Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Síða 17
Erlent | 17Miðvikudagur 16. febrúar 2011 Samkvæmt nýjum tölum er annað stærsta hagkerfi heims að finna í Kína: Kína tekur fram úr Japan Kína hefur tekið fram úr Japönum og hafa nú á að skipa öðru stærsta hagkerfi í heimi. Tölur fyrir árið 2010 sýna að japanska hagkerfið er í heild sinni metið á um fimm og hálfa billjón Bandaríkjadala en hið kínverska er hins vegar metið á um 5,8 billjónir. Ef fer sem horfir er talið að kínverska hagkerfið verði hið stærsta í heimi innan 10 ára og myndi þar með skilja bandaríska hagkerfið eftir í öðru sæti. Ástæð- an fyrir hnignun japanska hagkerf- isins er meðal annars talin vera há gengisskráning japanska jensins gagnvart dollara, sem þýðir að út- flutningur hefur dregist verulega saman. Þá hefur neysla á innan- landsmarkaði einnig dregist sam- an í Japan. Þar kaupa heimamenn æ minna af japönskum vörum og kaupa þess í stað kínverskar vörur, sem eru mun ódýrari. Það er af sem áður var hjá Jap- önum sem gátu eitt sinn stært sig af ört vaxandi hagvexti sem virtist á tímabili ætla að ógna efnahags- veldi Bandaríkjanna. Undir lok ní- unda áratugar síðustu aldar var árlegur hagvöxtur um sjö prósent. Japanir áttu þá mörg af stærstu fyr- irtækjum heims, sérstaklega í bif- reiða- og raftækjaiðnaði. Á þeim tíma var staða vinnuveitenda einnig góð í Japan á kostnað laun- þega, sem þáðu umtalsvert lægri laun en þeir gera í dag. Stórfyrir- tæki hafa því sóst í auknum mæli eftir að fjárfesta annars staðar en í Japan, til dæmis í Kína – þar sem launþegar þiggja mun lægri laun en í Japan. Því má hins vegar ekki gleyma, að þrátt fyrir að kínverska hagkerf- ið í heild sé orðið verðmætara en það japanska þá eru meðaltekjur Japana enn miklu hærri en Kín- verja. Kínverjar eru ennþá fátæk þjóð, sé litið til meðaltekna – þrátt fyrir að þær hafi skánað mikið undanfarin ár. Meðaltekjur í Kína eru nú um 4.500 dollarar á ári, en í Japan eru meðaltekjurnar um 40 þúsund dollarar á ári, eða með því besta sem gerist í heiminum. Chen Deming, efnahagsmálaráð- herra Kína Hér er hann á fundi World Economic Forum í Davos í Sviss. Kínverska hagkerfið er nú hið næststærsta í heimi. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt harð- lega aðgerðir íranskra stjórnvalda sem siguðu öryggislögreglunni á mótmælendur á mánudag. Mót- mælaaldan sem átti upptök sín í Ja- smín-byltingunni í Túnis hefur nú teygt anga sína til Írans, í kjölfar stjórnarskipta í bæði Túnis og nú Eg- yptalandi um síðustu helgi. Mótmæl- endur flykktust út á götur Teheran, höfuðborgar Írans, á mánudag en var mætt afg hörku af hálfu öryggislög- reglunnar. Clinton tjáði sig við fjöl- miðla bæði á mánudag og þriðjudag, þar sem hún sagði íbúa Írans eiga rétt á svipuðum umbreytingum og hafa átt sér stað í Egyptalandi. „Sagan hef- ur sýnt okkur að skoðanakúgun gerir lítið annað en að frjóvga jarðveginn fyrir byltingu síðar meir.“ Frelsi á internetinu Það kann að skjóta skökku við að Clinton hafi sérstaklega rætt mik- ilvægi þess að íbúar Íran, sem og aðrir íbúar Mið-Austurlanda, hefðu frelsi til aðgerða á veraldarvefnum. Sjálf hefur Clinton til að mynda for- dæmt uppljóstrunarsíðuna Wiki leaks og enn virðast bandarísk stjórnvöld leggja áherslu á að elta uppi Julian Assange, stofnanda og ritstjóra síð- unnar. Clinton áttar sig hins vegar á mikilvægi vefjarins í þeirri bylting- aröldu sem nú ríður yfir Arabaheim- inn. „Þau stjórnvöld sem bæla niður aðgerðafrelsi á internetinu geta hald- ið niðri vilja þjóðarinnar um stundar- sakir, en ekki að eilífu.“ Clinton benti einnig á tvískinn- ung Mahmoud Ahmadinejad, for- seta Írans, sem felst í stuðningi hans við egypsku þjóðina þegar hún reis upp gegn ofurefli stjórnvalda og mót- mælti. Nú mótmælir íranska þjóðin, en Ahmadinejad svarar hins vegar með hörðu. Táragas og byssukúlur Á mánudag söfnuðust þúsundir sam- an og gengu fylktu liði í átt að Imam Hossein-torginu í miðborg Teher- an. Fólkið kyrjaði orðin „niður með einræðisherrann,“ og beindi orð- um sínum að Ahmadinejad forseta. Samkvæmt frásögnum vitna hóf ör- yggislögreglan skothríð í átt að mót- mælendum og kastaði jafnframt táragassprengjum til að dreifa mann- fjöldanum. Að minnsta kosti einn féll og tugir særðust alvarlega. Vitni sögðu einnig frá því að þeir mótmæl- endur sem reyndu að draga upp síma sína til að taka myndir eða mynd- skeið af voðaverkum lögreglu hefðu mætt sérstaklega hörðu. Þau mættu grófu ofbeldi af hálfu öryggislögreglu auk þess sem símar þeirra voru gerð- ir upptækir og því næst eyðilagðir. Stjórnarandstaðan einangruð Öryggislögreglan lét sér ekki nægja að lumbra á mótmælendum við Imam Hossein-torgið. Sveitir lög- reglumanna voru einnig kallaðar til heimila Mirhossein Moussavi og Mehdi Karroubi, en þeir eru leið- togar stjórnarandstöðunnar í Íran og buðu sig fram til forsetaembættisins í kosningum sem fram fóru árið 2009. Því er greinilegt að þótt Ahmadin- ejad styðji umbætur í Egyptalandi virðist það sama ekki eiga við hans eigin þjóð. n Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill sjá umbætur í Íran n Sagði að frelsi til aðgerða á internetinu væri nauðsynlegt n Mótmælendur söfnuðust saman í Teheran á mánudag en mættu táragasi og byssukúlum öryggislögreglu Clinton vill bylt- ingu í íran Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Þau stjórnvöld sem bæla niður aðgerðafrelsi á internet- inu geta haldið niðri vilja þjóðarinnar um stundar- sakir, en ekki að eilífu. Eldur í Teheran Mótmælendur kveiktu í ruslatunnum á leið sinni á Imam Hossein-torgið í miðborg Teheran. Hillary Clinton Utanríkisráð- herra Bandaríkj- anna fordæmdi aðgerðir íranskra stjórnvalda í garð mótmælenda. Krishna, utanríkisráðherra Indlands: Las vitlausa ræðu Neyðarlegt atvik átti sér stað í höf- uðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York á mánudag. Utanríkisráð- herra Indlands, S.M. Krishna, var þá í miðjum klíðum við ræðuhöld þegar aðstoðarmaður hans steig upp í pontu til að hvísla einhverju að honum. Hafði Krishna þá talað í þrjár mínútur, án þess að átta sig á að hann væri að lesa ranga ræðu. Ræðu- maðurinn á undan honum var Luis Amado, utanrík- isráðherra Portú- gals. Hann hafði dreift ræðu sinni til allra fulltrúa í salnum, en skildi sitt eigið eintak eftir í ræðupúlt- inu. Krishna hélt að hann væri með eintak af sinni eigin ræðu í höndunum, en allir í salnum tóku strax eftir því að hann var að lesa upp af röngu blaði. Það var ekki fyrr en Krishna fór að ræða hinar ýmsu aðgerðir ESB að aðstoðarmaður hans áttaði sig á málavöxtum. Ótrúlegt þykir að Krishna hafi ekki áttað sig á að hann væri að lesa portúgölsku ræðuna. Það fyrsta sem Krishna las upp, og með bros á vör, var hvað það gladdi hann mikið að sjá fulltrúa tveggja portúgölskumæl- andi landa í salnum. Hinn 78 ára gamli Krishna vildi þó sem minnst gera úr mistökum sínum, sem skildu salinn eftir brosandi út í annað. „Því miður, þá gerðist þetta. Það var ekk- ert vitlaust í þessari ræðu. Það voru bara svo mörg blöð fyrir framan mig að ég ruglaðist og tók vitlausa ræðu.“ Stjórnarandstæðingar á Indlandi hlæja þó ekki og telja Krishna hafa unnið landinu mikinn skaða á al- þjóðavettvangi. Vilja þeir að Krishna segi af sér, en þetta var í fyrsta sinn sem Krishna flutti ræðu síðan Ind- verjar tóku sæti í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. „Þetta er skínandi dæmi um hvernig ríkisstjórn við höf- um á að skipa og hvernig ráðherrar hennar starfa,“ sagði Venkaiah Naidu, háttsettur meðlimur stjórnarand- stöðuflokksins Bharatiya Janata. Luis Amado, utanrikisráð- herra Portúgals

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.