Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Side 14
Hreinræktuð af- bragðsþjónusta n Golfspilari vildi lofa verslunina Hole in One í Kópavogi að þessu sinni. „Hann Þorsteinn Hallgríms- son, stórkylfingur með meiru, veitir hreinræktaða afbragðsþjónustu í versluninni Hole in One. Hann er einstaklega hjálp- samur og skemmtilegur og leysir úr öllum vandmál- um með bros á vör. Ekki hægt að biðja um betri þjónustu,“ segir kylfingurinn ánægði. Þyngdaraflið sléttir dúkinn Dúka sem hafa legið lengi saman- brotnir getur verið erfitt að strauja og nær ógerlegt að ná úr þeim brotun- um. Heilsubankinn er með ráð við þessu en þar segir að gott ráð sé að leggja dúkinn á borðið daginn áður en halda skal boðið. Þá skal spreyja létt yfir hann með vatni og sérstak- lega þar sem dúkurinn hangir fram af borðinu. Þannig lætur maður þyngdaraflið slétta dúkinn yfir nóttina. Með þessu ráði verður hann orðinn sléttur og fínn daginn eftir. Á tilboði þrátt fyrir allt n Viðskiptavinur Hreysti vildi segja frá slæmri þjónustu sem hann fékk þar. „Ég sá tilboð á netinu og fór og ætlaði að kaupa tvo próteindunka sem auglýstir voru á tilboðinu. Þegar ég kom niður eftir kannaðist kauði ekkert við tilboðið á netinu og kíkti meira að segja í tölvu til að athuga en fann ekki umrætt tilboð. Ég ákvað samt að kaupa prótein- duft og þegar ég var bú- inn að borga rétti hann mér bækling sem ég tók með heim. Það fyrsta sem ég sá var tilboðið í bæklingnum svart á hvítu,“ segir viðskiptavin- urinn. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS LOF&LAST Kertavax á rennilása Það er óþarfi að hætta að ganga í flík sé rennilásinn orðinn stífur og leiðinlegur. Á heimasíðu Heilsubank- ans má finna ýmis góð húsráð og þar á meðal ráð við stífum rennilásum sem nánast ógerningur er að renna upp eða niður. Þar segir að þá sé gott að nota kertastubb og nudda honum upp og niður rennilásinn nokkru sinnum. Þetta skuli gera báðum megin og þá ætti að vera auðvelt að renna honum. Sama ráð sé hægt að nota til þess að losa um skúffur á gömlum kommóðum. Kertastubbnum skal þá rennt fram og til baka eftir brautunum og einnig á snertifletina á skúffunum sjálfum. 14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 16. febrúar 2011 Miðvikudagur E ld sn ey ti Verð á lítra 216,4 kr. Verð á lítra 219,4 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 216,1 kr. Verð á lítra 219,1 kr. Verð á lítra 218,0 kr. Verð á lítra 219,9 kr. Verð á lítra 216,0 kr. Verð á lítra 219,0 kr. Verð á lítra 216,1 kr. Verð á lítra 219,1 kr. Verð á lítra 216,4 kr. Verð á lítra 219,4 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Akureyri Melabraut Algengt verð „Það sem Iceland Express gerir er að þreyta viðskiptavinina, sem eiga rétt á bótum, eins og í einhverri veiði. Þú nærð ekki í þá í síma og þeir svara ekki tölvupósti. Fyrirtækið þreytir þá þar til þeir gefast upp,“ segir Styrmir Barkarson, vinur Joshua Feibus, sem átti pantað flug til Íslands með flug- félaginu í ágúst. Fugl í hreyfli flug- vélarinnar hefur nú komið af stað deilu á milli flugfélagsins og Banda- ríkjamannsins. Atvikið átti sér stað í byrjun ágúst í fyrra og hefur Joshua staðið í ströngu við að reyna að fá bætur vegna þessa. Í sex mánuði hefur hann sent tölvupóst, hringt og mætt á skrifstofu flugfélagsins án þess að fá hvorki almennileg svör um af hverju flugið var fellt niður né þær bætur sem hann telur sig eiga rétt á. Samkvæmt reglum um skaða- bætur og aðstoð til handa farþegum sem lenda í þessari stöðu á flugfélag að hugsa um farþega á meðan þeir bíða eftir næsta flugi. Eins eiga far- þegar rétt á endurgreiðslu innan sjö daga sé fluginu aflýst. Bótaréttur fell- ur hins vegar niður sé um óviðráðan- legar aðstæður að ræða. Enginn til að veita upplýsingar Forsagan er sú að Joshua átti pantað flug frá London til Keflavíkur á leið sinni til Grænlands og til að komast hjá því að lenda í tímahraki ákvað hann að vera sólarhring á Íslandi. Stuttu fyrir flugið frá London var því frestað. Joshua segist ekki hafa fund- in neinn starfsmann eða talsmann Iceland Express á staðnum sem gat gefið upplýsingar eða leiðbeint far- þegunum. Hann vissi því hvorki hve- nær yrði flogið til Íslands né hvort hann næði vélinni til Grænlands. Hann segir að enginn starfsmaður hafi verið á staðnum og ekki var svar- að í upplýsingasíma flugfélagsins. Eins að hann hafi ekki verið sá eini sem var í vandræðum vegna þessa en á endanum var farþegum komið fyrir á hóteli. Þar hafi hann þó þurft að deila herbergi með stúlku sem hann þekkti ekki. Farþegarnir fengu örlítinn pening fyrir mat sem dugði þó ekki og Joshua borgaði sjálfur fyrir ferðakostnað til flugvallar og frá flug- velli. Allar upplýsingar sem fengust voru afar takmarkaðar. Þegar hann gat ekki fengið upplýsingar um hve- nær ráðgert væri að fljúga brá hann á það ráð að kaupa flug með Icelandair daginn eftir en borgaði háa upphæð fyrir það þar sem þetta var með stutt- um fyrirvara. Heil flugvél af reiðu fólki „Ég fór og talaði við þau fyrir hann og fékk þau svör að enn væri verið að vinna í gegnum mál tengd Eyja- fjalljökli, sem er alveg ótrúlegt. Ég veit ekki hvað er að gerast þarna en þetta er algjörlega til skammar,“ seg- ir Styrmir. Verst sé að engin starfs- maður flugfélagsins sé til staðar á flugvellinum til að svara spurning- um farþeganna. „Vissulega þarf sú manneskja að taka á móti heilli flug- vél af reiðu fólki en í staðinn eru þau bara reið út í loftið og hafa engan til að tala við.“ Hann segir að einu upp- lýsingarnar sem farþegarnir hafi fengið hafi verið sms-skilaboð um að fluginu yrði frestað. Í skilaboðum frá flugfélaginu stóð að allir farþeg- ar ættu rétt á bótum upp á 400 evrur sem samsvara rúmlega 60.000 krón- ur og Styrmi var einnig tilkynnt það í einum af símtölum hans við félagið. Vill ekki inneign hjá félaginu Í haust hafa þeir félagar svo ítrek- að reynt að ná sambandi við skrif- stofur Iceland Express, bæði með síma og tölvupósti með litlum ár- angri, að sögn Styrmis. Það sem þeir leituðu eftir var útskýring á seinkun flugsins auk þess að fá bætur vegna þess. Joshua fór sjálfur á skrifstof- una þegar hann kom aftur til Íslands eftir Grænlandsdvölina en það var ekki fyrr en þá sem hann fékk mið- ann sinn endurgreiddan. Auk þess hafi Styrmir einnig farið á skrifstofu félagsins. Þegar þeir hafi náð í gegn fái þeir ávallt sömu svör eða að unn- ið sé í málinu og haft verði samband. „Joshua var svo boðin inneign upp í flugmiða upp á 400 evrur, sem hann afþakkaði. Þetta var fyrir jól en þeir buðu honum þetta aftur nú í síðustu viku. Inneign hjá Iceland Express er ekki eitthvað sem hann vill.“ Joshua vilji fá þær 400 evrur sem honum finnst hann eiga rétt á en einnig bæt- ur vegna þeirra útgjalda sem hann lagði út fyrir vegna seinkunarinnar. Í tölvupósti til DV segist Joshua vera mjög argur vegna málsins og talar um að vilja fella Iceland Ex- press. Hann þoli ekki græðgi stór- fyrirtækja og sér í lagi flugfélags sem fær slæma dóma á síðum sem gefa flugfélögum einkunnir. Hann seg- ist munu gera allt sem í hans valdi stendur til að leiða sannleikann í ljós og jafnvel koma til landsins og gera heimildarmynd en hann starfar sem kvikmyndagerðarmaður. Fara ekki í loftið fyrr en allt er öruggt „Þann 31. júlí fór fugl í hreyfilinn á vélinni í lendingu sem þurfti að þrífa áður en vélin færi í loftið aftur. Þegar svona gerist fer ákveðið öryggiskerfi í gang og ekki farið í loftið fyrr en allt er orðið öruggt, “ útskýrir Krist- ín Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland Express. Hún segir að hringt hafi verið í alla farþegana þegar í ljós kom að vélin færi ekki á réttum tíma. „Hann svaraði ekki símanum en við sendum einnig tölvupóst á alla far- þegana. Þeim var svo boðið að fljúga næsta dag en þeir sem vildu það ekki fengu miðann endurgreiddan,“ segir hún. Joshua hafa fengið miðann sinn endurgreiddan í lok ágúst. Aðspurð um ástæðu þess að ekki sé starfs- maður á vellinum til að leiðbeina fólki segir hún að svo sé. „Við erum með starfsfólk á staðnum við innrit- unarborð sem eru merkt félaginu svo ég get ekki svarað því af hverju hann fann engan sér til aðstoðar, “ bætir hún við og segir að ekki séu greiddar bætur vegna atvika sem þessa. Við óviðráðanlegar aðstæður fellur bótaréttur niður Samkvæmt upplýsingum frá Flug- málastjórn á farþegi alltaf rétt á end- urgreiðslu sé fluginu aflýst og hana þarf að greiða innan sjö daga. Bóta- réttur fellur hins vegar niður sé um óviðráðanlegar aðstæður að ræða samanber reglugerð EB nr. 261/2004, um sameiginlegar reglur um skaða- bætur og aðstoð til handa farþegum sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður, sem var innleidd hér á landi með reglu- gerð nr. 574/2005. Óviðráðanlegar ástæður geta til dæmis verið verk- fall, veður eða að ekki sé flogið vegna til dæmis eldgoss, eins og við þekkj- um frá því í fyrra. Skylda flugfélags- ins til að hugsa um farþega á meðan þeir bíða eftir næsta flugi fellur held- ur aldrei niður. Flugfélaginu ber hins vegar ekki að greiða fyrir miða sem farþegi hefur keypt frá öðru flugfé- lagi nema það sé keypt í sömu bókun í gegnum flugfélagið. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Bandaríkjamaður segir Iceland Express stríð á hendur n Flugi hans var frestað án skýringa n Er ósáttur við lélega þjónustu við farþega FARINN Í STRÍÐ VIÐ ICELAND EXPRESS Iceland Express Upplýsingafulltrúi segir að reynt hafi verið að ná í alla farþegar þegar fluginu var frestað. Joshua Feibus Er afar ósáttur við viðskipti sín við Iceland Express. Joshua Feibus Bandaríkjamaðurinn hótar að gera heimildarmynd um Iceland Express. Hann er kvikmyndagerðarmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.