Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Side 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 16. febrúar 2011 Miðvikudagur
Arsenal tekur á móti Barcelona í Meistaradeildinni:
„Total football“ á dagskránni
Ein allra flottasta viðureign 16 liða úr-
slita Meistaradeildarinnar er án efa
viðureign Arsenal og Barcelona en
þau spila fyrri leikinn í rimmu sinni
á Emirates-vellinum í kvöld, mið-
vikudagskvöld. Búast má við fótbolta-
veislu tveggja best spilandi liða Evr-
ópu en þegar þessi lið mættust í átta
liða úrslitum sömu keppni í fyrra var
hátíð í bæ.
Barcelona var töluvert sterkari og
tók 2–0 forystu á Emirates með tveim-
ur mörkum frá Zlatan Ibrahimovic.
Með seiglu tókst Arsenal að jafna met-
in en á Nývangi átti Lundúnapiltarn-
ir aldrei séns. Nicklas Bendtner kom
Arsenal yfir en eftir það skoraði Lionel
Messi fernu og gerði út um rimmuna.
„Ég hef trú á því að við getum gert
mun betur en í fyrra,“ segir Theo Wal-
cott, vængmaður Arsenal, sem skoraði
í fyrri leik liðanna í fyrra. „Við getum
allavega ekki verið neitt mikið lélegri
ef ég tala nú bara hreint út. Þetta verða
opnir leikir en okkur til hróss erum við
mun fljótari að koma okkur til baka í
varnarstöður en í fyrra. Þetta verða
stærstu leikir tímabilsins, sama hvað,
þannig það er eins gott fyrir okkur að
spila eins og menn,“ segir Walcott.
„Við höfum engin tök á Arsenal
þrátt fyrir sigurinn í fyrra,“ segir Xavi,
miðjumaður Barcelona. „Það er frá-
bært að spila gegn Arsenal því liðið
vill spila boltanum á milli manna og
þorir að sækja. Það er ekki oft sem við
lendum í þannig leikjum. Þess vegna
verður leikurinn mjög opinn og án
efa mikil skemmtun fyrir alla. Okk-
ur hungrar samt í að vinna Meistara-
deildina aftur og við lítum bara á Ars-
enal sem hindrun sem við ætlum að
yfirstíga,“ segir Xavi.
tomas@dv.is
Endurtekið efni
n Heil umferð fer fram í N1-deild
karla í handbolta á fimmtudagskvöld-
ið. Stórleikur umferðarinnar er viður-
eign Akureyrar og
FH sem fram fer
í Höllinni norðan
heiða klukkan
19.00. Þessi sömu
lið mættust í
undanúrslitum
bikarkeppninnar
á mánudags-
kvöldið þar sem
Akureyringar höfðu betur, 23–20.
Akureyri er sem fyrr efst í N1-deild-
inni með 23 stig en Fram er í öðru
sæti með nítján stig. FH-ingar hafa
farið ágætlega af stað eftir vetrarfríið
en liðið gerði jafntefli gegn Fram og
rótburstaði svo Valsmenn í síðustu
umferð.
Nýliðarnir á útivelli
n Þrír aðrir leikir fara fram í N1-deild-
inni sama kvöld. Fallbaráttan er í
algleymingi á milli nýliða Selfoss og
Aftureldingar
en Selfyssingar
heimsækja HK
í Digranesið á
fimmtudags-
kvöldið. Á sama
tíma fer Aftureld-
ing í heimsókn
til Valsmanna að
Hlíðarenda. Mos-
fellingar hafa fjögur stig í deildinni en
Selfoss er með þrjú stig. Neðsta liðið
fellur. Síðasti leikur umferðarinnar
er svo viðureign Fram og Hauka í
Safamýri en allir þessir leikir hefjast
klukkan 19.30.
Eiður ánægður
n „Mér leið vel inni á vellinum og
ég komst strax í takt við leikinn,“
segir Eiður Smári Guðjohnsen í viðtali á
heimasíðu Ful-
ham um jafnteflið
gegn Chelsea á
mánudagskvöld-
ið. Eiður kom
inn á síðustu tíu
mínúturnar og
sýndi prýðistakta.
Hann er kátur
með veruna í
Lundúnum. „Ég er mjög ánægður
með þessi félagaskipti. Ég hef notið
verunnar hjá Fulham hingað til og
ætla að reyna að gera sem mest úr
henni, hvort sem ég verð hérna í
stuttan tíma eða langan. Það er aldrei
að vita hvað verður,“ segir Eiður Smári.
Töluðu ekki um atvikið
n Fótboltasérfræðingarnir Richard Keys
og Andy Gray sem reknir voru af Sky
Sports-sjónvarpsstöðinni í janúar fyrir
ummæli sín um kvenkyns línuvörð
eru mættir aftur á öldur ljósvakans. Nú
stýra þeir daglegum knattspyrnuþætti
á Talksport-útvarpsstöðinni. Í fyrsta
þætti voru þeir með flotta viðmæl-
endur á borð við Jamie Carragher og
Avram Grant. Það sem mesta athygli
vakti var þó að engin umræða var um
skandalinn sem kostaði þá störf sín og
enginn hlustandi komst í gegn til að
gagnrýna þá félagana. Heilt yfir þótti
fyrsti þátturinn ekki góður.
Ancelotti ver Torres
n Fernando Torres hefur ekki farið vel af
stað með Chelsea en eftir rúmlega tvær
klukkustundir af spilatíma í tveimur
leikjum er hann
ekki búinn að
skora mark og
verið frekar mis-
tækur. Hann hélt
sæti sínu í liðinu
eftir frumraunina
gegn Liverpool
á meðan Didier
Drogba var skellt á
bekkinn gegn Fulham. „Kannski látum
við þá spila saman næst. Fernando
spilaði vel gegn Fulham fannst mér.
Betur en gegn Liverpool allavega.
Hann fékk færi en nýtti þau ekki. Hann
er enn að komast í takt við spila-
mennsku okkar en þegar það gerist
verður hann stórhættulegur,“ segir
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.
Molar
„Faxið barst til okkar klukkan 13.02 á
sunnudaginn,“ segir Einar Þorvarð-
arson, framkvæmdastjóri Hand-
knattleikssambands Íslands, um
símbréf sem Valsmenn sendu sam-
bandinu með B-leikmannasamn-
ingi Markúsar Mána Michaelsson-
ar síðastliðinn sunnudag. Sama dag
léku Valur og Fram í undanúrslit-
um Eimskipsbikars karla þar sem
Hlíðarendapiltar höfðu betur eftir
framlengingu, 33–31. Framarar hafa
kært úrslit leiksins og segja Mark-
ús Mána, sem lék þarna sinn fyrsta
leik með Val á tímabilinu, ólöglegan.
Hefði faxið borist á virkum degi eða
á vinnutíma hefði það verið afgreitt
samdægurs og Markús verið lögleg-
ur enda skráður félagsmaður í Val.
Ekki vinnudagur hjá HSÍ
„Sunnudagur er ekki starfsdagur hjá
HSÍ,“ segir Einar Þorvarðarson sem
staðfestir þó að faxið hafi borist eins
og áður segir, fimmtíu og átta mínút-
um áður en leikurinn átti að hefjast,
en flautað var til leiks klukkan 14.00.
Einar segir málið vera komið í dóms-
meðferð en það verður tekið fyrir af
dómstóli sambandsins í dag, mið-
vikudag. „Það er þetta sem menn
vilja fá úrskurð um,“ segir Einar og
vísar til faxins sem sent var utan
starfstíma sambandsins.
„Í raun og veru er ekkert meira
sem við getum gert í málinu. Við sjá-
um bara faxið þegar við mætum til
vinnu á mánudeginum. Nú er það
bara dómstóllinn sem tekur ákvörð-
un um hvað skuli gera í málinu,“ seg-
ir Einar en hverjar eru mögulegar
niðurstöður málsins verði dæmt svo
að Markús Máni hafi verið ólögleg-
ur?
„Það er hægt að dæma leikinn
ólöglegan eða endurtaka hann.
Annars hef ég voða lítinn áhuga á að
tala um hvað gæti gerst verði þetta
dæmt ólöglegt,“ segir Einar Þorvarð-
arson, framkvæmdastjóri HSÍ.
„Erum með skothelt mál“
„Ég get ekki farið út í efnisatriði máls-
ins því ég vil ekki að þeir noti neitt
sem við segjum í viðtölum gegn okk-
ur. Valsmenn eiga líka eftir að senda
sjálfir inn greinargerð,“ segir Reyn-
ir Stefánsson, varaformaður hand-
knattleiksdeildar Fram, sem lýsir
atburðunum svona: „Það sem við
gerðum eftir leikinn var að athuga
á heimasíðu HSÍ hvort leikmaður-
inn væri með leikheimild, sem hann
var ekki með. Við fengum svo stað-
fest frá HSÍ klukkan níu á mánu-
dagsmorgni að þeim hefði ekki bor-
ist neitt bréf. Síðan kom reyndar upp
að tölvukerfið hefði verið bilað en
um það snýst ekki málið. Leikmað-
urinn [Markús Máni, innsk. blm] er
ekki með leikheimild,“ segir Reynir
og bætir við að skýrar reglur séu um
n Framarar kæra tapið gegn Val í undanúrslitum bikarsins n Segja
Markús Mána Michaelsson hafa verið ólöglegan n Fax um samning hans
barst klukkan 13.02 á leikdegi n Sunnudagar ekki vinnudagar hjá HSÍ
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
FAXIÐ BARST HSÍ 58
MÍNÚTUM FYRIR LEIK
Gerði út um leikinn Messi flutti
einleikinn „Ég er bestur í heimi“ þegar liðin
mættust á Camp Nou í fyrra. MYND REUTERS