Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Page 25
Sport | 25Miðvikudagur 16. febrúar 2011
Liverpool mætir Spörtu frá Prag í Evrópudeildinni:
„Viljum vinna þessa keppni“
Fyrsti Evrópuleikur Kennys Dalglish
með Liverpool verður á fimmtudags-
kvöldið þegar liðið heimsækir Spörtu
frá Prag í 32 liða úrslitum Evrópu-
deildarinnar. Undir stjórn Dalglish
hefur Liverpool verið á miklu flugi að
undanförnu og ekki tapað í síðustu
sex leikjum. Smá bakslag kom þó í
fjögurra leikja sigurhrinu liðsins um
helgina þegar það gerði jafntefli við
fallkandídata Wigan.
Liverpool féll úr leik í undanúr-
slitum Evrópudeildarinnar í fyrra
gegn Atletico Madrid sem endaði
svo sem sigurvegari eftir sigur á
Fulham í úrslitaleik. Fulham var þá
stýrt af Roy Hodgson sem síðar tók
við Liverpool.
Bakvörðurinn Martin Kelly hefur
átt fast sæti í liði Liverpool að undan-
förnu en hann segir markmið liðsins
afar einföld: „Við höfum verið að gera
vel undanfarið. Takmarkið í þessari
keppni er aðeins eitt: Að vinna hana,“
segir Kelly.
„Við tökum þetta samt bara fyrir
einn leik í einu. Núna förum við til
Prag og mætum Spörtu. Á það erum
við að einblína núna. Maður mætir
bara góðum liðum í svona útsláttar-
keppnum. Við verðum að ná góðum
úrslitum, sérstaklega þar sem þetta
er á útivelli. Það gerir heimaleikinn
auðveldari,“ segir Martin Kelly.
Sparta er í góðum málum í tékkn-
esku úrvalsdeildinni en liðið situr
sem stendur í öðru sæti, fjórum stig-
um á eftir spútnikliði Viktoria Plzen
sem er efst. Sparta er sögufrægt lið
og á að baki yfir þrjátíu meistaratitla
í heimalandinu. Frá því úrvalsdeild-
in var stofnuð þar í landi árið 1993
hefur Sparta unnið hana ellefu sinn-
um, síðast í fyrra. Sparta hefur einn-
ig alið af sér margar af helstu stjörn-
um tékkneskrar knattspyrnu, menn
á borð við Pavel Nedven, Jan Koller,
Petr Cech, Tomas Rosicky og Liver-
pool-goðsögnina Patrik Berger.
tomas@dv.is
Besta stöðumælasektin
n Jermaine Pennant fékk um daginn
símtal frá spænska liðinu Espanyol
þar sem hann var áður en hann gekk
í raðir Stoke í
ágúst. Vildi liðið
láta hann vita
af 480 punda
stöðumælasekt
sem hann
skuldaði. Pennant
skildi nefnilega
Porsche-bifreið
sína eftir á
flugvellinum þegar hann brunaði til
Englands til að skrifa undir samning-
inn. Var hann svo ákafur í að komast
aftur til Englands að hann gleymdi
meira að segja að hann ætti bílinn.
„480 pund fyrir að komast til Stoke
kalla ég nú bara frábær viðskipti,“
segir Jermaine Pennant.
Japanskur Ronaldo
gerir vel
n Japaninn Ryo Miyaichi sem
hefur verið nefndur hinn nýi Cristiano
Ronaldo var keyptur til Arsenal á
síðasta ári. Lundúnaliðið lánaði hann
strax til hollenska úrvalsdeildarliðsins
Feyenoord þar sem hann hefur farið
frábærlega af stað. Miyaichi skoraði
sitt fyrsta mark fyrir liðið um helgina
í 2–1 sigri á Heracles en í leiknum
sýndi hann ótrúlega hæfni í að rekja
boltann. Er hann strax orðinn vinsæll
í Rotterdam og ljóst að Arsenal keypti
mjög efnilegan leikmann. „Það var
stórkostlegt að fá að spila fótbolta
í svona sterkri deild. Enn betra var
að skora mitt fyrsta mark,“ segir
Japaninn.
Ástand Kubica versnar
n Pólski Formúlu 1 ökumaðurinn
Robert Kubica liggur enn á sjúkrahúsi
vegna sára sinna eftir alvarlegt bílslsys
sem hann lenti í fyrir rúmri viku. Sam-
kvæmt kærustu
hans hefur ástand
hans versnað
undanfarna daga.
„Robert líður ekki
jafnvel og eftir
síðustu aðgerð.
Ástand hans
hefur versnað
töluvert, bæði
líkamlega og andlega. Hann hefur
samt átt verri daga en í dag. Robert
er sterkur og veit að það að vera inni
á gjörgæsludeild er það besta fyrir
hann. Hann er sem betur fer ekki
í lífshættu,“ segir Edyta, kærasta
ökuþórsins.
Ekki viss um gæði
liðsins
n Roy Hodgson hélt sinn fyrsta blaða-
mannafund sem stjóri West Bromwich
Albion á mánudag en hann tók við
liðinu um helgina af Robert di Matteo
sem var rekinn. Hann var auðvitað
spurður að því hvort hann sæi fram á
að geta haldið liðinu uppi en Hodgson
var ekki nægilega bjartsýnn á það. „Ég
tók 90 mínútna æfingu núna og horfði
á 90 mínútna leik um helgina. Eftir
þennan tíma er ég hræddur um að ég
geti ekki svarað þessari spurningu. Ég
veit einfaldlega ekki hvort við séum
nægilega góðir. Það væri heimskulegt
af mér að segja eitthvað sem ég get ekki
staðið við,“ segir Hodgson.
Ekki gera upp á milli
n Brasilíumaðurinn Felipe Massa sem
ekur fyrir Ferrari í Formúlu 1 biðlar nú
til yfirstjórnar liðsins um að gera ekki
upp á milli sín og
Fernandos Alonso.
„Að velja öku-
mann númer eitt
svona snemma
dregur úr líkum
liðsins á að vinna
heimsmeistara-
titil. Í stað þess
að vera með tvo
ökumenn sem eiga möguleika verður
það bara einn,“ segir Massa sem átti
slæmt tímabil í fyrra. „Ég veit alveg
að ég var ekki upp á mitt besta en ég
kann alveg að vinna,“ segir Massa sem
var hársbreidd frá heimsmeistaratitl-
inum árið 2009.
Molar
það í lögum HSÍ að beiðnir til sam-
bandsins séu afgreiddar daginn eft-
ir séu þær ekki sendar á vinnudegi.
„Þú faxar ekkert lánsbeiðni í bank-
ann og færð lagðan inn á þig pening.
Það þarf að fara yfir málin og skrifa
undir pappírana,“ segir Reynir sem
er mjög bjartsýnn á að Fram verði
dæmdur sigur í leiknum.
„Við erum með fordæmi frá því
að sama stjórn Vals klúðraði mál-
um í deildarbikarnum hjá konun-
um 2009, það hlýtur að hafa eitthvað
að segja. Við erum búnir að tala við
lögfróða menn og það eru allir sam-
mála um að við séum með skothelt
mál.“
Þótt Fram hafi ekki unnið leik-
inn á vellinum finnst honum meira
en í lagi að Framarar leiki til úrslita
um bikarinn gegn Akureyri þann 26.
febrúar. „Þetta er bara hluti af sport-
inu. Það á að gilda heiðarleiki innan
sem utan vallar. Spili ólöglegur leik-
maður er leikurinn ekki gildur,“ segir
Reynir Stefánsson.
Löglegur eða ekki? Markús Máni
Michaelson (númer 30 í vörninni) stóð
vaktina í vörn Vals en eru Hlíðarenda-
piltar á leiðinni í Höllina fjórða árið í röð?
MYND SIGTRYGGUR ARI
FAXIÐ BARST HSÍ 58
MÍNÚTUM FYRIR LEIK
Sebastian Vettel, ökumaður Red Bull
í Formúlu 1 og ríkjandi heimsmeist-
ari í íþróttinni, hefur daðrað dug-
lega við Ferrari á undirbúningstíma-
bilinu. Hann hefur hrósað Ferrari í
hástert, liðinu, sögunni og ökuþór-
unum Fernando Alonso og Felipe
Massa. Liðin hafa verið við æfingar
í Jerez undanfarna daga en í viðtali
sagði Þjóðverjinn ungi að draumur
hans væri að aka fyrir Ferrari. „Ef ég
fengi ekki að aka Red Bull-bílnum í
ár myndi ég borga undir langt frí fyr-
ir Alonso og Massa svo ég gæti keyrt
fyrir þá,“ segir hann kíminn. „Ég er þó
ekki viss um að þeir myndu vilja taka
í höndina á mér.“
Draumurinn er Ferrari
Átrúnaðargoð Vettels er landi hans
og sjöfaldur heimsmeistari í For-
múlu 1, Michael Schumacher. Vettel
ólst því upp við að horfa á Schuma-
cher raða inn titlunum og hefur hann
þess vegna ætíð sagt að draumurinn
sé að aka fyrir Ferrari. „Draumurinn
er klárlega að keppa fyrir hönd Ferrari
einn daginn,“ segir hann. „Ég er samt
ennþá ungur og hef nægan tíma. Eins
og staðan er nú er ég ánægður hjá Red
Bull og án þess hefði ég aldrei fengið
tækifæri í Formúlu 1.“
Hann hélt samt áfram að lofa Ferr-
ari og var stuðningsmönnum Red
Bull hætt að standa á sama. „Einn
daginn væri ég til í að standa á verð-
launapallinum á Monza með Ferr-
ari og einnig dreymir mig um að eiga
einn daginn Ferrari í bílskúrnum.
Þrátt fyrir að ég aki fyrir Red Bull á ég
marga ítalska stuðningsmenn,“ segir
Vettel.
Of margir takkar
Ein af stóru breytingunum fyrir tíma-
bilið í ár er að KERS-kerfið er kom-
ið aftur. Það kerfi varðveitir afl sem
myndast þegar bíllinn bremsar og
það afl er svo notað sem auka aflgjafi
á réttum stundum. Vegna þess er
búið að bæta við enn fleiri tökkum á
stýrið en Felipe Massa, ökuþór Ferr-
ari, grínaðist um daginn með að einu
mennirnir sem þyrftu að ýta á fleiri
takka en Formúlu-ökumenn væru
geimfarar.
„Ökumenn eru fæddir til að keyra,
ekki að leika sér með takka. Ég er ekki
sannfærður um að þetta sé svo snið-
ugt. Ég vil frekar að það sé erfitt að
taka fram úr frekar en að geta að öllu
leyti stutt sig við KERS,“ segir Sebasti-
an Vettel.
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
FERRARI
ER DRAUMURINN
n Heimsmeistarinn í Formúlu 1 vill keyra fyrir Ferrari n Vettel
dreymir um sigur á Monza í rauðu n Of margir takkar á stýrinu í ár
Bestur Sebastian Vettel
varð heimsmeistari í fyrra.
MYND REUTERS
Ferrari Sebastian Vettel vill komast til Ferrari áður en ferlinum lýkur. MYND REUTERS
Kóngurinn kátur Liverpool er ósigrað
í síðustu sex leikjum. MYND REUTERS