Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Qupperneq 13
Fréttir | 13Miðvikudagur 16. febrúar 2011 ur dvalist á vegum Barnaverndar með hléum frá sjö ára aldri. Þar hefur hon- um liðið best, fjarri hávaða og áreiti borgarinnar. Nokkru fyrir atvikið með hnífinn hafði farið að bera á mikilli vanlíðan hjá honum. Hann var farinn að skaða sjálfan sig með því að skera sig í handleggi og berja höfðinu í vegg- inn svo blæddi. Í fyrsta skipti óskaði hann sjálf- ur eftir hjálp og sagðist ekki vilja líða svona illa. Það sem meira var að hann var farinn að beita húsfreyjuna ofbeldi og sýna hegðun sem hún lýsti fyrir Barnavernd sem geðveikislegri. Hún treysti sér ekki til að hafa hann leng- ur og sagði hann þurfa meiri aðstoð en hún hefði upp á að bjóða. „Hon- um var boðið í bráðaviðtal hjá BUGL og við brunuðum með hann þang- að. Þar sagði hann frá því hvernig sér liði. Honum liði mjög illa og vildi bara deyja. Það var ákveðið að leggja hann inn samdægurs. Þetta var á fimmtudegi og mánu- daginn á eftir var haft samband við mig um morguninn og mér sagt að það væri búið að ákveða að útskrifa hann eftir hádegi. Það væri búið að meta hann og hann væri ekki í sjálfs- vígshættu. Strákurinn brjálaðist því hann vildi ekki útskrifast, hann vildi fá hjálp. Hann tengdi það sennilega síðustu innlögn sinni á BUGL þar sem voru gerðar á honum lyfjabreyting- ar og líðan hans batnaði til muna. En vegna greindarskerðingar hans og ein- hverfu getur hann ekki nýtt sér marg- ar þær meðferðir sem eru í boði. Hann vill til dæmis ekki sjá sálfræðinga því að hann heldur að þeir geti lesið hugs- anir. Hann tók þarna æðiskast, réðst á starfsfólkið, reif niður myndir af veggj- um og kastaði öllu til sem hann gat komist í. Hann hefur áður notað hót- anir og ofbeldi til að stjórna umhverfi sínu en þarna leið honum virkilega illa. Það var því ákveðið að bíða með útskrift þangað til daginn eftir.“ Starfsfólkið þorði ekki inn Daginn eftir uppnámið var hringt í móður hans og hún enn beðin að sækja hann. „Ég neitaði og þá var hringt í Barnavernd og þeim sagt að sækja hann. Barnavernd hringdi í mig og sagði að ég yrði að ná í drenginn, en eftir að ég neitaði aftur var talað um að hann yrði þá sendur á Stuðla. Ég sá ekki tilganginn í því þar sem hann er ekki í vímuefnum, drykkju eða neinu rugli. Hann er veikur. Það var þá ákveðið að halda honum á BUGL viku í viðbót. Þegar sú vika var liðin brjál- aðist hann aftur þegar átti að útskrifa hann. Hann tók reyndar brjálæðis- köst á hverjum degi þarna og af fyrri reynslu datt mér í hug að hann væri kominn með lyfjaóþol. Hann hefur áður orðið hamslaus í skapi þegar lyf hafa verið hætt að virka sem skyldi. En þau voru ekki til í að athuga það.“ Þetta varð til þess að drengurinn strauk. Hann komst á sokkaleistun- um út um glugga þrátt fyrir að hafa tvo starfsmenn yfir sér. „Hann var settur í öryggisherbergi alveg brjálaður. Hann náði að brjóta rúðuna þar en starfs- fólkið hélt hurðinni og þorði ekki inn af því hann var svo trylltur. Þau sáu hann pota sér út um brotna rúðuna, en enginn þorði að nálgast hann því það var allt út í glerbrotum og þau voru hrædd um að hann myndi ráðast á þau og skera. Þannig að hann fór út, hringdi í mig og bað mig um að sækja sig, sem ég gerði.“ Í sturlunarástandi á Stuðlum Hún náði að sannfæra son sinn um að fara aftur á BUGL en daginn eftir strauk hann aftur og lögreglan fann hann í Hagkaupum í Skeifunni á sokkaleistunum klukkan tvö um nótt- ina. Þá var ákveðið að fara með dreng- inn á Stuðla því BUGL héldi hon- um ekki, hann næði alltaf að strjúka. „Hann var alveg sáttur við að fara á Stuðla, þá fengi hann bara nýja hjálp. Hann strauk ekki af BUGL af því hann vildi ekki vera þar, heldur af því hann fékk ekki að vera þar. Hann var í tólf daga á Stuðlum og var nánast í sturlunarástandi allan sinn vökutíma. Hann fékk lágmark þrjú köst á dag og það þurftu tveir stórir karlmenn að halda honum til að hann myndi ekki stórslasa sjálf- an sig. Hann vildi ekki fá lyf með sefandi verkun því hann var viss um að þeir ætluðu að svæfa hann og fara með hann sofandi aftur á BUGL. Yfirmaður neyðarvistunarinnar sagði að strákurinn ætti ekki heima þar. Hann væri ekki í vímuefnum eins og flestir sem þar eru og væri að auki greindarskertur. Stuðlar er ekki staður fyrir fatlaða krakka. Þá var aftur hald- inn fundur á BUGL og með þvílíkum herkjum og látum fékkst í gegn að hann yrði tekinn inn aftur. En bara í eina viku.“ Móðirin er að missa vonina. „Ég myndi vilja að hann yrði settur í fleiri próf, fengi nýja greiningu og lyfin hans yrðu skoðuð,“ segir hún. Alger uppgjöf fyrir drengnum Móðirin segist upplifa algjöra uppgjöf gagnvart syni sínum í kerfinu. Lækn- arnir vilja hafa hann á sveitaheim- ili því það hafi sýnt sig í gegnum tíð- ina að þar líði honum best. Hún segir að þó það sé ágætis úrræði út af fyrir sig komi alltaf að þeim tímapunkti að hann veikist illa og þá fari allt aftur í sama horfið. Hún er þreytt. Þessi barátta henn- ar spannar tólf ár en sonur hennar var þriggja ára þegar hann var fyrst send- ur í greiningu. Síðan þá hafa lyf og lyfjabreytingar, skilningsleysi skólayf- irvalda, sérdeildir, brottrekstrar, upp- gjöf, fósturheimili og andvökunætur verið fastur hluti af lífi hennar og ótelj- andi tár hafa fallið. Hún hefur áhyggj- ur af yngri systkinum stráksins en seg- ist aðspurð ekki treysta sér til að hugsa um framtíðina. „Ég hef alltaf hugsað bara um eitt skólaár í einu. Það er erf- itt að segja hvernig þetta mun þróast hjá honum. Kannski lagast hann eitt- hvað, kannski verður hann verri, það er ómögulegt að vita. Hvað svo? Hvað ef að þetta virkar ekki? Það er ekkert plan b.“ Hún segist óttast að hann geri eitthvað verulega alvarlegt af sér. „Ég er hrædd við sjúkdóminn, hann er svo óútreiknanlegur. Ef þetta verður svona áfram endar þetta með ósköpum.“ Hún segist oft hafa áhyggjur af saklausum börnum í hverfinu því það þurfi ekki til nema að einhver verði á vegi hans og þá geti hann brugðist hinn versti við. „Við héldum honum einu sinni inni í heilan mánuð því við treystum honum ekki innan um fólk. En það er ekki hægt að halda honum inni endalaust.“ Móðirin bloggar um reynslu sína á erfidleikar.blog.is. SONUR MINN ER TIFANDI TÍMASPRENGJA „Ef þetta verður svona áfram endar þetta með ósköpum. Örvæntingarfull móðir Sonur hennar hefur brjálast inni á heimilinu og brotið allt og bramlað. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.