Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Qupperneq 8
8 | Fréttir 16. febrúar 2011 Miðvikudagur
„Mamma var að
bjarga okkur“
„Ég veit að ég er bara 13 ára strák-
ur en ég hef upplifað meira en börn
eiga að þurfa að upplifa,“ skrifar son-
ur Hjördísar Aðalheiðardóttur sem í
síðustu viku tapaði máli fyrir Héraðs-
dómi Austurlands sem fyrrverandi
eiginmaður hennar höfðaði á hend-
ur henni. Hjördís hafði flúið frá Dan-
mörku þar sem hún bjó með dönsk-
um eiginmanni sínum og tekið þrjár
dætur sínar og mannsins og son úr
öðru sambandi með sér til Íslands.
Hún hafði ekki heimild til þessa og
hefur verið gert að snúa aftur til Dan-
merkur með dætur sínar þrjár. Hjördís
heldur því fram að hún og börnin hafi
sætt andlegu og líkamlegu ofbeldi af
hálfu mannsins og því hafi hún ekki
átt annarra kosta völ en að flýja Dan-
mörku. Hún býr nú á Höfn í Horna-
firði með börnum sínum en yfir henni
hangir sú vitneskja að hún þurfi að
fara með dætur sínar, þriggja, fjögurra
og sex ára, til Danmerkur.
Grátbiður um aðstoð
Þrettán ára sonur hennar hefur nú
skrifað öllum þingmönnum á Íslandi
bréf, sem DV hefur afrit af, þar sem
hann segir sína hlið mála og grátbiður
um aðstoð. „Hann var búinn að beita
okkur ofbeldi og við vorum öll hrædd
við hann [...] stundum þegar hann var
reiður þurfti mamma að fara með okk-
ur út að keyra, við keyrðum bara um
vegna þess að við þekktum engan í
Danmörku,“ skrifar pilturinn í bréfi
sínu. DV ræddi við Hjördísi sem stað-
festir að bréfið sé frá honum komið.
Fór ólöglega úr landi með börnin
Í dómskjölum málsins kemur fram
að Hjördís hafi, eftir forræðisdeilu
og skilnað við manninn í Danmörku
í byrjun síðasta árs, ákveðið að flýja
landið og taka börnin með sér heim til
Íslands. Þann 22. október, þegar fað-
irinn danski átti að sækja stúlkurn-
ar sínar í skóla og leikskóla, voru þær
ekki þar. Hann fékk tölvupóst þann
sama dag frá barnsmóður sinni þar
sem hún tjáði honum að þau væru
farin til Íslands. Þar sem þau fara með
sameiginlega forsjá stúlknanna kærði
maðurinn vegna ólögmæts brottnáms
til lögreglu og er það mál til með-
ferðar í Danmörku. Málið barst til Ís-
lands eftir að maðurinn hafði óskað
eftir aðstoð fjölskyldudeildar dóms-
málaráðuneytis Danmerkur um að
fá börnin afhent á grundvelli Haag-
samningsins. Lögmaður, sem fal-
in var meðferð málsins, sendi móð-
urinni póst þar sem henni var bent á
ólögmæti aðgerða sinna. Hjördís kom
fram í DV og sagði sögu sína. Var því
tekið sem svo að hún hefði hafnað
erindinu. Fór málið þá fyrir íslenska
dómstóla. Í greinargerð verjanda kon-
unnar fyrir dómi er því haldið fram
að Hjördís hafi sætt bæði andlegu og
líkamlegu ofbeldi af hálfu mannsins.
„Þá hafi sóknaraðili jafnframt beitt
börn sín og son varnaraðila andlegu
og líkamlegu ofbeldi. Telji varnarað-
ili því að börnum sínum stafi beinlín-
is hætt af umgengni við sóknaraðila,“
segir meðal annars í greinargerðinni í
dómskjölum. Eru meint ofbeldisverk
síðan talin upp.
Engin merki um ofbeldi
Sálfræðingur, sem falið var að ræða
við stúlkurnar þrjár en ekki son Hjör-
dísar, komst að þeirri niðurstöðu eft-
ir samtöl við þær að ekkert benti til
að systurnar hefðu orðið fyrir ofbeldi
eða orðið vitni að því. Sálrænt ástand
þeirra benti heldur ekki til þess að
þær hefðu orðið fyrir áföllum af völd-
um heimilisofbeldis eða annars. Þær
væru hins vegar óöruggar gagnvart
föður sínum og hefðu áhyggjur af því
að hann kynni að taka þær frá móður
þeirra eins og það er orðað í dómn-
um. Í bréfi sínu víkur pilturinn að því
hvernig systur hans hafi verið hrædd-
ar þegar kom að því að hitta föður
þeirra aðra hverja helgi á meðan þau
bjuggu í Danmörku. „Það var mjög
hræðilegt, þær vildu ekki fara og grétu
sárt þær voru hræddar.“
Hann kveðst hafa óttast mjög um
velferð móður sinnar á daginn þegar
hann sjálfur var í skólanum. „Mér leið
ekki vel í skólanum og ég var hræddur
að maðurinn myndi meiða mömmu,
ég sendi henni alltaf sms á daginn til
að vita hvort hún væri ok.“
Á meðan á þessu stóð segir pilt-
urinn í bréfi sínu að móðir hans hafi
alltaf reynt að láta þeim líða vel. „Ég sá
samt alltaf að mamma var hrædd.“
Hann lýsir ástandi systra sinna sem
svo að þær hafi alltaf verið grátandi,
hafi ekki viljað fara í skólann eða leik-
skólann. „Það var enginn sem hlust-
aði á okkur, og enginn sem vildi hjálpa
okkur,“ lýsir pilturinn í bréfi sínu.
„Mamma var að bjarga okkur“
„Um miðjan október komum við til Ís-
lands, vegna þess að mamma var að
bjarga okkur. Hún var búin að reyna
að gera allt til þess að láta öllum líða
vel en allir brugðust okkur,“ segir pilt-
urinn um heimkomuna. „Við höfum
alltaf átt heima á Íslandi og það er
landið okkar.“ Hann lýsir því að hon-
um gangi vel í skólanum, systur hans
séu alltaf brosandi og leiki nú við vini
sína. „Við systkinin og mamma erum
bestu vinir, og ég er stoltur af mömmu
minni fyrir að hafa hafa alltaf passað
okkur og að hafa ákveðið að fara frá
vondum manni.“
Pilturinn er sár yfir því að hafa ekki
mátt tala við sálfræðinginn sem ræddi
við systur hans vegna réttarhaldanna
í Héraðsdómi Austurlands. „Maður-
inn er ekki pabbi minn en samt hef
ég búið með honum í 6 ár.“ Pilturinn
furðar sig á því að mamma hans hafi
tapað málinu og að þær þurfi nú að
fara aftur til Danmerkur. Hann sár-
bænir þingmennina um aðstoð.
„Þið verðið að hjálpa mér vegna
þess að líf mitt er einskis virði ef það á
að taka mömmu mína og systur frá
mér, ég vil fá að tjá mig um hvað mað-
urinn hefur gert okkur. Ég þarf á fjöl-
skyldu minni að halda, við þurfum
hjálp til að ná okkur eftir allt þetta
ofbeldi,“ skrifar pilturinn sem ekki
myndi fylgja móður sinni til Dan-
merkur með systrum sínum. „Maður-
inn hefur engan áhuga á okkur og hef-
ur ekki reynt að hafa samband, hann
er bara að reyna að gera allt til þess að
láta okkur líða illa.“ Þó hann sé aðeins
þrettán ára segist hann hafa upplif-
að meira en börn eigi að þurfa. „Það
má ekki gerast að litlu systur mínar og
mamma verði sendar í burtu frá stað
þar sem við erum öll ánægð.“
ritstjorn@dv.is
n Þrettán ára piltur sendir stjórnmálamönnum neyðarkall í bréfi n Móðir hans flúði land
með hann og þrjár systur hans n Hún er dæmd til að skila stúlkunum til föðurins í Danmörku
„Ég sá samt allt-
af að mamma var
hrædd.
Endurnærir og hreinsar ristilinn
allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
30+
Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is
OXYTARM
Sól og
heilsa ehf
=
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota náttúrulyfin
Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur
days
detox
Enginn pabbi Teikning eftir eina dætranna. Þar eru móðir hennar, systir og bróðir. En
engan pabba er að sjá.
„Þið verðið að
hjálpa mér vegna
þess að líf mitt er einskis
virði ef það á að taka
mömmu mína og systur
frá mér.