Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 16. febrúar 2011 Miðvikudagur Sölvi Tryggvason deilir við fræga á Facebook: „SORRÝ AÐ ÉG SKULI VERA TIL“ Nýleg skrif Sölva Tryggvasonar, pistlahöfundar og þáttarstjórnanda, fara fyrir brjóstið á lesendum hans ef marka má Facebook-síðu hans þar sem fram fara líflegar rökræður um innihald þeirra. Innihald pistlanna er gagnrýnt harðlega og Sölvi bregst viðkvæmur við. Pistillinn sem mesta athygli fær virðist vera skrifaður í vörn fyrir sölu- háa höfunda eins og Egil Gillz Ein- arsson og í honum stendur orðrétt: „Það að ungt afkastamikið fólk sem ekki nennir að velta sér upp úr leið- indum alla daga skuli lenda í að- kasti frá landsþekktum rithöfund- um og listamönnum er ekkert annað en staðfesting á minnimáttarkennd þeirra sem þannig koma fram.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Illugi Jökulsson spurði Sölva hvort fólk hlyti ekki að hafa leyfi til að hafa ekki gaman af Gillz án þess að vera skammað fyrir að vera gallsúrir fýlu- púkar og með honum fylkja sér í lið Þorfinnur Ómarsson, fyrrverandi rit- stjóri Eyjunnar, og fleiri. Sölvi telur til að stór hópur hafi trompast við tilhugsunina um að Eg- ill Einarsson fengi inngöngu í Rithöf- undasambandið þó að hann upp- fyllti öll skilyrði og bætir hörundssár við að hans eigin ritstjóri, Kristján B. Jónasson, hafi hrósað honum í hás- tert einslega en þori því ekki innan um félaga sína í rithöfundastétt. Bergsteinn Sigurðsson, blaða- maður á Fréttablaðinu, segir pist- ilinn eina allsherjar fordómavilpu. Sölvi biður hann bara að hætta að lesa pistlana og Bergsteinn bið- ur hann bara að hætta að skrifa þá. Sölvi segir þá: „Þetta er frjálst land, ég hef frelsi til að skrifa og þú hefur frelsi til að sleppa því að lesa. Sorrý að ég skuli vera til.“ Eftir þessa rimmu skrifaði Sölvi annan pistil þar sem hann gerir menningarlæsi sínu skil. Sölvi tel- ur upp þær bækur sem hann hefur lesið: „Ég hef lesið allar bækur Dos- toyevskys, Gabriel Garcia Marqúez, Knut Hamsun og mikið eftir Tolstoy. Ég elska þessar bókmenntir.“ Og í lok pistilsins sendir hann helstu gagnrýnendum sínum tóninn: „p.s. Bergsteinn (Sigurðsson), Kristján B (Jónasson), Illugi (Jökulsson), Egill (Helgason), Hallgrímur (Helgason), Eiríkur Örn, ég efast ekki um að þið eruð allir toppmenn með gott hjarta. Og reyndar veit ég það. Lífið er of stutt til að vera í fýlu.“  Viðkvæmur@Facebook Sölvi Tryggvason stendur í stríði við menningarvita og sárnar gagnrýni á pistla sína. Björn Jörundur kynnir Edduna Tónlistar- og sjómaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson verður kynnir á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin verður í Íslensku óperunni næstkomandi laugardag. Í samtali við Vísi segist Björn vera að leggja drög að því hvernig kynnir hann ætli að vera. Björn tekur við kyndlinum frá Baltasar Kormáki sem var kynnir á hátíðinni í fyrra og þótti mjög pólitískur. Björn segist þó ekki ætla að feta í fótspor hans að því leytinu til. Björn hefur undanfarnar vikur unnið að tónleik hljómsveitar sinnar Ný danskrar sem sýndur er í Borg- arleikhúsinu. Sjálfur hefur Björn Jörundur fengið Edduverð- laun, það var fyrir leik í kvikmynd- inni Englum alheimsins. Nældi í nýja manninn Akranesmærin Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, fegurðardrottning Íslands 2009, og nýjasti leikmaður ÍA, Bretinn Mark Doninger, eru komin í samband. Hin tvítuga Guðrún Dögg var í sambandi með landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni en upp úr því slitnaði síðastliðið sumar. Doninger er 21 árs Breti, uppalinn í Newcastle. Hann æfði og spilaði með Skagaliðinu í janúarmánuði og var verðlaunaður með samningi í byrjun febrúar. Doninger gerði aðeins eins árs samning við ÍA en hann mun leika með liðinu í 1. deildinni á komandi leiktíð. É g er eins og barn að bíða eftir jólunum,“ seg- ir söng- og leikkonan Selma Björnsdóttir en ævilangur draumur hennar rætist þegar hún fer á tónleika með kántrígoðsögninni Dolly Parton þann 7. september í Lundúnum. „Ég hef ver- ið mikill aðdáandi frá því að ég var sjö ára gömul og systir mín eignaðist kassettu með henni,“ segir Selma sem gaf einmitt út kántríplötu um jólin, Alla leið til Texas, þar sem hún söng meðal annars lög eftir Dolly. „Ég elska hvað hún er blátt áfram, einlæg og óhrædd við að vera hún sjálf á allan mögulegan hátt,“ heldur Selma áfram en Dolly hefur alltaf verið þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir og ekki síst hvað útlit varðar. Mikill barmur söngkonunnar fíngerðu hefur til að mynda vakið mikla athygli í gegnum árin. „En fyrst og fremst finnst mér hún frábær tónlistarmaður. Hún semur flott lög og texta og hefur úrvals kántrí- rödd. Svo er hún þeim einstaka hæfileika gædd að geta spilað á gítar með risa gervineglur. Það er örugg- lega sjaldgæfur hæfileiki.“ Tónleikarnir verða haldnir, líkt og fyrr sagði, í Lundúnum þann 7. september. Nánar tiltekið í O2- höllinni sem er ein allra glæsilegasta tónleikahöll heims. Hún tekur 23.000 manns í sæti og eru þá ekki taldir með þeir miðar sem seldir eru í stæði. Það verður því ekki amalegt fyrir Selmu að berja átrúnað- argoðið augum á þessum vettvangi. Selma verður í góðra vina hópi á tónleikunum og vonast hún til að enn fleiri bætist við. „Ég fer með Björk Eiðsdótt- ur, vinkonu minni, Nönnu Kristínu Magnúsdótt- ur, Maríu Hebu Þor- kelsdóttur og Birnu Björns, systur minni, og vonandi bæt- ast fleiri vinkonur í hópinn. Við ætl- um að undirbúa okkur vel fyrir tón- leikana og taka sér- stakt Dolly-kvöld þar sem við mun- um hlusta á drottn- inguna og skiptast á skoðunum.“ Selma segist eiga nokk- ur uppáhaldslög með Dolly en hún söng einmitt tvö þeirra inn á plötuna Alla leið til Texas. „Það eru lögin Little Sparrow, sem útleggst Litla dúfa í ís- lenskri þýðingu Jónasar Friðriks Guðnasonar og líka Coat of Many Colours sem kallast Litskrúðuga káp- an í þýðingu Ólafs Teits Guðnasonar. Svo elska ég líka perlur eins og Jolene og Nine to Five og hreinlega allt þar á milli.“ að sjá Dollyn Aðdáandi frá sjö ára aldri n Hrífst af ein-lægni og ákveðni Dolly n Söng lög eftir Dolly á kántríplötunni sinni DRAUMUR Selma Björnsdóttir Getur ekki beðið eftir því að sjá Dolly. Dolly Parton Selma hefur verið aðdáandi frá sjö ára aldri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.