu að skrifa undir. Jólin liðu án þess að þau hjón hugsuðu út í manninn frá Tali sem átti að koma og það var ekki fyrr en að hún sá færslu á Facebook fyrir nokkrum vikum, þar sem varað var við óprúttnum náung- um sem þykjast vera sölumenn sím- fyrirtækja, að viðvörunarbjöllur fóru að hringja. Engin beiðni um flutning „Maðurinn minn hringdi í þjónustu- ver Tals og fengust þær upplýsingar að engin beiðni væri þar um að flytja okkur yfir til þeirra. Hann fékk það á tilfinninguna að þetta væri ekki í fyrsta skiptið sem starfsmenn þjónustuvers- ins hefðu heyrt af einhverjum sem væru að hringja út og þykjast vera frá Tali.“ Hún segir að ekki hafi verið tekið út af kortinu hennar en hún hafi lát- ið loka því þegar hún komst að því að hún hefði gefið óprúttnum náunga kortanúmer sitt. Það sem kom henni mest á óvart var hvað sá sem hringdi var fagmannlegur og kunni þetta vel. „Mig grunaði ekki í eina sekúndu að hann væri ekki frá Tali, hann var svo fagmannlegur í tali og hvernig hann svaraði öllum þeim spurningum sem ég hafði.“ Grafalvarlegt mál Viktor Ólason, forstjóri Tals, segir þetta grafalvarlegt mál sé nafn fyr- irtækisins misnotað á þennan hátt. „Þetta er það fyrsta sem ég heyri af þessu en sé þetta rétt þá er það alvar- legt mál. Við hringjum í landsmenn og auglýsum þjónustu okkar til sölu og að sjálfsögðu er þetta lögreglumál ef óprúttnir náungar eru að misnota nafn okkar,“ segir hann. Ekki beðið um kortanúmer Hann segir það þó alveg á hreinu að í sölusímtölum Tals sé aldrei beðið um kortanúmer viðskiptavinar. „Það eru teknar niður helstu upplýsingar, svo sem nafn, netfang og símanúm- er. Það kemur svo til okkar daginn eftir en þá tekur bakvinnslan við sem ræðir við viðkomandi og fær stað- fest að hann eða hún vilji flutning. Þá fyrst er tekið niður kortanúmer ef viðskiptavinur óskar eftir að greiða með korti,“ segir hann og endurtek- ur að það sé algjör regla hjá Tali að aldrei sé beðið um kortanúmer í sölusímtali. Fólk eigi að sjá að sím- talið komi frá Tali ef því er flett upp en einnig eigi sér stað tölvupóstsam- skipti sem hægt sé að rekja. Kortasvindl hluti af raunveruleikanum Viktor segir nauðsynlegt að fjalla um þetta til að upplýsa almenn- ing um að nauðsynlegt sé að vera á varðbergi. Kortasvindl sé hluti af raunveruleikanum í dag og óheið- arlegt fólk geti hæglega notað kort hafi það kortanúmer og gildistíma. Alvarlegt sé að þessir aðilar þekki greinilega hvernig símafyrirtækin vinna og kunni að svara spurning- um viðskiptavina. Hann bendir fólki á að gefa aldrei upp númerið nema að hafa vissu fyrir því hver sé að taka það niður. „Við munum rekja þetta til þraut- ar hér innanhúss. Svo munum við, í samvinnu við viðkomandi aðila og lögmann okkar, taka ákvörðun um hvernig við munum bregðast við. Ef eitthvað kemur út úr þessu munum við umsvifalaust kæra málið til lög- reglu,“ segir Viktor að lokum. n Óprúttnir náungar þykjast vera sölumenn símafyrirtækja n Bjóða fólki tilboð og taka niður kortanúmer og gildistíma n Fólk er hvatt til að vera á varðbergi „Mig grunaði ekki í eina sekúndu að hann væri ekki frá Tali, hann var svo fagmannlegur í tali og hvernig hann svaraði öllum þeim spurningum sem ég hafði. PLATA FÓLK TIL AÐ GEFA KORTANÚMER Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Símasölumenn Meintir sölumenn Tals þykja fagmannlegir í framkomu og tilsvörum. MYND PHOTOS.COM Viktor Ólason, forstjóri Tals Segist líta það alvarlegum augum sé nafn fyrirtækisins misnotað. „Eins og er, þá er ekkert sem við getum gert til að koma í veg fyrir að fólk geti hringt og sagst vera hver sem er,“ segir Haraldur Bjarna- son, sérfræðingur í fjármálaráðu- neytinu, aðspurður hvort rafræn skilríki geti komið í veg fyrir að hægt sé að misnota kreditkort. DV leitaði til hans í ljósi fréttarinnar um óprúttna náunga sem segjast hringja frá símafyrirtækjum. Hann segir rafrænu skilríkin gera öll rafræn samskipti miklu ör- uggari en ella og mörg fyrirtæki og stofnanir geti veitt betri þjónustu yfir netið ef þau geti treyst því að viðskiptavinurinn sé sá sem hann segist vera. Með rafrænum skilríkj- um verður það að veruleika. Þó svo að rafrænu skilríkin nýtist ekki enn sem komið er í tilfellum sem þessum er hægt að notfæra sér tæknina á annan hátt. „Ef hringt er í þig og þér boðið til dæmis að skipta um símafyrir- tæki og beðið er um kortanúm- er, ekki gefa það upp. Ef þú ert með rafæn skilríki getur þú boð- ist til þess að fara inn á heima- síðu fyrirtækisins og setja þar inn allar upplýsingar með rafrænu skilríkjunum. Þannig verða þau viðskipti örugg,“ segir Haraldur. Hann bætir við að fólk skuli allt- af vera á varðbergi, hverjum þeir gefi upp kortanúmer sín og gild- istíma. gunnhildur@dv.is Skráargatið á Íslandi Skráargatið getur orðið að veruleika á Íslandi en lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að taka hollustumerkið upp á Íslandi. DV greindi frá því fyrir stuttu að Neytendasamtökin hefðu ítrekað hvatt til að merkið yrði tekið til notkunar hér á landi en án árangurs. Hollustumerkið er valkvætt fyrir framleiðendur og einungis þau mat- væli sem eru hollust í sínum flokki mega bera það. Neytendasamtökin fagna þingsályktunartillögunni og hvetja alþingismenn eindregið til að leggja málinu lið. Eins er vonast til að Skráargatið verði tekið upp hér á landi sem fyrst enda ekki eftir neinu að bíða. Á heimasíðu samtakanna segir að auk þeirra hafi fjölmargir mælt með Skráargatinu og megi þar nefna Lýðheilsustöð, Manneldisráð, talsmann neytenda, umboðsmann barna og Hjartavernd. Offita sé að verða eitt helsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar en innleiðing Skráarg- atsins sé einfalt og auðvelt skref til að bæta lýðheilsu landans. Ógagnsær markaður Neytendasamtökin hafa ákveðið að gera könnun á húsaleigu þar sem ekki virðast vera neina ábyggilegar upplýsingar um leiguverð íbúðar- húsnæðis. Á heimasíðu samtakanna er sagt að vonast sé eftir þátttöku sem flestra því án upplýsinga frá leigjendum sjálfum sé slík könnun ómöguleg. „Neytendasamtökin óska því eftir upplýsingum frá sem flestum leigjendum svo könnunin gefi rétta mynd af þessum ógagnsæja markaði.“ Þar segir einnig að hægt sé að taka þátt í örstuttri rafrænni könnun en hugnist fólki það ekki sé hægt að hafa samband við skrifstofu samtakanna símleiðis eða með tölvupósti. Eins er hægt að senda umbeðnar upplýsingar á skrifstofu samtakanna. Engar persónugrein- anlegar upplýsingar munu verða gefnar upp í niðurstöðum og nöfn svarenda munu hvergi koma fram. Leigjendur eru því hvattir til að kynna sér könnunina á heimasíðu samtakanna og taka þátt. Rafræn skilríki Gera öll viðskipti öruggari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.