Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Blaðsíða 29
Fólk | 29Miðvikudagur 16. febrúar 2011 www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Þokkafullar á dreglinum Flestar stjörnurnar voru í skóm frá Louboutin á Grammy-verðlaunahátíðinni: G rammy-verðlaunahátíð-in var haldin í 53. skipti á sunnudaginn í Staples Center í Los Angeles. Líkt og áður var mikið um dýrðir og stjörnurnar skörtuðu sínu feg- ursta. Kjólarnir eru iðulega í sviðsljósinu á rauða dreglinum og var mikið gert út á kynþokk- ann að þessu sinni. Jennifer Hudson Hudson, sem er 29 ára, var glæsileg í kjól frá Versace, skóm frá Christian Louboutin og með skart frá Neil Lane. Hudson má vera stolt enda hefur hún lagt gríðarlega af og aldrei litið betur út. Hún söng í opnunaratriði hátíðarinnar en það var óður til Arethu Franklin. Rihanna Skildi lítið eftir fyrir ímyndunar- aflið eins og svo oft áður í hálfgegnsæjum kjól frá Jean Paul Gaultier. Skórnir voru frá Christian Louboutin. Rihanna var tilnefnd til fimm verðlauna en fékk aðeins ein fyrir lagið sitt Only Girl (In the World). Kim Kardashian Vakti að vanda mikla athygli og nú í gylltum síðkjól frá Kaufman Franco. Líkt og hjá flestum öðrum voru skórnir frá Christian Louboutin en skartið frá Lorraine Schwartz. Kim mætti með Robert bróður sínum á hátíðina. Eva Longoria Var í kjól frá Ashi en skórnir voru frá Brian Atwood. Veski hinnar 35 ára gömlu aðþrengdu eiginkonu var frá Sergio Rossi en leikkonan var dugleg að greina frá því sem á vegi hennar varð á Twitter. „Sjáið hvern ég fann á Grammy-hátíðinni! Elska tónlistina hans,“ sagði hún um nýstirnið Bruno Mars. Heidi Klum Ofurfyrirsætan var sláandi fögur að vanda. Hún klæddist kjól frá Julien Macdonald og skóm frá hverjum öðrum en Christian Louboutin. Heidi var mætt til þess að styðja eiginmann sinn, Seal, sem var tilnefndur í flokki fyrir besta poppsamstarf. Ciara Er þekkt fyrir langa leggi og þeir voru heldur betur til sýnis í kjól frá Emilio Pucci. Skórnir voru frá Givenchy og skartið frá Lorraine Schwartz. Söngkonan var ekki tilnefnd en nýjustu fregnir herma að plötufyrirtæki hennar hafi verið að rifta samningnum við hana. Katy Perry Var í sérsaumuðum kjól frá Giorgio Armani en hann var skreyttur með Swarovski-kristöllum. Ekki nóg með það heldur var hann með vængjum líka. Skórnir voru svo frá Casadei og skartið frá Thomas Sabo. Perry mætti með eiginmanni sínum, Russell Brand, á hátíðina en með henni í för var einnig amma hennar. Amman átti nefnilega 90 ára afmæli á sunnudag. Jennifer Lopez American Idol-dómarinn klæddist silfruðum og stuttum kjól frá Emilio Pucci og að sjálfsögðu skóm frá Christian Louboutin. Skartið var hins vegar frá Cartier og veskið frá Swarovski. Lopez hefur vaxið jafnt og þétt að vinsældum eftir að hún hóf störf sem Idol-dómari en ekki jafn hratt þó og samstarfsmaður hennar Steven Tyler. Þ egar Whoopi Goldberg sá nýlegt eintak af banda-ríska dagblaðinu New York Times þar sem skrifað var um lágt hlutfall litaðs fólks í hópi óskarsverðlaunahafa bjóst hún við að lesa sitt eigið nafn. Það var hins vegar ekki raunin. Gold- berg, 55 ára, sem vann óskars- verðlaun fyrir hlutverk sitt í kvik- myndinni Ghost árið 1990 var hvergi nefnd í greininni. „Ég skammast mín fyrir að segja ykkur að þetta sveið rosa- lega,“ sagði Goldberg í sjónvarps- þættinum The View á mánudag. „Þegar þú vinnur óskarsverð- laun er það hluti af því sem þú hefur gert, hluti af arfleifðinni, ég verð alltaf Óskarsverðlauna- hafinn Whoopi Goldberg og mér hefur verið sleppt og eytt af kvik- myndagagnrýnanda New York Times, sem ætti að vita betur. Ekki aðeins hef ég unnið til óskarsverðlauna,“ sagði hún og dró fram verðlaunastyttuna og hélt áfram: „Ég hef gert yfir 50 myndir. Ég hef verið tilnefnd tvisvar – einu sinni fyrir The Color Purple, einu sinni fyrir Ghost og ég vann fyrir Ghost.“ Í greininni var fjallað um nokkra blökkumenn sem hafa unnið til óskarsverðlauna, eins og Halle Berry, Denzel Washing- ton og Morgan Freeman, sem öll unnu verðlaunin eftir árið 2002. New York Times klikkar: GLEYMDI WHOOPI GOLDBERG Ekki sátt Whoopi Goldberg sagðist sár yfir mistökum New York Times. MYND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.