Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Qupperneq 18
18 | Umræða 16. febrúar 2011 Miðvikudagur
„Gamalt fólk
getur hvorki
hótað því að fara
í verkfall né flytja
til útlanda.“
n Valgerður Katrín Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri Landssambands eldri
borgara, um illa meðferð á dvalarheimil-
um. – Fréttablaðið
„Ég er búin að
segja við hana að
hún verði bara að
finna sér annan
mann.“
n Fyrrverandi kærasti hundakonu sem
býr á Suðurnesjum með 13 hundum og
tveimur köttum. – DV
„Ég ætla að biðja
fólk um að sýna
smá virðingu.“
n Davíð Sigurgeirsson,
unnusti Jóhönnu Guðrúnar, um svipbrigði
hennar á úrslitum Söngvakeppni
Sjónvarpsins. – ER.is
„Það er bara eins
og að saga af sér
fótinn til að missa
nokkur kíló.“
n Ummæli borgarstjóra um niðurskurð
í yfirstjórn borgarinnar. – RÚV
„Eina svarið sem
ég fékk frá þeim
var bara sorry, it
happens.“
n Róbert Breiðfjörð Jóhannesson sem
stóð fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings
nýjum Icesave-samningi og lenti í því að
síðunni var lokað. – DV.is
Ekki skammast þín
F
yrir hrun skrifaði ég um fátækt.
Fátækt var til staðar þá, rétt eins
og nú. Fátækt sem fólst í því að
fólk náði ekki endum saman
og gat ekki brauðfætt fjölskyldu sína.
Sumir sem ég ræddi við voru þó í
vinnu. Ein var einstæð þriggja barna
móðir og leikskólakennari. Hún var
hvorki óreglukona né eyðslukló held-
ur lenti hún í fátæktargildru þeg-
ar hún skildi við barnsföður sinn og
fluttist búferlum á milli landa. Þetta
var hagsýn húsmóðir sem reyndi að
gera sem mest úr hverri krónu. Samt
var skömmin yfir fátæktinni svo mikil
að hún treysti sér ekki til þess að segja
vinum eða vandamönnum frá stöð-
unni. Hvað þá að ræða hana opinber-
lega undir nafni og mynd.
Það sama mátti segja um aðra
viðmælendur mína. Hverjar sem að-
stæðurnar voru treysti enginn sér til
þess að tala opinskátt um vandann.
Einn þeirra orðaði það þannig að
hann væri ekki metinn að verðleikum
heldur eftir fjárhagsstöðu. Laun áttu
að skera úr um mikilvægi fólks og þeir
sem tróndu á toppnum þóttu klárari,
flottari og merkilegri en aðrir. Sjálfum
leið honum eins og hann væri annars
flokks, sagði hann, atvinnulaus öryrk-
inn.
Allt átti þetta fólk það sameiginlegt
að það einangraðist í eigin vanlíðan.
Það þorði ekki fyrir sitt litla líf að ræða
aðstæður sínar við vini eða kunn-
ingja. Lék leikrit til að fela fátæktina.
Þóttist hafa snætt máltíð þegar það át
soðin hrísgrjón, þriðja daginn í röð.
Þóttist hafa farið út á meðal vina þeg-
ar það sat heima og las gamla bók.
Þóttist hafa það fínt þegar það hafði
það skítt. Einsemdin var verst.
Svo kom kreppan. Öllum varð ljóst
að snilligáfa manna á ofurlaunum
var engin. Þetta voru bara venjulegir
menn, rétt eins og allir hinir. Bara ofar
í valdastiganum og gráðugri.
Fólki blöskraði siðleysið. Í kjölfar-
ið átti að reisa nýtt Ísland á gömlum
gildum. Meta fólk að verðleikum.
Atvinnuleysi jókst, fleiri misstu
mánaðarlegar tekjur sínar og þurftu
að reiða sig á aðstoð annarra. Talað
var um að samkenndin hefði aldrei
verið meiri. Engu að síður er það
enn þannig að lítið er gert til þess að
mæta vanda þessa fólks. Ráðamenn
minnast á aðstæður þess á tyllidög-
um en minna er um raunverulegar
lausnir. Enn stendur fólk úti í biðröð
eftir matarúthlutun. Í raun hefur lít-
ið breyst. Skömmin er enn til stað-
ar. Fólk upplifir sig enn sem annars
flokks. Fólk kvelst enn vegna fjár-
hagsörðugleika, einangrað í sínum
vanda. Hluti af kvölinni felst í ótta við
álit annarra.
Hér á landi ríkir ekki heiðarleg
umræða um fjármál. Fjármál fólks
eru tabú. Litið er á þau sem einka-
mál og um þau má ekki ræða. DV
hefur reynt að breyta þessu viðhorfi.
Fjármál hafa nefnilega áhrif á líf fólks
og fjárhagslegir hagsmunir geta haft
áhrif á gjörðir þess. Því verður ekki
neitað. Það er því mikilvægt að hægt
sé að ræða fjármál fólks á opinská-
an og heiðarlegan máta, líkt og önn-
ur mál. Það á enginn að þurfa að
skammast sín. Nema kannski þeir
sem sviku og prettuðu fé af öðrum.
Leiðari
Hvernig leist
Helgu á lagið?
„Vel og hugsanlega betur en henni
leist á mig í byrjun,“ segir Ómar
Ragnarsson og hlær hátt og snjallt
en hann samdi lag
fyrir Helgu Jóhanns-
dóttur, eiginkonu
sína, sem frumflutt
var á Bylgjunni
á mánudaginn.
Tilefni þess var
að þann dag var
hálf öld liðin frá
því hjónin
kynntust
fyrst og
hafa þau
verið
saman
síðan.
Spurningin
Bókstaflega
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar
Ósátt við öðling
n Nú stendur yfir Öðlingsátak Þórdísar
Elvu Þorvaldsdóttur, sem fékk fjölda
karlmanna til að skrifa pistla um
jafnréttiundir
merkjum Öðl-
ingsins. Ekki eru
á allir eitt sáttir
um nafngiftina en
Sóley Tómasdóttir
benti á að ekki
hefði hún verið
kölluð öðlingur í
tengslum við starf
sitt eða skrif um jafnrétti. Sagðist hún
myndu vera jákvæðari í garð herferð-
arinnar ef hún héti eitthvað annað,
til dæmis „ekki plebbar og fábjánar,“
eða eitthvað sem gæfi til kynna að það
væri ekkert sérstakt merki um gæsku
karlmanns að vera jafnréttissinni. En
ef „krossþroskaheftar tussur“ myndu
skrifa í kapp við öðlingana væri
jafnréttið á næsta leiti.
Vantraust á Svandísi
n Eldar kvikna í kringum Svandísi
Svavarsdóttur umhverfisráðherra
eftir að Hæstiréttur komst að þeirri
niðurstöðu að hún hefði gerst brotleg
við lög vegna skipulagsúrskurða varð-
andi Neðri-Þjórsá. Magnús Norðdahl,
stjórnarmaður í Samfylkingunni,
krafðist afsagnar eða afsökunarbeiðni
frá ráðherranum. Unnur Brá Konráðs-
dóttir krafðist líka afsagnar. Þingmenn
Sjálfstæðisflokks telja að einhverjir
kollegar þeirra í Samfylkingunni séu
á nippinu með að viðra svipaðar
skoðanir. Stjórnarandstaðan mun því
velta fyrir sér að leggja fram vantraust
á Svandísi. Margir stjórnarliðar munu
ekki treysta sér til að verja hana
vantrausti.
Tvískinnungur VG
n Margir furða sig á tvískinnungi
VG sem talar alltaf flokka hæst um
ráðherraábyrgð. Forysta VG, með
Steingrím J.
Sigfússon í broddi
fylkingar, lagði
mikla áherslu á
að koma Geir H.
Haarde og fleirum
fyrir landsdóm
vegna embættis-
afglapa. Nú er sú
staða komin upp,
að Ögmundur Jónasson innanríkisráð-
herra er formlega ábyrgur fyrir klúðr-
inu vegna kosninga til stjórnlagaþings-
ins. Ögmundur segir næstum fullum
fetum að dómur Hæstaréttar hafi verið
rangur. Nú er Svandís Svavarsdóttir lent
í því sama. VG talar hæst allra um að
draga eigi menn fyrir lög og dóm vegna
mistaka í starfi, nema þegar um VG er
að ræða. Þá eru það dómararnir sem
eiga að segja af sér.
Forsetinn flýr land!
n Histería greip um sig meðal
hlustenda Útvarps Sögu í gær eftir að
Jón Valur Jensson guðfræðingur hringdi
inn í símatíma og upplýsti að Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefði
yfirgefið landið. Undirliggjandi var
að forsetinn ætlaði að komast undan
því að taka afstöðu til Icesave og láta
handhafa forsetavalds skrifa undir.
Spruttu af þessu nokkrar umræður
uns einhver hringdi í forsetaembættið
og fékk staðfest að Ólafur Ragnar væri
á landinu og ekkert á förum.
Sandkorn
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
Jóhann Hauksson, johann@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráð-herra ætti ekki að blanda saman mismunandi og ólíkum úrlausn-
arefnum í sjávarútvegi sem hann
þarf að glíma við. Eitt brýnt verk-
efni stendur öðrum ofar en það er
að vinda ofan af kvalafullum og ára-
löngum deilum um gjafakvótakerfið
og skapa sátt um veiði- eða auðlin-
dagjald.
Að sönnu er fyrningarleiðin eða
markaðsleiðin róttæk, en hún felst
í því að ríkið innleysi veiðiheimild-
irnar á löngum tíma að verulegu eða
öllu leyti og leigi út eftir settum regl-
um.
Eins og bent hefur verið á í DV
með dæmum frá Noregi þurfa hvorki
bankar né útvegsmenn að óttast að
aðgangur að lánsfé eða trygging-
ar á móti lánsfé fyrir sjávarútveginn
þverri við þetta. Bankarnir finna sér
alltaf hæfilegar tryggingar hvert svo
sem kerfið er. Þeir hirða meira um
rekstrargrundvöll fyrirtækjanna og
því er nauðsynlegt að binda nýting-
arréttinn við allmörg ár, jafnvel 20 ár
eins og gert er í Noregi. Verðugt er að
hafa í huga orð Þorsteins Más Bald-
vinssonar Samherjaforstjóra sem
sagði í viðtali við DV á dögunum að
bankarnir hirtu mest um það hversu
vænlegur reksturinn væri og hvernig
stjórnendateymi fyrirtækjanna væri
samsett þegar þeir lánuðu fé.
Fyrning að hluta
Forhert sérhagsmunavarsla stórút-
gerðarinnar með fulltingi Sjálfstæð-
isflokksins og Framsóknarflokksins
er dauðadæmd. Sjálfstæðisflokkur-
inn er með það á vörunum, þegar
þingmenn flokksins eru spurðir, að
þeir vilji „að sjálfsögðu“ setja ákvæði
í stjórnarskrá um þjóðareign á nátt-
úrulegum auðlindum, þar á með-
al auðlindum sjávar. Margir gera
reyndar lítið úr slíkum bollalegging-
um og benda á að lög um stjórn fisk-
veiða tryggi þjóðareign á auðlindinni
og hafi lengi gert.
Skammt er þess að bíða að sér-
hagsmunavarsla Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokksins víki fyrir
sjónarmiðum þar sem almanna- og
þjóðarhagur verður í fyrirrúmi. Þar
vakir spurningin um það hvern-
ig rentunni af auðlindinni er skipt.
Rétt er að staldra ögn við hugmynd-
ir Rögnvalds Hannessonar auðlinda-
prófessors við Verslunarháskólann
í Björgvin í Noregi. Hann telur eðli-
legt og sjálfsagt að ríkið leysi til sín
til dæmis 5 prósent af kvótanum ár
hvert. Útgerðin haldi ávallt 95 pró-
sentum óröskuðum samkvæmt
hlutdeildarkerfi og samningi um
nýtingarrétt til dæmis í 20 ár. Samn-
ingaleiðin, sem starfshópur sjávarút-
vegsráðherra sameinaðist um seint á
síðasta ári, gefur ríkinu færi á að inn-
leysa allt að 20 prósent en útgerðin
haldi 80 prósentum óhögguðum.
Hæfilegt auðlindagjald
Rögnvaldur kallar þá upphæð, sem
útgerðarmenn greiða fyrir leigukvóta
ríkisins, veiðigjald eða auðlindagjald
hvort heldur það byggist á 5 eða 10
prósentum. Í þessu felst ákveðinn
galdur. Setjum sem svo að heildarút-
hlutun á þorski sé 200 þúsund tonn á
ári. Fyrrtæki A er með eins prósents
hlutdeild, eða 2.000 tonn. Nú ákveð-
ur ríkið að innleysa 10 prósent og
fær þá fyrirtæki A aðeins 1.800 tonn
í sinn hlut og verður að leigja 200
tonn til að halda eins prósents hlut-
deild sem fyrr. Frá fyrirtækinu rynnu
20 milljónir króna í ríkissjóð í formi
leigugjalds eða veiðigjalds ef ríkið
leigði út kílóið af þorski á 100 krón-
ur, en 10 milljónir króna ef kílóið yrði
leigt á 50 krónur. Heildartekjur af
auðlindinni yrðu 10 til 20 milljarðar
króna. Sanngjarnt leiguverð er nán-
ast hægt að reikna út.
Sá sem kýs að endurleigja ekki af
ríkinu gefur öðrum færi. Mæti fyrir-
tæki A til leiks með sín 1.800 tonn á
ári síðar og úthlutunin er áfram 200
þúsund tonn hefur hlutdeild félags-
ins minnkað í heildarkvótanum. Aft-
ur tæki ríkið 10 prósent (eða 5 pró-
sent) og færi þá kvóti fyrirtækis A
niður í 1.620 tonn. Allt getur þetta
hreyfst til þegar ákveðinn er heildar-
kvóti hverju sinni.
Margar flugur í einu höggi
Kosturinn við þetta er sá að ríkið
gæti haft temprandi áhrif á leigu-
kvótaverð sem gæfi um leið nýliðum
eða hagkvæmum smábátaútgerðum
færi á að bjóða í þann kvóta sem rík-
ið hefur til ráðstöfunar. Aðferðin er
til þess fallin að gera margt í senn:
Innheimta hæfilegt auðlindagjald,
tempra verð á leigukvóta á markaði,
auðvelda aðgang að meðaflategund-
um, gefa nýliðum aukið færi á að-
gangi að auðlindinni sem og arð-
vænlegum útgerðum sem venjulega
byrja smátt.
Hugmyndin virðist framkvæm-
anleg og sæmilega réttlát þar sem
í henni er innbyggður hvati til þess
að endurleigja kvótann af ríkinu á
jafnréttisgrundvelli. Vel má vera að
byggðir nálægt góðum fiskimiðum
njóti einnig sjálfkrafa góðs af þessu
fyrirkomulagi.
Kjallari
Jóhann
Hauksson
„Forhert sérhags -
munavarsla
stórútgerðarinnar
með fulltingi
Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins er
dauðadæmd.
Sáttaleið um útveginn