Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Side 19
Umræða | 19Miðvikudagur 16. febrúar 2011
Kvenna-
störfum
fækkað
1 Hundleiddist að vera milljóna-mæringur
Strætóbílstjóri sem datt í lukkupott-
inn í mars á síðasta ári hefur störf
aftur.
2 Bjargaði lífi vinar síns í ræktinniSæþór Þorbergsson er einn þeirra
sem hlutu skyndihjálparviðurkenn-
ingu Rauða kross Íslands.
3 Boðið til veisluKjartan Gunnarsson bauð vinum og
vandamönnum til veislu á Hótel Holti.
4 Þorvaldur Lúðvík segir upp störfumÞorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur
sagt upp störfum sem forstjóri Sögu
Fjárfestingarbanka
5 Hæstiréttur heimilar ekki afturvirkan útreikning
Samtök lánþega segja að úrskurður-
inn sé stór sigur fyrir lánþega.
6 Farþegalisti Icelandair aðgengi-legur á netinu
Birting slíkra upplýsinga brýtur gegn
ákvæðum persónuverndarlaga.
7 Íbúar á Hrafnistu ekki baðaðir í allt að tvær vikur vegna manneklu
Fólkið er afar ósátt við að vera baðað
svo sjaldan enda vill það lifa lífinu
með sjálfsvirðingu.
Marta Dögg Sigurðardóttir er
formaður Félags leikskólakennara og
stendur í ströngu þessa dagana vegna
fyrirhugaðs niðurskurðar á þjónustu og
menntun barna á leikskólaaldri.
Leikskólakennarar, stjórnendur og
foreldrar efndu til fjölmennra
mótmæla fyrir utan Ráðhús Reykjavík-
ur.
Hver er maðurinn?
„Marta Dögg Sigurðardóttir, formaður
Félags leikskólakennara, ég er eiginkona,
móðir og leikskólakennari.“
Er uppreisn á barnaheimilinu?
„Ertu að vitna í bókina? Það er ólga í okkur
en við skulum vona að það komi ekki til
uppreisnar.“
Hvað finnst þér um ummæli borgar-
stjóra um niðurskurð í stjórnkerfinu og
samanburð við aflimanir?
„Mér fannst þetta ótrúleg samlíking og
í raun skil ég hana ekki. Og annað um
ummæli borgarstjóra; hann svarar engu.
Í raun gefur málflutningur hans til kynna
að hann hafi ekki svörin og sé almennt séð
ekki inni í málinu. Við höfum farið af öllum
fundum með fleiri spurningar en svör.“
Er þetta kvenréttindamál?
„Já, það er ekki hægt að horfa fram hjá
því. Margar ákvarðanir sem er verið að
taka núna koma niður á fjölmennum
kvennastéttum og fela í sér kvennafátækt-
argildru. Eins mun það að fækka markvisst
stjórnunarstöðum í stéttinni hindra allan
framgang innan hennar. Leikskólakennarar
hafa hingað til verið duglegir að sækja sér
framhaldsnám.
Það er verið að fækka kvennastörfum til
þess að búa til karlastörf.“
Hafið þið sótt stuðning til kvenréttinda-
félaga?
„Nei, við höfum hins vegar spurt hvort
þetta samræmist jafnréttisstefnu
Reykjavíkurborgar og því miður höfum ekki
séð að mannréttindaráð hafi eitthvað rætt
niðurskurðinn í þessu samhengi.“
Hvað kaustu í borgarstjórnarkosning-
unum?
„Ég kýs ekki í Reykjavík, ég kýs í Hafnarfirði,
þannig að ég átti engan þátt í að velja
sitjandi meirihluta í Reykjavík. Þetta er
eflaust hópur af velviljuðu fólki en það situr
í sömu súpu og forverarnir. Það eru engar
einfaldar lausnir, þetta er slæm staða.“
Hvaða þrjú orð eru þér efst í huga núna?
„Ég var að koma af fjölmennum fundi
trúnaðarmanna og þess vegna er það:
Samstaða, fagmennska og baráttuhugur.“
„Að vissu leyti, en ég er til dæmis ekkert
sérstaklega ánægð með hann núna.“
Helga Helgadóttir
33 ára grunnskólakennari
„Ég bý ekki í Reykjavík svo ég hef enga
skoðun á því.“
Íris Sturludóttir
25 ára nemi í FÍH og HÍ
„Nei.“
Elín G. Sigurðardóttir
64 ára aðstoðarleikskólastjóri
„Nei, alls ekki. Hann hentar ekki í þetta
starf.“
Snorri Snorrason
54 ára öryrki
„Já og nei.“
Lárus Jóhannesson
46 ára framkvæmdastjóri
Mest lesið á dv.is Maður dagsins
Ertu ánægð/ur með störf Jóns Gnarr sem borgarstjóra?
Úti í kuldanum Nokkur fjöldi leikskólabarna og foreldra þeirra kom saman við Ráðhús Reykjavíkur á
þriðjudag til þess að mótmæla niðurskurði borgarinnar í menntamálum. Á meðan mótmælt var úti var þrefað um
málin í hlýjunni innandyra. MYND SIGTRYGGUR ARI
Myndin
Dómstóll götunnar
Í
þýsku óskarsverðlaunamyndinni
Das Leben der Anderen er sagt frá
útistöðum leikritaskálds við aust-
urþýsku leyniþjónustuna Stasi.
Talið er að á þeim tíma þegar múrinn
hrundi hafi um 100.000 manns ver-
ið í fullu starfi hjá leyniþjónustunni,
ásamt um 170.000 uppljóstrurum,
eða samanlagt hátt í íslensku þjóðina
alla. Þetta kerfi var gríðarlega öflugt til
þess að njósna um íbúana, en afskap-
lega óhagkvæmt að öllu öðru leyti.
Ekki síst urðu allir þessir njósnarar
að hafa einhvern til að njósna um, og
þannig varð það alltaf metnaðarfull-
um starfsmönnum í hag að uppgötva
svikara á hverju snæri. Og því trúrra
hugmyndafræðinni sem fólk virtist
vera, því meiri frama hlutu menn við
að afhjúpa þá sem svikara. Þannig
segir myndin frá leikritaskáldi sem
er í fyrstu hlynntur kerfinu, en eftir
að hafa verið stimplaður sem svikari
fyrir litlar sakir snýst hann gegn því
og verður öflugur andófsmaður. Það
oft svo að þau kerfi sem ganga hvað
lengst í að viðhalda sjálfum sér fara á
endanum að grafa undan sjálfum sér
með þessum sama ofsa.
Vitleysa Norðmanna
Þó að aðstæður séu vissulega aðrar
á Norðurlöndunum í dag höfum við
nú nýlega orðið vitni að álíka kerfis-
villum, þar sem kerfið virðist ráðast
gegn sínum eigin hagsmunum. Ný-
lega hélt Maria Amelie, sem hefur
verið ólöglegur innflytjandi í Noregi í
sjö ár síðan foreldrar hennar flúðu frá
Rússlandi, ræðu um reynslu sína við
Nansen-skólann í Lillehammer. Þar
sem hún stóð og talaði um mannúð
norska kerfisins ruddist lögreglan
inn og handtók hana með það fyr-
ir augum að senda hana vegabréfs-
lausa aftur til Rússlands. Í kjölfar-
ið braust út mikið fár og hafa þegar
90.000 manns skráð sig á Facebook
síðu henni til stuðnings.
Amelie var kosin Norðmaður árs-
ins í fyrra af tímaritinu Ny Tid, og
var hún að halda ræðu í tilefni af því
að 150 ár eru liðin frá fæðingu Frid-
jofs Nansen, en Nansen fékk einmitt
nóbelsverðlaun fyrir störf sín í þágu
rússneskra flóttamanna. Ríkisstjórn
Jens Stoltenberg hefur nú ekki að-
eins kallað fram mikinn stuðning
við ólöglega innflytjendur almennt,
þvert á ætlun sína, heldur riðar nú
til falls vegna málsins. Til að kóróna
vitleysuna var manni sem grunaður
er um eiturlyfjasmygl sleppt lausum
til að rýma til fyrir Amelie í gæslu-
varðhaldi, og hefur sá nú stungið af.
Dómsmorð í Reykjavík
Það er þó ekki aðeins í gamla Austur-
Þýskalandi eða Noregi sem stjórn-
völdum tekst að framkalla andúð á
sjálfum sér með afar vanhugsuðum
aðgerðum. Það ætti öllum þegar að
vera ljóst að dómsmál níumenning-
anna svokölluðu þjónar engum al-
mennum réttlætiskröfum. Sakar-
giftirnar og möguleikinn á 1-16 ára
fangelsi fyrir að mótmæla ríkisstjórn
sem neitaði að fara þegar hennar
tími var löngu liðinn, eru of kjána-
legar til þess að það sé hægt að skoða
málið á þeim forsendum.
En þjónar þetta dómsmál ein-
hverjum tilgangi fyrir kerfið sjálft?
Ljóst er að sumum þótti vegið að sér
og vafalaust urðu margir innan kerfis-
ins, alþingismenn, lögreglumenn og
fleiri, smeykir þegar þúsundir manna
söfnuðust saman á Austurvelli og
höfðu hátt. Líklegt er því að nú, þegar
hópurinn er horfinn og hættan liðin
hjá, hyggi sumir á hefndir.
Íslenskt réttlæti
Kerfið var skorað á hólm og nú vill
það sýna vald sitt á ný. Af þeim 34
sem mótmæltu á þingpöllum, og
þeim þúsundum sem mótmæltu
fyrir utan, á nú að refsa níu fyrir að
vera ekki stilltir.
Það ætti þó þegar að vera ljóst
að þessi aðferðafræði mun springa
í höndunum á þeim sem henni
beita. Eftir afglöp undanfarinna
ára er nauðsynlegt að fólk fari að
fá trú á íslensku réttarkerfi á nýjan
leik. Ef hinir saklausu eru dæmd-
ir, á meðan hinir seku ganga laus-
ir, er þetta borin von. Kerfi sem
beitir slíkum aðferðum til að við-
halda sjálfu sér getur ekki staðið til
lengdar.
Þegar kerfið ræðst gegn sjálfu sér
Kjallari
Valur
Gunnarsson„Það er oft svo
að þau kerfi sem
ganga hvað lengst í að
viðhalda sjálfum sér fara
á endanum að grafa
undan sjálfum sér með
þessum sama ofsa.