Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Side 22
22 | Tónlist 16. febrúar 2011 Miðvikudagur Þ ó nokkuð hefur verið fjall- að um hljómsveitina White Stripes í fjölmiðlum undan- farið. Ástæða umfjöllunar- innar er ekki nýr diskur heldur sú staðreynd að dúettinn hef- ur nú sungið sinn svanasöng. Hljóm- sveitir fæðast og deyja. Það er gang- urinn í tónlistarbransanum, með einhverjum undantekningum þó. Ein er sú hljómsveit sem virðist ætla að hanga saman fram í rauðan dauð- ann í bókstaflegri merkingu þeirra orða og það er Rolling Stones. Eflaust má deila um ágæti þess því skiptar skoðanir eru á ágæti nýs framlags sveitarinnar til nútímarokktónlistar og sú skoðun á sér nokkurt fylgi að hún lifi á verkum sínum frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Hvað sem því líður er nú skarð fyr- ir skildi í tónlistinni – White Stripes hefur lagt upp laupana og norður- írska blúsgoðið Gary Moore hefur safnast til feðra sinna. Að hætta eða hætta ekki, þar liggur efinn Nú ku hljómplötur með White Stripes seljast í bílförmum þó að diskar með dúettinum verði eflaust fáanlegir um ókomna framtíð. Að ætla að með brotthvarfi sveitarinnar af sviðinu hverfi allar plötur hennar úr verslunum eins og dögg fyrir sólu er álíka skynsamlegt og að halda að enginn fiskur yrði veiddur í íslenskri lögsögu ef kvótagreifar yrðu sviptir einkarétti sínum til veiða. En samt er einhver undarleg lógík í því æði sem runnið er á aðdáend- ur White Stripes – af er sem áður var, tímamót eru orðin og óþekktar krossgötur fram undan hjá þeim sem hafa hengt tryggð sína á þá hljóm- sveit umfram aðrar. Tíminn einn getur svo leitt í ljós hvort White Stripes er í raun hætt eða hvort um verður að ræða hlé – langt eða stutt – því að það er alkunna að andarslitur sumra hljómsveita kunna að verða æði langdregnar. Þær eiga það nefnilega til að skjóta upp koll- inum þegar síst varir og bera á borð fyrir hlustendur síðustu dreggjarnar, gjarna með skrautberjum í líkingu við sinfóníuhljómsveitina, gospel- kór, karlakór eða einhverju viðlíka. Hljómsveitir sem hættu Sem fyrr segir er Rolling Stones enn að þrátt fyrir að hafa í gegnum tíðna gengið í gegnum einhverjar breyting- ar hvað varðar meðlimi sveitarinnar. Í árdaga ferils síns var sveitin nokkuð samstiga annarri breskri hljómsveit, Beatles, sem lagði heiminn að fótum sér á sjöunda áratugnum. Beatles var ein vinsælasta hljóm- sveit í heimi og þegar tilkynnt var um endalok hennar árið 1970 beindist mikil reiði að Yoko Ono, eiginkonu Johns Lennons, sem margir töldu ábyrga fyrir örlögum sveitarinnar. En málið var mun flóknara en svo og ef- laust mikil einföldun að skella skuld- inni á Yoko, sem í seinni tíð hefur bundist Íslandi tryggðaböndum. En það er ekki ætlunin að fara nánar í saumana á því. Lengi vel héldu aðdáendur sveitarinnar í þá von að fjórmenningarnir frá Liver- pool tækju saman aftur, en þeir virt- ust ekki vera á þeim buxunum. Mjög köldu andaði á milli Pauls McCartn- eys og Johns Lennons, og George Harrison hallaðist á sveif með Lennon. Ringo Starr virtist vera sá eini sem hugsanlega gæti fengið þá til að slíðra sverðin og komst næst því á breiðskífunni Ringo sem kom út 1973. Á plötunni léku allir Bítlarnir, en þó aldrei allir saman í einu lagi. Árið 1980 var John Lennon myrt- ur fyrir utan heimili sitt í New York og allar vonir um að Bítlarnir tækju saman aftur urðu að engu. Andlát Nirvana og dauði Cobains Hljómsveitin Nirvana var stofnuð árið 1987 og átti góðu gengi að fagna og festi sig í sessi á grunge-sviði Seattle með fyrstu breiðskífu sinni, Bleach, árið 1989. Þó nokkur fjöldi trymbla rann í gegnum hljómsveit- ina, en sá sem staldraði hvað lengst við var Dave Grohl. Forsprakki sveit- arinnar var Kurt Cobain og var hann í fjölmiðlum nefndur til sögunnar sem „talsmaður kynslóðar“ og skír- skotað til Nirvana sem „flaggskips“ X-kynslóðarinnar. En örlög hljómsveitarinnar réðust þegar Kurt Cobain framdi sjálfsmorð árið 1994 og þrátt fyrir að eitthvað efni með hljómsveitinni hafi verið gefið út að honum gengnum létu eft- irlifandi hljómsveitarmeðlimir gott heita og fóru hver í sína áttina. Það má enda setja spurningar- merki við hvort um sömu hljómsveit sé að ræða þegar búið er að skipta inn og út hljómsveitarmeðlimum. Minnir svolítið á bóndann sem var að dásama sleggju sem hann hafði átt í fimmtíu ár – var reyndar búinn að skipta tíu sinnum um skaft og einu sinni um haus, en meiri fjand- inn hvað hún hafði enst vel. Höfuðlaus her Hljómsveitin Talking Heads er ein þeirra hljómsveita sem einfaldlega hættu, þar kom hvergi dauði við sögu. Oft er málum þannig háttað að þegar forsprakki hljómsveitar ákveð- ur að hætta er nokkurn veginn sjálf- sagt að sveitin deyi drottni sínum – verði eins og höfuðlaus her. Sú var raunin hjá Talking Heads þegar David Byrne ákvað að leita hófanna í sólóferli árið 1991. Þeg- ar þar var komið sögu hafði hljóm- sveitin verið að frá 1974 og skipað sér sess á meðal fremstu hljómsveita ný- bylgjunnar. Árið 1978 hófst samstarf hljóm- sveitarinnar og pródúsentsins Bri- ans Enos sem hafði getið sér gott orð meðal annars með David Bowie og Roxy Music. Samstarfið var með miklum ágætum og tónlist sveitar- innar tók margar ólíkar stefnur. En árið 1991 taldi Byrne tíma til kominn að reyna eitthvað nýtt, en þremenningarnir sem eftir voru í sveitinni, Tina Weymouth, Chris Frantz og Jerry Harrison, komu saman við gerð einnar plötu, árið 1996. Hljómsveitin kallaði sig Heads og platan heitir No Talking, Just Heads. Sameinuðust að nýju fyrir eina uppákomu Breska hljómsveitin Pink Floyd er ein þeirra hljómsveita sem komu saman mörgum árum eftir að þær hættu formlega. Ástæða endurfund- anna var góðgerðatónleikar árið 2005. Hún var stofnuð árið 1965 og átti velgengni að fagna á heims- vísu. Tónlistin var ofskynjunarskot- in, textarnir fílósófískir, hljómurinn tilraunakenndur og plötuumslögin í ætt við list. Um tíma voru meðlimirnir fimm, Nick Mason, Syd Barrett, David Gilmour, Roger Waters og Richard Wright, en óskoraður leiðtogi hljóm- sveitarinnar, Syd Barrett, þurfti að draga sig í hlé árið 1968 vegna hrak- andi heilsu. Við leiðtogahlutverkinu tók bassaleikarinn Roger Waters, en þétt við bak hans stóð David Gilmour, gít- arleikari sem upphaflega var fenginn til liðs við sveitina til að létta farginu af Barrett. Þó að líftími sveitarinnar sé talinn hafa verið frá 1965 og fram á miðjan tíunda áratuginn má einmitt velta fyrir sér hvenær hljómsveit hætti að vera hljómsveit. Hljómborðsleikarinn Richard Wright sagði skilið við hljómsveit- ina árið 1979 og sex árum síðar fylgdi Roger Waters í fótspor hans. Þá brá svo við að David Gilmour og trymbillinn Nick Mason fengu Wright til liðs við sig og héldu áfram að taka upp tónlist og halda tón- leika. Roger Waters var ekki par sáttur við að fyrrverandi félagar hans not- uðu áfram nafnið Pink Floyd og leit- aði að lagabókstaf sem gerði honum kleift að fyrirbyggja það. Málið var leyst utan dómstóla; þeir máttu nota nafnið og Waters var leystur undan öllum samningum sem tengdu hann Pink Floyd. Þegar frýs í helvíti Hljómsveitin Eagles var ein af þeim stærstu á áttunda áratugnum, en árið 1980 sló í brýnu á milli tveggja meðlima hennar, enda kannski tak- mörk fyrir því hve náið samstarf get- ur gengið áfallalaust. Á tónleikum á Lönguströnd í Kaliforníu þann 31. júlí sauð loks upp úr og Glenn Frey og Don Felder fóru ekki í launkofa með þær barsmíðar sem þeir hugð- ust veita hvor öðrum þegar þeir færu baksviðs. „Bara þrjú lög þangað til ég lem þig,“ ku Don Felder hafa sagt við Frey. Þetta voru ekki kjöraðstæður til samvinnu og hljómsveitin gliðnaði í frumeindir sínar og trymbill hennar, Don Henley, sagði að hljómsveitin tæki saman aftur „þegar frysi í hel- víti“. Svo virðist sem frosið hafi í hel- víti árið 1994. Á hljómleikum í apríl það ár tilkynnti Glenn Frey að hljóm- sveitin hefði aldrei hætt. „Við tók- um bara fjórtán ára frí,“ sagði hann en reyndar voru tveir fyrrverandi Að hætta eða hætta ekki n Allar hljómsveitir hverfa einhvern tímann af sviðinu n Sumar eru lífseigari en aðrar og neita að deyja drottni sínum n Oft eru belgirnir nýir en vínið gamalt og staðið n Það er kúnst að þekkja sinn vitjunartíma„Minnir svolítið á bóndann sem var að dásama sleggju sem hann hafði átt í fimm- tíu ár – var reyndar bú- inn að skipta tíu sinnum um skaft og einu sinni um haus, en meiri fjandinn hvað hún hafði enst vel. Tónlistarmenn sem færðu sig um set, hættu í tónlist eða einfaldlega hurfu af sviðinu. n D‘Arcy Wretsky sagði skilið við Smashing Pumpkins þegar sveitin hafði gefið út fimm plötur. Hún lék um stutt skeið með ýmsum hljómsveitum, en hvarf síðan nánast af yfirborði jarðar. n Zach de la Rocha hætti í Rage Against the Machine árið 2000, þegar sveitin var á hátindi frægðar sinnar. Hann bar við hinum sívinsæla „listræna ágreiningi“. Hljómsveitin kom saman nokkrum sinnum árin 2007 og 2008. n Ace Frehley, gítarleikari Kiss, fékk ógeð á þeirri stefnu sem hljómsveitin hafði tekið snemma á níunda áratugn- um. Kiss daðraði þá meira en góðu hófi gegndi, að hans mati, við diskó. Í kjölfar brotthvarfs hans liðaðist sveitin í sund- ur. Hljómsveitarmeðlimirnir létu sig þó hafa það að taka höndum saman á ný, mála sig í framan og halda í tónleikaför árið 1996. En það var skammgóður vermir og Frehley tók hatt sinn og staf að loknu „kveðjutónleikaferðalagi“ sveitarinnar árið 2002. n Rob Halford, metalguðinn eins og hann kallaði sjálfan sig, hætti í Judas Priest árið 1991 og bar fyrir sig „listrænan ágreining“. Aðdáandi hljómsveitarinnar hljóp í skarðið, en aðrar hljómsveitir nutu krafta Robs. En 2003 tók hann aftur að sér sönginn hjá Judas Priest. n Apakötturinn Michael Nesmith bað um að verða leystur undan samningi hljómsveitarinnar Monkees árið 1970. Honum voru greinilega ætlaðir merkilegri hlutir en að syngja Last Train to Clarksville út í hið óendanlega. Hann gerðist brautryðjandi á sviði mynd- bandaframleiðslu í sveita- og rokktón- list og seldi árið 1980 hugmyndina sem síðar varð að MTV. n Creedence Clearwater Revival hefur borið á góma í þessari grein. Sem fyrr segir voru í sveitinni tveir bræður, Tom og John Fogerty. Þannig var mál með vexti að John fékk alla athyglina. Tom ákvað að snúa sér að sólóferli sínum 1971 en gekk ekki sem skyldi. Hann safnaðist seinna til feðra sinna. n Frankie Goes to Hollywood átti alheimsvelgengni að fagna fyrstu ár níunda áratugarins. En „listrænn ágreiningur“ varð þess valdandi að aðalsprauta sveitarinnar, Holly Johnson, kvaddi félaga sína árið 1984. Árið 1991 komst Holly að því að hann væri HIV-smitaður og sagði skilið við tónlistarbransann og snéri sér að listmálun. Hætt, horfin, látin Nirvana Dauði Kurts Cobains markaði endalok þessarar áhrifamiklu hljómsveitar frá Seattle. Rob Halford Tók sér tólf ára hlé frá hljómsveitnni Judas Priest.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.