Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Qupperneq 16
16 | Erlent 16. febrúar 2011 Miðvikudagur
Dómsmálayfirvöld í Ungverjalandi gefa út ákæru á hendur stríðsglæpamanni:
97 ára nasisti
Ungverska saksóknaraembættið
hefur gefið út ákæru á hendur Sand-
or Kepiro, 97 ára gömlum manni,
sem er gefið að sök að hafa tekið þátt
í fjöldamorðum við bæinn Novi Sad í
janúar árið 1942. Talið er að rúmlega
1.200 gyðingar, Rómafólk og Ung-
verjar af serbneskum uppruna hafi
fallið í fjöldamorðunum við Novi
Sad. Ungverskir bandamenn nasista
söfnuðu fólkinu saman til að hefna
fyrir skæruhernað júgóslavnesku
andspyrnuhreyfingarinnar sem var
leidd af Josip Tito, sem síðar varð
leiðtogi sameinaðrar Júgóslavíu. Var
fólkinu stillt upp við bakka Dónár og
því næst skotið svo líkin féllu rak-
leiðis ofan í frosna ána.
Sandor Kepiro var upphaflega
ákærður af ungverskum yfirvöld-
um árið 1944 og aftur árið 1946 fyr-
ir þátt sinn í fjöldamorðunum. Þá
hafði Kepiro þegar flúið til Argent-
ínu, eins og svo margir nasistar og
bandamenn þeirra í kjölfar seinni
heimsstyrjaldarinnar. Kepiro hefur
hins vegar verið eftirlýstur um ára-
bil af stofnun Simonar Wiesenth-
al, sem beitir sér fyrir því að elta
uppi stríðsglæpamenn og þá sér í
lagi nasista. Stofnunin, sem er í Los
Angeles í Bandaríkjunum, er nefnd í
höfuðið á Simoni Wiesenthal, aust-
urrískum gyðingi sem lifði af helför-
ina og helgaði líf sitt því að elta uppi
nasista. Wiesenthal lést árið 2005,
en stofnunin er hvergi nærri dauð
úr öllum æðum og lætur sig engu
skipta að Kepiro sé að nálgast aldar-
afmæli sitt.
Kepiro sneri aftur til Ungverja-
lands frá Argentínu árið 1996 og hef-
ur hann alltaf haldið fram sakleysi
sínu. Sandor Kepiro Hefur verið ákærður fyrir þátt sinn í fjöldamorðum árið 1943.
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra
Ítalíu, hefur verið skipað að mæta
fyrir rétt þann 6. apríl næstkom-
andi þegar vitnaleiðslur fara fram.
Í síðustu viku skilaði saksóknara-
embættið í Mílanó inn beiðni um
að málið yrði tekið fyrir í dómi og
hafði dómarinn, Cristina Di Censa,
fimm daga umhugsunarfrest til að
taka afstöðu til beiðninnar. Nú er
ljóst að Berlusconi getur ekki flúið
dómstóla lengur, en lengi vel naut
hann verndar frá dómstólum. Hafði
Berlusconi komið því til leiðar að
stjórnmálamenn í ráðherraembætt-
um þyrftu ekki að mæta fyrir rétt.
Ráðherrar voru hins vegar svipt-
ir þeim réttindum í byrjun árs, og í
hönd fór umfangsmikil rannsókn
á hinum fjölmörgu kynsvallsveisl-
um Berlusconis. Er honum gefið að
sök að hafa í einni þeirra borgað 17
ára stúlku fyrir kynmök. Þrátt fyrir
að vændi sé ekki ólöglegt á Ítalíu er
bannað að greiða ófullveðja stúlk-
um fyrir kynlíf.
Segist saklaus
Eins og frægt er orðið er Berlusconi
gefið að sök að hafa borgað 17 ára
stúlku, Karima El Mahroug, fyrir
kynlíf. Mahroug, sem gengur und-
ir gælunafninu Ruby „hjartaþjófur,“
var síðar handtekin fyrir þjófnað
en þá mun Berlusconi hafa notað
ítök sín sem forsætisráðherra til að
hafa áhrif á lögregluna. Mahroug
var sleppt og mætti skjólstæðingur
Berlusconis, sem hefur einnig verið
vænd um að taka þátt í kynlífsveisl-
um forsætisráðherrans, Nicole Min-
etti til að sækja hana. Minetti liggur
einnig undir grun um að hafa skipað
Mahroug að breyta upprunalegum
vitnisbuði sínum um að hafa þegið
greiðslu fyrir kynlíf.
Berlusconi hefur alltaf þvertek-
ið fyrir að hafa borgað fyrir kynlíf.
Mahr oug hefur stutt frásögn for-
sætisráðherrans upp á síðkastið en
hefur þó viðurkennt að hafa þeg-
ið greiðslu frá Berlusconi sem nam
5.000 evrum. Mahroug segir hins
vegar að sú greiðsla hafi einungis
verið gjöf en ekki tengst kynlífsþjón-
ustu.
Milljónamótmæli á sunnudag
Síðastliðinn sunnudag söfnuðust ít-
alskar konur saman í yfir 200 borg-
um og bæjum Ítalíu til að láta í ljós
skoðun sína á Berlusconi og kynlífs-
brölti hans. Vildu konurnar meina
að Berlusconi hefði skaðað orð-
spor Ítalíu á alþjóðavettvangi og lái
þeim hver sem vill. Á mánudag gerði
Berlusconi hins vegar lítið úr mót-
mælunum og sagði þau ekki hafa átt
rétt á sér – þar sem hann hafi alltaf
komið fram við konur af virðingu.
„Allar konur sem hafa fengið tæki-
færi til að kynnast mér vita hvaða
skoðun ég hef á þeim. Ég hef alltaf
lagt mikið á mig til að sýna þeim full-
komna athygli og virðingu. Mér tekst
alltaf að láta hverri konu líða eins og
hún sé, hvað segir maður, einstök.“
Verði Berlusconi fundinn sekur
gæti hinn 74 ára glaumgosi átt yfir
höfði sér 15 ára fangelsisdóm.
Berlusconi
fer fyrir
rétt
n Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, þarf að mæta fyrir rétt í Mílanó í
apríl n Sakaður um að greiða ófullveðja stúlku fyrir kynlíf n Reyndi síðan að
hylma yfir glæpinn n Gerir lítið úr milljónamótmælum ítalskra kvenna
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
„Mér tekst alltaf að
láta hverri konu
líða eins og hún sé, hvað
segir maður, einstök.
Karima El Mahroug Stúlkan sem þáði
peningagjöf frá Berlusconi. Hún segir að
peningarnir tengist ekki kynlífsþjónustu.
Annar Josef Fritzl
Réttarhöld eru hafin í Þýskalandi
yfir 48 ára manni sem er grunað-
ur um að hafa ítrekað nauðgað og
misnotað stjúpdóttur sína og eign-
ast með henni sjö börn. Þá er hann
einnig sakaður um að hafa misnot-
að og nauðgað tveimur vinkonum
stjúpdóttur sinnar og gert þær út til
vændis. Maðurinn, sem er einungis
kallaður Dieter S, mun hafa framið
glæpina á tímabilinu 1987 til 2010. Í
þýskum fjölmiðlum kemur fram að
maðurinn hafi starfað sem vöru-
flutningabílstjóri og átti hann heim-
ili í bænum Fluterschen, í úthverfi
Bonn. Talið er líklegt að hann verði
sakfelldur, en refsingin verður lík-
lega 15 ára fangelsi.
Barði tígrisdýr
með ausu
Han Besau, 55 ára kona frá Malasíu,
komst í heimsfréttirnar á þriðjudag
eftir að hafa bjargað eiginmanni
sínum hetjulega úr hrömmum tígr-
isdýrs. Tildrög málsins voru þau að
eiginmaðurinn, Tambun Gediu, var
upptekinn við íkornaveiðar í frum-
skógi nálægt þorpi Jahai-ættflokks-
ins í Malasíu þegar tígrisdýr gerði
árás á hann. Hann var svo hepp-
inn að eiginkona hans heyrði öskur
hans þar sem tígrisdýrið var búið
að hafa hann undir. Han Besau beið
ekki boðanna og kom aðvífandi með
viðarausu sem hún lamdi tígrisdýrið
óspart með. Tígrisdýrið lagði á flótta
skömmu síðar og lagði ekki í að berj-
ast við Han Besau vopnaða ausunni.
Eiturlyfjakafbátur
gerður upptækur
Kólumbíski sjóherinn hefur gert
upptækan kafbát sem nota átti til
að flytja kókaín frá frumskógum
Kólumbíu til Mexíkó. Talið er að
kafbáturinn hafi haft burði til að
flytja allt að átta tonn af kóka-
íni í einu. Er þetta talið bera því
glöggt vitni hve mikið eiturlyfja-
barónar eru tilbúnir að leggja á
sig til að smygla eiturlyfjum frá
Kólumbíu. Kafbáturinn gat kafað
á níu metra dýpi og náð um 20
kílómetra hraða á klukkustund.
Einstaklega erfitt getur reynst að
finna slíka kafbáta með radar, þar
sem þeir sigla aðeins rétt undir
yfirborði sjávar.