Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Side 12
Mörður biðst afsökunar Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingar og formaður umhverf- isnefndar Alþingis, bað Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsókn- arflokksins, afsökunar á harðneskju- legri fundarstjórn á fundi nefndar- innar í gærmorgun. Vigdís sakaði Mörð um að hrópa á stjórnarand- stæðinga, gekk af fundinum og sagði sig úr nefndinni í kjölfarið. „Við tók- umst svo í hendur á eftir í þinginu og ég held að málið endi eins vel og hægt er. Svo bara læra menn af þessu, menn læra hver á annan og á gott og rétt samstarf,“ sagði Mörður af yfirlýstri einlægni og bað Vigdísi að endurskoða ákvörðun sína. Hún gerði það. Leiða stjörnur inn á völlinn Tvö íslensk börn verð í hópi þeirra barna sem leiða stórlið Arsenal og Barcelona inn á Emirates-völlinn í Lundúnum á miðvikudagskvöld þegar liðin eigast við í 16 liða úr- slitum Meistaradeildar Evrópu. Sóley Björk Hauksdóttir, 8 ára, og Stefán Arnar Einarsson, 7 ára, voru valin úr hópi nokkurra þús- unda íslenskra barna sem sóttu um að fá að gera þetta. 12 | Fréttir 16. febrúar 2011 Miðvikudagur Skuldugasti bankastjórinn er hættur Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sögu Fjárfestingarbanka á Akureyri í skugga rannsóknar sér- staks saksóknara á allsherjarmark- aðsmisnotkun Kaupþings á ár- unum fyrir hrun. Þorvaldur var framkvæmda- stjóri eigin við- skipta hjá Kaup- þingi. Þorvaldur gaf til kynna að skilnaði að umfjöllun fjölmiðla hefði verið honum þungbær. „Umhverfi bankans hefur verið erfitt og aðstæður allar í samfélaginu og fjölmiðlaumhverfi þungar á undan- förnum árum,“ sagði hann í yfirlýsingu. Undanfarið hefur Saga Fjárfestingar- banki verið í fréttum vegna innheimtu á lánum til stofnfjáraukningar til íbúa á Dalvík og í nágrenni og vegna ráðninga kúlulánaþega til bankans. DV greindi í ársbyrjun frá erfiðri skuldastöðu Þorvaldar Lúðvíks. Í úttekt DV kom meðal annars fram að hann skuldaði vel á annan milljarð króna og eru þær skuldir í eignarhaldsfélagi og á honum persónulega. Við þetta bætist að Þorvaldur Lúð- vík hefur verið yfirheyrður í tveim- ur málum sem sérstakur saksóknari íslenska efnahagshrunsins hefur verið með til rannsóknar. 12. janúar „Hann er lítil tifandi tímasprengja, fár- veikur og enginn vill hjálpa honum. Ef þetta heldur svona áfram endar þetta með ósköpum,“ segir móðir fimmt- án ára drengs sem glímir við bæði geðraskanir og þroskafrávik, en hann er greindur með ADHD með mikilli hvatvísi, þráhyggju og árátturöskun, fælni, tourette, mótþróaþrjóskurösk- un, einhverfu, misþroska og tornæmi, sykursýki og hegðunarröskun. Sonur hennar tekur reglulega æð- isköst þar sem hann eyðileggur allt sem á vegi hans verður og hefur ótal sinnum beitt fólk ofbeldi sem kem- ur að hans málum, hvort sem það er móðir hans, kennarar, starfsmenn Barna og unglingageðdeildar Land- spítalans (BUGL) eða samnemendur í skóla. Hann hefur brotið sér leið gegn- um rúðu í neyðarherbergi á BUGL þrátt fyrir að vera vaktaður af tveim- ur starfsmönnum, verið yfirbugaður af lögreglu og haldið starfsmanni sem var með hann í liðveislu í gíslingu í bíl á meðan hann ógnaði honum með hnífi bara til að nefna fátt. Engu að síður þarf móðir hans að berjast fyrir því að hann sé vistaður á stað þar sem hann getur ekki farið sjálfum sér og öðrum að voða og ell- efu ára systir hans þjáist af miklum svefntruflunum og kvíða vegna erfiðr- ar nærveru hans á heimilinu. Ógnaði með hnífi Vegna þess hversu fjölbreytt og al- varleg hans veikindi eru segist móð- ir hans koma alls staðar að lokuð- um dyrum en hún segir mikla þörf á langtímaúrræði fyrir börn og unglinga með fjölkvilla og sem sýna ofbeldis- hegðun, þar sem enginn treysti í kerf- inu sér til að hafa strákinn. Sem stendur er drengurinn í styrktu fóstri á vistheimili úti á landi en móðir hans kvíðir því daglega að hún fái símhringingu þar sem henni verði tjáð að gefist hafi verið upp á honum eða drengurinn sé orðinn svo veikur að hann sé búinn að skaða sjálfan sig eða aðra íbúa á bænum. Í janúar síðastliðnum gerðist það í tvígang að drengurinn ógnaði með hnífi. Í fyrra skiptið kom hann heim með fjaðurhníf eftir að hafa ver- ið í heimsókn hjá föður sínum, en í seinna skiptið hafði hann orðið sér úti um stóran veiðihníf og öxi. „Pabbi hans gaf honum þennan hníf, sem er auðvitað alveg út í hött en hann hef- ur ekki haft mikið samband við pabba sinn og þess vegna var þessi gjöf hon- um mjög kær. Ég sagði við hann að hann hefði ekkert með það að gera að vera með hníf í vasanum og bað hann um að af- henda mér hann. Þá tók hann æðis- kast og braut hurðina að herberginu sínu, kastaði stólum og borðum, fór út á svalir og eyðilagði hluta af báru- járni sem er utan á húsinu. Síðan rauk hann út með hnífinn. Ég fann hann síðan niðri í bíla- kjallara í lítilli geymslu þar. Ég sagði honum að þetta væri ekki í boði og bað hann um að afhenda mér hníf- inn. Þá varð hann gjörsamlega tryllt- ur. Hann rauk að mér með hnífinn í hendinni og ég rétt náði að læsa mig inni í geymslunni áður hann réðst á mig. Þá sparkaði hann í hurðina og náði að brjóta hana niður.“ Blóðugur fyrir utan blokkina Eftir að hafa brotið niður hurðina að geymslunni hljóp drengurinn í burtu. Uppi í íbúðinni stóð ellefu ára dóttir hennar öskugrá og stjörf í framan og sagði móður sinni að bróðir hennar hefði tekið stóra hnífinn úr eldhúss- kúffunni og hlaupið út. „Þegar ég leit út var hann alveg argandi brjálað- ur fyrir utan blokkina með hnífinn í hendinni. Hann var alblóðugur þar sem hann hafði skorið sig á hend- inni og var með blóðnasir og skurð á enni. Ég hringdi í lögregluna sem kom og einn lögreglumaðurinn reyndi að tala um fyrir drengnum. Hann öskr- aði bara á hann og kastaði í hann grjóti svo hann snéri sér við og tal- aði eitthvað í talstöðina. Áður en ég vissi af voru tíu lögreglumenn komn- ir í kringum strákinn en þeir höfðu þá verið í felum í nágrenninu. Þeir stukku á hann, handjárnuðu hann og fluttu hann burtu öskrandi í lögreglubíl.“ Þar sem drengurinn er aðeins fimmtán ára mátti ekki halda hon- um á lögreglustöðinni en mamma hans sagði lögreglunni að hún treysti sér ekki til að taka við honum heim. Hvorki BUGL né Stuðlar sögðust geta vistað drenginn og eftir að hafa ítrek- að þurft að segja barnaverndarfulltrúa að hún vildi ekki taka við stráknum í þessu ástandi, bæði sín vegna og yngri systkina hans, var á endanum fund- ið pláss fyrir hann í neyðarvistun yfir nóttina. Keyrðu hratt, eða deyðu Daginn eftir var hringt og hún beðin um að sækja hann. „Ég sagðist ekki geta tekið við honum nema fá aðstoð inn á heimilið en þá var ég sökuð um að vera ósammvinnufús. En eftir tólf vikur þar sem hann var í miklum veik- indum, nánast í sturlunarástandi, og átta vikur í úrræðaleysi og bið eftir svörum var mér nóg boðið.“ Það varð til þess að drengurinn fékk liðveislu á heimili sitt í tíu tíma á dag í tvær vikur. Seinna náði hann aftur í hníf sem móðir hans segir enn þann dag í dag ekki vita hvernig hann hafi orðið sér úti um. Bílferð með einstaklingi úr lið- veislunni endaði með skelfingu þeg- ar drengurinn dró stóran hníf upp úr vasa sínum og sagðist ætla að drepa hann ef hann keyrði ekki á ofsa- hraða. Maðurinn náði að tala hann til og keyra hann heim en sagðist ekki treysta sér í frekari liðveislu eftir það. Þegar móðirin spurði drenginn út í at- vikið kom hann af fjöllum og sagðist ekki hafa hugmynd um hvers vegna þessi liðveilsa hefði ekki gengið sem skyldi. Réðst á starfsfólkið Aðdragandinn að þessu atviki var langur en drengurinn hafði verið á fósturheimili í sveit þar sem hann hef- „Hann rauk að mér með hnífinn í hendinni. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is n Móðir 15 ára ofbeldisfulls drengs talar út n Hann hefur ógnað mömmu sinni með hnífi n Liðveislan gafst upp eftir líflátshót- un n Hann er svo veikur að enginn getur tekið við honum SONUR MINN ER TIFANDI TÍMASPRENGJA 12 ára barátta Hann var fyrst greindur þriggja ára. Nú er hann greindur með ADHD með mikilli hvatvísi, þráhyggju og árátturöskun, fælni, tourette, mótþróaþrjóskuröskun, einhverfu, misþroska og tornæmi, sykursýki og hegðunarröskun. Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.